Morgunblaðið - 09.02.1974, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.02.1974, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 16 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsl;. Auglýsingar Askriftargjald 360,00 I lausasolu 22,00 hf Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6 sími 10 1 00 Aðalstræti 6 sími 22 4 80 kr á mánuði innanlands kr eintakið Iritstjórnargrein Þjóð- viljans þriðjudaginn 5. febrúar sl., er sagt undir fyrirsögninni: Dólgs- leg skrif um Finna „Sann- leikurinn er sá, að dólgsleg skrif Morgunblaðsins um Finna síðustu dagana eru hin svívirðilegustu. Til- gangur þessara skrifa um „finnlandíseringu“ er sá, að telja almenningi trú um, að strax og bandaríski her- inn fari héðan færist ís- land upp í fangið á sovézk- um ráðamönnum og verði sett á hið pólitíska landa- kort á svipaðan hátt og Finnland." Allt eru þetta hinar furðulegustu upplýsingar eins og vænta mátti. Morgunblaðið hefur aftur á móti vitnað í orð þess manns, sem einna hæst hefur haldið merki íslands á loft undanfarin ár, Vladimirs Ashkenazys. Hann hefur sagt íslending- um með hverjum hætti áhrif Rússa mundu aukast hér, ef landið missti tengsl við vestræn ríki og öryggis- mál þess væru ekki jafn traustum böndum bundin og nauðsyn krefur. Hann sagði í samtali við einn af ritstjórum Morgunblaðsins m.a.: „Hún (Sovétstjórn- in) mun ginna íslendinga smám saman að væntan- lega mjög hættulegum punkti, ef svo mætti segja. Og á örlagastundu gætu ís- lendingar glatað sjálfstæði sínu, enda þótt ég viti, að þjóðin er mjög sjálfstæð í eðli sínu og upplagi. En það voru Eistlendingar einn- ig. .. Tálbeitan, sem stjórn- endur Sovétríkjanna munu leggja fyrir íslendinga verður m.a. girnileg efna- hagsaðstoð. .. “ Þetta eru orð þess manns, sem ís- lendingar hlusta á öðrum fremur. Hann nefnir Eist- land. Þjóðviljinn nefnir Finnland. Það er rétt, að Morgunblaðið hefur bent á það, sem kallað hefur verið „finnlandísering", en það er ekki dólgsleg árás á Finna, eins og kommún- istamálgagnið heldur fram, þvert á móti er þessi ábending sprottin af samúð | með sjálfstæðisbaráttu finnsku þjóðarinnar. Fjöl- margir Finnar hafa sjálfir orð á því, hve mikil áhrif Sovétmanna eru í landi þeirra. Og þeir hafa af því þungar áhyggjur. Finnar hugðust taka þátt í efna- hagssamstarfi Norður- landaþjóða og vera aðilar að NORDEK eftir fund for- sætisráðherra Norður- landa hér á landi á sínum tíma. En þegar þeir komu heim, kipptu Rússar í spottann. Aðild Finna var bönnuð. Rússar hafa haft hönd í bagga með afstöðu Finna til Éfnahagsbanda- lagsins eins og allir vita. Athyglisverð er grein eftir sænskan blaðamann, Andr- es Kúng, sem birtist hér í blaðinu fyrir rúmri viku, þar sem hann rekur ein- mitt þessa sömu „finnland- fseringu“ undir fyrirsögn- inni: í Finnaveldi er ekki allt með felldu. Hann bend- ir á, hvernig komið var í veg fyrir valdarán kommúnista í Finnlandi með naumum hætti á sín- urn tíma, og þau geigvæn- legu áhrif, sem Sovét- stjórnin hefur með þessari bræðraþjóð okkar. Engum d.ytti í hug að kalla grein þessa „dólgsleg skrif um Finna“, þó að Þjóðviljan- um þyki henta að nota slík gífuryrði um aðvaranir Morgunblaðsins og skír- skotanir þess til þeirra erfiðleika, sem Finnar hafa átt við að etja. Ennfremur vita allir, að hverju Norð- menn hafa ekki viljað taka við erlenduin herstöðvum í landi sínu. Ástæðan er ein- faldlega sú, að þeir vita, vegna fyrri hótana Rússa, að þá mundu þeir telja sig hafa fulla heimild til þess samkvæmt griðasáttinála Finnlands og Sovét- ríkjanna að vaða með her sinn inn í Finnland og setja þar upp rússneskar her- stöðvar. Allir 'ábyrgir menn á Norðurlöndum þekkja þessar staðreyndir. Það er engin furða, þó að Þjóð- viljamenn þykist ekki þekkja þær, þeir eru ekki ábyrgir menn. En þeir Finnar, sem mestar áhyggjur hafa af þróun mála í landi sfnu, þeir mundu ekki víla fyrir sér að taka undir aðvaranir þessar. í grein Andresar Kúng er m.a. minnt á, að kvikmyndin um Dag í lífi Ivans Denisovits