Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Magnús Kjartansson varð sjálfum sér og þjóð sinni til skammar á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í fyrradag. Lík- lega er ekkert fordæmi fyr- ir svo lágkúrulegri og raka- lausri árás íslenzks ráð- herra á vinaþjóðir á er- lendum vettvangi og áreið- anlega hefur það aldrei gerzt áður, að íslenzkur forsætisráðherra neyðist til að standa upp á f jölþjóð- legum fundi og mótmæla ummælum samráðherra síns eins og Ólafur Jóhannesson gerði í Stokk- hólmi ásunnudaginn var. nokkurra norskra stór- þingsmanna til íslands í byrjun febrúar til þátttöku í ráðstefnu á vegum frjálsra félagasamtaka hér i borg um örygg- ismál íslands og Noregs væri einnig afskipta- semi af íslenzkum inn- anríkismálum. Þessi um- um. Forsætisráðherra sagði: „Ég tel, að utanríkis- mál og varnarmál séu utan við starf Norðurlandaráðs, en ég biðst fyrst og fremst undan því að hér í Norður- landaráði verði farið að ræða íslenzk innanríkis- mál... hvað bréfinu við- kemur, sem við fengum á sínum tíma frá norsku ríkisstjórninni, þá leit ég ekki á það sem nein af- skipti af íslenzkum málefn- um og það mun að sjálf- sögðu ekki hafa nein úr- slitaáhrif á afgreiðslu okk- ar í því máli.“ Ummæli iðnaðarráð- herra vöktu að vonum svo mikla hneykslun og reiði meðal norrænna stjórn- málamanna, að Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, sá sér ekki annað fært en að mótmæla þeim á Norðurlandaráðsfundinum föðurlandsofstækis, sem aðeins heyrist frá æstustu vinstri mönnum í Evrópu nútímans.“ Afstaða þess- ara tveggja norrænu stjórnmálamanna er skilj anleg bæði vegna efnis- legra ummæla Magnúsar Kjartanssonar og einnig hins, að samkvæmt starfs- reglum Norðurlandaráðs er alls ekki til þess ætlazt, að öryggismál Norðurland- anna séu rædd á fundum Norðurlandaráðs. Þegar hugleitt er, hvað veldur því, að Magnús Kjartansson flytur þessa ræðu í Stokkhólmi, er augljóst hvað að baki liggur. Ræða þessi var ekki fyrst og fremst ætl- uð fulltrúum á Norður- landaráðsfundi. Magnús Kjartansson talaði í raun til annars áheyr- endahóps, enda þótt hann HNEYKSLIÐ í STOKKHÓLMI í ræðu þeirri, sem Magnús Kjartansson flutti í Stokkhólmi, hélt hann því f fyrsta lagi fram, að orð- sending sú, sem rfkisstjórn Lars Korvalds í Noregi sendi íslenzku ríkisstjórn- inni í septembermánuði s.l. væri afskiptasémi af ís- lenzkum innanríkismálum. Og í öðru lagi, að heimsókn mæli Magnúsar Kjartans- sonar urðu til þess, að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra gekk í ræðustól og lýsti því yfir, að hann liti ekki á orðsend- ingu Korvald-stjórnarinn- ar í Noregi sem afskipti af íslenzkum innanríkismál- og K. B. Andersen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi Magnús Kjartansson einn- ig harkalega fyrir þessa ræðu og sagði: „Þetta var rödd úr gröfinni, sem heyr- ist nú sjaldan, rödd liðinn- ar tíðar, rödd þröngsýns misnotaði vettvang Norð- urlandaráðs til þess. Hann var að tala við hina svo- nefndu herstöðvaandstæð- inga hér á íslandi, sem hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að það baktjalda- makk, sem Alþýðubanda- lagið á nú í til þess að hanga í ráðherrastólum, þýði svik við málstað þess í hinu svonefnda