Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974
Svava Jónsdóttir
In memoriam
F. 26. júlí 1928
I). 9. febr. 1974
Dauðinn má svo með sanni
samlikjast, þykir mér
slyngum þeirn sláttumanni,
er slær allt hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar,
reiknar hann jafnfánýtt.
„Ekkert er nýtt undir sólinnt
— öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hef-
ur sinn tíma. Að fæðast hefir sinn
tíma og að deyja hefirsinn tima.“
Þannig hafa hugsanir löngu lið-
inna spekinga og skálda varð-
veizt í orðsnilld þeirra og til okk
ar borizt, sem nú Iifum og erum
knúinn inn á þann sama hugsana-
vettvang þegar óvænt kemur sá
tími, sem við vissum ekki um, að
sláttumaðurinn slyngi slær þann
sem næst okkur stendur, og tekur
1 burtu frá okkur þá, sem við
vildum ekki missa.
Endalaust velta menn því fyrir
sér hvemig geti staðið á því
skipulagsleysi og tillitsleysi, sem
sýnist vera ríkjandi 1 því
hvenær og hvernig manneskjurn-
ar burtkallast af þessum heimi.
Það er sem dauðinn hrifsi af
handahófi oft þá sem sízt skyldi
án miskunnar og gersamlega
skilningsvana og skeytingarlaus
um mannlegar tilf inningar.
Þetta skilur enginn hVersu
mikið sem um er hugsað. Það
vald, sem lýstur hinum þungbæru
heljarhöggum að eigin geðþótta
er meira en svo að nokkur mann-
legur máttur fái þar nokkru um
þokað. Skilningslaus erum við
eftirskilin með sorg og söknuð,
því að hún, sem veitti gleði í lif
okkar, hún sem við gátum ekki
misst er, engu að siður, horfin á
braut. Og víð gátum ekkert gert
til að koma i veg fyrir það.
Að gleðjast hefír sinn tíma og
að hryggjast hefir sinn tima. Það
vitum við af reynslu að er sann-
leikur.
Og nú er timi til að hryggjast.
Svava Jónsdóttir er látin. Dauð-
inn kom, öllum að óvörum, og nú
var það „rósin væna“, sem féll
fyrir Ijánum hans, sem slær allt
hvað fyrir er. —
Hún var enn í blóma lífs, aðeins
45 ára, eiginkona, móðir og amma
— og þau elskuðu hana öll. Og
einnig harma ótímabært andlát
hennar, systur hennar og bróðir
og margir, margir vinir, sem öll-
um þótti vænt um hana. Hún var
þannig af Guði gerð að vini
eignaðist hún en óvini enga. Glað-
sinni og ljúflyndi voru rikjandi
þættir i skaphöfn hennar. Hún
var falleg kona og góðviljuð, dug-
leg og myndarleg í öllum verkum
sínum, fyrirmyndar húsmóðir,
sem allir gátu sannfærst um, sem
komu á heimili hennar. Og mörg
um kvenlegum kostum öðrum var
hún búin, það vita þeir gleggst,
sem þekktu hana bezt; — og þvf
er nú líka þar eftir skilið opið
skarð og ófyllt, sem hún áður stóð.
Svava Jónsdóttir var fædd í
Reykjavík 26. júlí árið 1928 dóttir
Jóns Gíslasonar múrara og konu
hans Guðrúnar Jónsdóttur, sem
lengi bjuggu á Bergstaðastræti
Eiginmaður minn. t
EINAR HELGASON, læknir.
er látinn. Margrét Jónsdóttir.
t
JÓN INDRIÐASON
frá Patreksfirði,
andaðistað Hrafnistu 1 7. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna
Marta Jónsdóttir.
t
Sonurokkar, fóstursonur og bróðir,
BERGMUNDUR B. JÓNSSON,
Háaleitisbraut 119,
tók út af togaranum Karlsefni, þann 8 febrúar siðastliðinn.
Ingunn Jónasdóttir,
Jón Magnússon,
Sigurður Bárðarson,
bræður og aðrir aðstandendur.
Eiginmaður minn
GUOMUNDUR PÁLSSON,
andaðist 1 6. febrúar.
H volsvelli.
Guðrún Sveinsdóttir.
t
Faðirokkar, fóstursonur og bróðir,
GUNNÞÓR BJARNASON,
Bergstaðastræti 20,
lézt 16 þ.m.
