Morgunblaðið - 09.02.1974, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
® 22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
tel 14444*25555
Ibilaleiga CAR REIMTAL
Æ BÍLALEIGAN
'felEYSIR
CAR RENTAL
-»24460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
HVAÐ GAMALL
TEMUR UNGUR
§ SAMVINNUBANKINN
"SKODA EYÐIR MINNA.
Skodh
UtGM
AUÐBREKKU 44-46.
S(MI 42600.
FERÐABILAR HF.
Bílaleiga. — Sími 81260.
Fimm manna Citroen G S. stat-
ion. Fimm manna Citijoen G. S
8 — 22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
Bókhaldsaóstoó
meótékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
f^mnRGFniDHR
1 mnRKHÐ VÐHR
STAKSTEINAR
Hinn gullni
meðal-
hringvegur
Svo sem alkunna er, réðst
dagblaðið Timinn í leiðara fyr-
ir nokkru af miklum þunga á
Þjóðviljann fyrir skoðanakúg-
un hans og Alþýðubandalags-
ins. Var ekkert ofmælt í leiðara
Tímans um það efni. En sárt
hlýtur að vera fyrir hina 170
máttarstólpa framsóknar-
manna, sem nú fyrir nokkru
urðu sjálfir að sæta ósvífinni
ritskoðun af málgagni þeirra,
Timanum, að sjá hnullungana
fljúga svo kröftuglega úr gler-
húsinu. Framsóknarflokkurinn
er mjög klofinn í afstöðunni til
varnarmáianna. Margir f
forystu flokksins vilja lúta
vilja kom múnista I mál-
inu f trausti þess', að
Framsókn auðnist fyrir vik-
ið að þrásitja í ráðherrastól-
um út kjörtímabilið. Aðrir í
forystu flokksins og sennilega
mikill meirihluti almennra
framsóknarmanna, sbr. hina
miklu þátttöku þeirra í undir-
skriftasöfnuninni „Varið
Iand“, vilja hins vegar eiga
samleið með öðrum lýðræðis-
öflum, sem telja öryggi okkar
bezt borgið með því, að
öryggissjónarmið okkar
og nágranna- og vinaþjóða
t
okkar séu alfarið látin sitja
í fyrirrúmi við umræðurnar
um varnarmálin. Skilin milli
þessara aðila í Framsókn eru
mjög glögg og svo ramt kveður
að þeim, að stjórnmálaritstjór-
ar Tímans eru á algjörlega önd-
verðri skoðun í þvf máli. Enda
hafa þeir, sem með Tímanum
fylgjast, tekið eftir því, að und-
anfarnar vikur hefur Tómas
Karlsson ekki fengið að skrifa
leiðara um varnarmál í Tím-
ann. Nú sér Þórarinn Þórarins-
son um þau skrif og fullyrðir
hann, að „tillögur" utanrfkis-
ráðherra, alias Þorgeirs Ljós-
vetningagoða séu hinn gullni
meðalvegur í varnarmálunum.
Um þann gullna meðalveg má
segja eins og í söngnum, að
hann liggur til allra átta og
erfitt er að henda reiður á hon-
um, hins vegar hefur Einar
Ágústsson hringsnúizt svo f
þessu mikilvæga máli, að frek
ast má um hans „tillögur“ (eft-
ir því sem um þær er vitað)
segja, að þær séu hinn gullni
meðalhringvegur í málinu.
Allt er gert
Fyrir nokkru gengust félög um
vestræna samvinnu fyrir mjög
athyglisverðri ráðstefnu um ör-
yggismál íslands og Noregs.
Þessa ráðstefnu sóttu m.a. for-
seti norska Stórþingsins, all-
margir stórþingsmenn úr mörg-
um norskum stjórnmálaflokk-
um, auk þekktra sérfræðinga
um hervarnar- og öryggismál.
