Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974
K<Wi4n?!« jur*
C.
hfKun
j ten
Vaftfe j»
hraoh /í
Ítt^ff/rfjfkír
RÉYKJAVÍra
(J/rtstM
--i{\jM<Sr*vn/'*
£tj\ /f>nritUf/t»iu(i/-r
Samningarnír við nágrannasveitarfélögin
Jóhannes Zoega,
hitaveitustjóri.
GEYSILEG aukning hefur orðið á
starfsemi Hitaveitu Ke.vkjavíkur
á allra sfðustu árum, og starfsem-
in mun enn aukast á næstu árum,
þegar nágrannasveitarfélögin,
Kópavogur, Garðahreppur og
Hafnarf jörður, tengjast hita-
veitukerfinu. Áætlað er, að því
verki Ijúki árið 1977, og verður
ársnotkunin á heitu vatni á svæð-
inu þá orðin um 42 milljón tonn á
ári. Er þetta fjórföldun vatns-
notkunarinnar frá árinu 1961 og
tvöföldun notkunarinnar frá ár-
inu 1967. Samningarnir við
nágrannasveitarfélögin tryggja
12% lægra markaðsverð en ann-
ars hefði orðið, og hinar miklu
framkvæmdir Hitaveitu Reykja-
vfkur á undanförnum árum verða
fyrr arðbærari en ella. Virkjun
Reykjasvæðisins verður lokið, og
næsta stórverkefni Hitaveitunnar
verður virkjun að Nesjavöllum.
Þessar upplýsingar og margar
fleiri komu fram f viðtali, sem
Mbl. átti við Jóhannes Zoéga hita-
veitustjóra. Er skýrt frá helztu
atriðunum hér á sfðunni.
Fjórföldun vatnssölu
frá árinu 1961
Ef gerður er samanburður á
umsvifum Hitaveitu Reykjavíkur
milli ára, kemur í ljós stöðug og
mikil aukning. Árið 1961 var
vatnssalan 10 milljón tonn, og
1967 var hún orðin um 21 milljón
tonn. í fyrra, þ.e. árið 1973 var
salan komin upp í 30 milljón tonn.
Þegar öll nágrannasveitarfélögin
hafa verið tengd kerfinu, er
reiknað með, að notkun þeirra
verði fjórðungur af notkun
Reykvíkinga, og að viðbættri ann-
arri fyrirsjáanlegri aukningu
fram til ársins 1977, þegar teng-
ingu á að verða lokið, verður notk-
unin þá væntanlega orðín um 42
milljón tonn á ári. Árið 1961 voru
viðskiptamenn Hitaveitunnar
6539, en þeir voru orðnir 17786 í
árslok 1973. Bjuggu þá 98,6%
allra Reykvíkinga á hitaveitu-
svæðum.
Að sögn hitaveitustjóra er sá
tími liðinn, að óttast þurfi skort á
heitu vatni, en hins vegar þurfa
forráðamenn Hitaveitunnar ætíð
að vera fyrirhyggjusamir og afla
varmans i tæka tíð fyrir aukningu
komandi ára.
Lagt í hálfan
Kópavog
í fyrra var lagður fyrsti áfangi
leiðslu fyrir nágrannasveitar-
félögin úr neðra Breiðholti í
Reykjavík i austurhluta Kópa-
vogs. Syðri helmingur leiðslunnar
til Hafnarfjarðar verður lagður i
sumar. Síðari helmingurinn, frá
Breiðholti suður fyrir mörk Kópa-
vogs, verður lagður 1975. Að öðru
Ieyti er framkvæmdaáætlun fyrir
útvíkkun kerfisins til nágranna-
sveitarfélaganna á þá leið, að í
umar verður lokið við dreifikerfi
tryggja 12% lægri gjaldskrá Hitaveitunnar
Virkjun Reykjasvæðisins
verður lokið sumarið 1976
VinnumarkaÖur
erfiður
Hitaveitustjóri var nokkuð
bjartsýnn á, að þessari tima-
áætlun yrði hægt að halda. Það
ætti að takast undir venjulegum
kringumstæðum. Vinnu-
markaðurinn væri nú mjög
spenntur og erfitt að fá vinnu-
kraft. Hins vegar væri óljóst hver
þróunin yrði á vinnumarkaðnum
á næstunni, og óvíst hvaða áhrif
þróun efnahagsmálanna á næst-
unni hefði á fjármögnun fram-
kvæmdanna. Áætlaður kostnaður
við framkvæmdirnar í nágranna-
sveitarfélögunum er 1000 milljón-
ir, auk 6—700 milljóna til að
ljúka virkjun á Reykjasvæði og
stækkun Reykjavíkurkerfisins.
