Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1974
Dliprðimlilabib
nUGLVSmGRR
^-»22480
l*h
Einar Baldvin Guðmundsson
hæstaréttarlögmaður látinn
í Sundahöfn í
Sjá frétt á bls.
gær. Verið er að landa 450 lestum af loðnu úr Guðmundi RE. —
2. — Ljósm. Sv. Þorm.
EINAR BaJdvin Guðmundsson
hæstaréttarlögmaður varð bráð-
kvaddur að heimili sfnu f gær-
morgun — 70 ára að aldri. Hann
var í hópi virtustu lögmanna hér-
lendis og gegndi mörgum trúnað-
arstörfum, átti m.a. sæti 1 Félags-
dómi í mörg ár og var formaður
stjórnar Eimskipafélags Islands
til dauðadags.
Einar fæddist hinn 28. desem-
ber 1903 á Hofsósi i Skagafirði og
voru foreldrar hans Guðmundur
Einarsson, bóndi á Hraunum í
Fljótum, síðar verzlunarstjóri á
Siglufirði, og kona hans, Jóhanna
Stefánsdóttir.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1923
og fimm árum síðar lauk hann
embættisprófi í lögum frá Há-
skóla Islands. Að því loknu stund-
aði hann framhaldsnám í Svíþjóð.
Um skeið starfaði hann á skrif-
stofu lögreglustjórans í Reykja-
vík og sem fulltrúi á lögfræði-
skrifstofu Guðm. Olafssonar og
Péturs Magnússonar. Hæstarétt-
arlögmaður varð hann árið 1934
Allsherj arverkfall 19.
febrúar ?
30 manna nefnd A.S.I. beinir því til
aðildarfélaganna
Þrjátíu manna samn- unar frá og með þriðjudeg- förnu. Síðast ræddust
inganefnd Alþýðusam- inum 19. febrúar næst deiluaðilar við hjá sátta-
bands íslands hefur óskað komandi. Ekkert hefur semjara í gær, en ekkert
eftir því, að aðildarfélög miðað í samkomulagsátt miðaði í samkomulagsátt.
A.S.Í. boði til vinnustöðv- með deiluaðilum að undan- Flest aðildarfélög Alþýðu-
Stálu 400 kjötskrokkum
og V/ lest af smjöri
RANNSOKNARLÖGREGLAN í
Hafnarfirði hefur upplýst þjófn-
að á um 400 kjötskrokkum og
1250 kg af smjöri úr frysti-
geymslu í Hafnarfirði. Voru tveir
menn handteknir á föstudag,
grunaðir um að vera valdir að
þjófnaðinum, og hafa þeir játað á
sig verknaðinn. Heildarverðmæti
þýfisins nemur um tveimur
milljónum króna.
Rannsóknarlögreglunni var
þriðjudaginn 29. jan. sl. tilkynnt
um þjófnað á kjötskrokkum úr
frystigeymslu i Hafnarfirði og var
talið, að um 200 skrokka væri að
ræða. Á föstudag voru tveir menn
handteknir, grunaðir um þjófn-
aðinn. Eftir yfirheyrslur viður-
kenndu þeir þjófnaðinn og reynd-
ist magnið þá hafa verið mun
meira eða um 400 kjötskrokkarog
50 kassar af smjöri, alls 1250 kg.
Nær allt þýfið fannst á sunnudag
í frystigeymslu suður með sjó.
Vantaði einungis þrjá kassa af
smjöri, eða 75 kg, og um 20 kjöt-
skrokka.
Mennirnir hafa borið, að þeir
hafi einungis verið tveir um
þjófnaðinn. Annar þeirra er
kaupmaður í Reykjavik og var
ætlunin, að hann seldi kjötið og
smjörið, en hinn fengi hluta af
ágóðanum. Hafði þeim samizt svo
Framhald á bls. 31
sambandsins hafa nú aflað
sér heimildar til vinnu-
stöðvunar.
Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, samþykkti
30 manna samninganefnd-
in einróma að beina því til
aðildarfélaga A.S.Í. að
boða til vinnustöðvunar
þann 19. febrúar.
