Morgunblaðið - 09.02.1974, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.1974, Side 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 íslending- ar kunna ekki að notfæra sér flotvörpuna Björgvin við bryggju á Dalvfk. Skuttogurum landsmanna fer sffellt fjölgandi og við liggur, að einn togari hafi komið til lands- ins í viku hverri s.l. ár, og hefur svo einnig yerið það sem af er þessu ári. Þessum togarakomum fer nú að fækka og síðustu nýju skipin koma til landsins f sumar. Öll eru þessi nýju skip, — sem eru misjafnlega stór, — búin beztu og fulikomnustu tækjum, sem völ er á, enda hefur ekkert verið til sparað við gerð þeirra. Þó hefur það vakið athygli, að þau eru ekki öll útbúin fvrir fjot vörpuveiðar, en þær veiðar hafa sérstaklega rutt sér til rúms hjá Norðmönnum og sérstaklega Þjóðverjum á sfðustu árum. Hafa togarar þessara þjóða oft á tfðum fengið geysilegan afla f flot- vörpurnar. Togarar þessara þjðða eru bæði búnir botnvörpu og flot- vörpu og tekur þetta ekki nema tæpan hálftfma að skipta um veið- arfæri, sem er mikið atriði. Flot varpan er einkar heppilegt veið arfæri |H‘gar fiskurinn er upp í sjó, og hafa þá oft fengizt tugir tonna f hana á stuttum tfma. Sjálf er flotvarpan miklu vandmeð- farnara veiðarfæri en botnvarp- an, en á allra sfðustu tfmum hafa komið á markaðinn tæki, sem sýna nákvæmlega hvernig varpan er f sjónum og hvernig fiskurinn gengur f hana. Þessi tæki er svo nákvæm, að hægt er að nota vörp- una í 2—3ja metra hæð yfir botn- inum, f þeirri hæð yfir botninum, sem skipstjórinn óskar hverju sinni, eftir þvf hvernig fiskurinn hagar sér f sjónum. Aðeins örfá skip f heiminum eru nú búin slfk- um tækjum, sem á fslenzku eru kölluð „aðvörunarkerfi fyrir flot- vörpu“, og eru framleidd af Sim- radverksmiðjunum f Noregi. Aðeins tveir skuttogarar á Is- landi eru búnir þessum tækjum og er annar þeirra, hinn nýi skut- togari Dalvfkinga, Björgvin EA- 311. Björgvin er einn af sex skut- togurum, sem skipasmfðastöð Kongevalls f Flekkef jord f Noregi smfðar fyrir tslendinga, en þeir eru rösklega 400 rúmlestir að stærð. Björgvin kom til iandsins 20. janúar og tæpum tveimur sól- arhringum sfðar var skipið farið til veiða, en það mun vera eins- dæmi, að fiskiskip komist til veiða aðeins tveimur sólarhring- um eftir að það kemur f heima- höfn. Togað á nýrri slóð Það varð úr, að blaðamaður Morgunblaðsins fór með f þessa fyrstu veiðiferð Björgvins. Við fórum út frá Dalvík á tólfta tim- anum á þriðjudagskvöldi. Björgvin Jónsson, sem er fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Dalvíkur og nafni skipsins leysti festar skipsins, og veifaði okkur síðan á meðan við skriðum út úr hafnarmynninu. Skipstjórinn, Sigurður Haraldsson, er Dalvík- ingur, og búinn að vera skipstjóri á Dalvíkurskipum í nokkur ár. Hann var síðast skipstjóri á Björgúlfi í sex ár eða þangað til hann tók við þessu nýja skipi. Þegar við komum út úr Eyjafirði setti Sigurður stefnuna á Sléttu- grunnið, en þar höfðu íslenzku togararnir verið að veiðum síð- ustu dagana og einstaka aflað ágætlega. Þegar við komum á miðin undir morguninn, voru tog- ararnir komnir dýpra, þvi afli hafði tregazt nær landinu, og voru þeir nú komnir á slóðir, sem fslenzkir togarar hafa ekki togað mikið á áður. Enda fór það svo, að trollin vildu festast á slæmum botni, sem þarna var, og rifna, en það fór ekki á tnilli mála að þarna var fiskur. Sumir togararnir höfðu fengið vörpurnar illa rifnar upp, og að minnsta kosti einn sleit annan grandaravírinn og náði trollinu inn við illan leik. Það var þarna, sem við létum vörpuna fyrst fara, og var togað í um það bil klukkustund, ekki var þó afl- inn mikill i fyrsta toginu, tæpt tonn, enda hafði undirbyrði á trollínu rifnað. Þegar viðgerð var lokið var trollið látið fara aflur. Og nú var aflinn nokkru meiri eða um tvö tonn. 1 þriðja toginu festum við eins og fleiri og það kom einnig fyrir i fjórða toginu, að við festuin, enda var árangur inn ekki mikill í þessuin tofmn. Seinna um daginn heyrðist í Drangey frá Sauðárkróki, sem hafði verið að „moka honum upp“ austan við Kolbeinsey. Fóru nú flestir togararnir á þessar slóðir, en það var eins og við manninn mælt, Drangey virtist hafa fengið allan fisk, sem þarna var. Fiskur- inn, sem kom upp í vörpum togar- anna, var mjög smár, — hálfgerð hornsíli — og þvi var ekki um annað að gera en að færa sig. Flotvarpan reynd Við höfðum af og til orðið varir við fisk uppi i sjó, en ekki hafði enn gefizt tími til að reyna flot- vörpuna. Þarna við Kolbeins- ey fundust ágætis lóðningar upp i sjó, og því var ákveð- ið að reyna. Maður frá Simrad-verksmiðjunum var einn- ig um borð í skipinu til að kenna skipstjóranum á tækin, enda eru þessi nútíma fiskileitartæki orðin gífurlega flókin. A þau eru komn- ir minnisheilar og með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða, að tölvusérfræðing þurfi um borð i fiskiskip. Það halda kannski flestir, að maðurinn, sem var um borð til að kenna á tækin, hafi verið Norðmaður, en það er hann ekki, heldur Islendingur, sem búinn er að starfa hjá Simrad i Noregi i mörg ár. Nánar tiltekið er hann frá Isafirði og heitir Stef- án Jónsson. Vel gekk að koma flotvörpunni útbvrðis og í fyrstu var slakað út 150 metrum af vír. Gekk togar- anuin vel að draga trollið, og tæk- in sýndu, að það virkaði eins Sigurður Haraidsson skipstjóri (t.v.) og Stefán Jónsson í brúnni á Björgvin. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Olafsson. Hluti tækjasamstæðunnar í brúnni. Fiskileitartækin verða sífellt flóknari og nú eru komnir minnisheilar við þau. MISTOK ISLENZKRA AÐILA VIÐ SÖLU Á ÞEIM Hér er fiskurinn kominn í kassa og isnum er stráð yfir með sérstökum ísblásara, en ísvél er i Björgvin. Varpan komin inn. I þessu hali hafaveriðum 2tonn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.