Morgunblaðið - 12.05.1974, Page 2

Morgunblaðið - 12.05.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974 Varnarliðið flutti 19 ára pilt á sjúkrahús í London „SAUÐTRYGGIR ÍHALDSMENN’?! I ÞJOÐVILJANUM í gær segir svo vegna svars borgarstjóra við áskorun Sigurjóns Péturs- sonar um kappræðufund í Laugardalshöll: „Birgir Isleif- ur Gunnarsson sagði nei! Hann neitar að ræða við aðra Reyk- víkinga en sauðtrygga íhalds- Ekki er hann fallegur vitnis- burðurinn, sem Þjóðviljinn gef- ur hinum vinstri flokkunum í borgarstjórn Reykjavikur. I svarbréfi borgarstjóra er tekið fram, að hann sé „að sjálfsögðu reiðubúinn til hvers konar kappræðna og skoðanaskipta við andstæðinga sjálfstæðis- manna um borgarmálin á þeim vettvangi, þar sem almenning- ur getur bezt fylgzt með um- ræðum og benti á í því sam- bandi, að hljóðvarp og sjónvarp eru kjörinn vettvangur til slíks.“ Svar borgarstjóra er því: íg er reiðubúinn til -kapp- ræðna við fulltrúa allra flokka. En Þjóðviljinn er bersýnilega þeirrar skoðunar, að þeir Krist- ján Benediktsson, Alfreð Þor- steinsson, Guðmundur G. Þór- arinsson, Björgvin Guðmunds- son, Steinunn Finnbogadóttir, að ekki sé talað um frambjóð- endur Bjarna Guðnasonar, séu „sauðtryggir íhaldsmenn"!! Hvað skyldu þessir borgarfull- trúar vinstri flokkanna segja um slíkan vitnisburð? Grundvöllurinn lagðu í tíð viðreisnarstjórnar 1 FYRRINÓTT var varnarliðið fengið til að flytja fársjúkan ís- lenzkan pilt, sem þurfti að kom- ast f skyndingu í hjartaaðgerð á sjúkrahús í London. Flutti Herculesvél piltinn, og fóru tveir- Guðmundur RE seldi síld fyrir 4 millj. GUÐMUNDUR RE 29 seldi í gær- morgun síld í Skagen, 4.656 kassa fyrir samtals um fjórar milljónir íslenzkra króna. Nær allur afli Guðmundar fór í 1. verðflokk, en örlítið fór í bræðslu. Meðalverðið er ágætt, nálega 30 krónur fyrir kílóið. Þetta var önnur sala Guð- mundar í Skagen á þessari vertíð i fyrstu sölunni fékk hann 4,3 milljónirfyrirafla sinn. læknar með honum út, og auk þess móðir hans og systir. Þi-gar Mbl. fór f prentun f gær, höfðu ekki borizt fréttir af Ifðan pilts- ins. Annar læknanna, sem fóru ut- an, Magnús Karl Pétursson, tjáði Mbl., að pilturinn, sem er 19 ára gamall, hefði gengizt undir vandasama aðgerð á Landspítal- anum á föstudaginn. Var þetta aðgerð á meginslagæð líkamans, ósæðinni. Tók aðgerðin 6—7 klukkustundir. Að henni lokinni var alger nauðsyn að koma piltin- um á sjúkrahús f London, þar sem gera þurfti á honum opna hjarta- aðgerð með aðstoð hjarta- og lungnavélar, en slfk vél er ekki til hér. Var leitað til varnarliðsins, sem brá skjótt við og sendi Herculesvél til Reykjavíkur, þar sempilturinn var settur um borð. Þetta var um klukkan eitt í fyrrinótt, og kom vélin til Heathrowflugvallar í London um klukkan 4.30 að fslenzkum tíma þá um nóttina. Farið var með pilt- inn rakleitt á Bromton Hospital. Annar læknanna, sem fóru utan, Howard Smitt, enskur læknir, sem starfar við Landspítalann, fylgdi pilbnum á sjúkrahúsið ásamt ættíngjum hans. Magnús Karl Pétursson kom með varnar- liðsvélinni til baka, og var hún komin til Keflavíkur snemma í gærmorgun Þetta er í annað skipti á þessu ári, sem varnarliðið flýgur skyndiflug með íslenzkan sjúkl- ing, sem þarf að komast undir læknishendur erlendis. 29. janúar sJ. fór varnarliðið með unga konu, sem þurftí að komast í að- gerð í Kaupmannahöfn. Reykjaneskjördæmi KJÖRDÆMISRAÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi er boðað til fundar n.k. mánu- dagskvöld kl. 20.30 í Félagsheim- ili Seltirninga. A fundinum verð- ur kosin kjörnefnd og umræður fara fram um undirbúning kosn- inga og stjórnmálaviðhorfið. SAMTALS hafa verið keyptir til landsins eða samið um kaup á 51 skuttogara. Með efnahagsráð- stöfunum 1968 voru sköpuð skil- yrði fyrir hagkvæmum rekstri skuttogara og voru þá keyptir 3 notaðir skuttogarar erlendis