herstöðva- máli. Á ræðu Magnúsar Kjartanssonar í Stokk- hólmi ber því að lfta sem örvæntingarfulla tilraun hans til þess að friða þenn- an kjarna í Alþýðubanda- laginu, sem nú hefur sakað flokkinn og hann um svik og undanslátt í þessu máli. Er það óneitanlega brjóst- umkennanlegt að fylgjast með örvæntingu þessa kommúnistaráðherra, en hún afsakar engan veginn framkomu hans á erlend- um vettvangi og þá hneisu, sem hann hefur með henni valdið þjóð sinni. Ljóst er, að sá atburður, sem varð í Stokkhólmi á sunnudaginn var, getur haft margvíslegar afleið- ingar. Máli þessu er engan veginn lokið. Eftirleikur- inn er eftir. Það er með öllu dæmalaust, að íslenzk- ur forsætisráðherra verði að setja ofan í samráðherra sinn á alþjóðavettvangi, eins og Ólafur Jóhannes- son neyddist til á sunnu- daginn var. Og ekki verður annað séð en forsætisráð- h^rra hljóti við heimkom- una að láta Magnús Kjartansson taka afleiðing- um gerða sinna og biðjast lausnar fyrir ráðherrann. Með þeim hætti einum er sæmd ríkisstjórnarinnar sjálfrar og íslenzku þjóðar- innar borgið eftir hneykslið í Stokkhólmi á sunnudag. Vaxandi áhugi á inn- flutningi frá íslandi segir Ivar Guðmundsson viðskiptafulltrúi í New York • Eftir Geir H. Harde. „EFTIR að orkukreppan tók að gera vart við sig hefur mikið fjölgað fyrirspurnum, sem hingað er beint um möguleika á áð kaupa raforku á íslandi unna úr vatnsafli eða hvera- hita. Það hefur frétzt að á íslandi séu miklir möguleikar til orkuframleiðslu bæði með afli fallvatna og nýtingu jarð- hita og nú, á tímum orku- og hráefnaskorts, gefa menn þessu meiri gaum en áður, enda getur nú orka, sem áður var ekki hagkvæmt .að nýta verið orðin hagkvæm eftir þær verð- hækkanir, sem orðið hafa á olíu. Hingað hafa leitað upp- lýsinga plastvöruframleiðend- ur og aðrir, sem nota mikið olíu við framleiðslu sína eða þurfa á stöðugri orku að halda allan sólarhringinn. Þessum fyrir- spurnum höfum við ýmist reynt að leysa úr hér sjálfir eða sent þær til réttra aðila heima.“ Þetta sagði ívar Guðmundsson, viðskiptafull- trúinn í utanrikísþjónustunni, með aðsetur í Vesturheimi, sem fékk formlega það hlutverk í sept. s.l., en ári áður var hann skipaður ræðismaður. Áður starfaði Ivar í fjölmörg ár hjá Sameinuðu þjóðunum eins og alkunna er og vann i mörgum löndum á þeirra vegum. 1 nýjasta hefti tímaritsins „The Scandinavian-American Bull- etin“ er ívar Guðmundsson kjörinn „Norðurlandamaður mánaðarins“ og er þar greint frá lífi hans og starfi. í greininni kemur m.a. fram, að ívar hafði gegnt ræðis- mannsstarfi áður en hann varð ræðismaður íslands og þá við ólíkar aðstæður. Blm. spurði hann um þetta. — Já, það er rétt, ég hef einu sinni áður verið ræðismaður i sex mánuði, sagði ívar. Fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar ég var yfirmaður upplýsingadeildar Sameinuðu þjóðanna í Karachi í Pakistan höfðu Sameinuðu þjóðirnar um tíma landsstjórn á hendi í Nýju-Guineu og var ég þá skipaður ræðismaður þeirrar stjórnar í Karachi. Það var æði annasamt starf þennan tíma, því her Pakistan hélt uppi lögum og reglu í Nýju-Guineu og mikið mæddi því á skrifstofu okkar í Karachi. Ræðismanns- starfið hér er auðvitað nokkuð ólíkt og við önnur verkefni að fást, en annríkið