Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 32
usie
f#®*0*>ní>W>ii&
enciEcn
JHot0Mtit>'(aí>ií>
nuGivsincnR
^-»22480
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974
Verzlunarfólk í verkfall — aðrir fresta
A ÞRIÐJA tímanum í nótt náðist
samkomulag um frestun boðaðra
verkfalla í fjóra daga milli
Vinnuveitendasambandsins og
aði Idarfélaga ASÍ annarra en fé-
laga verzlunarmanna utn land allt
nema á Selfossi. Kom boðuð
vinnustöðvun VR og annarra
verzlunarinannafélaga til fram-
kvæmda á miðnætti s.l. Á fundi
30 manna nefndar ASÍ, sem stóð
frain undir miðnætti var sam-
þykkt með 25 atkvæðum gegn 5 að
fresta verkföllum í 4 daga.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
VR samþykkti hins vegar ein-
róma, að verkfall skvldi koma til
framkvæmda „þar sem ekkert til-
boð liggur nú fyrir frá vinnuveit-
endum, er nálgast viðunandi
Bronstein
fimmtugur
11. umferð Reykjavfkurskák-
mótsins var tefld í gærkvöldi.
Forintos og Bronstein gerðu jafn-
tefli ennfremur Friðrik og
Ciocaltea en Magnús vann Frey-
stein. 1 öðrum skákum var mikil
samningsgrundvöll" — eins og
segir f ályktun fundarins. Þar
segir ennfremur: „Er það álit
fundarins, að frestur nú muni
ekki tryggja þann árangur f
kjarabaráttunni, sem stefnt hefur
verið að með löngu samningsþófi
undanfarna mánuði". Eini mögu-
leikinn til þess að verkfalli verzl-
unarmanna yrði frestað, var í nótt
talinn sá að fram kæmi tilboð,
sem gæti breytt afstöðu þeirra.
Ekkert hafði í gærkvöldi um kl.
18 komið fram á samningafund-
um ASl og VSl, sem benti til
þess, að samningar tækjust í nótt
og að unnt yrði að koma í
veg fyrir að verkfall skylli á
um miðnættið. Þó voru
uppi raddir í herbúðum verka-
lýðsforystunnar um að fresta
vinnustöðvun og biðu menn eftir
þvf að eitthvð kæmi fram, sem
réttlætt gæti frestun verkfalls.
Var hugsanlegt, að samn-
inganefnd rfkisins, sem semur
fyrir ríkisfyrirtækin, legði fram
tillögur ríkisins um kauphækk-
anir, en þær hafa verið tilbúnar
um alllangan tfma, eins og Björn
Jónsson félagsmálaráðherra
hefur lýst hér í Morgunblaðinu.
Fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, ræðir við atvinnurekendur um samningamál. Mt‘ð honum á
myndinni er G umiar G uðjónsson ogGunnar J. Friðriksson.
Knut Frydenlund:
GET EKKI FJALLAÐ UM
ÍSLENZK INNANRÍKISMÁL
spenna.
Biðskákir úr 9. umferð fóru
þannig að Tringov vann Freystein
og Magnús vann Guðmund.
Biðskákir úr 10 umferð fóru
þannig að Friðrik og Bronstein
gerðu jaintefli, Ögaard vann
Magnús og skák Tringovs og
Ingvars fór aftur í bið svo og hjá
Velimirovic og Kristjáni.
í dag er ekki teflt, þar sem
Bronstein er fimmtugur. 12. um-
ferð verður tefld annað kvöld
í G/ER var lögð fram á Alþingi
tiilaga til þingsályktunar um að
bjóða sovézka rithöfundinum
Alexander Solzhenitsyn búsetu á
islandi, en eins og kunnugt er
hefur hann nú verið gerður land-
rækur frá heimalandi sínu.
Þingsályktunartillögu þessa
flytja tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins Pétur Sigurðsson
og Sverrir Hermannsson. Er
tillagan svohljóðandi: „Alþingi
ál.vktar að fela ríkisstjórninni að
I gær höfðu umræður enn ekki
hafizt um hina eiginlegu
prósentuhækkun á laun og sner-
ust allar viðræður um drög að
viðræðugrundvelli um skattamál,
yfirlýsingu rfkisstjórnarinnar
um húsnæðismál og fleiri atriði,
m.a. var rætt um ýmsar sérkröfur,
sem ekki hafði verið gengið end-
anlega frá. i gærmorgun voru
bornar upp f samninganefnd ASl,
svokallaðri 30-mannanefnd, til-
lögur ríkisstjórnarinnar, sem áð-
ur eru nefndar, og klofnaði
nefndin f afstöðu sinni til þeirra,
sérstaklega til skattatillögunnar
þó, þar sem 19 greiddu atkvæði
með henni, 3 á móti, en 6 sátu hjá.
Nokkra nefndarmenn vantaði á
fundinn, þegar atkvæðagreiðsla
fór fram.
