Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUXBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974
ísland fjarlægist
ekki hin Norðurlöndin
Stokkhólmi, 18. febrúar
frá Birni Jóhannssyni.
GL'NNAR Thoroddsen tók til
ináls f almennu umræðunum á
þingi Norðurlandaráðs sl. sunnu-
dag. Ræddi hann fyrst og fremst
landhelgismálið og einnig mót-
mælti hann þeim fullyrðingum
kröftuglega, að tungu og menn-
ingu íslendinga stafaði hætta af
ensk-amerískum áhrifum.
Gunnar rakti þróun fiskveiða
við Island og baráttu íslendinga
Ólafur Jóhannesson og Matthías V. Mathiesen
á fundi Norðuriandaráðs.
Olafur gaf skýrslu um
uppbygginguna í Eyjum
Stokkhólmi, 18. febrúar
frá Birni Jóhannssyni,
ÖLAFUR Jóhannesson forsætis-
ráðherra tók til máls í almennu
umræðunum á fundi Norður-
iandaráðs sl. laugardag. Hann
ræddi fyrst og fremst hjálpar-
starfið í Vestmannaeyjum og
uppbygginguna þar, en sem
kunnugt er var samþykkt á þingi
Ólafur far-
inn heim
Stokkhólmi, 18. febrúar,
frá Birni Jóhannssyni.
Ólafur Jóhannesson for
sætisráðherra hélt heimleiðis
morgun af fundi Norðurlanda
ráðs. Hér eru eftir ráðherr
arnir Magnús Torfi Ólafsson
og Magnús Kjartansson
Halldór E. Sigurðsson fjár
málaráðherra, sem væntan
legur var til þingsins, hætti við
að koma. Sú skýring hefur
heyrzt, að ástæðan sé, hversu
skattamálin blandist inn
lausn kjaramálanna heima.
Hannibal í
boði Palme
I kvöld halda sænsku stjórn-
málaflokkarnir boð fyrir
flokksbræður af hinum
Norðurlöndunum, sem sitja
þing Norðurlandaráðs. Olaf
Palme býður Gylfa Þ. Gísla
syni og einnig bauð hann
Hanníbal Valdimarssyni og
Magnúsi Torfa Ólafssyni svo
og fulltrúa æskulýðshreyf
ingar SVF, en þegar síðast
fréttist, hafði Magnús Torfi
ekki þekkzt boð Palme.
Fjárveitingar
til norrænna
stofnana
r
á Islandi
I tillögu að menningarfjár-
lögum Norðurlanda fyrir 1975
er m.a. lagt til, að veittar verði
1.355 þúsund danskar krónur
(um 18 milljónir ísl. kr.) til
hinnar nýju norrænu eldfjalla-
annsóknastöðvar á Islandi og
að jafnframt verði varið 210
þúsund dönskum krónum (2,8
milljónir ísl. kr.) i styrki til
nnorrænna jarðfræðirann-
sóknaferða til Islands.
Lagt er til, að til Norræna
hússins i Reykjavík verði veitt-
ar 1.542 þúsund. danskar
krónur 1975 (um 21 milljón ísl.
kr.)
Norðurlandaráðs í Osló í fyrra, að
veita íslendingum 1500 milljón
kr. aðstoð vegna eldgossins.
I ræðu forsætisráðherra kom
fram, að enn vantaði mikið fé til
uppbyggingar i Eyjum. Hann
sagði, að rfkisstjórnin hefði nú
lagt til, að gjald af söluskattí, sem
rynni til viðlagasjóðs, yrði lagt á
út þetta ár og væri áætlað að það
myndi gefa af sér 1100 milljónir
kr. til viðbótar.
Ólafur minntist á orkuvanda-
málin og kvað það verðugt verk-
efni fyrir norræna samvinnu að
finna Iausn á þeim. Það myndi
verða mikils virði fyrir ísland og
vonandi hinar þjóðirnar lika.
