Morgunblaðið - 09.02.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
23
lauk, svo og hins fagra heimilis
þeirra hjóna. Gestrisni og við-
mótshlýja var og er aðalsmerki
heimilisins. Atti hún ekki hvað
minnstan þátt í þvi að búa það
fagurlega og Iistrænt, svo að unun
var á að koma. Minnist ég og
fjölskylda mín fjölmargra
ánægjustunda með þeim hjónum
og dætrum þeirra, bæði á hinu
yndislega heimili þeirra svo og
við önnur tækifæri.
Minningarnar eru margar.
Ég og fjölskylda mín sendum
eftirlifandi eiginkonu, dætrunum
og fjölskyldum þeirra og öllum
ástvinum hans okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Að leiðarlokum vil ég segja
þetta: Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Sig. Kristinsson.
I dag er til moldar borinnTómas
Vigfússon, byggingameistari, en
hann lést 1. þessa mánaðar. Með
honum er horfinn af sjónarsviði
einn traustasti og virtasti forustu-
maður í sveit iðnaðarmanna.
Kynni okkar Tómasar hófust ár-
ið 1958, þegar ég réðst til Lands-
sambands iðnaðarmanna. Frá
þeim tíma höfum við átt samstarf
bæði I félagsmálum iðnaðar-
manna og Iðnlánasjóði, þar sem
Tómast gegndi formannsstörfum
frá árinu 1957.
Tómas var mjög framtakssamur
maður. Hann stóð fyrir bygginga-
framkvæmdum og mannvirkja-
gerð um árabil og var jafnframt
sístarfandi að félagsmálum iðnað-
armanna. Hann hafði einstaka
þekkingu til að bera á öllu því,
sem að byggingum laut, og reynd-
ist sú þekking mikilvæg i starfi
hans í Iðnlánasjóði. Minnisstæð
er okkur stjórnendum Iðnaðar-
bankans aðstoð hans og ráðlegg-
ingar við endurbyggingu aðal-
bankans í Lækjargötu eftir brun-
ann 1967. í félagsmálum reyndi
ég það oft, hversu mikill styrkur
var að hafa stuðning Tómasar við
ákveðin mál, enda munu samtök
iðnaðarmanna lengi njóta starfa
hans.
Tómas var fróður maður og vel
lesinn. Hann var fastur fyrir í
skoðunum og hollur vinur vina
sinna. Gestrisni hans og örlætis
munu margir minnast og þá jafn-
framt hinnar ágætu konu hans.
frú Katrínar, sem var honum ein-
stakur lífsförunautur og hlúði að
honum í erfiðum veikindum.
Við hjónin sendum frú Katrínu,
börnum hennar og tengdabörn-
um, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bragi Hannesson.
Kveðja frá Landssambandi iðnað-
armanna.
Þegar góðir félagar og sam-
ferðamenn kveðja, er margs að
minnast frá liðnum stundum.
Þegar við nú kveðjum Tómas Vig-
fússon byggingarmeistara hinstu
kveðju, þá sækja á minningar og
þakklæti fyrir mikið og árangurs-
rikt starf hans að málefnum ís-
lensks iðnaðar á undanförnum
áratugum.
Honum voru sakir mannkosta,
þekkingar og félagshyggju, falin
hin margvíslegustu störf, bæði
fyrir iðnaðarmenn og opinbera
aðila. ÖIl þessi störf rækti Tómas
af mikilli skyldurækni og óeigin-
girni. Hann tók sæti f stjórn
Landssambands iðnaðarmanna
1947 og átti þar sæti i 22 ár, og er
álit allra þeirra, er með honum
unnu þar að málefnum iðnaðar,
að hann væri mikill mannkosta-
maður, enda var honum falinn
fjöldi trúnaðarstarfa á hendur i
nefndum og ráðum og þótti það
sæti vel skipað. Um leið og við
þökkum störfin og samfylgdina,
sendum við ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Tómas Vigfússon trésmíða-
meistari, Grenimel 41 hér í bæ
andaðist 1. febrúar s.l.
Hann var fæddur 24. júni 1906
hér í Reykjavík. Foreldrar Tóm-
asar voru Vigfús Sigurðsson tré-
smiður og kona hans, Guðbjörg
Árnadóttir. Vigfús var landsfræg-
ur maður fyrir frækilega frammi-
stöðu sem liðsmaður danskra og
þýzkra vísindaleiðangra á Græn-
landsjöklum, enda oft nefndur
Vigfús Grænlandsfari.