frá, Hólmatindur, Barði og Hegranes og rekstur þeirra vaktí áhuga landsmanna á skuttogarakaupum. Afleiðingin varð sú, að fyrir mitt ár 1971 hafði verið samið um smíði 15 skuttogara á Spáni, í Póllandi, á Akureyri og í Noregi og samningaviðræðum var langt komið um smíði 10 togara í Japan. Af þessu sést, að yfirgnæfandi meirihluti skuttogaranna var keyptur eða samið var um smiði þeirra áður en vinstri stjórn tók við völdum. Sú stjórn tafði að sjálfsögðu ekki fyrir frekari togarakaupum, en stjórn hennar á efnahagsmálum þjóðarinnar hefur verið slík, að enginn rekstursgrundvöllur er lengur fyrir þessi skip. Það segir i skýrslu opinberrar nefndar, sem kannað hefur rekstur skut- togaranna. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur fengið, samdi stjórn- skipuð nefnd á öndverðu ári 1971 um smíði 6 skuttogara á Spáni og 2ja í Póllandi. Ennfremur var samið um smfði 2ja skuttogara í Slippstöðinni á Akureyri, en vinstri stjórnin — vegna óhagkvæms reksturs, sem stafaði af gifurlega mikilli hækkun fram- leiðslukostnaðar varð að-flytja þá smíði út úr landinu, til Spánar. Segja má, að grundvöllurinn að áhuga manna á skuttogarakaup- um hafi verið sá, að áður höfðu verið keyptir þrír notaðir skut- togarar ti 1 landsins, Hólmatíndur, Barði og Hegranes, en með efna- hagsráðstöfunum 1968 var lagður grundvöllur að endurnýjun skipa- flotans. Þá má og benda á, að á áratugn- um frá 1960 til 1970 var keyptur mikill fjöldi síldveiðiskipa. Þessi floti hefur reynzt mjög hentugur og eiginleikar hans til aðlögunar við breyttar aðstæður, er síldin hvarf, hefur verið undirstaðan undir það, að unnt hefur verið að stunda loðnuveiðar í svo miklum mæli, sem raun ber vitni. Mæðradagur- inn í dag í TILEFNDaf mæðradeginum, sem er í dag, verður efnt tíl blómasölu á götum borgarinnar á vegum Mæðrastyrksnefndar til styrktar sumardvöl aldraðra kvenna í borginni. í Kópavogi verður fjölskyldu- messa í Kópavogskirkju og hátíð- arkaffi verður selt í Félagsheimil- inu. Þar er einnig sýning á verk- um eftir Sólveigu Eggerz Péturs- dóttur. Tapaði veski UNGUR piltur var fyrir því ó- happi að tapa veskinu sínu í fyrradag. Atti það sér stað við hús Pósts og sfma við Austurvöll. I veskinu voru 20 þúsund krónur, ávfsanahefti og persónuskilrfki, sem gefa glöggt til kynna hver er eigandi veskisins. Skilvfs finnandi er beðinn að snúa sér til lögreglunnar. Jónatan Þórmundsson, prófessor: Stjórnarskrártúlkun á yíðavangi Tímans ÞAÐ ERU óþarfa ólfkindalætí hjá Tímanum í gær að tala um lagaprófessor, er ekki vilja láta nafns síns getið. A forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag var vitnað til umsagnar minnar um réttarstöðu ríkisstjórnarinnar og þar sérstaklega tilfært eitt atriði úr henni. Hefur ritstjóra Tímans vafalaust verið þetta jafnljóst og öðrum lesendum Morgunblaðsins. Hélt ég og, að þeir Tímamenn þekktu mig að öðru en fela mig, þegar ég held framskoðunum mínum. Hitter svo annað, að það má flokkast undir mistök hjá Morgunblað- inu að nefna ekki nafn mitt bæði í bak og fyrir, þegar vitað er um aðra eins smámunaseggi ogTK. í umsögn minni í Morgun- blaðinu er rétt farið með svör mín. Að vísu þyrftí þar sums staðar frekari útlistun á ein- stökum atriðum. Verða frekari skýringar birtar eftir því sem tilefni gefst til. Ég mun hér einungis drepa á það eina atriði, sem varð Tímanum að ásteytingarsteini. Virðist svo sem eftír kokkabókum Tímans hafi ég ekki orðið „uppvís að fáfræði" um önnur atriði. Eg verð nú samt að hafna með öllu „lögskýringum" TK um þetta eina atriði. Hann segir m.a.: „Það er engum vafa undirorpið, að stjórnarskráin gerir ráð fyr- ir því, að ætíð sé til forseti sameinaðs Alþingis, sem eir.n af handhöfum valds forseta ís- lands í fjarveru hans eða for- föllum. Þessi fullyrðing er studd þeirri hefð, sem um fram- kvæmd viðkomandi ákvæða stjórnarskrárinnar