Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1974 29 ROSE- ANNA 35 ber þó svo að hún hefði mátt fara fyrr, af heilsufarsástæðum. En ég var ekki úrkula vonar um að hún segði sannleikann. En hún hélt fast við það sem hún hafði sagt og að lokum var ekki um annað að ræða en láta hana fara. Ég gat ekkert aðhafst frekar. Eg orðaði þetta við kunningja sem ég á inn- an lögreglunnar og þeir voru eitt- hvað að athuga málið, en urðu einskis vísari. Martin sagði ekkert. — Eg veit sem sagt ekki ná- kvæmlega hvernig þetta hefur gengið fyrir sig, sagði læknirinn. — En það hlýtur að hafa verið notað eitthvert tól eða tæki. Kannski stútbrotin flaska. Hefur ei'tthvað komið fyrir hana? — Nei, ég þarf bara að tala við hana. — Það verður víst hægara sagt en gert. — Ég veit það, sagði Martin. — Þakka yður fyrir hjálpina. Hann stakk pennanum aftur í vasann, án þess að hafa skrifað nokkuð niður. Martin nuddaði sér í hárinu meðan hann skoðaði myndina af manninum með derhúfuna. Honum varð hugsað til stúlk- unnar í Vaxje sem var svo skelfd að hún reyndi umfram allt að dylja sannleikann og hún hafði meira að segja lagt á flótta nú frá frekari spurningum. Hann starði á myndina og tautaði hálfhátt fyr- ir munni sér: „Hvers vegna“ og hann vissi að það var aðeins eitt svar við þeirri spurningu. Síminn hringdi. Það var læknir- inn. — Ég gleymdi einu atriði, sem þér hafið kannski áhuga á, sagði hann. Sjúklingurinn hafði verið hér á spítalanum fyrr, í lok des- ember árið 1962. Það var horfið mér úr minni, bæði vegna þess að ég var þá sjálfur í fríi og hún lá á annarri deild í sjúkrahúsinu. En ég las sjúkraskýrsluna seinna, þegar hún varð minn sjúklingur. Þá hafði hún fingurbrotnað á löngutöng og þumalfingri á vinstri hönd. Fingurnir höfðu greinilega verið keyrðir aftur og brotnir þannig. Einnig þá neitaði hún að segja neitt. Það endaði með því að hún sagðist hafa dott- ið. En starfsfélagi minn sem ann- aðist um hana sagði að slík væri fráleit skýring, eftir því hvernig fingurnir voru brotnir. Martin þakkaði fyrir og lagði tólið á. Svo hringdi hann til veit- ingahússins, sem Göta Isaksson vann á. Hann heyrði glamur og skruðninga úr eldhúsinu og ein- hver hrópaði: „Þrjú buff með eggi,“ rétt við simtólið. Nokkrar mínútur liðu áður en Göta kom í símann. — Hér er svo voðalegur hávaði. sagði hún. — Hvar við lágum, þegar hún veiktist. Eg man það vel. Það var í Gautaborg. Þegar við fórum um morguninn var hún ekki með og sú nýja kom ekki fyrr en í Töreboda. — Hvar bjugguð þér i Gauta- borg? — Ég bjó venjulega á Hjálpræð- ishernum, en ég veit ekki um hana. Kannski hún hafi verið um borð eða á einhverju hóteli. Mér þykir það annars leitt, en nú verð ég að þjóta, það er beðið eftir mér. Gestirnir, skiljið þér. Martin hringdi til Motala og Ahlberg hlustaði án þess að gripa fram í fyrir honum. — Hún hefur farið rakleitt frá Gautaborg til sjúkrahússins í Vaxjö sagði hann. — Við verðum að komast að því hvar hún hefur verið nóttina milli 8. og 9. ágúst. Þá hlýturþað að hafa gerzt. — Hún var mjög illa á sig kom- in, sagði Martin. — Furðulegt hún skyldi hafa þrek til að komast til Vaxjö. — Maðurinn, sem þama hefur verið að verki hefur sennilega búið í Gautaborg og þá hefur þetta gerzt heima hjá honum. Hann þagði litla