Loks minntist forsætisráðherra
á að Norræna eldfjallarannsókna-
stofnunin á Islandi væri að taka
til starfa og lýsti ánægju með það
og einnig minntist hann á að Nor-
ræna húsið hefðí starfað í fimm
ár i Reykjavík og hefði sú starf-
semi tekist mjög vel.
fyrir að fá fiskveiðilögsögu sína
viðurkennda. Hann skýrði frá því.
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
borið fram tillögu um 200 mílna
fiskveiðilögsögu fyrir ái’slok 1974.
Kvað hann margt benda til þess.
að 200 mílurnr myndu njóta
stuðnings meirihluta þjóðanna.
sem sækja fyrirhugaða hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Venezúela.
G.unnar Thoroddsen sagði. að
það hljómaði einkennilega i eyr-
um Islendinga. að þeir væru að
fjarlægjast hin Norðurlöndin og
væru að ..amerfkanaiserast".
Þessu kvaðst hann neita ákveðið.
Hann benti þessu til stuðnings á
að sl. ár hefði félagatala Norræna
félagsins álslandi fimmfaldast.
Gunnar sagði. að ísland væri
ekki að fjarlægjast hin Norður-
löndin, þvert á móti. Hann kvað
Islendinga halda fast við sinn
norræna menningararf. mann-
réttindi og andlegt frelsi. ANorð-
urlöndunum væru rithöfundar
ekki fangelsaðir eða lokaðir inni á
geðveikrahælum. væru gerðir
landrækir og sviptir ríkisborgara-
rétti sínum vegna gagnrýni á
stjórnvöld. Þvi væri öfugt farið.
Rithöfundurinn gæti kallað
stjórnmálamennina landsölu-
menn og samt hlotið hæstu lista-
mannalaun og haldið þeim.
Samkomulag um fjárveit-
ingar til menningarmála
Stokkhólmi, 18. febr.
Frá Birni Jóhannssyni.
GYLFI Þ. Gíslason tók til máls i
almennu umræðunum á 22. þingi
Norðurlandaráðs hér sl. sunnu-
dag. Hann fjallaði fyrst og fremst
um menningarmálin, en hann er
formaður manningarmálanefndar
ráðsins.
Gylfi lýsti ánægju sinni með, að
tekizt hefði samkomulag milli
menningarmálanefndarinnar og
menntamálaráðherranna um
aukningu á framlögum til menn-
ingarmála fyrir árið 1975. Kvað
hann nefndarmenn hafa verið
vonsvikna yfir því, að í fyrra
fékkst óveruleg hækkun tilmenn-
íngarmála fyrir yfirstandandi ár.
Loks minntist Gylfi á áætlanir
um fjárhagsáætlun fyrir norræna
samvinnu, og kvaðst vilja fagna
þeim. Hann benti á. að i því sam-
bandi rnætti draga lærdóm af
reynslunni, sem fengist hefði af
sérstakri fjárhagsáætlun. sem
verið hefur um menningarmálin.
Hvatti hann meðlimi ráðsins til að
láta mótun fjárhagsáætlana fyrir
norræna samvinnu til sin taka.
Olafur afneitar
Framhald af bls. 1
í ræðu sinni sagði Magnús
Kjartansson m.a.:
„Um þessar mundir fara fram
heitar umræður á íslandi um
þessi mál (þ.e. varnarmálin) og
ég hef enga löngun til þess að
gera þær umræður að útflutnings-
vöru. Á hinn bóginn er ekki unnt
að leýna því, að íslenzka ríkis-
stórnin telur, að hún hafi fengið
mjög litinn stuðning frá rikis-
stjórnum annarra Norðurlanda í
þessu máli. Og hvað stjórnvöldum
í Noregi ríðkemur, þá höfum við
reynt allt annað. í septembermán-
uði s.l. sneri norska rfkisstjórnin
sér til rikisstjórnar islands með
eindreginni hvatningu tíl is-
lenzkra stjórnvalda um að leyfa
áfram dvöl varnarliðs í Keflavík
og fyrir stuttu siðan kom hópur
þekktra norskra stjórnmála-
manna til Islands i boði félaga-
samtaka, sem reka áróður fyrir
hagsmunum NATO, í því skyni að
reyna að hafa áhrif á íslenzku
rfkisstjórnina. Nú skal ég ekki
hafa á móti því, að við ræðum
vandamál hvers annars opinber-
lega. En afskipti norskra stjórn-
valda og norskra stjórnmálaleið-
toga hafa verið á þann hátt, að
mörgum okkar finnst það nálgast
ótilhlýðileg afskipti af íslenzkum
stjórnmál um.
