Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 4

Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974 m jl /í/m i \ a iAit: 22*0*22* RAUDARÁRSTIG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR 14444 • 25555 BÍLALEIGA car rental /Í5BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒŒn ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI CORTINA 71 til sölu Mjög góður bíll. Stað- greiðsla. Hústjald 5—6 manna Sími 83905 ÓSKUM EFTIR NÝLEGUM miðstöðvarkötlum með spírölum og tilheyrandi kynditækjum. Einn- ig vantar hita og spíralgeyma. Upplýsingar í sima 21703 kl. 9— 10 og 3—5 e h næstu daga MIÐALDRA OPINBERAN STARFSMANN vantar herbergi í austurbænum. Upplýsingar eftir hádegi í síma 8-38-33 KEFLVÍKINGAR Suðurnesjabúar Efni í peysufatasvuntur og blússur í mörgum gerðum og litum Verzl. Sigriðar Skúladóttur, „ Keflavík GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC-kassa Vatnsveita Reykjavíkur, sími 13134 JRorgunblatJib •mnRGfRLDRR mRRKRfl VflHR „íbœnarhug” Ég þekkti einu sinni gamla konu, sem sagði oft við mig: „Eg hef verið í bænarhug." Og þessi setning þýddí býsna margt. En aðalinntak hennar mætti þó segja, að væri á þessa leið: Eg hef verið brynjuð gegn áhyggjum, fengið huggun, kraft, gleði, góðleika, hjarta- frið, jafnvægi, öryggi, hvað sem á hefur dunið. Hún sagði samt ekki: „Eg hefi verið eða legið á bæn.“ Takið eftir því. Og það er ekki þannig, sem fólk leitar svölunar og kraftar frá sjálfri uppsprettu máttarins. Auðvitað getur það sagt eða seg-ir í næði nokkur bænarorð. En um leið stillir það sína strengi og stendur svo kannski að starfi eða gengur tíl verka — i bænarhug. Þannig sannast og sést, að bæn er ekki fyrst og fremst orð. Hún getur ekki síður verið tón- ar og tár, bros eða andvarp, og þá ekki sízt starf, gjöf, fórn. Orð, þótt stíluð séu sem bæn, jafnvel sjálft „Faðir vor“, verð- ur engin bæn, sé hún ekki sögð í bænarhug og komi frá hjart- anu. Guðstrú er fyrst og fremst traust og öryggi þess, að við lifum hrærumst í ljósi hans, finnum okkur sem börn við föðurhönd, heyrum rödd hans í blænum eða röddum annarra, sjáum ásýnd hans í sólskini dagsins eða brosum samferða- fólksins. Fyrsta andsog barns er óp — bæn. Þannig er óskin — bænin um líf og kraf t — bundin hverj- um andardrætti. Þannig þurf- um við að skynja einnig hið andlega líf. Yrði andardráttur mannkyns þannig helgaður bæn — óskum, bróðurkærleika — væri Guðs ríki komið með krafti. Við þurfum stöðugt að anda, og helzt ósjálfrátt, annars hefst stöðug vanlfðan. Einmitt þannig þurfum við að vera í stöðugum bænarhug, annars hefst stöðug vanlíðan, sem er kölluð streita. „Biðjið án afláts,“ sagði postulinn. Hann á ekki við einhverjar samfelldar orðaþulur. Hann vill, að við öndum þannig látlaust að okk- ur krafti kærleiks og sannleika, góðvildar og fegurðar. En jafnvel öndunin skapar efnasamband, sem getur orðið og verður banvænt. Þess vegna þurfum við að gæta loftslagsins — loftsins, sem við öndum að okkur, og gæta þess einnig að anda frá okkur öllum hindrun- um og eiturefnum, sem hindrað gætu eða stöðvað hinn hreina andardrátt sálarinnar. Andúð, móðgun, áhyggjur geta eyðilagt sambandið við himinlind heiðríkjunnar í andardrætti bænar. Alla slíka meingun þarf að fjarlægja. (Ég meina mein en ekki men). Oft er nú talað um „afslöppun'*. Þar gæti kirkju- ganga, jafnvel þótt þar væri þögnin ein, sem flytur predikun, orðið andlegt gufu- bað. Við þurfum kannski að komast brott frá og losna við beizkju, efa og andlega fjötra. Finna okkur aftur frjáls, glöð og ung, hvað sem árafjöldanum líður. Stundum getur ferðalag á fornar stöðvar eða fagra staði komið í stað kirkjugöngu. Stundum gæti það verið kon- sert eða leikhúsferð, bfó eða bara að hlusta á útvarpið. Aðalatriði er, að komast aftur i bænarhug, verða i takt við kraft Guðs í tilverunni, ganga á vegum hins góða, verða í sam- ræmi við eilífðina. Verða líkt og broshýr börn, sem ganga um við stuðning og öryggi föðurhandar. En bæn og fyrirbæn liggja á sama streng í sálinni, eiga sömu uppsprettu. Fýrirbænin er þó stigi ofar. Hún leitar út yfir persónuna sjálfa, er helguð öðr- um og gæti því átt enn meiri elsku, fórnarlund ogfegurð. Getum við þannig nefnt aðra persónu og borið hana í bænar- hug að uppsprettulindum kærleikans, geta kraftaverk gjörzt, undur, sem enginn getur skýrt og sízt við sjálf, og ekki heldurgetum við þakkað okkur það, sem gerast kynni eða gerzt hefur. Við erum aðeins leiðslan fyrir ljósið, ekki ljósið sjálft sem orsök eða verkan. Við vorum aðeins kannski í bænarhug. I frásögn af einni spámannssýn Jóhannesar postula hins „elskaða vinar'' Krists, er sagt frá skálum úr skíra gulli, fylltum reykelsi. Þetta var táknmynd af bæn trúaðs hjarta. Engin bæn, ekkert andvarp, ekkert tár, ekkert bros, ekkert starf er til einskis, allt hefur sinn uppskerutíma. Þegar gullskálin er fyllt á barma, þá vitum við í trú, að hún er búin dularfullum krafti ofar áþreifanlegum efnum jarð- ar. Okkar er að „auðmýkja sig“ undir Guðs voldugu hönd f hjartans þökk. Ganga um í bænarhug. Meöfylgjandi mynd var tekin við komu Friendship skrúfuþot- unnar TF-FIPtil Reykjavíkur. Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfélagsins tók á móti áhöfninni og Sigríður Valdemarsdóttir færði flugliðum blóm. Talin frá vinstri: Grétar Óskarsson, yfir- maður öryggiseftirlits Flugmálastjórnar, Olafur Indriðason, flug- stjóri, Páll Stefánsson, flugmaður, Henning Finnbogason, verk- stjóri tæknideildar F.Í., Sigrfður Valdemarsdóttir, Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfélags íslands og Einar Helgason, yfir- maður innanlandsflugsins. Flugfélagið eignast fimmtu skrúfuþotuna NV Fokker Friendship skrúfu- þota bættist f innanlandsflug- flota Flugfélags Islands sJ. mánudag. Kaupin voru gerð í Þýzkalandi fyrir milligöngu norsks fjárfestingarfyrirtækis og með ábyrgð Flugleiða hf. Kaupverð vélarinnar var um 55 milljónir króna. Flugvélin ber einkennisstafina TF-FIP. Þessi flugvél er af sömu gerð og tvær fyrri Friendship skrúfuþotur félagsins Blikfaxi og Snarfaxi, að öðru leyti en því, að á þessari nýfengnu vél eru stórar vörudyr, sem auð- velda vöruflutninga og gera reyndar mögulegt að flytja stór stykki. Vélin mun nú þegar hefja flug á innanlandsleiðum, en hún verður ekki máluð í einkennislitum Flugfélagsins fyrrennæsta haust. Þessi nýja vél er fimmta skrúfuþotan i eigu Flugfélags- ins. Hingað var henni flogið frá Dússeldorf með viðkomu f Glas- gow. Flugstjóri var Ólafur Indriðason. Viðstaddir komu vélarinnar, er hún lenti á Reykjavíkurflugvelli, voru Birgir Kjaran, formaður stjórn- ar Flugfélagsins, og allmargt starfsfólk. spurt og svarað Q Tófudráp með vélsleða lögbrot? Jónas Jónasson, Brekkustíg 7, Reykjavík, spyr: Vegna fréttar í Mbl. 13. marz um það, að fimm vaskir Akur- eyringar hafi banað tófum með hjálp vélsleða, vil ég spyrja, hvort þessi dýr séu ekki vernd- uð gegn ómannúðlegum aftök- um? Jórunn Sörensen hjá Sam- bandi dýraverndunarfélaga ís- lands svarar: Annar kafli laganna um dýra- vernd fjallar um deyðingu og aðgerðir á dýrum og 8. grein hans er svohljóðandi: „Þegar dýr eru deydd, ber að gæta þess, að deyðing fari fram með jafn hröðum og sársaukalitlum hætti og frekast er völ á.“ í lögunum segir, að menntamála- ráðherra skuli setja reglugerð um þessi mál, en okkur hjá S.D.Í. er ekki kunnugt um, að sú reglugerð hafi verið sett. Þá má benda á, að í lögunum um eyðingu refa og minka er jafnan talað um góða skot- menn, valda skotmenn, með góðan búnað — eða menn, sem þeir beri fyllsta traust til. Er þetta í samræmi við anda lag- anna um dýravernd. Þá má g.eta þess, að i 7. kafla dýraverndunarlaganna, sem fjallar um eftirlit með fram- kvæmd laganna o.fl., er fyrsta setningin þessi: „Löggæzlu- menn skulu hafa vakandi auga með því, að lögum þessum sé fylgt.“ □ Er hægt að endurtaka kosningaloforðin? Magnús Ólafsson, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, spyr: „Væri hægt að fara fram á, að endursýndir yrðu framboðs- þættir þeir, sem sýndir voru fyrir síðustu kosningar, þar sem sett voru fram kosninga loforð núverandi stjórnar- flokka?" Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins svarar: Slfkir þættir sem fyrirspyrj- andi minnist á eru yfirleitt ekki geymdir. Helzt eru geymdir þeir þættir, sem taldir eru hafa varanlegt gildi og þættir fyrir ákveðnar kosningar geta vart fallið undir þá skilgreiningu. □ Vextir af ársbók Guðmundur Helgason, Stór- holti 29, Reykjavík, spyr: „Af hvaða upphæð greiða bankar vexti af ársbók frá 1. marz 1973 — 1. janúar 1974 þegar lagðar eru inn 3.000 krónur á mánuði?" Jóhann Ágústsson, starfs- mannastjóri Landsbankans svarar: Bankarnir mundu greiða vexti af hverju 3.000,- króna innleggi frá innleggsdegi og til næstu áramóta. Ef kr. 3000,- væru lagðar inn á ársbók mánaðarlega frá 1. mars til og með 1. desember 1973 yrðu vextir pr. 31/12. sam- tals kr. 1.489,20. Vextir af ársbókum breyttust 1. maf 1973 úr 9% i 12%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.