stund, sagði hann. — Skrambans vandræði, að hún skyldi ekki vilja segja okkur nafnið því að hún veit hver hann er. — Hún er hrædd, sagði Martin. — Hún var viti sinu fjær af skelf- ingu. — Heldurðu að það sé of seint að reyna að ná i hana aftur? — Já, það held ég, sagði Martin. — Hún vissi hvað hún var að gera, þegar hún hljópst á brott. Og það geta liðið ár og dagar þangað til við fréttum af henni næst. Við vitum líka hvað hún gerði. — Hvað gerði hún? sagði Ahl- berg. — Hún flúði til að bjarga lífi sínu, sagði Martin. 22. KAFLI Snjórinn þekur göturnar og liggur á trjám og húsþökum eins og þykkt teppi. Jólaskreytingar eru farnar að skjóta upp kollinum í búðargluggunum, enda þótt mánuður sé til jóla. Lundberg lögreglumaður virð- ist ekki eiga annrfkt. Hann geng- ur rólega fram og aftur og fylgist með umferðinni á sinu yfirráða- svæði. Hann fer inn i kökubúð á horninu á Norrlandsgötú og hann ákveður að setjast niður og fá sér kaffisopa. Klukkan er tíu að morgni og inni er fátt fólk. A næsta borði situr maður með kaffibolla fyrir framan sig. Lund- berg fer að horfa á hann; eitthvao kunnuglegt er við þennan mann og hann reynir að rifja upp hvað- an hann kannast við andlitið á honum. Svo uppgötvar hann, að hárin risa á höfði hans. Maðurinn frá „d íönu“-málinu! Hann er hárviss um það. Hann hefur margsinnis skoðað mynd- irnar af honum, sem hafa legið frammi á stöðinni og mynd hans hefur greypzt inn í huga hans. Um leið og maðurinn ris á fætur gerir hann slíkt hið sama. Maður- inn gengur að borðinu og leggur peninga á borðið. Hann er ber- höfðaður og frakkalaus og þegar FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI hann gengur f áttina til dyra, sér Lundberg að lýsingin virðist rétt í hvívetna. Hann sér manninn ganga til hægri og hann kveður afgreiðslu- stúlkuna með því að bera fing- urna við húfuna og hraðar sér út á eftir manninq.m. Lundberg sér hann smeygja sér inn um dyr nokkru neðar í götunni. A dyrun- um er skilti, sem á stendur J. A. Eriksson. Flutningafyrirtæki. Skrifstofur. Dyrnar eru úr gleri. Hann reynir að sjá inn um leið og hann gengur fram hjá. Iportifyrir ofan húsið eru tveir stórir flutn- ingabilar, merktir fyrirtækinu. Hann gengur aftur framhjá skrifstofunni. Að þessu sinni gengur hann hægar og teygir úr sér til að reyna að sjá eitthvað. Hann sér að þar er bás merktur gjaldkeri og á næstu dyrum stendur nafnið F. Bengtsson. Hávaxni maðurinn stendur fyr- ir innan og er að tala i símann. Hann snýr baki íLundberg. Hann hefur farið úr jakkanum og brugðið sér í svartan slopp og hann hefur aðra höndina í vasan- um. Lundberg gengur hægt út aftur og hjartað berst í brjósti hans. — Ja, nú þykir mér týra,... sagði Kolberg — Sennilega fer hann í mat klukkan tólf, sagði Martin. — Flýttu þér, þá ættirðu að ná því. Duglegur náungi, þessi Lund- berg, ég tala nú ekki um ef það kemur í ljós að hann hefur rétt fyrir sér. Og víst vona ég það af öllu hjarta. Hringdu til mín strax og þú getur og þá skal ég senda Stenström til aij leysa þig af. — Ég held ég geti verið einn í dag. Hann gæti tekið við í kvöld. Þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í tólf var Kol- berg kominn á staðinn. Gegnt flutningafyrirtækinu var kaffi- stofa og hann settist þar við gluggann. Þegar stór