Af þessum 16Q0—1700 milljónum
fær Hitaveitan 760 milljónir að
láni, en afgangurinn er eigið fé
Hitaveitunnar og heimæðagjöld
neytenda.
FULLVIRKJUN Reykjasvæðis-
ins og lagning nýrrar aðalæðar
þaðan til Reykjavíkur hafa verið
stærstu verkefni Hitaveitu
Reykjavíkur á liðnu kjörtímabili.
Þegar Reykjasvæðið hefur verið
fullnýtt um mitt sumar 1976, er
reiknað með, að þaðan komi
5—6000 tonn af heitu vatni á
klukkustund, en áður en þessi
seinni virkjun svæðisins hófst
1970, fengust þaðan um 1000 tonn
á klst. Þá hefur virkjun Reykja-
svæðisins gert kleyft að semja um
sölu á heitu vatni til nágranna-
byggða Reykjavfkur, og það hefur
aftur ýtt eftir að gera fram-
kvæmdina arðbæra, að sögn hita-
veitustjóra.
Áður en fullvirkjun Reykja-
svæðisins var ákveðin, var I
athugun að ráðast beint í virkjun
Nesjavalla. Hins vegar leiddu
rannsóknir í ljós, að vinnsla
Reykjasvæðisins væri fljótvirk
og hagkvæm, og þannig vannst
einnit tfmi til frekari rannsókna
á Nesjavöllum.
Reykjasvæðið er tvfskipt, svæði
við Syðri-Reyki og í Mosfellsdal.
Þegar er búið að bora 25 holur, en
alls verða boraðar 35—40 holur.
Verkinu á að ljúka sumarið 1976,
og verður borinn þá fluttur til
Nesjavalla. Talið er, að Reykja-
svæðið verði þá að mestu fullnýtt.
Enn eru nokkrar holur óvirkjaðar
af þeim, sem boraðar hafa verið,
en í sumar verða settar i þær
dælur, svo að vatnsmagnið ætti að
verða orðið 4000 tonn á klukku-
stund í haust.
Ný aðalæð
Kostnaður við Reykjafram-
kvæmdirnar er orðinn um 500
milljónir, og þar af er kostnaður
við nýju aðalæðina frá Reykja-
svæðinu til höfuðborgarinnar um
250 milljónir. Lagningu nýju
æðarinnar lauk árið 1973, og er
flutningsgeta hennar 4000 tonn á
klukkustund, en til samanburðar
má geta þess, að gömlu æðarnar
gátu aðeins flutt 1000 tonn á klst.
landareign þeirra. Viðkomandi
sveitarfélög fá vissa aðild að
hagnaði eftir ákveðnum reglum,
þ.e. ef reksturshagnaður fer yfir
ákveðin mörk. Ef til þess kemur,
verður arðhluti Kópavogs að
eignaraðild að Hitaveitu Reykja-
vikur, en arðhlutinn greiddur út
til Hafnarfjarðar og Garðahrepps.
Sama gjaldskrá mun gilda á
öllu svæðinu. 1 þvi sambandi má
geta, að þess misskilnings hefur
gætt, að verið sé að leggja auka-
kostnað á Reykvíkinga til að
koma nágrannasveitarfélögunum
f „hlýjuna". Þetta er alrangt, því
eftir stækkunina verður hægt að
selja vatnið 12% ódýrara en ella
hefði verið, þ.e. ef salan hefði
verið til Reykjavikursvæðisins
eins. Ástæðurnar eru tvær, í
fyrsta lagi stækkun kerfisins, en
hreyfanlegur reksturskostnaður
er lægri á hverja einingu eftir þvi
sem kerfið er stærra, og í öðru
lagi flýtir þetta nýtingu Reykja-
virkjunar og gerir hana arðbær-
ari fyrr.
Næsta stórframkvæmd verð-
ur virkjun að Nesjavöllum
Rætt við Jóhannes Zoéga hitaveitustjóra
í Kópavog austan Hafnarfjarðar-
vegar. Jafnframt verður lagt
dreifikerfi í þriðjung Hafnar-
fjarðar. Næsta ár verður lokið
lögn i Kópavogi, og lagður annar
þriðjungur lagnar i Hafnarfjörð
og hluti lagnar í Garðahrepp.
Kerfið verður þá tengt aðalæð-
inni, sem minnzt var á áðan, og á
að ljúka 1975. Lögnum verður að
mestu lokið árið 1976, og að fullu
1977.