Ingibjórg Gunnþórsdóttir, Kjartan Gunnþórsson,
Þórunn Gunnþórsdóttir, Már Gunnþórsson,
Þórunn Kristinsdóttir og systkin hins látna.
Kópavogi, þar sem þau áttu heima
upp frá því. Þar áttu þau fallegt
heimili og enn héldu þau upp-
teknum hætti, að taka vel á móti
vinum sínum og var aldrei neitt
sparað til að gera þeim glatt 1 geði
og láta þeim líða vel, hvorki í
veitingum né viðmóti.
17, mikilla sæmdarhjóna. Var
Guðrún ættuð úr Borgarfirði frá
Hafþórsstöðum í Norðurárdal en
Jón úr Hraungerðishreppi í
Árnessýslu; varhann systursonur
Brynjólfs frá Minni-Núpi skálds
og fræðimanns.
Arið 1946 þann 16. nóv. giftist
hún Bjarna Þ. Bjarnasyni gull-
smið, sem þá var að ljúka námi. —
Ári seinna fluttu þau austur til
Hornafjarðar. Þar áttu þau heima
í Árnesi næstu árin en fluttust
aftur til Reykjavíkur árið 1951. —
Meðan þau voru fyrir austan urðu
þau fyrir mikilli sorg. „Sláttu-
maðurinn slyngi" kom skyndilega
og þreif burt með sér elzta barn
þeirra, hinn efnilegasta pilt, sem
hét Lárus.en hann drukknaði. Má
nærri geta hversu mikið áfall það
hefur verið. Kannski greri það
hjartasár um síðir, en örið er þar
alla tíð.
Þau Svava og Bjarni bjuggu í
þröngu húsnæði á Bergstaða-
stræti fyrstu árin eftir að þau
komu aftur að austan. Eru mér,
sem þetta ritar, minnisstæð þau
ár, því oft var ég gestkomandi á
heimili þeirra og konan mín og
börnin okkar, en þeim voru þau
alltaf einstaklega góð. Mér hefur
oft verið hugsað til þess síðan,
þótt ég gæfi því ekki gaum þá, að
þrátt fyrir lítil húsakynni, var
eins og alltaf væri nóg pláss fyrir
gesti og gangandi og naumast
hvarflaði það að okkur, utan af
landi, að leita í annað hús til
gistingar þegar við áttum leið til
höfuðborgarinnar, enda jafnan
boðin velkomin á heimili þeirra
og allt látið í té af örlæti og ljúf-
mannlegri gestrisni. Það var
jafnan gestkvæmt heima hjá
þeim, enda var þar gott að koma
og ljúft að dvelja, þau áttu bæði
svo stórt hjartarúm að manni
fannst húsrýmið yfrið nóg, enda
varþar oft margt um manninn.
Árið 1960 fluttust þau loks í
eigin ibúð að Auðbrekku 23 í
Þau eignuðust 5 börn auk
Lárusar heitins. Elztur er Jón
Halldór, sem nú lærir gullsmíði
hjá föður sínum, þá Ragnhildur
hárgreiðsludama og Lárus,
nemandi í menntaskóla. Yngst
eru Svava sem verður 10 ára á
þessu ári og Bjarni Þorgeir fædd-
ur 1967.
Öll hafa þau mikið misst nú
þegar hún er á braut, heimilis-
prýðin, sem öllum þótti vænt um,
„rósin væna“, sem „sláttu-
maðurinn slyngi" sleit upp svo
hastarlega og óvænt — og skildi
eftir sorg og söknuð.
Ekkert vildi ég fremur geta
gert við þessar aðstæður en taka
burtu frá þeim sársauka sorgar-
innar, en það er þrautin þyngri,
því að allt hefur sinn tíma, að
syrgja hefur sinn tima, — og sorg-
in nístir lika mitt eigið hjarta. —
En eitt þykist ég vita ogþó raunar
tvennt, sem dregur úr sviðanum,
mildar söknuðinn, og veitir hugg-
un í harmi. Annað eru ljúfar
minningar frá liðnum samveru-
stundum, sem ylja um hjartaræt-
Minning:
Þorvarður
F. 14/7 1948.
D. 8/2 1974.
ÍGÆRvar kvaddur hinztu kveðju
Þorvarður Jónsson, einn af starfs-
mönnum hf. ÍSAGA. Þorvarður
hóf störf hjáfélaginu íjúnímánuði
1970 og annaðist ásamt öðrum að-
allega afgreiðslu í verksmiðjunni.
