Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 17 Elns 09 mér sýnlst Eltlr Glsla j. flstDorsson Bíllausir eru líka fólk NÚ ERU stjórnmálamennimir byrjaðir að brýna kutana vegna sveitarstjórnakosninganna sem vofa yfir þeim og líka að flikka svolítið upp á blíða brosið sem þeir bauna því harðar á kjósendur sem nær dregur örlagastundinni. Gylfi og Hannibal brostu meira að segja svo Ijúft hvor til annars á sjónvarpsskerminum fyrir skemmstu að hraustustu kari- menn viknuðu en viðkvæmum konum varð hugsað til litlu barn- anna sinna og saklausu brosanna þeirra. Gylfi brosti að þessu sinni til vinstri og Hannibal til hægri, en þeð var af þvi þeir sátu þannig við borðið í upptökusalnum. Þó að stóllinn sem Gylfi sat á hefði ekki verið nema þumlungi lengra til vesturs þá hefði hann mátt gera svo vel að brosa eins og vitlaus til hægri en Hannibal að venda sinu brosi í kross og beina þvi eins og vitstola maður i hina áttina. Svona getur staðan stundum verið hárf'm í pólitikinni. Jafnvel stað- setning húsgagnanna getur ráðið því hvort pólitikusarnir brosa til hægri eða vinstri. Þeir Gylfi og Hannibal voru svona sælir á svip- inn útaf nýja hræringnum sinum. Hér í Reykjavfk gerir kosninga- skjálftinn venjulega þannig vart við sig hjá meirihlutanum að hann byrjar að syngja Reykjavík lof og pris. Meirihlutinn kyrjar þessa þakkargjörð fiá morgni til kvölds. Hjá minnihlutanum brýst þessi sjúkdómur aftur á móti þannig út að „reiðir borgarar" byrja að ausa bréfum yf ir Þjóðviljann og Timann þar sem þeirhelta sér yfir holurnar I götunum. „Reiðar hiismæður" taka siðan undir og eru ekki billegar og jafnvel „reiðir kjöt- kaupmenn" geysast fram á ritvöli- inn með bjúgun á lofti og fullyrða að gatnamálastjóri sé að setja þá á hausinn með helvitis holunum sinum. Það er illt að vera gatna- málastjóriá kosningaári. Lífslikra manna hlýtur að vera vfti. Annars veldur veðráttan þvi i ár að jafnvel holurnar hafa orðið að vikja fyrir snjónum sem það kosningamál sem gerir mönnum heitast í hamsi. „Reiðar bein- brotnar húsmæður" eru byrjaðar að stinga upp kollinum og foxreið- ir kjötkaupmenn upplýsa i nið- köldum bréfum til málsgagns al- þýðunnar að viðskiptavinir þeirra liggi eins og hráðviði um göturnar. Þjóðviljinn hefur verið harðastur gegn snjónum að undanförnu, þó að hann hafi ekki ennþá upplýst hvernig tæma eigi borgina af snjó. Ég held næstum að hann hafi verið með sérstakan mann i þessu að undanfömu, sem gerir ekkert annað en að húðskamma skaflana á götunum, fletta ofan af svellbunkum fyrir fiaman sjálfa skrífstofu borgarstjórans og fara háðulegum orðum um vatnselginn i Sogamýrinni þá daga vikunnar æm Veðurstofunni þóknast að gefa okkur hláku. Ég veit ekki hvort Timinn er með sams konar mann á sinum snærum. Það sýnist þó sennilegast þar sem hann er „blað fyrir alla". Ég hef haft svo mikið að gera að undanförnu að ég hef alls ekki haft tima til að lesa hann nógu vel. Maður þarf að grafa upp bilinn á morgnana, að reyna að ýta honum i gang. að sækja sendiferðabil með dráttar- taug, að gera boð eftir lögreglunni þegar maður situr fastur á Hafnar- f jarðarveginum — þversum. Þegar þetta er búið er manni nánast lokið. Það er aðeins eitt sem ég læt aldrei fara framhjá mér i Tlmanum, og það eru fyrir- sagnimar. Þær koma mér næstum alltaf i fyrirtaks skap. „Æmar biða þess að komið verði með hrútana i þyrlu" var til dæmis fimm dálka á forsiðunni hjá þeim þann 4. jan- úar. Það var mál málanna þann daginn. Og eftir allt Watergate- vesenið og flugvélaránin og hala- stjörnuna sem sást hvorki sporður né hali af þá er ég honum hjartan- lega sammála. Menn eru svo eigingjarnir að |æð fer allt eftir þvi hvernig fann- fergið leikur þá sjálfa hvort þeim finnst gatnamálastjóri eiga að fá stórriddarakross með stjörnu eða bara stóreflis glóðarauga. A með- an ég var billaus þrumaði ég á móti hverju snjókomi sem ég sá á gangstéttunum, umhverfðist ef ég á snifsi af is og var hvað eftir annaðkominnáf remstahlunn með að skrifa blöðunum bréf og ægja þessum herrum sem stjórnuðu snjómokstrinum