Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 1

Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 1
32 SIÐUR 33. tbl. 61. árg. LAUG ARDAGUR 9. FEBRUAR 1974. Prentsmiðja Morgunblaðsins MÉpIi Minnihlutastjórn Poul Hartling (t.h.) hefur nú náð samkomulagi við Jafnaðarmannaflokk Anker Jörgensen (t.v) um efnahagsstefnu rfkisstjórnarinnar til frambúðar. Hér sjást þeir félagar skömmu áður en þeir komu sér saman, en sleitulausar viðræður stóðu sólarhringum saman. Lengstu geim- ferðinni lokið Orleans flugmóðurskipinu, Washington, 8. febrúar AP—NTB. „É(i hef það ffnt. Og það er gott að vera kominn heim,“ sagði Edward Gibson er hann steig út úr Apollo-geiinfarinu um borð í flugmóðurskipinu New Orleans ásamt félögum sínum úr Skvlab 3 geimleiðangrinum, Gerald Carr og William Pogue, en þeir lentu heilu og höldnu og nákvæmlega sainkvæmt áætlun á Kyrrahafinu sfðdegis í dag, uin 280 kfiómetra suðvestur af San Diego. Þeir félagar höfðu þá dvalizt í 84 sólar- hringa samflevtt í geimnum, en það er lengsta mannaða geim- ferðin hingað til. J Þeir Carr, Pogue og Gibson brostu breitt og léku við hvern sinn fingur við komuna til jarðar, og að aflokinni fyrstu læknis- rannsókninni lýstu læknar því yfir, að geimfararnir virtust í góðu formi eftir næstuin þriggja inánaða dvöl í þvngdarleysi. Eru vfsindamenn nú allvissir uin. að Framhald á bls. 18 Stjórn námamannasambandsins synjar beiðni Heaths: Allsher j arv erkf all á miðnætti í kvöld Olíunni beitt gegn íslandi? Washington 8. febrúar — NTB SOVEZKA ríkisstjórnin hefur hótað að stöðva útflutning á olíu til tslands ef íslenzka rfkisstjórnin krefjist þess ekki, að Bandaríkjamenn fari frá Keflavfkurflug- velli, að þv í er heimildir í Washington hermdu í dag. Haraldur Kröver, sendiherra Islands í Was- hinton, sagði hins vegar, að þessi frétt ætti við engin rök að stvðjast. Það væri aö vfsu rétt, að olfuflutningum frá Sovétrfkjunum hafi seinkað á síðustu inánuðum, en orsökin væri einungis tæknileg. London, 8. febrúar, AP—NTB. 0 STJÖRN sambands brezkra nániaverkamanna vísaði í dag á bug tilmælum Edwards Heath forsætisráðherra um að fresta allsherjarverkfalli námamanna, unz kosningarnar i Bretlandi 28. febrúar næstkomandi væru af- staðnar. Þar með leggja hinir 280.000 námamenn landsins niður vinnu frá og með iniðnætti á laugardag, og um leið bendir allt til víðtæks rafmagnsskorts, á meðan hin þriggja vikna langa kosningabarátta stendur yfir, svo og til algerrar lömunar atvinnu- vega í Bretlandi með vorinu. 0 Eftir að ákvörðun stjórnar sambandsins varð kunn, lýsti Heatli forsætisráðherra því yfir. að hann vænti þess, að námamenn myndu breyta afstöðu sinni. Al- mennt er taliö, að þessi ákvörðun leiði til þess að sigurlíkur fhalds- flokks Heath aukist til mikilla inuna f kosningunum, en hann livggst keppa undir slagorðunum: „Hverjir stjórna Bretlandi — kos- inn ríkisstjórn eða verkfalla- hneigð verkalýðsfélög?" Sú reynsla er af fvrri kosníngum, að vinnudeilur valdi því, að kjós- Jemen tók við skæruliðunum níu Dóttir Hearsts í haldi Berkeley, Kaliforniu, 8. febrúar — AP. DULARFULL hermdarverka- samtök í Bandaríkjunuin, Symbionesiski frelsisherinn, hafa lýst sig ábyrga á ráni Patriciu Hearst, dóttur blaða- kóngsins Randolph Hearst, en enn hafa ræningjarnir ekki látið uppi, hvers þeir óski í lausnargjald. Faðir stúlk- unnar, en hún er 19 ára gömul, sagði í kviild, að fjölskyldan teldi sig hafa nokkra vissu um, að hún væri á lifi, og biði nú eftir kröfum ræningjanna. Telur Hearst og lögreglan, að hugsanlega sé tilgangur sam- taka þessara að fá lausa tvo af liðsmönnum þeirra, sem sitja nú I lialdi vegna morðináls. Aden, Kuwait, Tokió, 8. febrúar AP—NTB. JAPÖNSK farþegaflugvél af DC 8 gerð lenti í kvöld í Aden í Suður- Jemen með nfu arabíska og jap- anska hermdarverkamcnn innan- borðs,— fiinm þeirra höfðu tekið japanska sendiráðið í Kuwaither- skildi til þess að fá félaga sína fjóra sótta til Singapore, þar sem þeir höfðu haldizt við á ferju einni í höfninni eftir misheppn- aða tilraun til að sprengja upp