Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 26
26 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974 Kristrún Eyvinds- dóttir frá Stardal A UNGLlNGSÁRUM var ég einu- sinni nætursakir á Kjóastöðum efst í Biskupstúngum, skamt frá Gullfossi, þetta var um sumarsól- hvörf rétt fyrir slátt. Margfaldur bustabær sneri göflum móti suðri. Þetta græna gras sem ein- kendi túnin gömlu, og litfríðar blómjurtir innanum, fagnaði bæði sól og dögg með sérstökum ilmi sem túnræktaraðferóir nú- tímans eiga efúr að ná. Bænda- öðlíngurinn Egill á Kjóastöðum tók á móti þessum gaungupiltí, leiddi hann til stofu, lét veita hon- um beina, bauð honum gistí'ngu og fylgdi honum á götu að morni. Svona bær með kyrlátu fólki I þessari miklu grænku og heið- ríkju og sólbirtu efst í sveit, og ymur af Gullfossi í fjarska, er einsog endurminníng úr öðru lífi. Margir segjast þekkja fólk af plássum þaðan sem það kemur, og mér hefur stundum fundist fólk haf i tekið á sig blæ af náttúru þar sem það er borið og barnfætt. Þegar gamall og nýr nágranni minn og vinur Jónas Magnússon frá Stardal tók sér konu frá Kjóa- stöðum i Biskupstúngum, og kom með hana suður og þau fóru að búa I Stardal, 1925, og ég sá blá- skær augu þessarar konu, ásamt ljósbirtu á hári og litarafti, og brosti ögn seinvöktu brosi, þá fanst mér ég þekkja hana einsog ég hefði séð hana I gær. Þó hafði ég aldrei séð hana, því þegar ég gistí á Kjóastöðum sjö árum áður hafði hún ekki verið heima. Kristrún Eyvindsdóttir var upp- eldisdóttir Egils á Kjóastöðum, en dóttir konu hans Katrinar af fyrra hjónabandi hennar, fædd i Uthlíð 11. apríl 1895. Þegar Kristrún giftíst Jónasi í Stardal var fóstri hennar látinn; en móðir hennar öldruð, Katrín húsfreya frá Kjóastöðum, ein sú dagfars- prúðasta kona, fylgdi henni að Stardal og settist í hornið hjá henni; gamla konan tók meira að segja með sér aldrað þjónustufólk sitt suður hingað. En góðir hús- ráðendur áður fyrri töldu sig hafa ábyrgð ekki aðeins á aldurhnign- um ættmennum sínum, heldur vinnufólki semleingi hafði staðið í þeirra þjónustu; þeir sáu fyrir þessu fólki í elli þess, og lofuðu því að hafa eitthvað fyrir framan hendurnar, sér til skemtunar, meðan þrek entist, og taka þátt áframi áhugamálum búsins. 1 Stardal var reyndar mart heimilisfólk fyrir, því Jónas Magnússon hafði leingi haft meira en lítið umleikis bæði heima og heiman. Dóttur átti hann af fyrra hjónabandi, Agústu. Brátt komu til sögu þrír t Eiginmaður minn, INGÓLFUR ÓLAFSSON, prentsmiðjustjóri, Tómasarhaga 57 er andaðist 4 maí verður jarð- sunginn frá Neskirkju mánudag- inn 1 3 maí kl 1 0 30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Regina Helgadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móðursystur okk- ar, GUÐBJARGAR SIGUROARDÓTTUR, frá Hólum, Vestmannaeyjum. Sigriður Ólafsdóttir, Guðjón Ólafsson, Ólafur Erlendsson. synir, Egill, Magnús c® Eyvindur. Auk vinnufólks var hér frændlið Jónasar oft á vist, svo og margs- konar tökufólk og tækifærisfólk, svo mér sýndist setinn bekkurinn hvenær sem ég kom þar. Á svona heimili var ég reyndar sjálfur uppalinn í sömu bygð, ögn nær sjó. Einkennilegt núna að hugsa útí að svona sjálfbjarga stórfjöl- skylda skyldi hafa verið regla en ekki undantekníng frá reglu hér á landi fyrir örfáum áratugum, og nú skuli þetta fyrirkomulag vera orðið óþekt og komið í stað- inn