Eins og fyrr segir, hafa
flest aðildarfélög Alþýðu-
sambandsins aflað sér
verkfallsheimildar á
félagsfundum. Samkvæmt
lögum um vinnudeilur og
stéttarfélög, þá er það á
valdi stjórna- og trúnaðar-
mannaráða að taka ákvörð-
un um verkföll.
Einar Baldvin Guðmundsson
og ári síðar stofnaði hann ásamt
öðrum málflutningsskrifstofu i
Reykjavík, sem hann rak til
dauðadags.
Einar tók alla tíð virkan þátt í
félagsmálum og gegndi fjölda
trúnaðarstarfa. Þannig var hann
Framhald á bls. 31
Smyslov
vann Jón
Kristinsson
Önnur umferð
Reykjavíkurmótsins í
skák var tefld í gær-
kvöldi. Er Mbl. fór í
prentun var aðeins
einni skák lokið.
Smyslov vann Jón
Kristinsson.
HANNIBAL
VALDIMARSSON:
í þágu íslands að
hér sé eftirlits- og varðstöð
Matthías Steingrímsson
Ungur sjómaður af
Karlsefni drukknaði
UNGUR sjómaður drukknaði sl.
fimmtudagskvöld, 31. jan., er
hann féll útbyrðis af togaranum
Karlsefni, sem var að veiðum út
af Vestfjiirðum. Hann hét Matt-
hías Sævar Steingrímsson, til
heimilis að Hvassaleiti 49 í
Revkjavík.
Ekki er ljóst um tildrög slyssins
og engin vitni urðu að því, er
Matthias féll fyrir borð. iMörg
skip voru á veiðuin á þessu svæði
og strax og ljóst varð um slysið,
hófu þau leit á svæðinu, en án
árangurs.
Matthías var 26 ára að aldri,
sonur hjónanna Steingríms * K.
Guðmundssonar og Fjólu
Sigurðardóttur. Hann lætur eftir
sig ungan son.
HANNIBAL Valdimarsson var
einn af fjórum fslenzkum fram-
sögumönnum á ráðstefnunni um
um öryggismál Islands og Noregs,
sem haldin var um síðustu helgi.
Hannibal rakti þróun heimsmála
síðustu áratugina og stöðu Is-
lands og fjallaði um baráttu Is-
lendinga fyrir tilveru sinni og
sjálfstæði. I lok ræðu sinnar sagði
hann svo:
— ísland hefur ávallt haft
inikla hernaðarlega þýðingu í
átökum milli flotavelda á Norður-
Atlantshafi. Sú varð t.d. reynsla
okkar í seinasta stríði. Og vegna
þessarar þróunar mála, hefur Is-
land óumdeilanlega, mikla
hernaðarlega þýðingu.
— Eg held, að það sé ekki of-
mælt, að það hljóti að vera
varnarbandalagi vestrænna þjóða
mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt,
að geta haft eftirlit með öllum
hræringum skipa og hvers konar
farartækja á Atlantshafi og undir
yfirborði þess. % held ennfem-
ur, að ísland sé slik vitneskja lika
og ekki síður nauðsynleg.
Bezt væri, að ísland gæti sjálft
annast slíkt eftirlit að sem allra
mestu leyti. En þar sem þvf er
ekki til að dreifa, virðist auðsætt
að Bandaríkin eða Norður-Atl-
antshafsbandalagið fái aðstöðu til
að annast það á líkan hátt og verið
hefur.
— Mín afstaða er því sú, að það
sé í þágu varna íslands og íslend-
inga, að hér sé eftirlits- og varð-
stöð, en hins vegar eigi varnarlið
að vera hér í algjöru lágmarjti, því
að hér getur aldrei — m.a. vegna
fámennis og smæðar þjóðarinnar
— verið svo fjölmennt varnarlið,
að neina verulega þýðingu hafi
gagnvart hugsanlegri stórveldis-
árás á landið. Undir slíkum
kringumstæðum — sem Guð forði
okkur frá að hugsa til — yrði allt
að byggjast á því, hve fljótt væri
hægt að flytja hingað herstyrk í
stórum stíl landinu til varnar.
— Ríkisstjórn íslands hefur
skuldbundið sig til að gera eitt af
tvennu i varnarmálunum: Að
framkvæma endurskoðun á
varnarsamningnum við Banda-
Framhald á bls. 31