hvaða skoðun ég hefði á öllu þeirra háttalagi. Ætfi undirskriftin hefði samt ekki orðið „reið húsmóðir" eða jafnvel „reið móðir i Vesturbænum" fremur en „reiður blaðamaður"; það er svo langtum áhrífarikara þegarfallega móður fennir i kaf heldur en bara miðaldra blaðamann. Nú er ég aft ur á móti kominn með hjól og fer varla út á snúru án þess að bera bensinstybbuna með mér, og sið- an get ég ekki með sanni sagt að það haf i beinlinis haldið fyrir mér vöku þó að ég hafi séð skrikjandi kvenmann flýja undan öskrandi jarðýtu sem var i óðaönn að moka yf ir vegfarendur. Svona er l'rfið, segi ég og stig á bensinið. Og þó. Eða hvað? Það skyldi þó aldrei vera! Nú sem ég sit við ritvélina og er að skrifa ixn þessi mál, þá er einhver ólukkans púki að toga i olnbogann á mér, að skvaldra í eyrað á mér. að pjakka i samvisku mina. Það er svo skammt liðið siðan ég var sjáifur einn af skóhl'rfasveitinni, að sam- úð mln hlýtur víst ennþá að vera með henni. Bílarnir þurfa að kom- ast leiðar sinnar, satt er það, en það þurfa lika manneskjur. þó að þær eigi ekki bíla. Það má ekki ryðja göturnar þannig, a ð einungis bilarnir komist ferða sinna um bæ- inn (nema minn að visu) og svo færustu skiðamenn. Billausir eru líka tólk. Og ef gatnamálastjóri vill ekki eiga von á kveðju fiá „reiðri húsmóður i Vesturbænum með átta skólaskyld börn" þá þarf hann æm ég er lifandi að athuga sinn gang. Baráttanum völdin í Kína BARATTAN um, hver eigi að taka við af Mao Tse-tung, sem er nýorðinn áttræður, er að ná hámarki. Á yfirborðinu snúast einu opinberu umræðurnar í Peking um, hvað Konfúsíus sagði og gerði fyrir 2.000 árum. En þeg- ar ráðizt er með offorsi á Kon- fúsíus fyrir að koma aftur til valda mönnum, sem féllu i ónáð — nákvæmlega það sama og Chou En-lai gerði fyrir skemmstu til þess að marka endalok menningarbyltingar- innar — virðist baráttan undir yfirborðinu vera á milli hins hófsama Chous og hinna róttæku, sem vilja meiri byltingu, að minnsta kosti fljótt á Iitið. Það er Mao sem nýlega skipaði fulltrúa hinna róttæku í 3. valdamestu stöðuna í stjórn- málaráðinu með þeim hætti, að sjá mátti, að fyrir honum vakti að gefa í skyn, að hann hygðist tryggja rikiserfðirnar eftir sína daga. Baráttan milli Chous og hins róttækanýgræðings,Wang Hung-wen, 38 ára flokksstarfs- manns frá Shanghai, virðist því greinilega afmörkuð — þó ekki væri nema undir yfirborðinu. En raunveruleg örlög Kína eru ráðin miklu dýpra og á því þriðja stigi eru þau rökrædd í valdaforystunni og framtíðin ákveðin. Hávaðinn frá um- ræðunum um Konfúsíus þjónar þeim tilgangi að dylja þær fáu bendingar, sem gefa til kynna, hvaða málefni skipta raunveru- lega mestu máli. Þannig var því ákaft neiðað í grein í Alþýðu- dagblaðinu í Peking nýlega, að kyrrstaða rikti i kínversku efnahagslífi. Andstæðingar Maos voru bornir þeim sökum að kvarta án gildrar ástæðu um það, að lífskjörin væru bág og fólkið hefði ekki nóg að bíta og brenna. Þetta eru þau málefni á kínverskum vettvangi, sem nú skipta raunverulegu máli. Ekki nægir að einblína á það, sem kínversku blöðin segja um Konfúsíus. Nýlegar greinar þeirra verður að lesa með greinum, sem komu við sögu i öðrum kinveskum umræðum um markmið og leiðir, og fara verður mörg ár aftur í tímann til þess að greiða úr flækjum þess leyndardóms, sem nú svíf- ur yfir vötnunum. Sagt var, að í hópi þeirra, sem kvörtuðu undan kyrrstöðu í efnahagslífinu, hefðu verið keppinautur Maos á árunum fyrir 1960, Peng Te-huai land- varnarráðherra, og jafnframt arftaki Maos á næsta áratug, er varð keppinautur hans, Lin Piao. Með því að nefna þá gerði Alþýðublaðið ljóst, að núver- andi kvartanir um efnahags- lega kyrrstöðu samsvara álíka andófi háttsetrra manna gegn forystunni og þeim sem bera ábyrgðina á efnahagsstefnunni — það er Chou En-lai og stuðningshóp hans. Þeir sem stóðu að andófinu Chou En-lai og kona Maos, Chiang Ching. Ettlr Vlclor zorza gegn efnahagsstefnu Maos — blaðið nefnir þrjá á undanförn- um 15 árum — voru allir nánir samstarfsmenn hans og hvöttu yfirleitt til skjótra breytinga i nýtízkuhorf í iðnaðinum til þess að gera hvort tveggja mögulegt, batnandi lífskjör og stórfelldan varnarvígbúnað. Mao hefur aftur á móti venju- lega verið fylgjandi hægri þró- un efnahagskerfis, er grund- vallist að langmestu leyti á landbúnaði og viðhaldi helztu smábændaeinkennum sínum. Deilur eru aftur hafnar um þessi málefni eins og glöggt kemur fram í eindregnum stuðningi Chous við þá afstöðu Maos, að efnahagsþróunin i Kína verði að vera hæg og jöfn, svo hæg að „hún verður ekki fullkomnuð á þessari öld.