Morgunblaðið - 09.02.1974, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1974
TalsverSur viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar DC-3 flugvél kom þar inn til
lendingar. Atti hún í fyrstu erfitt með að koma hjólunum niður, að því er virtist, og vár þá ailt
tiltækt slökkvilið kallað út að flugbrautinni, ef hún skyldi þurfa að reyna magalendingu. Hjólin
fóru þó niður, þegar á reyndi, og tókst lendingin með ágætum. Myndina tók ÓI.K.M. á Reykjavíkur-
flugvelli í gær.
Breiðholt hf. f ær
nýja steypistöð
Ekkert
mjakaðist
hjáASÍ og
VSÍ í gær
SATTARSEMJARI hélt í gær
fund með 30 manna nefnduin
Alþýðusamhands tslands og
Vinnuveitendasambands íslands.
Höfst fundurinn kl. 2 og stóð
f ram á kviildmat.
Ölafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að á þessum
fundi hefðu málin verið rædd, en
ekki hefðu komið fram gagntilboð
af háifu ASÍ. Hins vegar hafi ASÍ
menn komið fram með ákveðnar
hugmyndirtil umræðu.
Snorri Jónsson, forsetí ASÍ,
kvað lítið hafa þokast á þessum
fundi og málin stæðu eins og áð-
ur. Hann kvað ASÍ hafa verið
tilbuið með gagntilboð, en ekki
hafi þótt ástæða til 'að leggja það
fram.
í dag verður fundur i 7-manna
nefndum deiluaðila, en sátta-
fundur með 30-manna nefnd-
unum er boðaður aftur á sunnu-
dag.
Rekinn
Rio de Janeiro, 8. febrúar -AP
BRASiLÍSKI lögregluforinginn,
sem séð hafði um rannsóknina á
máli brezka lestarræningjans
Ronald Biggs í Rio de Janeiro
hefur verið rekinn úr þvi starfi,
að því er opinberlega var
staðfest í dag. Astæðan
fyrir þessu var ekki lát-
in uppi, en talið er ljóst, að
æðri máttarvöld innan stjórnar-
innar hafi ekki verið alls kostar
ánægð með meðferð lögreglufor-
ingjans á málinu.
— Minning
Tómas
Framhald af bls. 23
um dug hans og drengskap. Þá er
það að mann langar til að setja
nokkur minningar- og um leið
kveðj uorð á blað.
Mínar fyrstu minningar um
Tómas eru þær, að orð fór af
honum, hve fær hann væri í sinni
starfsgrein. Enda mun hann hafa
aflað sér allrar þeirrar fræðslu,
sem tök voru á að fá hérlendis á
þeim tíma, og var um nokkurt
skeið við framhaldsnám f Dan-
mörku. Var hann af þessum sök-
um, kornungur, valinn til
forsvars og stjórnunar ýmissa
verkframkyæmda, meðal annars
stórbygginga hér í bænum. En
það er ekki fyrr en árið 1951, sem
leiðir okkar Tómasar liggja
saman að nokkru ráði, en það var
þegar Sameinaðir verktakar voru
stofnaðir, en tilgangur þeirra
samtaka var, eins og kunnugt er,
að taka að sér byggingafram-
kvæmdir að beiðni islenzkra
stjórnvalda fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli, er áður
höfðu verið framkvæmdar af
erlendum aðilum. Tómas var
kosinrt i stjórn fyrirtækisins strax
á stofnfundi þess og sat í stjórn
þess, þar til Aðalverktakar voru
stofnaðir og var hann fyrstu árin
fulltrúi Sameinaðra verktaka í
stjórn Aðalverktaka, en síðar eða
árið 1960 var hann skipaður af
rikinu formaður félagsins, en
samþykktir félagsins gera ráð
fyrir, að formaður félagsins skuli
vera stjórnskipaður, og var
Tómas formaður Aðalverktaka
samfleytt um 12 ára skeið við
góðan orðstír.
Einníg hafði ég náin kynni af
Tómasi í gegnum félagsmálastörf
hans í þágu samtaka iðnaðar-
manna. Strax seih kornungur
maður, er hann í forystusveit
Trésmiðafélags Reykjavíkur
meðan það var óskipt, þ.e. félags
sveina og meistara og var hann
formaður þess í 5 ár. Hann er
meðal stofneda Meistarafélags
húsasmiða og kosinn varaformað-
Byggingafyrirtækið Breiðholt
hf. hefur nú fest kaup á stevpu-
stöð Verks hf. og hyggst með vor-
inu hefja sölu á steinsteypu á
frjálsum markaði.
Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá
ur á stofnfundi þess og sat i stjórn
þess um margra ára skeið. Við
stofnun Meistarasambands
byggingamanna var hann kosinn
fyrsti formaður þess. Ennfremur
vár hann i ótal ráðum og nefndum
sem fulltrúi samtaka iðnaðarins
um langt skeið og má minna á
nokkur þeirra, s.s. í skólanefnd
Iðnskólans, formaður Iðnlána-
sjóðs, í Bygginganefnd Reykjavík-
ur, í stjórn Lífeyrissjóðs húsa-
smiða, og í varastjórn Iðnaðar-
banka íslands o.fl.
Ég tel, þótt upp hafi verið talin
ótal mörg forustuhlutverk sem
Tómas hefur gegnt fyrir iðnaðar-
samtökín, þá er eitt mikilvægast
þ.e. störf hans í Landssambandi
iðnaðarmanna, en hann var kos-
irin í stjórn þess árið 1947 og var
samfleytt stjórnarmaður þar til
ársíns 1969 eða um 22 ára skeið og
sat flest iðnþing frá stofnun sam-,
bandsins fyrir röskum 40 árum.
Fyrir öll hans miklu störf hefur
hann tvívegis verið heiðraður. A
iðnþinginu, sem haldið var á
Sauðárkróki árið 1962 var hann
sæmdur heiðursmerki iðnaðar-
manna úr gulli og síðar, eða árið
1970 á iðnþinginu á Sigluf-irði var
hann gerður að heiðursfélaga
Landssambands iðnaðarmanna.
Ég get þessa hér til að sýna
hversu landssamtök iðnaðar-
manna mátu hann sjálfan og störf
hans.
Ætlan min var aðeins að flytja
Tómasi vini mínum nokkur
kveðjuorð, þar sem ég veit, að
skrifuð verða eftirmæli eftir
hann, þar sem getið er um ætt
hans og uppruna. En það má segja
um Tómas, að hann var enginn
miðlungsmaður og þótt aðeins sé
tæpt á nokkrum þáttum úr hans
ævistarfi, þá er það orðin löng
blaðagrein. Það sem einkenndi
hann mest var þessi feykilega
starfsorka og sterki vilji að viður-
kenna ekki mótstöðu, það var
hans mátí. Það var ævinlega til
einhver leið. Hann var ham-
iileypa til verka, hvort heldur sem
var, að hann sat við áætlanagerð
eða á hinu verklega sviði. Hann
gat verið harður fundarmaður og
á stundum gat skapið gert honum
glennu á þann veg, að mönnum
Breiðholti hefur fyrirtækið á
undanförnum árum rekið litla
steypustöð til að anna eigin verk-
efnum, en ekkert selt á frjálsum
markaði. Hann taldi, að Breiðholt
notaði sjálft um 20 þúsund rúm-
fanst hann ekki fyllilega sann-
gjarn í málflutningi, en enginn
fann það betur en hann sjálfur
eftir á, ef svo var. Hann gat lika
verið ágætur tækifærisræðumað-
ur, hann var vel lesinn og
minnugur, enda bókamaður og
átti gott bókasafn og úr þeim
brunni var ausið við hin ýmsu
tækifæri. Hjálpsamur og greið-
vikinn var Tómas, þegar leitað
var til hans, ekki sízt ef hann
vissi, að efm voru lítil, enda ekki
sjálfur alinn upp í ríkidæmi og
því skilningur meiri á slikum að-
stæðum.
Hann var aldrei mikil! kröfu-
maður í sinní félagsmálabaráttu,
sem teljast mátti óraunhæft, hann
fylgdist vel með þjóðmálum og
var vel sjáandi á það, að happa-
drýgst er að samræma sjónarmið
hínna ýmsu stétta innan þjóð-
félagsins, þegar lengra er
skyggnst.