Þorvarður var mjög laghentur og
kom því einnig mikið í hans hlut
að annast ýmsar viðgerðir, sem
framkvæma þurfti. — Var hann
sérlega lipur og duglegur við öll
störf og hlífði sér hvergi, enda
ávallt reiðubúinn að rétta fram
hjálparhönd, þegar með þurfti.
Stjórn ISAGA óskar að mega
færa fram þakkir fyrir frábært
starf í þjónustu félagsins, því að
traustari og samvizkusamari
starfsmann er vart hægt að hugsa
sér.
Eigum við nú á bak að sjá góð-
um og traustum starfsfélaga, sem
kallaður var frá okkur langt um
aldur fram, og er Þorra, — eins og
hann var ávallt kallaður af vinum
og kunningjum — nú sárt saknað
af okkur öllum, sem hann þekkt-
um.
Þorvarður slasaðist mjög alvar-
Faðir okkar,
EINAR JÓHANNSSON,
Mýrarkoti, Hofshreppi,
Skagafjarðarsýslu,
verður jarðsunginn frá Hofskirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 1 4
Börnin.
Föðursystir mín,
HELGA LÁRUSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 68,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl
1.30.
Fyrir hönd aðstandenda
Gyða Ingólfsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og amma
SVAVA JÓNSDÓTTIR
Auðbrekku 23 í Kópavogi,
sem andaðist 9 þ m verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í daq
þriðjudaginn 1 9. febrúar kl. 1 3.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á að láta
llknarstofnanir njóta þess.
Bjarni Þ. Bjarnason
Lárus Bjarnason Jón H. Bjarnason.
Bjarni Þ. Bjarnason jr. Svava Bjarnadóttir
Ragnhildur Bjarnadóttir, Ágústa Harðardóttir.
ur og fylgja þeim sem eftir lifa
fram eftir veginum eins og
lýsandi stjörnur á hugarhimni og
breyta smám saman harmi og sorg
í ljúfsára gleði, og i þakklæti fyrir
að hafa fengið að njóta sam-
vistanna.
Það er einmitt með hjálp
tímans, að öll sár gróa að lokum.
Örið eftir sorgarsárið hjálpar
síðan til að varðveita minninguna,
sem við eigum og enginn getur
frá okkur tekið.
— Sá einn missir mikið, sem
mikið hefur átt.
Hitt er sú trú, sem mest er um
vert að eiga, að þótt andvana
likaminn sé nú lagður I mold, þá
lifir hún áfram, ekki bara í okkar
eigin minningu, heldur Iifir sál
hennar raunverulega á betri stað
hinum megin, þangað, sem við öll
verðum eitt sinn að fara, hvert á
sínum tíma.
Eg get ekki trúað því að hún sé
hætt að vera til, og þótt svo sýnist
nú sem hún og ástvinir hennar
séu skilin að skiptum, þá mun hitt
vera sönnu nær, sem Jónas
Hallgrímsson segir í ljóði siriu að
„anda, sem unnast
fær aldrei
eilífð að skilið“.
Þórarinn Þór.
Jónsson
lega við störf sín 1. október sl. og
komst ekki til meðvitundar eftir
það, eða í nær 4 mánuði. Þrátt
fyrir að allt muni hafa verið gert,
er í mannlegu valdi stendur, lauk
þessu þannig — sem svo oft á sér
stað, — að lífið varð að láta und-
an. — Þetta var langur og þung-
bær tími fyrir ungu konuna og
litla soninn, foreldra hans og ann-
að skyldfólk.
Þorvarður var kvæntur Ingu
Herdfsi Harðardóttir og áttu þau
einn ungan son, sem ber nafn
Jóns föðurafa síns. — Þau hjónin
voru nýbúin að koma sér upp eig-
in ibúð að Asparfelli 4, og er
óhætt að segja, að Þorvarður lagði
mjög hart að sér að búa fjölskyldu
sinni örugga og bjarta framtið.
Starfsfólk ÍSAGA sendir eigin-
konu, litía syninum, foreldrum,
systkinum og Guðmundi afa svo
og öðrum vandamönnum innileg-
ar samúðarkveðjur og biður Guð
að styrkja þau í þeirra sáru sorg.
Við keðjum svo þennan vin
okkar og félaga og þökkum hon-
um samstarfið og samverustund-
irnar.
Blessuð sé minning hans.
Starfsfólk h.f. ISAGA.
S. Helgason hf. STEINIÐJA
llnholti 4 S/mar 24477 og U254