“ A nýafstöðnu flokksþingi lagði Chou áherzlu á, að hlítt yrði „skynsamlegum" reglum um þróum efnahagslífsins, og eflingu skipulagningar og sam- ræmingar. En við annan tón kvað hjá hinu nýja og róttæka foringja- efni Maos i fyrstu stefnuræðu hans til þjóðarinnar á flokks- þinginu. Það sem hann vildi voru „pólitfsk skilyrði", sem gera mundu mögulega „all- hraða“ þróun landbúnaðarins og um leið „nútíma" iðnaðar. Hann lét bersýnilega ekki aftra sér þær viðvaranir sem flokksblöðin létu í ljós fyrir hönd Chous á þá leið, að „vissir félagar", sem vildu iðnþróun- ina og gleymdu hve takmarkað- ar náttúruauðlindir Kína væru, „gætu jafnvel villzt og lent á villigötum." Þeim var sagt, að það stig iðnvæðingar, sem þeir vildu, væri „of stórt“, kröfur þeirra um nýjar áætlanir „óraunhæfar" og sú trú þeirra, að þetta mundi auka hraða þró- unarinnar, einfaldlega röng. „Þeim mun meiri asi,“ voru þeir áminntir, „þeim mun minni hraði.“ En hér á enn við, að ásakan- irnar á þessu ári er aðeins hægt að skilja í ljósi þeirra sem voru settar fram f fyrra, þegar ónafngreindir pólitískir „svindlarar" voru sakaðir um að hraða iðnvæðingunni og van- rækja um leið landbúnaðinn. I einni blaðaárásinni á andstöð- una var gefið í skyn, að hún hefði hvatt, einu sinn enn, til umfangsmikillar hergagnaáætl- unar eins og gerzt hefði í lönd- um, þar sem landbúnaður hefði verið látinn „dragast aftur úr“ jafnframt þvf sem vopnaiðnað- ur efldist „óeðlilega“. Endurvakning hermálaum- ræðnanna sýna glöggt, að breyt- ing iðnaðarins í nútímahorf og endurvfgbúnaður, sem eru sam- tvinnuð mál, eru ennþá einu sinni að skjóta upp kollinum sem aðaltengiliður í valdabar áttunni í Peking. Kjarni deil- unnar milli ,,hófsamra“ og „rót- tækra“ er ekki, hvort, endur- taka eigi vinstri öfgarnar úr menningarbylgingunni á síð- asta áratug. Því er lokið í eitt skipti fyrir öll á sama hátt og efnahags- öfgum stóra framfarastökksins á árunum milli 1950 til 1960. Kjarni málsins að þessu sinni er, hvort Kína eigi að stíga fram f öllu sfnu veldi og nota gífurlegan mannafla sinn og auðlindir sinar tii þess að byggja sér með skjóttum hætti hornstein iðnaðar og tækni, sem gera mundi landið að raun- verulegum jafningja hinna stórveldanna. Mao og Chou óttast, að ef Kína smábændanna verði fórnað á altari iðnvæðingar verði allt það rifið niður, sem þeir stóðu vörð um og börðust fyrir. Nýtízku breytingar mundu kalla fram þætti hins vestræna iðnaðarkerfis og stétt iðnverkamanna, sem gæti jafn- vel í samræmi við marxistískar kennisetningar leitt Kina í sömu átt og Rússland. A áttugasta og fyrsta aldurs ári vill Mao stöðva heiminn, hér vill hann út — og hann vill að Kina verði óbreytt eftir brott- för sína. „Égá stefnumót við guð,“ sagði hann nýlega. En yngri mennina, sem hann er að ala upp til þess að taka við af sér, dreimir aðra drauma. Þeim finnst efnahagslífið staðnað, fólkið fátækara en það þarf að vera, landið of veikburða miðað við það sem það gæti orðið. Ef djúpt er skyggnzt, eru stjórnmálin f Kfna, kjarni þess sem hægri og vinstri greinir á um, afskaplega svipuð því sem gengur og gerist í öðrum lönd- um —jafnvel þótt það sem máli skiptir drukknaði um tíma und- ir skrautlegum gervimálum ,,menningarbyltingarinnar.“ Mennirnir, sem bíða eftir þvf að Mao fari, eru ópolinmóðir. Þeir vilja ganga til móts við heiminn og ögra honum. Þegar það gerist, og þess verður ekki langt að bíða, munu þeir valda svo miklum breytingum í heimsmálunum, að þau verða óþekkjanieg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.