Tómas varð trésmíðameistari
árið 1935 og stundaði síðar nám
við Det Tekniske Selskabs Skole í
Kaupmannahöfn svo og við Tekn-
ologisk Institut. Að námi loknu
varð hann húsasmíðameistari í
Reykjavík.
Mér þykir rétt að geta hér nokk-
urra trúnaðarstarfa, sem Tómasi
Vigfússyni voru falin, en það seg-
ir sína sögu um manninn. Fram-
kvæmdastjóri Byggingafélags
verkamanna i Reykjavik frá
stofnun þess 1939, stjórnarfor-
maður þess félags frá 1949 og
siðan. I stjórn Sameinaðra verk-
taka og í stjórn íslenzkra aðal-
verktaka frá árinu 1956 og stjórn-
arformaður þess félags frá
1960—1972. Virðingarmaður
brunabóta í Reykjavík frá 1950, i
bygginganefnd Reykjavíkurborg-
ar h.u.b. 16 ár. I skólanefnd Iðn-
skólans í Reykjavik á annan ára-
tug, prófdómari i húsásmíði um
árabil, i stjórn Iðnlánasjóðs og
formaður hans í mörg ár. I stjórn
Landssambands iðnaðrmanna í
fjölda ára. Þá var Tómas i stjórn
Meistarafélags húsasmiða og for-
maður Meistarasambands bygg-
ingamanna. Þá var hann stjórnar-
maður i Áburðarverksmiðju ríkis-
sins og fleira mætti telja.
Tómas Vigfússon var vel af
Guði gerður andlega og likam-
lega. Hann var skapmikill maður
og vaskurogvarþaðmeðalþeirra
eiginleika, sem mér þótti sérstak-
lega einkenna hann. Góðar gáfur
og fróðleiksfýsn settu einpig
mjög mark sitt á manninn. Návist
hans fór vart fram hjá neinum og
starfshættir hans voru hvort
tveggja i senn með hyggindum og
atorku.
Mér þótti gaman og lærdóms-
rikt að starfa með Tómasi Vigfús-
syni. Er ég þó ekki að segja, að
aldrei hafi gustað í kringum
hann, en réttlætiskennd, löngun-
in til þess að vera fólki sínu og
fósturjörð góður liðsmaður duld-
ist engum, sem þekkti hann vel,
og sér í lagi hafði hann sterka
samúð með þeim, er miður máttu
sin. Hann hafði ekki áhuga ástriú
þeirra og fátækt sem tækifæri til
þess að upphefja sjálfan sig til
metorða í þeirra nafni, en hann
gekk fram með oddi og egg til
þess að reyna á raunhæfan hátt
að verða hér að liðí, og það varð
hann svo sannarlega bæði leynt
og ljóst og í smáu sem stóru og
skal ég ekki rekja það frekar.þótt
ég geti, en mikið má það vera, ef
þeir eru ekki nokkuð margir í
hópi þeirra, sem höfðu á brattann
að sækja i lífinu, er nú hugsa
hlýtt til Tómasar Vigfússonar á
þessum kveðjudegi.
Trygglyndi var eitt af einkenn-
um skaphafnar Tómasar. Hann
var fastur fyrir, en sanngjarn, og
ég veitti athygli næmri tilfinn-
ingu hans fyrir því að gera ekki
upp á milli manna, og það var i
samræmi við skapferil hans, að
frá þessum lífsreglum hvikaði
hann ekki,'jafnvel þótt það væri
ekki metið af öðrum.
Umsvifamikil störf kröfðust
margs af manninum, meðal þess
að taka þýðingarmiklar ákvarðan-
ir. Kom þá vel i ljós, að hér fór
ódeigur maður og hugrakkur.
Það af störfum Tómasar Vigfús-
sonar, sem ég held að hafi átt hug
hans fremur öðru, voru störf
Byggingafélags verkamanna I
Reykjavík.
Þar fann hann verðugan vettvang
til að vinna að hugðarmáli. Þar
vann hann kannski sitt stærsta
lifsverk. Bygging verkamannabú-
staðanna og stórnun Tómasar á
þeim framkvæmdum og öllu, sem
því fylgdi, vakti aðdáun mina og
ég hefi ekki ennþá séð athafnír og
átök i þessum miklu hagsmuna-
málum almennings, sem ég tel
byggjast á þeirri sanngirni og
raunsæi sem þar, og á ég þá bæði
við verð og gæði bústaðanna svo
og alla útfærslu á notkun íbúð-
anna. Þetta er stórt mál. Þetta var
hjartans mál Tómasar og veit ég,
að hann hryggðist mjög, þegar
honum gafst ekki kostur á enn
meiri afrekum í þessu efni.