vörubíll, merktur, kom akandi út úr port- inu leit Kolberg á klukkuna. VELVAKAMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Græðir ríkið? Arni Helgason i Stykkishólmi skrifar: „Þegar maður sér einhvern sem hefir orðið undir í lífinu vegna þess að eiturnautnir hafa tekið hann heljartökum vaknar sú spurning hjá hverjum samvisku- sömum manni hvað hann geti gert til að hjálpa þeim hinum sama til að snúa við til betra lífs og svo eins hvernig hægt sé að sporna við því að svona sjón verði jafn algeng og hún er nú á landi voru. Ég hefi verið að velta þvi fyrir mér hvernig þeir menn eru gerðir sem snúast í lið með þvx sem ögæfunni veldur, tala um gróða sem ríkið — þ.e. samféiagið — hafi í slíkum ósköpum. Ilvað skyldu þeir vera margir sem lög- reglan hefir afskipt af ósjálf- bjarga ölvaðir, vinnandi verk sem þeim aldrei hefir dottið í hug hefðu þeir ailsgáðir verið. Og hvað skyldi kostnaður ríkisins vera mikill við að halda þeim hin- um sömu uppi i fangageymslum og öðrum vistarverum, þegar kostnaður eins einasta skiptir um 100 þúsundum á mánuði. % Löggæzla fyrr og nú Þegar ég kom hingað á Snæ- fellsnes árið 1942 var hér enginn lögregluþjónn og við skemmtanir dugði að hafa dyravörð sem tók á móti aðgangseyri. Sýslumaður þurfti fáa að yfirheyra vegna ó- spekta og óláta og að maður tali nú ekki um innbrot og þess hátt- ar. Þeirra minnist ég ekki. 1 dag er svo komið að 6 lög- regluþjónar eru lágmarkið hér á Nesinu að sögn þeirra sem til þekkja, enda tveir komnir í jafn rólegan stað eins og Stykkishólm- ur í raun og veru er. Hvað kosta svo öll þessi ósköp, lögreglumiðstöð á tveim stöðum og með þeirri verðlagsþróun sem núverandi stjórnarvöld geta ekki stöðvað nema þegar þau eru í stjórnarandstöðu er talið að megi reikna með 1 millj. á hvern lög- regluþjón á ári í laun og aukalaun eftir lögskipaðan vinnutíma. Fjölgun manna í sýsluskrifstof- um, lögreglustöðvum og í dómara- stétt segir einnig sína sögu. Vissu- Iega væri gaman ef hægt væri að tíunda þau ósköp sem áfengi og önnur eiturlyf vinna þjóðinni. % Áfengisbölið dýrt ef meta ætti það til f jár En það er ekki hlaupið að því. Hver treystir sér t.d. til að meta þau mannslif sem farið hafa í svaðið og eru alltaf að hafna þar dág eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Hver telur svo allan þann vinnustundafjölda sem á glæ er kastað og svona mætti lengi telja. Ég var að lesa í Minningarriti Templara frá 1909, eða á 25 ára starfsafmæli Regl- unnar hér á landi. Þar segir prófessor Haraldur Níelsson frá því hvers vegna hann gekk i Regl- una. Það var til þess að bjarga vini hans og hann segir lika frá hvernig fleiri björguðust vegna þessarar ákvörðunar hans. Hvað skyldu margir hugsandi Islend- ingar vera nú sömu skoðunar? Hvað skyldu þeir margir sem vildu taka afstöðu og þannig verða fyrirmyndir og leiðsögu- menn landa sinna sem nú eru á krossgötum og þurfa leiðsögn til heilbrigðs lifs? Væri ekki gaman ef þjóð- hátíðarárið færði hugsjónum bindindis og reglusemi herskara manna, sem gnæfðu hátt eins og foldgnátt fjall yfir meðalmennsk- una. Þeir, sem ekki eru með mér, segir Kristur, þeir eru á móti mér. Enginn getur verið hlutlaus, eng- um getur staðið á sama þegar lífshamingja vinar hans er í veði. Arni Helgason." Og- fyrst