olíustöð. Héldu hermdarverka- mennirnir í Kuwait starfsfólki sendiráðsins, alls 12 manns, í gísl- ingu unz gengið var að kröfum þeirra og Singapore-mennirnir sóttir. Komu þeir til Kuwait í inorgun, og eftir að stjórnvöld í Jemen hiifðu veitt vél þeirra lendingarleyfi, slepptu þeir gísl- unum heilum á liúfi og héldu til Aden. Á flugvellinum i Aden var tekið á móti skæruliðunum af embættismönnuin og lögreglu- flokki, og var farið með þá til óþekkts staðar. Með japönsku flugvélinni, sem er eign Japan Airlines, voru tveir starfsmenn japanska utanríkisráðuneytisins og 14 aðrir embættismenn og flugliðar. Gislunum í Kuwait leið öllum bærilega eftir tveggja daga varð- hald hjá skæruliðunum, þrátt fyrir ýinsar hótanir þeirra uin pyntingar og liflát. Japanski sendiherrann — sem skæru- liðarnir höfðu m.a. hótað að henda út um glugga á 5. hæð sendiráðsins — reyndi eftir á að bera blak af skæruliðunum, og kvaðst telja, að mál þetta ætti eftir að auka skilning og sam- band Araba og Japana, en Japan á mikið undir oliu frá Arabalönd- unum. endur kjósi fremur íhaldsflokk- inn, vegna þess að samband námamanna er í nánuin tenglsum \ið Verkamannaflokkinn. Atkvæðagreiðslunni innan stjórnar námamannasambandsins lauk þannig, að 26 greiddu at- kvæði gegn tilmælum Heaths um frestun, en sex voru þeim hins vegar fylgjandi. Meðal þeirra siðarnefndu var Joe Gormley, hinn tiltölulega hófsami forseti sambandsins. Barðist Gormley fyrir því í tvær og’hálfa klukku- stund að fá verkfailinu frestað, en án árangurs. Hið eina, sem hann náði að knýja fram, var, að verk- fallsverðir yrðu takmarkaðir á meðan kosningabaráttan stendur yfir vegna hættu af átökum þeirra annars vegar og lögreglu og hermanna hins vegar. Gormley var fylgjandi frestun verkfalls, m.a. vegna þess að ann- Framhald á bls. 18 Bylting í Efri-Volta Ougadougou, Efri-Volta, 8. febrúar AP—NTB SANGOULE Lamizana, forseti Efri Volta í Mið-Afrfku lýsti því yfir í útvarpsávarpi í dag, að hann hefði numið stjórnarskrá lands- ins úr gildi og leyst þingið upp. Sagði Lamizana, að lierinn hefði tekið völdin, (en hann er sjálfur æðsti yfirmaður hans) vegna þess. að.stjórnmálakrytur væri í þann veginn að lama landið. Yrði fljótlega koinið á „þjöðfrelsunar- ríkisstjórn" með þátttiiku þeirra afla innan hersins, sein stóðu að byltingunni, en einnig fulltrúuin borgara. Hafnbann hefur verið sett á i Framhald á bls. 18 Kröfu Watergate- nefndarinnar hafnað Washíngton, 8. febrúar— AP ALRlKISDÓM ARI vfsaði í dag á bug þeirri kröfu Watergaterann- sóknarnef ndar öldungadeildar- innar, að dómstóllinn gerði Nixon Bandarfkjaforseta skvlt að af- henda 5 scgulhandsspólur for- setaembættisins varðandi Water- gatemálið. Sagði dómarinn, Ger- hard A Gesell, að ncfndin hefði ekki fært gild rök að þvf, að hún þyrfti á þessum segulbandsspól- um að halda núna. ,,Eg veíti um- sókn lögfræðings forsetans um frávfsun kröfunnar samþykki mitt,“sagði dómarinn. J Þetta er í annað sinn að tii- raunir W atergate-nefndarinnar til að fá stuðning dómstóla í við- ureign sinni við Hvfta húsið, vegna seguibanda og annarra gagna, hafa farið út um þúfur. Þessi ákvörðun Gesells dóinara var birt aðeins nokkruin klukku- stunduin eftir að Leon Jaworski, sérlegur saksóknari í Watergate málinu, hóf viðræður við James D. St. Clair ráðgjafa forsetans uin óskir saksóknarans uin aðgang að skjölum Hvfta hússins. Ekkert var látið uppi um gang viðræðn- anna, né lieldur hvenær þeir m.vndu ræðast við á ný. Gesell dómari sagði i urskurði sinum, að hann féllist ekki á stað- hæfingu forsetans um að dómstól- ar hefðu engan rétt til að skera úr deilu milli forsetaembættisins og þingnefndar, og hann hafnaði einnig þeirri fullyrðingu, að það væri þjóðinni í hag, að gögn for- setaembættisins væru ekki gerð opinber. En hann sagði hins vegar, að réttinum hefði ekki verið færðar fullnægjandi sönnur á, að Watergate-nefndin þyrfti bráðnauðsynlega á þessum spól- um að halda og að frekari opin- berar yfirheyrslur vegna þeiira væru þjóðinni í hag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.