Hugur Tómasar beindist mjög
að islenzkum fróðleik. Hann átti
gott bókasafn, einkum um þjóðleg
málefni, og las mikið og aflaði sér
þekkingar á landi og þjóð með
ýmsu móti. Landið þekkti hann
vel, þó alveg sérstaklega Reykja-
nesskagann. Þar fannst mér hann
þekkja næstum hvern stein, enda
lifði hann i æsku með foreldrum
sínum við Reykjanesvita, en faðir
hans var þar vitavörður. Tómas
var um hríð háseti á vitaskipinu
Hermóði auk þess sem hann á
annan hátt sá og kynntist landinu.
Hann var ferðamaður ágætur.
Tómas Vigfússon var betur heima
f islenzkri nútimasögu en nokkur
maður, sem ég hefi kynnzt i því
efni, og var oft gaman að ræða við
hann þau mál.
Tómas lifði mjög sterkt i sinni
samtið. Hann var pólitiskur, en þó
kannski meira hneigður til félags-
mála, sem oft snerta linur stjórn-
málanna.
Það fór hins vegar ekki milli
mála, að hann var Alþýðuflokks-
maður og hafði örugglega raun-
særra mat á stöðu og stefnum i
pólitik en þeir stofuspekingar,
sem alla hluti þykjast vita og
kunna að leysa.
Tómas Vigfússon var mjög
hamingjusamur maður. Honum
auðnaðist að þjóna landi sínu vel,
jafnfram þvi að vera einstakur
hejmilisfaðir og fólki sinu öllu
stoð og stytta.
Hamingja hans var þó mest þar
er hann kvæntist þeirri úrvals
konu danskri Katrínu Vigfússon,
áður Nörgaard, frá Mors á Jót-
landi. Frú Katrín er mikil fyrir-
myndar húsfreyja og mannsekja
eins og allir vita, sem til þekkja.
Það er eins og i henni sameinist
það, sem bezt er bæði í íslending-
um og Dönum. Þvi er þar heimil-
isbragur menningar og myndar-
skapar svo af ber.
Tómasi og Katrinu varð
þriggja stórefnilegra dætra auðið,
enþæreru: Elsa arkitekt, gift Per
Grimenes arkitekt, þau eru búsett
i Noregi og eiga tvær dætur. Guð-
björg kennari, gift Guðbjarti
Kristófessyni kennara, þau eiga
tvo syni, og Karen handavinnu-
kennari, gift Auðunni Einarssyni
kennara, þau eiga tvö börn, pilt
og stúlku.
Vinir og samstarfsmenn Tómas-
ar Vigfússonar drjúpa höfði i dag
og senda frú Katrínu, dætrunum,
tengdasonum, barnabörnum og
systkinum Tómasar og öðru
vandafólki samúðarkveðjur.
Eg fyrir mitt leyti er þakklátur
fyrir að hafa starfað lengi með
svo gagnmerkum manni sem
Tómas Vigfússon var og mun eins
og aðrir, sem þekktu hann, minn-
ast hans vel og lengi.
Vilhjálmur Arnason.
Þegar mér var tjáð að kvöldi
föstudagsins 1. febrúar, að Tómas
Vigfússon væri dáinn, hefði látizt
um 5 leytið á Borgarspitalanum
þann sama dag, sló það mig illa,
að þetta var orðin staðreynd, þótt
búast mætti við þessu löngu fyrr,
svo helsjúkur var hann búinn að
vera um langt skeið.
Þegar góður vinur manns er
genginn, þá hrannast minningar
liðinna ára i huga manns, um
manninn sjálfan, um störf. hans,
Framhald á bls. 18
Þórunn Rafnar —
I gær var bekkjarsystir mín og
vinur, Þörunn Rafnar, borin til
moldar.
Hún fæddist að Kristsnesi i
Eyjafirði 9. desember 1924.
Foreldrar hennar voru, sem
kunnugt er, Jónas Rafnar yfir-
læknir á Kristneshæli, Jónasson
prófasts á Hrafnagili og kona
hans frú Ingibjörg Bjarnadóttir,
prófasts í Steinnesi Pálssonar.
Er þetta fólk svo þekkt af
mannkostum, starfi sínu og menn-
ingarlegri reisn, að þarflaust er
að fara um fleiri orðum.
