Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1974 21 niriar sogur Frumskógar drengurinn lii£ efov Kudyard KlptÍKCÞ EN EKKI GETLK? HANN BdARGAÐ 5E'R SoalFURI FRUMSKOGINUM! HANN VERE)- UREKK/ EINN SHIRi KAN.MANNSKÆÐA Tl'GRtSDVKlÐ ER KOMIB INN A VElÐ'SVÆÐl ÚLFANNA-• •/ DRENGURINN HANN GA.TI DREPlÐ DRENGINN.Oö ALLA SEM RTVNA Aö yERNDA HANNV mmfr £ i%7 —. Duney Produclioni World Righl* Reterved MOGLI hefur FAR- ID MARGA LEIDANSRA UM FRUM5KÖGINN - MEÐ ME'R, ÉSFyLGI HONUM riL manna- —t- ByGSÐA- .-r Reykjavíkurskákmótið Þeir, sem komu til þess að horfa á skemmtilegr skákir stórmeist- aranna i 9. umferð Reykjavíkur mótsins urðu víst flestir fyrir von- brigðum. Velimirovic hinn júgó- slavneski er þekktur um allan heim fyrir skemmtilegar sóknar- skákir sínar, en ósköp lítið hefur farið fyrir þeim hæfileika stór- meistarans hér. Ef dæma ætti Velimirovic af þeim skákum, sem við höfum séð hann tefla, myndu sennilega margir ætla, að hann þyrði alls ekki að seilast eftir frumkvæðinu nema þegar hann þættist örugglega eiga við sér veikari andstæðing að etja. Svo slæmt er þetta nú ekki, en gegn Forintos var júgóslavneski stór- meistarinn ekki í miklum sóknar- ham. Ungverjinn beitti Petroff- vörn, öllu var skipt upp og jafn- tefli samið í 18. leik. Jón Kristinsson hafði svart gegn ögaard og kom upp afbrigði af Sikileyjarvörn. I 17. leik fórn- aði Norðmaðurinn skiptamun, sem Jön þáði og gátu fáir séð hver hugmyndin var með fórninni. Jón jók svo stöðuyfirburði sína smátt og smátt og var ekki annað að sjá en sigurinn væri vís. En það sann- aðist nú einu sinni enn, að þetta er ekki hans mót. Hann hafði unn- ið enn meira lið, hafði tvo hróka og óstöðvandi frípeð gegn drottn- ingunni þegar hann lék skyndi- lega af sér öðrum hróknum í tíma- hrakinu og mátti gefast upp. Búlgarski stórmeistarinn Tring- ov beitti Benónývörn gegn Frey- steini, sem valdi hvassasta áfram haldið og tefldi augljóslega stíft til vinnings. í miðtaflinu vann Tringov tvo létta menn fyrir hrók, en biðstaðan er mjög tvísýn. Magnús Sólmundarson lék b3 í fyrsta leik gegn Guðmundi, en skákin tefldist yfir í Rétibyrjun. Guðmundur fékk góða stöðu út úr byrjuninni, en lenti í slæmu timahraki. Þá urðu honum á slæm mistök, sem urðu til þess að Magnús náði sterku frumkvæði og i biðstöðunni virðist Magnús eiga nær allra kosta völ. Ingvar Asmundsson tefldi Réti- byrjun gegn Kristjáni Guðmunds- syni. Eitthvað virtist Ingvar kunna illa við stöðuna þvi Kristján náði fljótlega að jafna taflið og náði jafnvel frumkvæð- inu á tímabili. I tímahrakinu urðu honum á slæm mistök, sem kost- uðu mann og þar með var allt búið. Nú skulum við lita á viðureign þeirra Júlíusar og Friðriks. Hvítt: Júllus Friðjónsson Svart: Friðrik Ólafsson Vængtafl. I.g3 (Júlíus hefur mikið dálæti á vængbyrjunum, en einhvernveg- inn finnst manni, sem hann hafi meira vald á þeim stöðum, sem upp koma eftir kóngspeðsbyrj- un). 1. — e5, 2. Bg2 — Rf6, 3. e4 — Rc6,4. Re2 — Bc5, 5. c3 (Með 5. Rc3 gat hvitur komist í velþekkt afbrigði af Vínartafli. Nú nær svartur að jafna taflið auðveldlega) 5. — d5, 6. d4 (?) (Hér var sennilega betra að leika 6. d3, peðið á d4 verður eilífur höfuðverkur). 6. — exd4, 7. exd5, — Rxd5, 8. cxd4 — Bb6, 9. Rbc3 Be6, 10. 0-0 — 04), 11. Be3 IIe8, 12. Dd2 I)d7, 13. Hadl. (Annar möguleiki, og sennilega ekki síðri var hér 13. Hacl, ásamt Re4 og Rc5). 13. — Had8, 14. Hfel — f6, 15. Dcl — Df7,16. Rxd5. (Hér var vafalítið betra að leika strax a3. Það er aldrei gott að láta kóngsbiskupinn af hendi i svona stöðum). 16. — Bxd5, 17. Bxd5 — Hxd5, 18. a3 —Ild7, 19. Hd2? (Til greina kom að leika 19. b4, þessi leikur er tímatap). 19. — IU5! (Nú verða hvitu reitirnir, c4 og b3 ákjósanleg skotmörk fyrir riddar- ann). 20. Hd3 — Rc4, 21. Dc2 — Hde7, 22. Rf4 — He4, 23. Hc3 — Rd6, 24. Hd 3? (Tapar peði, en staða hvíts var mjög erfið og tíminn orðinn naumur). 24. — Bxd4, 25. Rg2 — Rf5, 26. Dd2 T c5, 27. b4 — b6, 28. bxc5 — bxc5, 29. Hbl — h5, 30. Hdb3 — h4, 31. gxh4 (Þessi leikur getur ekki talist beinlínis fallegur en það gilti víst nokkuð svo einu hverju hvítur iék). 31. — Bxe3, 32. Rxe3 — Rd4 og hvltur gafst upp. Þá er aðeins eftir að geta um eina skák, en þar áttust við hinir heimsfrægu sovézku stórmeistar- ar og þeir hikuðu ekki við að sýna snilli sýria heldur tóku alla við- stadda í smákennslustund í því, hvernig menn eiga að skipta upp á öllum miinnunum i tuUugu leikjum og semja síðan jafntefli. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.