áfengisvarnamál eru hér til umræðu langar Velvak- anda til að bæta nokkrum orðum við. Um daginn var hér í heimsókn Bergfrid Fjose, fyrrverandi félagsmálaráðherra Noregs. Hún er skeleggur talsmaður bindindis og áfengisvarna i heimalandi sínu, og kom fram I viðtali við hana hér í blaðinu, að nú er til umræðu í Noregi að taka af ýmiss konar undanþágur í sambandivið áfengiskaup. Slikar undanþágur hafa sumar hverjar unnið sér hefð, eins og til dæmis það, að starfsmenn sendiráða og ferða- menn fái að kaupa áfengi (og reyndar ýmsan varning annan), án þess að innflutningsgjöld séu greidd. Bergfrid Fjose sýndi fram á það með haldbærum rökum, að engin skynsamleg ástæða væri til þess að slikar undanþágur væru veitt- ar. Ennfremur benti hún á það, að almenn verðlagning á áfengi hefði ekki haldizt i hendur við batnandi lífskjör og aukna kaup- getu almennings i velferöarríkj- um. Nú væri fróðlegt að heyra skoð- un lesenda á þessum sjónarmið- um, en enginn þarf líklega að fara i grafgötur um álit Árna Helga- sonar. 0 Hvaða myndir eru ekki við hæfi barna? Anna Benediktsdóttir hringdi. Hún sagðist ekki alltaf átta sig á því hvaða sjónarmið væri látið ráða þegar verið væri að auglýsa, að sjónvarpsmyndir væru ekki við hæfi barna. Sem dæmi nefnir hún myndina, sem sýnd var s.l. miðvikudagskvöld, Nótt veiði- mannsins. Hún sagiðist ekki hafa orðið vör við, að þar hefði neitt sérstakt verið, sem börn gætu hlotið andleg eymsl af að sjá, en hins vegar þætti sér furðu gegna hvers vegna ekki væri tekið fram, að þáttur eins og „Að Heiðar- garði“ væri ekki við hæfi barna. í þessum þætti og öðrum líkum væri mikið um alls konar illvirki, — morð og glæpi, og sér þætti þá liggja beint við að reyna að hindra að börn horfðu á þá. 0 Ósk um sjónvarpsþætti Paul V. Michelsen í Hveragerði skrifar: „Velvakandi góður. Viltu vera svo góður að koma því á framfæri, hvort ekki sé hægt að fá sérstakan þátt með okkar beztu og skemmtilegustu söngkonu, Guðrúnar Á. Simonar, i ýmsum sönghlutverkum — helzt stórt prógram. Eins hefði ég viljað fá góðan söngþátt með okk- ar beztu og glæsilegustu dægur- lagasöngkonu, Ellý Vilhjálms. Með beztu óskum. Paul V. Michelsen." Ofursta hótað lífláti Buenos Aires, 15. febrúar. NTB. MARXISTÍSK skæruliðasamtök í Argentínu, ERP, hafa hótað að taka af lífi ofursta, Jorge Ibarz- abal að nafni, sem þau hafa á sfnu valdi, ef þeim verður ekki sagt hvað hafi orðið um tvo skæruliða, sem nýlega voru handteknir. Samtökin veita 48 klukkustunda frest. <vandervell' gutr^y BENSlNVÉLAR Austin Bedford VauxhaH Votvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 12M, 17M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hillman Simca Skoda, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader 4, 6 cyl. Ford D. 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis i>. Jónsson & Co Skeifan 17 - Sími 84515 16 VERKSMID/U ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl.2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. A UTSOUUNN!: Rækjulopi Vefnaðarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar rev'nió riýju hraóbrautina upp i Mosfellssveit og verzlið á útsolunni. ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT MORCUNBLAÐSHUSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.