Fundur 30 manna
nefndarinnar
Til atkvæðagreiðslu um tillögu
ríkisstjórnarinnar í skatt.amálum
kom siðla nætur innan 30 manna
nefndar ASÍ. Athygli vakti, að
niðurlag að drögum viðræðu-
grundvallarins, sem sam-
þykktur var og skatta-
málanefnd ASÍ dreifði á fund-
inum, var handskrifað og mun
rithöndin hafa verið rithönd
Lúðvfks Jósepssonar viðskipta-
Framhald á bls. 31
bjóða rússneska rithöfundinum
Alexander Solzhenitsyn og
fjölskyldu hans búsetu á islandi
með fullum þegnréttindum.“
í greinargerð með tillögunni
segir:
Öllum heiminum er kunnugt
um þau örlög, sem stjórnarfar og
ráðamenn Ráðstjórnarríkjanna
hafa búið rússneska rithöfund-
inum Alexander Solzhenitsyn og
fjölskyldu hans. Baráttuþrek
Morgunblaðið hafði I gær sam-
band við Knut Frydenlund, utan-
rfkisráðherra Noregs, sem er hér
í opinberri heimsókn ásamt fjöl-
skyldu sinni og spurði hann álits
á ásökunum Magnúsar Kjartans-
sonar f Norðurlandaráði um af-
Knut Frydenlund
þessa einstaklings hefur vakið
óskipta athygli og aðdáun. Af
óbilandi kjarki hefur hann barist
gegn misbeitingu lögregluvalds
og fangabúðaþrælkun, en fyrir
rit- og skoðanafrelsi, gegn
stjórnarháttum, sem annar
Nóbelsverðlaunahafi, Halldór
Laxness, nefnir í tilefni þessa
atburðar fasisma.
Nauðugur hefur hann verið
fluttur frá ættlandi sínu og
sviptur þar öllum mannrétt-
skipti Norðmanna af innanrfkis-
málum íslands f sambandi við
varnarstöðina f Keflavfk.
Ráðherrann sagði, að hann væri
gestur á Islandi og því þætti sér
ekki rétt að láta í ljós álit sitt á
þessu máli. Hann sagði, að varnar-
málin og þá sérstaklega varnar-
stöðin, hefðu alls ekki verið til
umræðu á fundum þeirra Einars
Ágústssonar.
Loðna berst til
Raufarhafnar
Raufarhöfn, 18. febr.
LOKSINS er loðnan komin á
Raufarhöfn. Þórður Jónasson
landaði í gær, Gísli Árni líka. Og í
nótt og í morgun Ásgeir, Örninn,
Reykjaborg og Ásberg. Samtals
voru þetta 2200 tonn. Þetta fer
nær allt í bræðslu. Lítilsháttar í
beitufrystingu.
Rauðinúpur kom hér með rúm
90 tonn af fiski, sem hann landaði
í dag. -Ö.A
indum. Sérhverri lýðfrjálsri þjóð
ber skylda til að bjóða honum alla
þá aðstoð, sem í té má láta. Þess
vegna er tillaga þessi framborin,
ef Solzhenitsyn vill þiggja boð
okkar. Rík sjálfstæðis- og frelsis-
kennd hefur ávallt verið aðals-
merki íslenzku þjóðarinnar. Fyrir
því býður hún af einlægum hug
þessu stórmenni andans þau rétt-
indi, sem hún á .dýrmætust,
búsetu oeg þegnréttindi í hinu
lýðfrjálsa landi — Islandi.
„I heimsókn minni til íslands
felst ósk um að leggja áherzlu á
einingu norsku og islenzku þjóð-
arinnar og það er meðal annars
ástæðan fyrir þvf, að ísland er
fyrsta landið, sem ég heimsæki
opinberlega sem utanríkisráð-
herra. Ég get því ekki farið að tjá
mig um islenzk innanríkismál.“
Gróf niður
fíkniefnin
- finnur þau
ekki aftur
RANNSÓKN hefur að undan-
förnu staðið yfir á þremur
málum, sem snúast um inn-
flutning og dreifingu á fíkni-
efnum. Að sögn Ásgeirs
Friðjónssonar, dómara í
ávana- og fíkniefnamálum, er
rannsókn komin það langt á
veg í einu málinu, að vitað er,
að tveir útlendingar fluttu
skömmu fyrir áramót til lands-
ins um 1 kíló af kannabisefn-
um og um 50 LSD-skammta.
Þeir höfðu ekki selt nema
hluta magnsins, er yfirheyrsl-
ur hófust vegna málsins, en
þeir höfðu þá fengið íslenzkan
mann til að fela efnið fyrir sig.
Hann kveðst hafa grafið það
niður á víðavangi, en þrátt fyr-
ir leit hefur felustaðurinn
ekki fundizt aftur. — t öðru
máli hefur íslendingur viður-
kcnnt afhcndingu á nokkuð á
annað hundrað LSD-skömmt-
um til annars manns, sem
dreifði þeim í fleiri staði. Mun
efnið hafa komizt f umferð
rétt um áramót, en enn er
óljóst með hverjum hætti það
hefur borizt til landsins. t
þriðja málinu er rannsókn
komin enn skemmra á veg, en
einn maður sat í gær í gæzlu-
varðahldi vegna þeirrr rann-
sóknar.
Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson:
Solzhenitsyn vejrði
boðin búseta á Islandi