Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 7

Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 7 Tjaldið við 101 km steininn, herjanna. r I mesta lagi tvöfalt húrra KVÖLD eitt, meðan dr. Henry Kissinger var enn á þeytingi milli Jerúsalem og Aswan, tók ég miðaldra ísraelskan hermann úr varaliðinu upp í bílinn minn. Það var úrhellis rigning, og hann gegnblaut- ur og útataður, þreyttur eftir langa setu í almenningsvagni frá Fayid, fyrir vestan Súez- skurð, til Jerúsalem. Hvað finnst félögurti þín- um þarna vestur frá um að- skilnað herjanna? spurði ég hann. „Því fyrr, því betra," sagði hann. Hvað um skil- málana, eru þeir aðgengi- legir? „Þeir verða það!' Hann hafði þá engar áhyggjur af afleiðingum þess, að ísra- elski herinn hörfaði frá skurð inum upp í Mitla-fjallaskarð- ið? „Ég get sagt þér það, að okkur væri sama, þótt herinn væri fluttur allt austur til El Arish." Þessi farþegi minn, sem var heima í nokkurra daga leyfi áður en samningar tók- ust um aðskilnað herjanna, túlkaði aðeins eina af mörg- um ólíkum skoðunum á samningunum. Enn eru um 150 þúsund varaliðsmenn í herþjónustu fjórum mánuð- um eftir að Yom Kippur- styrjöldin hófst, og þeir eru áfjáðir í að komast heim. Moshe Dayan varnarmála- ráðherra hafði hins vegar til- kynnt, að strax og samning- um væri lokið, fengju 40 þúsund varaliðsmenn lausn frá herþjónustu, og jafnvel þeir, sem eftir yrðu, flyttust nær fjölskyldum sínum og ástvinum. Þetta er ein hlið málsins. Aðra hlið þess túlkaði Marur- ice Singer, enskur innflytj- andi, sem gegndi herþjón- ustu I vélvæddu sveitunum. Hann varfeginn að hverfa frá vígstöðvunum, en ekki viss um, að ísraelar fengju nóg þarsem fsraelar og Egyptar náðu samningum um aðskilnað fyrir að flytja hersveitir sínar frá vesturbökkum skurðarins. „Við höfum gefið okkar bezta tromp," sagði hann. „Það er allt annað að hafa herlið á vesturbakkanum en á Sinai-skaga. Það var Egypt- um þyrnir í augum, því að þetta hefur óumdeilanlega verið egypzkt landsvæði í fjögur þúsund ár. Fjöldi ísra- elskra hermanna lét lífið.og margir vina okkar koma aldr- ei aftur. Ég vona aðeins, að við höfum ekki verið að berj- ast til einskis, að þetta á- stand fjari ekki út á næstu sex mánuðum svo við þurf- um á ný að búa við ástand, sem hvorki er stríð né friður." Heima í ísrael ríkja einnig skiptar skoðanir. Engum kom til hugar að ísrael ætti að leggja undir sig þetta 1.500 ferkílómetra svæði, sem her- tekið var í stríðinu. Öllum var Ijóst, aðeina gildi þessa land- svæðis eftir að bardögum var hætt var það, að það veitti ísraelum góða samningaað- stöðu. Nú þarf að sannfæra þá um, að sú aðstaða hafi verið notuð sem skyldi. Jafnvel á beztu tímum eru ísraelar haldnir efasemdum, en þær hafa aldrei verið meiri en nú. Þeir eru tortryggnir í garð Egypta, Bandaríkja- manna, Rússa, og í garð sinnar eigin ríkisstjórnar. Gagnrýni Ariels Sharons hershöfðingja — sem stjórn- aði sókninni yfir skurðinn í október og er nú fulltrúi stjórnarandstöðunnar á þingi — ýtir undir efafasemdirnar, jafnvel þótt ýmsum finníst hánn hafa gengið helzt til langt. Fáir ísraelareru reiðubúnir að viðurkenna, að Anwar Sadat Egyptalandsforseti hafi breytt um stefnu varð- andi framtíðina. Flestir trúa því enn, að lokatakmark hans sé eyðilegging ísraels- ríkis. Vilji egypzki leiðtoginn raunverulega frið, en ekki aðeins betri aðstöðu til nýrrar innrásar, ætlast þeir til að hann sýni það nú svart á hvítu. Stórveldin tvö eru heldur ekki hafin yfir efasemdir. Rússar þjálfuðu og vopnuðu heri Egypta og Sýrlendinga. Þeir þurfa að gæta hags- muna sinna og áhrifa í Mið- Austurlöndum. Varðandi Bandaríkjamenn, eru fsraelar þakklátir fyrir gífurlega vopnaflutninga þaðan meðan á stríðinu stóð og fyrir áframhaldandi stjórn- málastuðning dr. Kissingers eftir að ýmsir aðrir höfðu gefið Israela upp á bátinn. En hagsmunir Bandaríkjanna og ísraels fara ekki alltaf saman. Til þessa hefur bandaríski utanríkisráð- herrann ekki neytt ísraela til að fórna