Þórunni kynntist ég ungur i
Menntaskólanum á Akureyri, þar
sem við sátum saman á skólabekk.
Þaðan brautskráðist hamingju-
samur hópur vorið 1945.
Þórunn vakti þegar athygli fyr-
ir glæsileik sinn og allt yfirbragð.
Ifún bar frá f námi, bæði sakir
ágætra gáfna og skyldurækni í
starfi. Aldrei átti hún þó svo ann-
ríkt, allt um metnað sinn i námi,
að hún hefði ekki tíma til að
miðla bekkjarsystkinum sínum af
fróðleik sínum, og veit sá, er linur
þessar hripar, harla vel hve oft
hann leitaði á fund hennar um
leiðbeiningar við úrlausn verk-
efna. Það var sem sé auðveldara
þeim sem vildi vinna sér létt, að
hafa þann hátt á en að erfiða
sjálfur um of.
Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa
Þórunni, skaphöfn hennar og per-
sónutöfrum, en þegar góðrar
konu er getið mun hún koma mér
í hug.
Þórunn giftist bekkjarbróður
sinum, Ingimar Einarssyni lög-
fræðingi, framkvæmdastjóra Fé-
lags islenzkra botnvörpuskipaeig-
enda, 19. júli 1947. Hann þekkja
menn af drengskap og skapfestu.
Þau eignuðust fjögur börn, Ingi-
björgu, Einar, Maríu og Jónas Og
eru dæturnar báðar giftar.
Þau Þórunn og Ingimar sáu
margan hamingjudag, en „sorgin
gleymir engum“.
Þau orð Tómasar verða ofarlega
í huga nú, þegar Þórunn hverfur
okkur sjónum um hríð, en upp-
reist höfuð mun hún bera, er hún
gengur inn i nýja tilveru.
Hollvini mínum Ingimar og
fjölskyldu hans, bræðrunum Jón-
asi og Bjarna og fjölskyldum
þeirra votta ég djúpa samúð.
Guðmundur Benediktsson.
Að morgni dags vitum við oftast
harla lítið um það, hvað dagurinn
muni bera i skauti sér. Þvi verður
okkur oft hvert við, er váleg tið
indi eða sorgarfregnir berast.
Svo fór mér siðastliðinn laugar-
dag, er síminn hringdi og þessi
orð voru sögð: „Hún Dodda dó i
morgun."
Mér fannst kaldur gustur lykja
um mig og ná alveg inn að hjarta-
rótum. Þriðja skarðið var höggvið
f hóp okkar, sem lukum stúdents-
prófi frá Menntaskölanum á Ak-
ureyri 17. júní 1945. Og þetta
skarð var stórt.
Ég settist niður og lét hugann
reika til baka. Ötal falleg og kær
minningabrot voru dregin fram
úr ríkum sjóði.
Þegar ég kom í 4. bekk mála-
deildar M.A. haustið 1942, þekkti
ég fáa hinna nýju félaga minna.
Sjálf hafði ég tafizt um ár, vegna
veikinda, og varþvi einum bekk á
eftir mínum fyrri félögum. En ég
mætti aðeins vinsemd og hlýju i
hinum nýja hóp. Sem dæmi um
það vil ég geta þess, að þegar ég
enn lá alloft sjúk hinn fyrsta vet-
ur, kom Dodda oft i heimsókn til
að vita, hvernig mér liði. Slík var
mnhyggja hennar.
Eg ípan líka, er við fengum að
dvelja uppi í Utgarði, skiðaskála
Minning
skólans, einu sinni á hverjum
vetri. Þá var það hlutskipti okkar
Doddu að matreiða handa öllum
hópnum. Vegna þeirra starfa gát-
um við ekki farið í langar fjall-
göngur eins og flestir félaga okk-
ar. í þess stað notuðum við fri-
stundirnar til að renna okkur í
brekkunum i námundavið Utgarð
eða við skemmtum 'okkur við ým-
islegt heima í skálanum. Þessar
stundir verða mér ógleymanlegar,
þvi að það var alltaf gott og gam-
an að vera með Doddu.
Einnig minnist ég samstarfs
okkar fyrir skólahátiðina siðari
hluta vetrar 1945. Báðar höfðum
við fengið það hlutverk að setja
saman Minni karla, önnur i
bundu en hin f óbundnu máli.
Fyrst i stað unnum við hvor um
sig að verkefnunum, en síðan bár-
um við saman bækur okkar, gagn-
rýndum hvor aðra og hlógum
dátt.
Leiðir skildu eftir stúdentspróf.