12% lægra verð
Hitaveita Reykjavíkur sér al-
gerlega um lagningu dreifikerfis-
ins í nágrannabyggðunum, enda
verður þetta einungis hluti af
hitaveitukerfi Reykjavíkur. Hita-
veitan fær einkarétt til dreifingar
á heitu vatni i þessum byggðum,
og sveitarfélögin láta rétt sinn á
virkjun hitasvæða i hendur Hita-
veitunni, ef slík svæði finnast í
Nesjavallafram-
kvæmdir
Næsta stórframkvæmd Hita-
veitu Reykjavfkur verður virkjun
hitasvæðanna að Nesjavöllum f
Grafningi, en þar á Hitaveitan
mikið landsvæði. Þaðan verður
heita vatnið leitt til Reykjavfkur,
og verður líklega valin stytzta
leið yfir Mosfellsheiði. Yrði það
um 30 kflómetra löng leiðsla.
Mikið afl þarf tíl að dæla vatninu
aila þessa leið, og er áformað að
byggja litla gufuaflstöð að Nesja-
völlum til að knýja dælurnar.
Einnig eru uppi hugmyndir um
að byggja stærri gufuaflstöð á
þessu svæði, og yrði umframraf-
orkan þá seld á alnennan mark-
að. Hér er þó aðein: am frumhug-
myndir að ræða, að sögn hita-
veitustjóra.
Arðbær kaup
Hitaveitan eignaðist Nesjavelli
íGrafningi við Þingvallavatn árið
1964. Kaupverðið var 2,5 milljón-
ir, svo segja má að þarna hafi
verið um arðbær kaup að ræða.
Land Nesjavalla er 27 ferkíló-
metrar, eða svipað að stærð og allt
bæjarland Reykjavíkur. Til
Nesjavalla telst hluti af háhita-
svæði Hengilsins.
290 stiga hiti
í Nesjavalladal hefur Hitaveit-
an látið bora á seinni árum 3—4
rannsóknarholur og tvær stórar
vinnuholur. Fundizt hafa góðar
hitaæðar og hár hiti, allt upp í 290
gráður, og er það hitastig með því
hæsta, sem fundizt hefur i borhol-
um hérlendis. Alveg er óljóst hve
mikið afl leynist á þessu svæði, en
það mun koma í ljós þegar borað
hefur verið og virkjað. Afram
verður haldið rannsóknum á
svæðinu, bæði jarðfræðilegum og
efnafræðilegum, en rannsóknir
eru forsendur virkjunar.
Flóknari virkjun
Virkjun háhitasvæða eins og
Nesjavallasvæðisins er flóknari
en virkjun lághitasvæða, en
Reykjasvæðið og hitasvæðin i
Reykjavík teljast lághitasvæði.
Allar áætlanir um virkjun Nesja-
vallasvæðisins eru því á frumstigi
ennþá, en þó er reiknað með, að
fyrsta virkjunáráfanga verði lok-
ið upp úr 1980. Þá á jafnframt að
verða lokið aðfærsluæð frá Nesja-
völlum til Reykjavíkur. Tveir
möguleikar koma til greina í því
efni, leiðsla, sem liggur beinustu
leið yfir Mosfellsheiði yfir að
Geithálsi og þaðan styztu leið til
byggða samtals um 30 km, og
leiðsla niður í Mosfellsdal, og það-
an samhliða gömlu aðfærsluæð-
inni til Reykjavikur. Liklegra er,
að fyrri kosturinn verði valinn,
því bæði er leiðin styttri og meira
öryggi ef eitthvað óvænt kemur
fyrir, t.d. við náttúruhamfarir.
Gufuaflstöð
Og eins og fyrr segir verður í 1.
áfanga reist litil gufuaflstöð til
raforkuframleiðslu, nægilega stór
til að knýja dælur þær, sem dæla
vatninu upp úr jörðinni og dælur
þær, sem koma vatninu til höfuð-
borgarinnar. Eínnig má hugsan-
lega virkja þarna mun meira til
raforkuframleiðslu, og þarf þá að
selja þá orku til neytenda. Þessar
hugmyndir eru ennþá aðeins á
frumstigi, og þess ekki að vænta,
að endanlegar ákvarðanir verði
teknar á allra næstu timum.
Á kortinu sést landssvæði það sem Hitaveitan á að Nesjavöllum, og hugsanleg leið aðalæðarinnar yfir Mosfellsheiði þvera og til höfuðborg
arinnar.
K » r t
Alt tninrtr'
■ Ék:_____________________‘‘X.?. A-.»-