Tómas var glaðvær og gaman-
samur og hinn skemmtilegasti
ferðafélagi, sem ég ætti að geta
dæmt um, því margar eru ferðirn-
ar, bæði hérlendis og erlendis,
sem við lögðum í saman.
Ég tel, að Tómas hafi verið
mikill gæfumaður. Að loknu ævi-
starfi hans má sjá, að eftir hann
liggur geysifjölþætt og mikið
starf, verk sem um langan aldur
munu halda nafni hans á Ioft, eins
og til dæmis verkamanna-
bústaðirnir allir, sem byggðir
voru undir hans forsjá. Hann var
mikils metinn og virtur af sam-
borgurum sinum alla tíð. Hann
eignaðist góða konu, sem hann
unni og virti, sem skóp honum
fagurt og friðsælt heimili og sem
stóð við hlið hans í blíðu og stríðu,
er bezt mátti sjá, þegar mest á
reyndi, þegar hin þungbæru
veikindi sóttu að. Þvílíkt þrek,
ástúð og umhyggja er fáséð. Hann
eignaðist 3 dætur, inndælar og vel
gefnar, sem voru hans yndi og
stolt.
Að endingu þetta; ég og fjöl-
skylda min vottum Katrínu, dætr-
um, barnabörnum og öðru venzla-
fólki okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingólfur Finnbogason.
metra af steypu á ári, sem er mjög
nærri afköstum litlu steypu-
stöðvarinnar, en afkastageta nýju
steypustöðvarinnar er hins vegar
milli 60og70 þúsund rúmmetrar.
Sigurður sagði að ekki væri
endanlega ákveðið, hvað yrði um
eldri steypustöðina, en kvað hafa
komið til tals að hún yrði send til
Vestmannaeyja, ef samningar
næðust um aðild Breiðholts að
byggingarframkvæmdum þar.
Sagði Sigurður, að þá yrði höfð
samvinna við aðila, sem rekið
hafa steypustöð þar á staðnum.
— Bretland
Framhald af bls. 1
ars yrðu sigurlíkur Verkamanna-
flokksins mun minni. Önnur rök-
semd Gormleys var sú, að verkfall
væri tilgangslaust í kosningum,
sökum þess að þingið er rofið, en
engin ríkisstjórn hefur leyfitil að
bjóða verkalýðsfélögum hærra
kaup, fyrr en kosninganiðurstöð-
ur liggja fyrir. Gormley fór hins
vegar halloka fyrir hinum her-
skáu félögum sínum i stjórn sam-
bandsins. Námamenn fara fram a
30—35% launahækkun, en ríkis-
stjórn Heath getur aðeins fallist á
7%. Akvörðun stjórnar náma-
manna hefur m.a. í för með sér,
að ekki verður komið á fimm daga
vinnuviku í bráð aftur.
Heath sagði í sjónvarpsræðu í
gærkvöldi, að viss öfl innan
verkalýðshreyfingarinnar hefðu
sett sér það takmark að eyðileggja
lýðræðið í landinu.
Frá Norður-írlandi berast þær
fréttir, að öryggishersveitir séu
byrjaðar að vernda væntanlega
frambjóðendur i kosningunum
þar um slóðir af ótta við hermdar-
aðgerðir, er kosningabaráttan
hefst fyrir alvöru.
— Geimferðin
Framhald af bls. 1
engin læknisfræðileg rök virð-
ast mæla möt geimferð til Mars,
sem þó mun taka a.m.k. eitt ár.
Þessi Skylab 3 leiðangur verður
hins vegar siðasta langa geimferð
Bandarfkjamanna í a.m.k. áratug.
Með meir en 55 milljónir kiló-
metra að baki hafa geimfararnir
aflað mikils magns vísindalegra
og læknisfræðilegra upplýsinga
um manninn, jörðina og sólkerfið.
Geimfararnir losuðu Apollogeim-
farið frá Skylab-geímstöðinni í
morgun tii heiinferðar. Þegar
þeir lögðu af stað, sagði Gibson:
,,Hún hefur verið gott heimili.
Það er leiðinlegt að hugsa til þess
að við séum siðastir til að nota
hana“. Rannsóknarstöðin mun
hringsóla um jörðina, unz hún fer
inn í andrúmsloft jarðar eftir
5—8 ár og brennur þá upp til
agna.