Af norskri hálfu höfum við
heyrt hugmyndír norskra
hernaðarsérfræðinga um valda-
jafnvægi og áhrifasvið, en þegar
fram koma tilsvarandi hugmyndir
um kröfur á hendur Norðmönn-
um um að þeir leyfi erlendar her-
stöðvar í Noregi, er þeim vísað á
bug. Þær samræmast ekki norsk-
um hagsmunum og norskú full-
veldi. Hvernig geta þá norskir
áhrifamenn vænzt þess, að við ís-
lendingar lítum á hugmyndir
hernaðarsérfræðinganna sem
nokkurs konar hæstaréttardóm?
Ef það er í rauninni þannig, að
norskir valdhafar telja það nauð-
syn með tilliti til einhvers konar
valdajafnvægis að hafa banda-
ríska herstöð í þessum heims-
hluta, hvers vegna bjóða þeir þá
ekki að taká við herstöðinni, sem
nú er i grennd við Reykjavík og
ætla henni stað í grennd við Ósló?
Er ástæðan ef til vill sú, að vald-
hafarnir vita, að norska þjóðin
myndi aldrei fylgja slikri áætlun
og eigum við Islendingar þá að
vera dæmdir til þess ófyrirsjáan-
lega framtið að bera þessa byrði,
sem skerðir fullveldi okkar og
ógnar einingu þjóðarínnar? Hvað
er orðið um norræna samheldni
og norræna samvinnu?"
K. B. Andersen, fvrrverandi
utanríkisráðherra Dana, bað um
orðið á eftir Magnúsi og fór mjög
hörðum orðum um málflutning
hans og benti á, að i Norðurlanda-
ráði væri ekki til siðs að ræða
þessi mál og alls ekki á þennan
hátt. Andersen sagði:
„Þetta var rödd úr gröfinni,
sem heyrist nú sjaldan, rödd lið-
innar tiðar, rödd þröngsýns föður-
landsofstækís, sem aðeins heyrist
frá æstustu vinstri mönnum i
Evrópu nútímans."
Andersen sagði einnig, að
Magnús Kjartansson hefði
liklega ekki verið upp-
lýstur um það af íslenzka
utanríkisráðherranum, að i
sameiginlegri yfirlýsingu nor-
rænna utanríkisráðherra ekki
alls fyrir löngu hefði ver-
ið bent á, að nú væri
jákvæðari þróun í samskipt-
um Evrópulanda en nokkru sinni
fyrr. „Þetta var rödd hinna fimm
utanríkisráðherra N'orðurlanda
og hún er meira i samræmi við
fraintíðina en sú líkkista, sem
Magnús Kjartansson talaði um,"
sagði K. B. Andersen í lok ræðu
sinnar.
Trygve Brattelí, forsætisráð-
herra Norðmanna, tók til máls og
sagði, að hann vildi mótmæla
mörgu af því, sem Magnús sagði.
Bratteli benti á, að það væri ís-
lendinga einna að taka sinar
ákvarðanir og bera ábyrgð á
þeim. Hann benti á, að utanrfkis-
mál landanna væru ekki til um-
ræðu i Norðurlandaráði. Bratteli
sagði, að ræða Magnúsar
Kjartanssonar væri hvorki is-
landi til gagns né samvinnu Norð-
urlandanna.