neinu, sem þjóðin telur nauðsynlegt til að tryggja eigið öryggi. Þeir eru þó viðbúnir því, að sá tími geti komið að hann reyni það. Þeir muna, hvernig ísraelar voru ginntir til að flytja heri sína á brott frá Sinai-skaga eftir styrjöldina 1956, og hve lítils virði yfir- lýsingar Bandaríkjanna reyndust þá. Framar öllu öðru er hins vegar sú staðreynd, að flestir (sraelar hafa misst traust á leiðtogum sínum. Styrjöldin varpaði Ijósi á veikleika og vanmátt — bæði hjá her- foringjaráðinu og ríkisstjórn- inni. Ekkert, sem her- foringjarnir og stjórnmála- mennirnir hafa gert síðan, hefur orðið til að auka álit þeirra. ísraelar vita, að þeim var ekki sagður allur sann- leikurinn í október. Þeim er það Ijóst, að yfirvöldin halda áfram að hagræða fréttun- um, og það hefur aukið á efasemdirnar. Hversu bindandi eru þau leynilegu fyrirheit, sem Sadat gaf dr. Kissinger? Hversu öruggir geta ísraelar verið um, að t. sj&O THE OBSERVER C ;<*•*&* Eftir Eric Silver Egyptar fækki í herliði sínu á Sinai-bökkum skurðarins? Hvaða trygging er fyrir því, að ekki verði fjölgað í her- sveitunum þar jafn skjótt og ísraelar hafa dregið sig til baka? Og ekki síður áríðandi — hvaða leynileg fyrirheit hafa ísraelar gefið á móti? Svar Dayans hershöfðingja er á þá leið, að tvennt hafi áunnizt. Egyptar hafi fallizt á að enduropna skurðinn og byggja upp á ný borgirnar á bökkum hans, sem hvort tveggja auki friðarhorfurnar, en ísraelar haldi áfram góðri varnaraðstöðu á Sinai-skaga. Almenningur hrópar f mesta lagi tvöfalt húrra fyrir að- skilnaði herjanna. Það þriðja verður að bíða framvindu mála. VÖRUBÍLAR — VARAHLUTIR Get útvegað beint frá Svíþjóð vörubila Volvo FB —- 88 og F — 88 Einnig alla varahluti i Volvo og Scania Vabis Upplýsingar i sima 42001. SKAGASTRÖND EINBÝLISHÚS Til sölu einbýlishús, hæð og kjall- ari. Á hæðinni eru 3 herb. eldhús og bað. Geymsla i kjallara. Uppl. í sima 95-4626 e kl. 7 á kvöldin DATSUN 1 200 Til sölu Datsun 1200, árgerð 1971. Litið ekinn, i mjög góðu lagi. Upplýsingar í síma 43552 HÚSNÆÐI Ungur*reglusamur maður óskar eftir 1—2ja herb.. ibúð strax. Upplýsingar i síma 86048 VIL KAUPA VOLKSWAGEN árg. 6 5 — 66 i góðu standi á vetrardekkjum. Upplýsingar í sima 371 26. VILKOMAST i samband við karl eða konu, sem ,á i fyrirtæki eða hefur áhuga á að eignast fyrirtæki Get lagt fram peninga. Tilboð merkt: „1249" fyrir 13/2'74 sendist Mbl. VEIÐIJÖRÐ norðanlands til sölu, skipti á góðri ibúð i Rvik æskileg Tilboð send- ist Mbl. merkt 3206 sem fyrst. KÖTTUR — HAFNARF. Stór grábröndóttur fressköttur með hvíta bringu tapaðist frá Mið- vangi. Þeir sem hafa orðið hans varir, eru vinsaml beðnir að hringja i síma 51 498 GÓÐUR BÍLL Til sölu Volkswagen 1300 árg. 1972. Til greina koma skipti eða skuldabréf. Upplýsingar í Bilasöl- unni, Hafnarfirði. Sími 52266 TIL LEIGU ÓSKAST 3ja — 4ra herb íbúð á Reykjavík- ursvæðinu, helzt i Hafnarfirði Fyr- irframgreiðsla. Tilboð merkt 5230 sendist blaðinu fyrir 14. þ.m. TVEIR VELTAMDIR og þægir hestar til sölu. Reiðtygi geta fylgt. Upplýsingar i st’ma 18746 GRINDAVÍK Til sölu 1 40 fm glæsilegt einbýlis- hús. Stór bílskúr Húsið er ekki fullbúið. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90. Simi 1234. STÚLKA ÓSKAST Stúlka óskast strax til hálfs dags starfa kl. 1—5 við peysumóttöku og.létt skrifstofustörf. Unex, Aðalstræti 9, Sími: 11995. onciEcn Álthagafélag Sandara heldur aðalfund að Hótel Sögu, herbergi nr. 513, sunnudaginn 10. febrúar kl. 3 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnar- og trúnaðarmannakjör. Félagsmenn mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. VÆNGIR HF. Húnvetningar athugið. Beint flug til Blönduós á sunnu- dögum kl. 1 6.30. Áætlunardagar: Sunnudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og laugardagar. Vængir h.f. Sími26060. iiMi TILSðUIÍ KAUPMANMAHÚFN BLAÐIO FÆST NU I LAUSA SOLU I BLAÐASOLUNNI I FLUGAFGREIÐSLU SAS I SAS BYGGINGUNNI I MIÐ BORGINNI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.