eftir Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn hafi verið bönnuð f Finnlandi vegna þess, að ritskoðunin taldi, að hún gæti skaðað sam- band Finnlands við Sovét- ríkin, og Andres Kúng tek- ur fleiri dæmi, sem eru í senn athyglisverð og eftir- minnileg. Sem betur fer, hefur hið nána samstarf Finna við bræðraþjóðirnar á Norður- löndum eflt með þeim sjálf- stæðisvitund og komið í veg fyrir, að þeir lentu inn á yfirráðasvæði Sovét- ríkjanna með ,,drastískari“ hætti en raun ber vitni. Allir íslendingar vona, að sjálfstæðismál Finna verði farsællega leyst, en þau verða ekki leyst með undir- S gefni undir ok hins rússn- eska kommúnisma. Og ekki verða þau heldur leyst með því að stinga höfðinu í sandinn eins og rauði strút- urinn á Þjóðviljanum, og allra sízt með því að veikja varnir bræðraþjóðanna Norðmanna og íslendinga. HVER SKRIFAR DOLGS LEGA UM FINNA? Við verðum að losna úr þjóðfélagi allsnægtanna Virtur brezkur sagnfræðing- ur hefur gefið hinum svo- kallaða „tækniþróaða“ mínni- hluta mannkynsins nafnið: „allsnægtarseggir“, og er það tvíinælalaust réttnefni, þótt nafnið allsnægtir eigi kannski ekki að öllu leyti við það þjóð- félag, sem þeir lifa í. Sérhvert þjóðfélag og sérhver lifandi vera, allt frá smæstu skor- dýrum til mannsins, er nægta- fyrirbirgði. Hver einasta vera, sem lífsandann dregur, er brot þess fyrirbæris, sem vér köllum alheiminn. Sérhverju þessara brota hefur tekizt, í bili að minnsta kosti, að varðveita ein- staklingssjálfstæði sitt og reyn- ir að viðhalda því á kostnað annarra einstaklinga. Hér hafa mennirnir þó al- gjöra sérstöðu, þar sem þeir eru sér meðvitandi um græðgi sína og skammast sín fyrir hana. Mannlegar verur sækjast eftir efmslegum og andlegum gæð- um. Sem dæmi um hið síðar- nefnda mætti nefna frægð, for- vitni, litsköpun og síðast en ekki sízt, sóknina eftir vit- neskju um það, sem er okkur sjálfum æðra, það er þörfin fyrir trúarbrögð. Þessi andlegu verðmæti lögðu fyrr á ölduin hömlur á efnislega græðgi, jafnvel í formi iðnaðarþjóð- félögum. Þegar iðnbylti ngunni var rudd braut fyrir um það bil tvö hundruð árum, var þessum verðmætum rytt úr vegi og það er einmitt mesta einkenni iðn- byltingarinnar, miklum mun þýðingarmeira en þróun hinnar svonefndu tækni. Trúarsetningar og fornar sið- ferðiskenningar hafa haft þau áhrif átnanninn, aðhann hefur veigrað sér við því að þjóna efnilegri græðgi sinni algjör- lega taumlaust. Nútimaþjóð- félagið hefur hins vegar reynt að auka enn á græðgina með þvi að gæða hana hjákátlegri virðingu. Reynt hefur verið að kenna mönnum að líta svo á, að fjárhagsleg eigingirni einstak- linga eða þjóðfélagshópa sé þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er mönnum sagt að sé höfuðfor- senda þess að auka megi þjóðarframleiðsluna og afleið- ingin er sú, að græðgi og ágirnd hafi orðið að áráttu i hinum svokölluðu tæknilega „þröuðu" þjóðfélögum. Reynsla tveggja alda hefur hins vegar sýnt okkur svo að ekki verður um villzt, að þessi kenning er fölsk, — ekkert annað en ómerkilegt yfirskin. í raun hafa íbúar tækniþjóð- félaganna lifað' samkvæmt þeirri ruddalegu reglu, að hags- munir þjóðfélagsins eru tæki- færi kaupmannsins. i þessu sambandi merkir orðið kaupmaður þann, sem sækist eftir efnislegum og fjár- málalegum gróða og stingur honum í eigin vasa. Kaup- maðurinn sækist eftir gróðan- um gróðans vegna, án tillitp til þess, hvert sé gildi vinnu hans fyrir þjóðfélagið, eða jafnvel fyrir hann sjálfan. Árangurinn af starfi kaupmannsins er metinn eftir því, hve mikinn hluta þjóðarframleiðslunnar hann hefur náð í til þess að stinga honum í pyngju sina. Þegar við tölum um kaupmenn í þessu sambandi eigum við ekki endilega við mann, sem hefur með höndum rekstur verzlunarfyrirtækis okkar kaup maður getur tilheyrt hvaða þjóðfélagshópi, sem er. At- vinna hans skapar honum að- stöðu til þess að beita þjóð- félagið vissri þvingun og hrifsa til sin hluta af köku al- mennings. Hann beitir valdi sínu á ófyrirleitinn hátt og skiptir þá ekki máli, hvort hann er fjármálamaður