Þá sóttu þennan fund þrfr for-
menn fslenzkra stjórnmála-
flokka auk talsmanns mikils
fjölda framsóknarmanna. Sjón-
varpið sendi, sem kunnugt er,
ekki fréttamann á blaðamanna-
fund, sem þessir aðilar gengust
fyrir að ráðstefnunni lokinni.
Hefur það vakið mikla furðu.
En sjónvarpið bætti gráu ofan á
svart. Það flutti enn lengri
frétt en um þessa ráðstefnu um
einhverja fyrirhugaða ráð-
stefnu, sem Samtök hernáms-
andstæðanga segjast munu
gangast fyrir, þar sem sagt var,
að einn stórþingsmaður norsk-
ur myndi halda ræðu. Þessa
frétt höfðu fyrrnefnd samtök
sent inn til að draga úr frétta-
áhrifum af Varðbergsráðstefn-
unni og sjónvarpið beit á agnið
með eftirminnanlegum hætti.
Mbl. hafði heimildir fyrir því,
að hinn norski þingmaður
hefði enn ekki gefið endanlegt
svar um komu sína, er þessi
frétt var send sjónvarpinu, og
því einungis um boð til hans að
ræða. Fnda hefur nú komið
fram, að þingmaðurinn á alls
ekki heimangengt á þeim tfma,
er ráðstefnan fer fram. Þetta
allt sýnir Ijóslega, að hernáms-
andstæðingar eru ekki vandir
að meðulum nú frekar en fyrri
daginn.
Oður trúar-
safnaðarins
Þekktur framsóknarmaður
hefur sent Mbl. eftirfarandi:
I forystugrein Þjóðviljans
fyrir nokkru staðfesti Þjóðvilj-
inn enn frekari skrif sín, þar
sem meiri hluti íslenzku þjóð-
arinnar er nefndur „landráða-
menn“og öðrum álíkanöfnum.
Sér til stuðnings kemur Þjóð-
viljinn með einhverskonar
tilvitnanir í verk skálda.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, að það eina, sem skrif Þjóð-
viljans eiga skylt við skáld, er,
að þau eru algjör skáldskapur
og hugarfóstur frá upphafi til
enda.
I greininni er m.a. vitnað í
Jóhannes út Kötlum, en mörg
kvæði hans túlka vel skoðanir
Þjóðviljamanna, sbr.
„Sovét-island óskalandið
Hvenær kemur þú?“
Þannig hljóma Ijóðlínur
skáldsins og þannig er enn
hugsað á ritstjórnarskrifstof-
um Þjóðviljans, enda yrði
brottför varnarliðsins og úr-
sögn Íslands úr Nató kærkomin
þeirra fámenna trúarsöfnuði,
sem væntir komu Sovét-Is-
lands.
Friðrik J. Friðriksson, Sauðárkróki:
Sunnan við stríð
Orkuhugleiðingar um bókmenntir ^
VIÐ, sem á undanförnum árum
höfum fylgst með skrifum um
orkumál Norðlendinga, minn;
umst þess sérstaklega, sem Ind-
riði G. Þorsteinsson hefur lagt
til þessara mála. Indriði, sem er
stórskáld, virðist hafa tekið
málið bókmenntalegum tökum.
Andi hans hefur hafið sig yfir
fiskaviðhorfið (í þessu tilliti),
hafið sig til flugs og skynjað í
sjónhendingu þjóð'brautir ork-
unnar á fslandi, og út af þessu
hefur hann lagt.
Reyndar bjuggumst við við
því, að kaflar verksins birtust i
réttri roð, en það er eins og
hann hafi byrjað í 3. kaflanum
og staðnað þar. Hann hefur enn
ekki komið með áframhaldið,
þar sem hann sér framtíðarsýn-
ina miklu, ekki LSD, heldur,
jarðarbraut orkunnar, flutn-
ingslínuna Peking-Moskva-
Washington og hver veit hvað,
þar sem hún liggur yfir suður-
land með úttökum í spenni-
stöðvar þar sem áður voru
reknar vatnsaflsstöðvarnar
Hrauneyjarfoss, Sigalda og
Búrfell, en nú aflagðar vegna
óhagræðis Watt/sek/aura.