Þegar ég var komin til Kaup-
mannahafnar, bárust mér stöðugt
blaðastrangar frá Reykjavik. Það
var Dodda, sem sendi þessi blöð
óbeðin. Hún vissi sem var, að mér
þætti gaman að fá slíka kveðju að
heiman, meðan ég dveldi á er-
lendri grund.
Þó að fundum okkar fækkaði,
er Atlantshafið skildi okkur eða
hálendi Island var tryggð henn
ar og vinsemd ætíð hin sama. Á
tnerkisdögum i lifi mínu fékk ég
kveðjui’ frá þeim hjónum og alltaf
var jafn gaman að hitta þau.
Haustið 1953 bar fundum okkar
Doddu óvænt saman um borð i
Gullfossi I Kaupmannahöfn. Báð-
ar vorum við að fara heim. Hún til
eiginmanns og barna eftir
skamma fjarveru, ég aðeins sem
farfugl um stund. Þessi ferð er
mér ógleymanleg. Við skildum
ekki, nema ■ á næturnar, er við
þurftum að sofa. Við sátum við
sama borð, urðum samferða upp
til Edinborgar, töluðum saman i
klefum okkar eða sölum skipsins
og gengum um þilfarið, er vel
viðraði. í þessari ferð kynntist ég
henni betur en nokkru sinni fyrr.
Við vorum báðar ríkari að lífs-
reynslu en meðan við vorum í
skóla, og þarna töluðum við
margt, þrátt fyrir það að hvorug
okkar flíkaði jafnan tilfinningum
sinum. Það var gott að fá að
skyggnast í hugarheim hinnar
góðu og göfugu konu, enda verma
þessar ininningar mig betur en
nokkrar aðrar, sem ég á frá kynn-
um okkar fyrr og siðar.
Ilún hét fullu nafni Þórunn
Rafnar og var eina dóttir og
yngsta barn yfirlæknishjónanna á
Kristneshæli við Eyjafjörð, frú
Ingibjargar og Jónasar Rafnar.
Ung að árutn heyrði ég oft talað
um Jónas Rafnar og allt það fórn-
fúsa starf, sem hann innti af
hendi fyrir berklasjúklingana á
hælinu. Ég heyrði líka talað um
foreldra hans, sr. Jónas og frú
Þórunni á Hrafnagili, og mann-
kosti þeirra. Þegar faðir minn var
ungur maður, var hann stundum
sendur utan úr Svarfaðardal inn
að Hrafnagili til að sækja lyf til
sr. Jónasar handa sjúkum mönn-
um, og man ég, að hann, mörgum
áratugum siðar, rómaði þær við-
tökur, er hann fékk á Hrafnagili
eftir langa og stranga göngu í
misjöfnu veðri og færð. Efúr að
hafa kynnzt Þórunni yngri, duttu
mér oft i hug orð föður mins,
enda hygg ég að hún muni hafa
fengið meira en nafnið í arf frá
föðurömmu sinni.
Þórunn var mjög góðum gáfum
gasdd. Afburða samvizkusemi og
skyldurækni í starfi prýddu hana
lika, enda varð árangur náms
hennar i samræini við það. Hún
var mjög góður skólaþegn, sam-
vinnuþýð og lipur í uingengni,
jafnframt því sem hún hafði
skarpa dómgreind og einurð til að
bera.
Ung að árum kynntist hún eig-
inmanni sinum, Ingimar Einars-
syni, bekkjarbróður okkar oggóð-
um dreng. Hann sér nú á bak
traustri og góðri eiginkonu, sem
hefur staðið við hlið hans siðan á
unglingsárum. Heimili þeirra og
börnunum helgaði hún lif sitt og
starfskrafta. Það er því mikili
missir og sár, þegar slíkri eigin-
konu og móður er skyndilega
kippt burt frá nægum verkefnum,
og það á bezta aldri. En minning-
arnar lifa, og ekki aðeins þær,
heldur er ég fullviss um, að spor-
in, sem hún markaði, muni varð-
veitast. Þann arf, sem hún hlaut
frá góðum og gáfuðum foreldrum
og forfeðrum, ávaxtaði hún sjálf í
lifi sínu og starfi, og hann mun
búa meðal niðja hennar um ó-
komna framtið.
Guð blessi öllum ástvinum
hennar minninguna um góða
konu og gefi þeim náð til að varð-
veita og ávaxta þann arf, sem hún
hefur fengið þeim í hendur.
Lilja S. Kristjánsdóttir.