er engu minna. Við fáum fjölmargar fyrirspurnir í viku hverri um hin ólíkustu mál og eftir að sett var á stofn starf viðskiptafull- trúa sendiráðsins í Washington berast hingað spurningar við- skiptalegs eðlis frá öllum Bandaríkjunum og Kanada. % 5000 bréf á ári. — Hvað þurfið þið að sinna mörgum fyrirspurnum á dag til jafnaðar? — Við sendum í fyrra um 5000 svör við bréfum þar sem óskað var eftir landkynningar- efni, þ.e. um 20 á hvern vinnu- dag. Slíkum bréfum svörum við öllum með sérstökum pakka með upplýsingum um land og þjóð. Yfirleitt eru það skóla- börn sem eru að skrifa stíla eða ritgerðir sem biðja um þetta eða fólk, sem vill fara til ís- lands. En fyrir utan þessi bréf fáum við svo auðvitað fyrir- spurnir um viðskipti og verzlunarsambönd. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu mánuði og einnig er meira um að menn komi hingað persónulega til samræðna. Það virðist ekki ofsagt, að mikið væri spurzt fyrir hjá ívari, því þann stutta tíma, sem blaðamaður staldraði við hjá honum, hringdu tveir aðilar til að spyrjast fyrir um möguléika á viðskiptum við íslendinga. Annar þeirra var fulltrúi stór- fyrirtækis i Boston, sem fengið hafði áhuga á samstarfi Islendinga við Bandaríkin um málmblendibræðslu og vildi fræðast um möguleika á orku- kaupum á íslandi. % Jafnvel beðið um hrossakjöt. — Hvaða vörum er mest spurt eftir á skrifstofunni hjá þér? — Það er mikið spurt um möguleika á innflutningi mat- væla frá islandi. Sérstaklega kom þetta fram þegar matar- verð hér hækkaði mikið í fyrra og var þá jafnvel spurt um möguleika á að fá sent hrossa- kjöt frá islandi. Því miður reyndist það ekki hægt, því við íslendingar borðum víst allt okkar hrossakjöt sjálfir. En hér vestan hafs ætti að geta skapazt markaður fyrir íslenzkar niður- suðuvörur og ég held allt það, sem sérstaklega er útbúið sem sælgæti eða lostæti. Matvælaút- flutningur frá Islandi er annars auðvitað að mestu leyti frysti fiskurinn, en sala hans fer fram á vegum Sölumiðstöðvarinnar (Coldwater Seafood) og SÍS. Þessi mál eru í föStum skorðum og í beztu höndum. Fyrirspurn- um um hraðfrystan fisk er því fljótsvarað. Nokkuð hefur verið spurt um íslenzka lambakjötið og ættu að vera einhverjir möguleikar til sölu á því hérlendis. Svo er það auðvitað ulljn, lopinn og unnar ullar- vörur, sem verða æ vinsælli. Gerviefnin eru að fara úr tízku og fólk virðist kunna betur við sig í ullarfötum en áður. A þessu sviði eru stórkostlegir möguleikar fyrir island ef vel og rétt er á haldið. En almennt, í sambandi við allan útflutning, þá er nauðsynlegt að við vörum okkur sérstaklega á því að láta aldrei frá okkur fara neitt nema fyrsta flokks varning. Á þann hátt náum við traustust- um mörkuðum og þess vegna þurfum við að efla gæðamat á útflutningsvarningi okkar. — Að lokum, ivar, hvernig er að vera kominn I þetta nýja starf? — Ég er mjög ánægður með starfið. Starf mitt hjá Sameinuðu þjóðunum áður var ópersónulegra, þetta er eins og að flytjast heim eftir langa úti- vist, ég er núna í stöðugu sam- bandi við island og Islendinga. Stundum finnst mér eins og ég sé kominn aftur i blaða- mennskuna og á því svíði kann ég jafnan bezt við mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.