— Efri-Volta
Framhald af bls. 1
höfuðborginni, Ougadougou, en
ekki hafa borizt fréttir um vopn-
uð átök vegna byltingarinnar.
Stjórnmálastarfsemi mun ekki
vera leyfð, en forsetinn sagði, að
dagblöð og verkalýðsfélög myndu
fá að starfa áfram óhindrað, — en
þó innan þess ramma, sem þjón-
aði hagsmunum þjóðarinnar.
— Messur
Framhald af bls. 29
Kálfatjarnarsókn. Sunnudaga-
■skólinn kl. 2 í umsjá Helgu Guð-
mundsdóttur. — Sr. Bragi Frið-
riksson.
Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. — Sr. Garðar
Þorsteinsson.
Asprestakall. Barnasamkoma kl.
11 í Laugarásbíói. Messa kl. 1.30 á
sama stað. — Sr. Grímur Gríms-
son.
Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjón-
usta kl. 10. Guðfræðistúdentar.—
Messa kl. 2,(ræðuefni: Reseft út á
guð almáttugan). Sr. Jakob Jóns-
son. (Athuga breyttan messu-
tima).
— Kristján Ben
Framhald af bls. 2
þar rísi upp, og ég vil benda á
það, að af þeim 60 millj. króna,
sem ákveðið var við gerð fjár-
hagsáætlunar nú i haust eða í
des., að færu til beinna fjárfest-
inga f íþróttamannvirkjum á
vegum borgarinnar, þá átti
bróðurparturinn af því eða yfir
40 millj. að fara til i\ppbygg-
inga í Laugardal til byrjunar-
framkvæmda við skautahöll og
áframhaldandi vinnu við
íþróttavelli, sem þar er raunar
byrjað á, og til að koma sóma-
samlegri girðingu um þetta
svæði, sem ég tel mjög nauðsyn
legt. Éjg vil láta það vera mín
lokaorð, að ég harma það, að
þessi ágreiningur skuli vera
upp kominn hjá Sjálfst.fl. og
hann muni ekki lengur hafa
það í valdi sínu að hafa forystu
um þessa uppbyggingu, en ég
get hins vegar sagt það, að varð-
andi framgang þessara mála,þá
hygg ég, að það muni ekki
breyta neinu, þvi að við bftr.
minnihlutans munum sjá til
þess, að íþróttaæskan i Reykja-
vík fái þá aðstöðu í Laugardal,
sem að hefur verið stefnt, að
hún fengi." I seinni ræðu sínni
reyndi Kristján síðan að draga í
land og neitaði fullyrðingum úr
fyrri ræðunni og kvaðst aldrei
hafa sagt sumt af því, sem
hljöðritunin ótvírætt Ieiðir í
ljós. Þá sagði hann m.a. orðrétt:
„Borgarstjóri er að gefa það í
skyn, að það sé ekkert að marka
þetta hjá Albert, hann hafi
strax í næstu dagskrárliðum
farið að greiða atkvæði með
þessum sömu framkvæmdum.
Eg undanskildi skautasvel lið
— ég minntist aldrei á það, að
Albert Guðmundsson hefði
verið á móti skautasvellinu.
(Gripið fram i. Borgarstjóri:
Hann myndi verða á móti því,
sagðir þú). Nei, ég sagði það
ekki.“
— Sunnan við . .
Framhald af bls. 4
að staðreyndin er, að þó að
skáldið hafi margsinnis opnað
stærsta laxaveg landsins í blöð-
unum, þá er hann eftir sem
áður lokaður laxinum og
sporðaköstin í ánni virðast vera
skynvilla hrein.“
Skáldin hafa skáldaleyfi, en
ekki er ástæða til að vera svo
svartsýnn, að skáldinu takist
ekki að koma laxi upp fyrir
Reykjafoss, áður en lýkur og ef
til vill æxlast svo til, að skyn-
samir framkvæmdamenn komi
til liðs við það, lagfæri það sem
ábótavant er og græði sárin i
landinu. Þó að skrif Indriða-um
orkumál á Norðurlandi dragi
ekki vatn á myllu þeirra, erú
þau þó verð athygli og kunna að
hafa bókmenntalegt gildi og
auka hróður hans í hópi skálda
og rithöfunda. Því biðum við
aðdáendur hans eftir hverjum
nýjum kafla.