Það er einnig engu líkara en
fyrsti kaflinn og hluti annars
hafi farið forgörðum í hraða
flugtaksins. Satt að segja hélt
maður að Indriði væri búinn að
vera í þessu verki sínu, en hinn
24. jan. s.l. kemur í viðbót í
Tímanum undir fyrirsögninni:
„Má ekki virkja í vestur?“
Sýnist manni Indriði þar vera
að vinna á öðrum kaflanum, og
því getur maður vonað, að á-
framhald verði.
Það, sem út er komið, lýsir
náttúrlega höfundi sínum eins
og hvert mannanna verk.
Indriði komst snemma að
þeirri niðurstöðu, að vatns-
virkjanir væru höfuð óvinir
þeirrar þjóðar, sem laxar eða
stórlaxar nefnast ogþví bæri að
forðast að beisla dragár og lind-
ár, en í þeim og á lifir þessi
population eða ætlar sér að
gera, og vilanlega tók hann af-
stöðu með þeim, gegn þéssu ó-
merkilega mannasamfélagi,
sem reynir að treysta tilveru
sína, og þykist eiga rétt til að
nýta gæði landsins manna-
byggðinni til framdráttar og
það heldur ennþá að samfélag á
íslandi sé rekið vegna fólksins,
en ekki vegna laxa og kúa,
nema að því ieyti sem slíkur
rekstur hentar mannasamfélag-
inu.
í samræmi við þessa lífsskoð-
un sína gerði skáldið góðan
samning við sveitamenn um
laxarækt og milljónagróða, og
barðist á hæli og hnakka gegn
því að rafmagn væri tekið úr
vatninu, þar sem laxabyggðin
þyrfti á orkunni að halda. Ekki
virðist Indriða kunnugt um, að
erlendar vatnsorkustöðvar
stundi fiskrækt i ám og vötnum
meðþeim árangri, aðfiskimenn
og veiðiþjófar komast ekki yfir
aðtorgaþví öllu.
Lax er talinn viðkvæmur fyr-
ir hvers konar mengun, sem í
ár berst og verði Indriða áin
einhvern tíma laxgeng og ein-
göngu nytjuð sem slík, geta
bændur átt von á því, að þeim
og þeirra starfsemi verði þægt
frá þökkum hennar, eða þeim
gert að safna yfirþorðs- og frá-
rennsli í sérstakar leiðslur til
sjávar.
Indriði lýkur lofsorði á
stefnu núverandi ríkisstjórnar
i raforkumálum. Fyrir mínum
sjónum er hún sú í raforkumál-
um Norðlendinga, að Magnús
situr við Blöndu, Orkumála-
stofnun við Dettifoss og Val-
garð við Jökulsá eystri, og hver
þeírra hlær við öðrum meðan
verið er að ,,kakka“ enn einni
virkjuninni á Þjórsársvæðið,
eitthvert mesta umbrotasvæði
landsins. Allir þessir þykjast
vera að leita fyrir sér að hag-
kvæmustu virkjun á Norður-
landi, og þeir trúa því náttúr-
lega hver um sig, að hana sé
unnt að finna. En þeir virðast
ekki gera sér ljóst, að hag-
kvæmasta virkjunin er ekki til
sem varanleg niðurstaða, hag-
kvæmnin (gervi-) er einungis
tímabundin, og hagkvæmustu
virkjanir á Norðurlandi eru
þegar fundnar, og hagkvæm-
ustu virkjanir morgundagsins
verða ekki fundnar fyrr en þeg-
ar þar að kemur. Ef teikning af
hagkvæmustu virkjun i dag
verður látin liggja einn til tvo
tugi ára, þá verður hún ekki
lengur hagkvæmasta virkjunin.
