Morgunblaðið - 12.05.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974
19
Nytt leikrit
Akureyri, 10. mai
LEIKFELAG Akureyrar sýndi
sjónleikinn Jónas í hvalnum i
fyrsta sinn á Akureyri í gær fyrir
fullu húsi leikhússgesta og vió
ágætar undirtökur þeirra. Frum-
sýningin fór fram á Vopnafirði
fyrir nokkrum dögum og síöan
hefur leikfélagið sýnt þennan
sjónleik á nokkrum öðrum stöð-
um á Norðausturlandi. Þrjár sýn-
ingar verða á Akureyri um helg-
ina, en ekki eru fyrirhugaðar
fleiri sýningar hér að sinni. Hins
vegar ráðgerir félagið leikför síð-
ar og að taka upp sýningar aftur á
Akureyri með haustinu.
Höfundur leikritsins, Vésteinn
Lúðvíksson, samdi leikritið fyrir
Leikfélag Akureyrar og lagði síð-
ustu hönd á það hér nyrðra fyrir
nokkrum vikum. Leikritið fjallar
um baráttu aðalpersónunnar við
kerfi þess þjóðfélags, sem hann
vill ekki samlagast. „Lífið verður
ekki metið til fjár,“ segir hann á
einum stað og viil lifa því eftir
eigin höföi.
Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir og leikmynd er eftir
Arnar Jónsson og Þráinn Karls-
son, en þau taka öll þátt í sýning-
unni og þar að auki Saga Jóns-
dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Guð-
laug Hermannsdóttir, Gestur E.
Jónasson og Aðalsteinn Bergdal.
Þetta er annað leikritið, sem
samið er á vegum Leikfélags Ak-
ureyrar. í fyrra samdi Jökull
Jakobsson leikritið Klukku-
strengi fyrir atbeina leikfélags-
ins.
— Sv. P.
Má bjóða yður
SUMAR-
BÚSTAD
jX
ástún sf
Hafnarhvoli
v/Tryggvagötu
Sími17774
Vegna hagstæðari tolla en áður getum við nú boðið vinsælu
verðlaunasumarhúsin frá Trybo A/S í Noregi til afgreiðslu í vor á mjög
hagstæðu verði.
Húsin, sem eru sérstaklega vönduð, eru af ýmsum stærðum og gerðum
og fyrirkomulag þeirra fjölbreitt, allt eftir óskum og þörfum hvers og
eins.
Uppsetning húsanna tekur ótrúlega skamman tíma, t.d. tekur það
4 menn aðeins 8 daga að reisa og ganga fullkomlega frá 60m2 húsi.
Trybo sumarhúsin eru þessvegna tilvalin fyrir félagssamtök og
einstaklinga sem vilja tryggja sér vönduð og stórglæsileg sumarhús á
hagstæðu verði og með litlum fyrirvara.
Leitið frekari upplýsinga um verö, afgreiðslufrest o.fl.
TAKIÐ EFTIR!
Fundur í Félagi einstæðra foreldra i Átthagasal Sögu
14. maíkl. 21.
Páll Ásgeirsson, læknir ræðir um barnageðlækningar og
svarar spurningum um þau efni.
Skemmtiatriði. Happdrætti. Nýir félagar velkomnir. Mæt-
ið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Borgartún 29
Hef flutt teiknistofu mína að Borgartúni 29.
Nýtt símanúmer 28280.
Bjarni Axelsson,
byggingatæknifræðingur.
SíÖasta
fataúthlutun
sumarsins
Systrafélagsins Alfa verður mánudaginn 13. mai að
Ingólfsstræti 1 9 kl. 2e.h.
(Itvegum bessa lúxus
tjalflvagna
meö
innbyggðu eldhúsl.
sýnlshorn fyrirliggjandl