eða félagi í mikilvægu verkalýðsfélagi. Hagnýting kaupmannsins á þörfum þjóðar sinnar, eða mannkynsins, er hin siðferði- lega skömm vorra tíma og það er einmitt hún, sem hefur komið iðnaðarríkjum nútímans f hina vonlausu aðstöðu. Þau hafa einfaldlega gengið of langt. Sjúkdómseinkenni iðnaðar- þjóðfélaganna eru nú hverjum manni augljós. Flestir íbúanna stunda annaðhvort verksmiðju- eða skrifstofuvinnu, sem er andlega ófullnægjandi hverj- um heilbrigðum manni. Mikið af þessari vinnu spillir raunar huganum og fyllir fólk örvænt- ingu. Eina umbunin er að fá fleiri krónur í vasann, og afleið- ingin verður harðari og bitrari barátta um hverja sneið kök- unnar. Harkan í hinu kalda stríði efnahagsmálanna hefur færzt mjög í'aukana, þár sem hinir striðandi aðilar hafa skipulagt með sér samtök, sem bera hin og þessi nöfn svo sem hringir, hlutafélög, almenningshlutafé- lög og verkalýðsfélög. Hinn stríðsglaði kaupmaður er ekki lengur einn á báti, hann er í félagi, sem minnir helzt á her- deild, þar sem það er ætlað til bardaga, og stríðshættan er sí- fellt yfirvofandi. Skipulögð samtök þeirra, sem berjast fyr- ir eiginhagsmunum, eru til dæmís hæfari til átaka við brezka rjkið í dag heldur en þeir hafa verið allar götur síðan á dögum Hinriks VII. Á fyrstu hundrað árunum eftir iðnbyltinguna komu áhrif álagsins og hagsmunastreitunn- ar gleggst fram í innanríkis- deilum í hinum svonefndu þró- uðu rikjum. I dag beinist bar- áttan aðallega gegn nágrönnun- um. Hinn mikli hagvöxtur, sem minni hluti mannkyns hefur átt að fagna, hefur að hluta verið á kostnað meirihlutans. Minni- hlutinn hefur hagnýtt auðlind- ir meirihlutans rétt eins og sin- ar eigin. Sem dæmi má nefna, að Bandaríkjamenn, sem eru aðeins sex af hundraði alls mannkyns, hafa hagnýtt um það bil þriðjung allra hráefna, sem framleidd eru i heiminum. Mörg þessara hráefna eru nauðsynleg fyrir iðnrekstur þróuðu ríkjanna, en magn þeirra er takmarkað. Iðnbylt- ingin jók stórlega þörf manns- ins fyrir ýmis konar hráefni, þar sem hún fæddi af sér vélar, sem nota hráefni. Áður notuðu menn sína eigin orku auk afls vinda og vatns, sem náttúran framleiðir sjálf ogfyllir sifelltí skörðin. A síðustu árum hafa ibúar þróunarlandanna fylgzt náið með bardagaaðferðum ríku þjóðanna. Stúdentar frá þróun- arlöndunum hafaúært þá list að greina, hvaða efniséu nauðsyn leg og síðan hafa þeir gripið til þess ráðs að hækka verð vör- unnar upp úröllu valdi. Á síðustu áratugum hafa Bandarikjamenn, Japanir og Vestur-Evrópubúar í raun og veru selt sig ráðamönnum olíu- framleiðslurikjanna. Þeir hafa tekið olíuna fram yfir kol iSiáfcTHE OBSERVER EFTIR ARNOLD TOYNBEE sem helzta hráefni til iðnaðar. Iranskeisari eygði þarná gott tækifæri og hikaði ekki við að hagnýta sér það. Hann skipu- iagði samtök oliuframleiðslu- ríkjanna, siðan hækkuðu sam- tökin verð á olíu um allan helm- ing og afleiðingin er sú, að þró- uðu ríkin eiga við mikinn efna- hagsvanda aðstríða. Hvað tekur nú við? Fyrsta afleiðingin virðist ætla að verða sú, að olíuframleiðsluríkin taki við hlutverki iðnveldanna og hagnýti sér auðlindir annarra. En er þetta allt of sumt? Ef svo er, þá þurfum við varla að kvíða miklu i bili, og þó. Þessi þróun mun vissulega flýta fyrir þvi, að náttúran hefni sín á óhlýðnum börnum sinum og hvað gerist þá? Það, sem við þurfum að gera, ef við viljum sleppa við þessa óþægilegu heimsókn náttúr- unnar, er að hætta að hugsa fyrst og fremst um veraldleg auðæfi. Við þurfum að draga úr iðnaðinum eftir því sem okkur er framast unnt og reyna með þvi að skapa jafnvægi í veröld- inni. Sem sagt við þurfum að gera efnahagslega byltingu, en til þess að hún nái fram að ganga þarf að gera þjóðfélags- byltingu og grundvöllur hennar hlýtur að verða hugarfarsbylt ing. En getum við framkvæmt hugarfarsbyltingu og komizt þannig hjá ragnarökum? Þessu getum við ekki svarað, en hins vegar er ekki ólíklegt, að marg- ir þeirra, sem nú lifa, muni upplifa svarið, eða farast af völdum þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.