Gylfi Þ. Gislason tók næstur til
máls og sagði: „Stutt athugasemd
min er gerð til að benda á, að
ræða Magnúsar Kjartanssonar
var ekki flutt á vegum íslenzku
þjóðarinnar né alþingis og það,
sem ennþá athyglisverðara er,
ekki einu sinni á vegum islenzku
ríkisstjórnarinnar."
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að það,
sem Magnús hefði sagt, væri skoð-
un flokks hans eins. íslenzka
rfkisstjórnin hefði ekki náð sam-
komulagi um viðræðugrundvöll
víð Bandaríkin um framtið Kefla-
víkurstöðvarinnar. Hann benti
einnig á, að stjórnarandstaðan
væri sammála um, að varnar-
samningurinn skyldi enurskoðað-
ur en ekki sagt upp, og hann þyrði
að fullyrða, að meirihlutinn innan
flokks forsætisráðherrans, Fram-
sóknarflokksins, væri einnig
þeirrar skoðunar, að varnarsamn-
ingurínn skyldi endurskoðaður
en ekki sagt upp.
Loks sagði Gylfi, að enginn aðili
á íslandi hefði túlkað bréf norsku
ríkisstjórnarinnar sem neins
konar afskipti af islenzkum mál-
efnum.
Finn Gústavsen, leiðtogi
Sósialiska þjóðarflokksins í
Noregi, þakkaði Magnúsi ræðu
hans. Gustavsen sagði m.a., að
flest Norðurlöndin hefðu svikið
ísland i ýmsum málum og gengið
erinda stórveldanna gegn hags-
munum íslenzku þjóðarinnar.'
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra talaði næstur og sagði:
„Ég tel. að utanríkismál og
varnarmál séu utan við starf
Norðurlandaráðs, en ég biðst
fyrst og fremst undan því, að hér i
Norðurlandaráði verði farið að
ræða íslenzk innanrfkismál og ég
biðst einnig undan öllum fullyrð-
ingum um, hver staðan er á ís-
landi um það, hvort varnarsamn-
ingnum við Bandaríkjamenn
verði sagt upp eða hann endur-
skoðaður. Eg verð einnig að gera
fyrirvara á því, sem Gylfi Þ. Gisla-
son sagði hér um fiokk minn.
Hvað bréfinu viðkemur, sem
við fengum á sínum tíma frá
norsku rikisstjórninni, þá leit ég
ekki á það sem nein afskipti af
íslenzkum málefnum og það mun
að sjálfsögðu ekki hafa nein úr-
slitaáhrif á afgreiðslu okkar i því
máli."
Lars Korvald talaði siðastur, en
hann var forsætisráðherra
Noregs, þegar umrætt bréf
norsku ríkisstjórnarinnar var
sent. Korvald sagði, að hann vildi
leggja áherzlu á, að i bréfinu
hefði aðeins verið velviljuð til-
mæli til góðs nágranna, sem Norð-
menn óskuðu ætið aðeins hins
allra bezta. Tilgangurinn hefði
venð sá, að gera Islendingum
grein fyrir afstöðu Xorðmanna
áður en málið kæmi fyrir i NATO-
ráðinu og bæri aðeins að lita á það
sem slíkt.
Korvald kvaðst það ljóst, að ís-
lendingar eins og aðrar Xorður-
landaþjóðir, hefðu fullveldi til að
taka ákvarðanir um eigin utan-
ríkismál.
Korvald benti loks á, að utan-
ríkismálaviðræður væru ekkí
hlutverk Xorðurlandaráðs og á
sínum tima hefðu það verið
kommúnistar, sem vildu hafa það
þannig í ráðinu.
Ræða Magnúsar Kjartanssonar
hefur vakið mikla athygli og
norsku blaðamennirnir tala um
hana sem harkalega árás á.Xorð-
menn. Benda þeir á, að ræðan
hafi verið flutt I sama mund og
Frydenlund utanrikisráðherra
var að stíga á land á íslandi í
opinberri heimsókn.
Meðal stjórnmálamanna hér,
ekki sízt meðal þeirra norsku,
hefur ræða Magnúsar valdið reiði
og hneykslun.