Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRtJAR 1974
eltir
Gísil, Elríkur 09 Helglrs
skilaði þeim á réttum tíma, því að það er nauðsyn-
legt.
„Rokið er ekki fugl,“ sögðu Helgi og Eiríkur í kór.
„Við þekkjum rokið alltof vel til að halda, að það sé
fugl. Það er bara vindur."
„Þið eruð heimskingjar,“ sagði Gísli. „Rok er fugl.
Hann var fugl, skal ég segja ykkur.“
Nú hlógu bæði Eiríkur og Helgi. „Jæja,“ sögðu
þeir fyrirlitlega. „Svo að rok er fugl og var fugl.
Skelfing ertu vitlaus. Þú hefur fengið sólsting.
Farðu inn og leggðu þig.“
Gísla sárnaði við vini sína, en hann vildi samt
fræða þá um það rétta i þessu máli.
„í Þúsund og einni nótt,“ sagði hann, „er sagan um
hann Sindbað sæfara. Hann fór í margar sjóferðir
eins og pabbi þinn, Helgi,“ Gísli leit á Helga, „en
þetta var í gamla daga, svo að hann lenti í óteljandi
ævintýrum. Hann hitti fuglinn Rok.“
Helgi og Eiríkur skelltu báðir upp úr.
„Víst hitti hann fuglinn Rok,“ sagði Gísli ákveðinn.
„Ég get ekkert að því gert, þó að hann hafi heitið
Rok eins og rok. Nafnið hans er bara skrifað með
stórum staf, því að hann hét Rok eins og ég heiti
Gísli, þú Eiríkur og Helgi Helgi.“
Hann benti á þá til skiptis um leið og hann sagði
þessi orð. „Og Rok átti afskaplega stór egg.“
„Ertu viss urnþað?" spurði Eiríkur.
„Já, þau voru næstum þvf eins stór og hús. Kannsi
vorum við allir þrír í sama egginu. Við erum jafn-
gamlir," svaraði Gísli.
En það gat ekki verið. Helgi var yngstur. Gísli var
orðinn átta ára og Eirfkur líka. Nei, þeir höfðu
sennilega komið sinn úr hverju Rok-egginu, en alls
ekki verið í því sama allir.
„Þið megið ekki gleyma að gefa mér eitthvað á
morgun,“ sagði Helgi litli, áður en hann fór inn að
borða.
„Gefa?“ spurði Eiríkur.
„Já, það á alltaf að gefa afmælisgjafir," sagði Helgi
litli. „Ég fæ margar.“
„Hvað færðu þá?“ spurði Gísli.
„Ég veit það ekki ennþá,“ svaraði Helgi litli. „Það
er leyndarmál, segir mamma. Hún segir, að það sé
ekkert í það varið að vita fyrir fram, hvað maður fái í
afmælisgjöf. Þið megið ekki segja mér, hvað þið
ætlið að gefa mér.“
Skelfing fannst þeim Gísla og Eiríki það einkenni-
legt að mega ekki segja frá gjöfunum.
„Veiztu, hvað þú ætlar að gefa Helga?“ spurði GIsli
Eirík.
„Leyndarmál,“ sagði Eiríkur íbygginn og svo fóru
þeir báðir inn að borða.
3. kafli.
Afmælisveizlan.
Næsta dag hringdi Eiríkur hátíðlega á bjölluna hjá
Gísla. Mamma Gísla koma til dyi^a.
„Góðan daginn,“ sagði Eiríkur. „Er Gísli tilbúinn?
Hann Helgi litli á nefnilega afmæli í dag.“
„Gísli er að greiða sér,“ sagði mamma hans og svo
bauð hún Eiríki allra náðarsamlegast inn í for-
stofuna. Það var mjög sjaldgæft, að hún byði ein-
hverjum inn í stofuna sína eins og þið munið
kannski. Það var nefnilega hvítt teppi á gólfinu þar.
DRÁTTHAGIBLÝANTURINN
Jonni ogcTManni Jóri Sveinsson
Þessi gullna rák var óviðjafnanlega fögur, hón var
á sífelldu iði, glitrandi og blikandi.
Það var eins og hún væri stráð ótölulegum aragrúa
af perlum og gimsteinum.
Það var hrífandi sjón.
En nú vorum við komnir að uppgöngustiganum á
„Fyllu“.
Þar tóku á móti okkur tveir danskir foringjar í skín-
andi einkennisbúningum.
Franska lækninum, drengjunum tveimur og Manna
og mér var boðið strax upp á þilfar, en hásetarnir urðtt
eftir í bátnum.
Dönsku sjómennimir tóku okkur ljúfmannlega.
Þeir horfðu á eftir okkur undmnarfullir, þegar við
gengum eftir þilfarinu til híbýla yfirforingjans.
Læknirinn gekk á undan með liðsforingjanum. En
við drengirnir fjórir fylgdum á eftir.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Við tókum eftir því, að allt var hér hreint og fágað.
Þilfarið var nauðþvegið. Þar sást ekki einn óhreinn
blettur.
Fallbys8urnar og allt annað, sem úr málmi var,
gljáði eins og það væri nýkomið úr steypunni.
Við gengum niður stiga og inn til yfirforingjans.
Þar vora skrautlegir salir, sem ekki stóðu að baki söl-
um þeim, sem við höfðum séð í franska herskipinu.
Yfirforinginn á „Fyllu“ var tigulegur maður og við-
mótsþýður, með svart yfirskegg og snöggt klipptur
Hann gekk á móti franska lækninum og heilsaði hon-
um blíðlega með handabandi.
Þá bauð hann honum til sætis á rauðum hægindastól.
Því næst kom hann til okkar drengjanna og heilsaði
okkur og lét okkur setjast á rauðan legubekk, sem stóð
við vegginn.
Þeir töluðu saman á frönsku.
— Hvað segirðu um að borða
úti f kvöld???
— Og ef þér óskið einhvers, þá
hringið bara ...
— Hættu þessum öskrum mað-
ur, — þú fælir allan fisk I
burtu ...