einhverskonar félag, ,,þjóð- félagið", rekið með skrifstofum í hverju horni, þar sem allir eru ókunnugir og hver höndin upp á móti annarri. Frá því snemma á vor og lángt frammá haust var Jónas nokkuð laus við heimili sitt og bú sakir vegalagninga i ýmsum sveitum, en hann hafði tekið við verk- stjórastarfi af föður mínum við lát hans 1919. Fyrir bragðið varð sama tilhögun á búskap og at- vinnurekstri í Stardal einsog ég var uppalinn við í Laxnesi. Nema hér féll i hlut Kristrúnar i Stardal að vera bóndi og húsfreya á bæ sínum lángtímum saman og taka daglegar ákvarðanir sem þurftí. Kom það sér vel að hún hafði hyggindi sem i hag koma ekki síðri en bóndi hennar, íhugula greind og fullkomna geðstíllíngu. Munaðarleysíngjar, fátækir menn og olbogabörn áttu í henni þá heillastoð sem fæst ekki á opin- berri skrifstofu né annarsstaðar f ,,kerfinu“, þó mönnum séu þar börgaðir út styrkir reglulega. Ég vil ekki leggja svo frá mér penn- ann að ég minnist ekki aðdáunar minnar á mannkostum Kristrúnar Eyvindsdóttur eins og þeir komu fram i hversdagslegu málfari hennar. Því ,,oft má á máli þekkja manninn, hver helst hann er“. Fyrir utan hvað mál hennar var hreint, án þess hún virtist vita af því sjálf, ósjálfrátt rökrétt af því það var svo blátt áfram, og örlaði hvergi á óíslensku orðatiltæki, þá heyrði ég hana aldrei fara með ásakanir eða áfellisdóma, en tal- aði einlægt einsog hún hefði fyr- irvara um alla hluti, án þess nokk- ur þyrfti þö að efast um hvað hún meinti. Uppsveitirnar með því grasi sem ég áðan nefndi ólu sannkall- að gullfólk; að slíta þar barns- skónum hefur líklega verið ekki ósvipað því að alast upp á góðum sveitabæ á himnum. Það fólk sem þar lifði eignaðist auðlegð sem margir nútímamenn eiga því mið- ur eftir að fara á mis við í sínu lífi. Halldór Laxness. Það er gainall og góður fslenzk- ur siður að þakka fyrir samfylgd- ina þegar leiðir skiljast að lokinni ferð og hver fer til síns heima. Einkum þykir þó ástæða tíl slíks, þegar samfylgdin hefir varað lengi og ekki nema góðs að minn- ast. — Fimmtíu ára nágranna- + Kveðjuathöfn um systur mína GYÐU ÁRNADÓTTUR Vesturgötu 50 verður i Dómkirkjunni I Reykjavik mánudaginn 1 3. mai kl 1 0.30 Áslaug Árnadóttir + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför. SIGRÍÐAR BJARGAR ÁRNADÓTTUR. Ásta Norðmann og aðrir aðstandendur. + Þakka innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför einkadóttur minnar, SIGRÍOAR VALDÍSAR, Neðri Bakka. Elfs Vigfússon. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÁSGEIRS L. JÓNSSONAR, vatnsvirkjaf ræðings Ágústa Þ. Vigfúsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, móðirokkarog dóttir, + Hjartanlega þökkum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Háaleitisbraut 40, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 4 maí kl 1 3.30 Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Sigurður Þórðarson, Guðrún Þorgeirsdóttir, og börn. JÓNS PÉTURS JÓNSSONAR, kaupmanns, Álfheimum 6, Magndís Aradöttir, Laufey Muscente, Ralph Muscente, Jón Jónsson, Lovisa Jónsdóttir, Dýrleif Jónsdóttir, Kristinn Albertsson, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, og barnabörn. + Við þökkum af alhug okkur sýnda samúð og vinarþel i veikindum og við andlát og útför okkar heittelskaða sonar og bróður, + Hugheilar þakkir færum við öllum er auðsýndu hluttekningu við andlát og jarðarför, SÆMUNDAR PÉTURS SVERRISSONAR, Skaftafelli, Seltjarnarnesi. sérstakar þakkir viljum við færa Sigmundi Magnússyni, yfirlækni, prófessor Kristbirni Tryggvasyni, öllum læknum og hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki á deild 7-c á Barnaspítala Hringsins. Einnig til starfsfólks á rannsóknarstofu Landspítalans og Blóðbankans. Freyja Jónsdóttir og börn. ELÍNBORGAR GÍSLADÓTTUR, frá Laufási, Vestmannaeyjum. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Gfsli Þorsteinsson, Runólfur Runólfsson, Fjóla Þorsteinsdóttir, Harald St. Björnsson, Anna Þorsteinsdóttir, Jón G. Ólafsson, Bera Þorsteinsdóttir, Ingólfur Arnarson, Jón Þorsteinsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Dagný Þorsteinsdóttir, Bogi Finnbogason, Ebba Þorsteinsdóttir, Bárður Auðunsson, Ástþór Runólfsson, Guðrún Guðmundsdóttir, tengsl og til viöótar nokkuð lengri kynni gefa vissulega tilefni að slíkri þakkarkveðju þegar Krist- rún í Stardal er kvödd við leiðar- lok. Kristrún Eyvindsdóttir var fædd í Uthlíð í Biskupstungum 11. apríl 1895, dóttir hjónanna Katrínar Sigurðardóttur frá Kópsvatni og Eyvindar Hjartar- sonar frá Austurhlíð. Næstu árin tjuggu þau hjónin að Bóli i sömu sveit, en þar lézt Eyvindur 1898 langt um aldur fram. '— Næstu árin dvöldust þær mæðgur meðal venzlafólks og vina þar eystra unz þær fluttust að Kjóastöðum 1905, er Katrin giftíst Agli Þórðarsyni hónda þar. Á Kjóastöðumólstþví Kristrún upp, við gott atlæti og fyllstu umhyggju móður sinnar og fósturföður. — Til marks um það, hve mikið Kristrún hefir metið fóstra sinn má geta þess, að hún gaf fyrsta syni sinum nafn hans og er það Egill Jónasson i <and. mag. menntaskólakennari. Egill á Kjóastöðum lézt árið 1923 og fluttust þær mæðgur þá til Reykjavíkur og dvöldust þar næstu 2 árin. Vorið 1925 giftíst Kristrún Jónasi Magnússynibónda í Stardal og þar með hefst meginþáttur lifs- sögu hennar. — Þau Jónas og Kristrún eignuðust 3 syni: Egil, sem áður er nefndur, Magnús, sem nú lýr í Stardal, og Eyvind vegaverkstjóra. En fleiri voru lörnin, sem ólust þar upp að miklu eða öllu leyti því að þau voru a.m.k. átta, sem voru fermd frá Stardal í tíð Kristrúnar. Saga Kristrúnar í Stardal er efnismeiri en svo, að hægt sé að gera henni viðhlitandi skil með nokkrum kveðjuorðum. I Stardal var jafnan umfangs- mikið heimili mannmargt og gestakomur tiðar. Vegna f jarvista Jónasar við vegaumsjón í stóru umhverfi, ásamt ýmsum afskipt- um af félagsmálum, hlaut megiri- þungi umsvifa bisýslunnar að hvila á herðum húsfreyjunnar og á því sviði sem öðru voru afköst hennar mikil og farsæl. Jónas mat konu sína mikils sem veratar. Og það gerðu einnig allir aðrir, sem tíl þekktu. — Vinfesti hennar og ættrækni var af traust- uin tog og átthagatryggðin var henni iHöðlnrin. Kristrún í Stardal var um flest mikilhæf kona og ein af þeirri manngerð, sem vex við nánari kynni. Kristrún lézt 20. marz., en löngu áður hafði hún lokið miklu ævistarfi með þeim ágætum, sem ekki er á allra færi. Að leiðarlokum skulu henni færðar alúðarþakkir fyrir þátt sinn tilbatnandi mannlífs. Guðmundur Þorláksson. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480. + Þakka auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför eigin- konu minnar, RAGNHEIÐAR EDDU HALLSDÓTTUR. Bjarni Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.