Þetta veit almenningur á Norð-
urlandi, þó að ráðamenn haldi
að svo sé ekki.
Það er töluverð kokhreysti í
Indriða, að halda því fram, að
menn hafi lengi vitað að virkj-
un í Jökulsá í Skagafirði sé með
því allrahagkvæmasta, sem vit-
að er um. En það er nú bert
orðið að rannsóknir, svo heitið
geti, hafa ekki verið gerðar á
þessu vatnsfalli, en þetta er
náttúrlega skáldaleyfi. Það hef-
ur ekki verið venja að ráðast
fyrst i virkjun, en gera rann-
sóknir síðar, og forsenda gerðar
og fyrirkomulags vatnsvirkjana
eru áratuga rannsóknir. Þannig
gæti Jökulsá að vísu orðið orku-
gjafi í framtíðinni, og verði
svæðið að bfða eftir henni sem
nútíðarúrbót, er hætt við að
þróunin hafi gengið svo langt
til baka, að Jökulsá verði talin
óþörf. Menn gera nefnilega
ekki greinarmun á nútíma úr-
lausn og framtíðaruppbygg-
ingu, af því að í hugum ýmissa
er Norðurland ennþá hálfgerð
nýlenda ríkisins, sem komast
þarf billega af með og vart talin
ástæða til að það megi þróast
svipað og byggðarlögin við
Faxaflóasvæðið. Örlögum þess
eigi að skipa af öðrum en Norð-
lendingum sjálfum, og því á að
sníða stakk eftir þvi, sem menn
meina, að henti bezt höfuðborg-
arsvæðinu. Þess vegna hefur
skáldið fundið hvöt hjá sér til
að leggja orð í belg og vinna að
því, að, byggðinni verði haldið
niðri og hún verði friðuð fyrir
flestum nema stórlöxum. Menn
hafa verið að velta því fyrir sér,
hvaðan þessi árátta skáldsins sé
upprunnin, og ýmir þykjast
þess vísir, að uppruni hennar
muni vera úr bernsku þess
norður í Skagafirði. Þaðan
megi einnig rekja andúð þess á
smákóngum og bæjarlækjasjón-
armið þess, það er að hagkvæm-
ara sé að fiytja orku bæjarlækj-
arins langar leiðir með rándýr-
um draumalínum en að virkja
hann einfaldlega á staðnum og
veita orkunni inn á neytenda-
net á svæðinu. Enginn hefur
andmælt samtengingu byggðar-
laga og landshluta, þegar orku-
möguleikar héraðanna eru
þrotnir, og enginn hefur and-
mælt því að hagkvæmt kunni
að vera að reisa risaorkuver til
stóriðju og hafa af henni ýmsan
hliðarávinning, en fullmikið sé
í lagt að byggja risalinur fyrir
orku bæjarlækjarins, og mark-
aðurinn á Norðurlandi er ekki
miklu stærri en það í dag og
verður það ekki ef hann á að
biða lengi enn. Þannig er
byggðarlögunum stakkur skor-
inn.
Skáldin horfa öðrum augum
á tilveruna en við hin, og þess
vegna lesum við það sem þau
skrifa. Þau horfa inn í framtíð-
ina. Nútíðin skiptir þau ekki
svo mikiu máli. Maður kom að
máli við mig um daginn. „Ekki
vildi ég eiga að vera i fæði hjá
Indriða,“ sagði hann. ,Nú?“
sagði ég, „af hverju?“ „Hann
gæti átt það til að svara mér, ef
ég bæði hann um málsverð:
Vertu nú ekki að þessu nöldri
Pétur minn, þú veist, að ég er
að vinna að því að afla fæðu
handa okkur, ég er að koma
upp laxarækt fyrir norðan, og
þegar hún verður komin í gang,
skaltu fá nóg að eta. En þá
verð ég ekki einungis orðinn
magur, heldur horfallinn,“
sagði maðurinn að lokum, „því
Framhald á bls. 18