hefur skap- azt, en styðja má það dæmum, að þeir, sem með æðsta vald í landinu hafa farið á undanförn- um árum, hafa jafnan litið svo á,aðætíðsétilforseti sameinaðs Alþingis, sem einn handhafa forsetavalds, og er það fráfar- andi forseti sameinaðs Alþing- is, ef þing situr ekki, hvernig sem þingið hefur verið leyst upp eða hvaða form á þingrofi við haft. Það skiptir engu máli, hvaða stöðu fráfarandi forseti sameinaðs Alþingis hefur, er Alþíngi situr ekki. Hvort sem hann er þingmaður, hættur þingmennsku eða hefur fallið í kosningum til Alþingis eftir að þing hefur verið rofið. .. (Til- vitnun lýkur). Um þetta má eftírfarandi taka fram: 1. Það er að vísu rétt hjá TK, að um nokkra hefð er þarna að ræða, þótt hún taki ekki til þeirra aðstæðna, sem við búum við nú. Um það þýðir ekki að tilfæra nein dæmi. Þau eru ekki til. Síðan Island varð lýð- veldi 1944 og ákvæðið um hand- hafa forsetavalds kom inn í stjórnarskrána, hefur þíng aldrei veríð rofið með þeim hættí, sem nú var gert. Landið hefur aldrei fyrr verið þing- mannalaust i tíó lýðveldisins. Lögjöfnun sú, sem TK beitir frá mjög hæpinni hefð, stenzt ekki. Þegar ekkert Alþingi er tíl, er ekki heldur um neinn forseta þess að ræða. í tilfærð- um dæmum Tfmans er aðstaðan ætfð sú, að til er þing í landinu, þött það sitji ekki þá stundina. Þarna er meginmunur á. 2. Rétt er að taka fram til að friða þá, sem órölegir kunna að verða vegna þessarar niður- stöðu, að ég tel engu að síður, að meðferð forsetavalds sé borgið í höndum þeirra tveggja handhafa forsetavalds, enda sé samkomulag þeirra á milli um ákvörðun. Umræður okkar TK eru því fyrst og fremst fræðilegs eðlis. 3. Rétt er að vfkja að hefð þeirri, sem minnzt var á i Tím- anum. Hún hefur verið talin gilda, t.d. eftir þingkosningar, áður en hið nýja þing kemur saman og hægt er að kjósa nýjan forseta sameinaðs Al- þingis. Virðast mér rétölega nefnd þrjú dæmi þess í Tíma- greininni. Hins vegar má um það deila, hvort þessi hefðyfir- leitt stenzt skv. stjórnarskránni eða hvort hún er orðin að bind- andi réttarvenju til fyllingar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ölafur Jóhannesson, prófess- or og forsætisráðherra, segir svo í riö sínu Stjórnskipun ís- lands, bls. 253: „Engin þing- störf verða unnin eftir gildis- töku þingrofs. Eftir þann tíma, ætti og forsetum og þingnefnd- um í raun réttri að vera óheim- ilt að leysa af hendi þau störf, sem þeim eru annars ætluð milli þinga. Ekki hefur þó verið svo strangt í sakirnar farið í reyndinni, að því er varðar for- seta þingsins og utanríkismála- nefnd.“ Fyrri liður tilvitnaðra ummæla bendirtæplegatilþess, að höfundur telji áðurgreinda hefð hafa hnekkt þeirri megin- reglu, að eftír gildistöku þing- rofs getur engínn þingmaður leyst af hendi þau störf, sem honum eru annars ætluð milli þinga. Síðari liður ummælanna getur ekki átt við það tilfelli, sem hér er á dagskrá, vegna þess, að á það hefur ekki reynt áður. En megi lesa það út úr þessum ummælum, að þau taki til umrædds tílfellis, þá er ég ósammála þeirri skoðun höf- undar. Að lokum vil ég hugga TK með því, að ég er engan veginn hrifinn af stóryrðum eins og valdarán, einræði, byssustingir og fleira, sem haft hefur verið eftír ráðamönnum þjóðarinnar undanfarna daga. Til. þess er ekkert tilefni, þótt vitanlega séu völd rfkisstjórnarinnar geysimikil að lögum. Aðalatrið- ið er, hvernig þeim völdum er beitt. FVrirsögn viðtalsins við mig og texti þar að lútandi í viðtalinu sjálfu gefur kannski ranga mynd. Þetta varð til í glensi milli mín og blaðamanns- ins. Er hann spurði mig, hvort þetta væri þá ekki einræðis- stjórn, svaraði ég þvf til, að hún væri kannski „vottur af ein- ræðisstjórn". Má það til sanns vegar færa, ef einræði er skilið lögfræðilega, en ekki pólitískt og tilf inningalega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.