Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 35

Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 35
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDACUK 12. MAI 1974 35 s <uggamync if irirskn FRAMHALDSSAGA eftir |^>II MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JOHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 7 vilja leiða hugann að því í nokk- urri alvöru. Christer nam staðar á gólfinu og ég fann að hver taug i likama mínum var þanin. Ég spurði: — Geturðu sagt mér, hvernig þú heldur að hún hafi litið út, ég á við á meðan hún var lifandi? — Já, ég ímynda mér hún hafi verið ljós yfirlitum. En ég held ekki hún hafi verið beinlinis fal- Ieg. Hún hafði óreglulega andlits- drætti, og var mjög munnstór. . . Eg braut heilann, eins og ég ætti lífið að leysa og reyndi að koma einhverju fyrir mig, sem var að brjótast um í mér. — Það hlýtur að hafa verið ein- hvern tíma í vor.. . held að Einar hafi verið með og ég held endilega að það hafi verið hann sem talaði við hana. Það var ein- hvers staðar inni sem við hittum hana í háskólanum? Já, það hlýt- ur að vera.. . Christer settist niður i stól. — I háskólanum! Af hverju seg- irðu ekki að þú hafir hitt hana á járnbrautarstöð. Því einn vesæll lögreglumaður vill líka gjarnan fá nánari skýringu á þvi, hvað þú meinar, þegar þú segist hafa hitt hana í háskólanum? Ég hef á til- finningunni, að þar séu þúsundir stúdenta og þar séu ótal völundar- hús, og þeim sé raunar dreift út um allan bæ. — Nei, svo slæmt er það nú ekki. Það er einfaldað á ýmsan hátt þannig, að hver stúdent þarf aðeins að koma á tvo þrjá staði. Ég hef tildæmis ekki komið í húskynni nema fárra deildanna. Þeir staðir sem til greinar koma í þessu sambandi gæti.til dæmis verið háskólinn i Norrtullsgöt- unni, þar sem fyrirlestrar og skrifleg próf í hugvísindum og lögfræði eru haldin og einnig í Stúdnentaheimilinu. . . — Þar sem haldin eru sam- kvæmi — i steinkassanum í Hol- lándergötunni. Meira að segja ég hef komið þangað nokkrum sinn- um. — Kannski hef ég séð hana þar, það er að minnsta kosti mögu- leiki. Sá þriðji er eitthvað af bókasöfnunum. Sennilega Hug B. — Hug-B hvað þýðir það? — Hug-B er stytting fyrir hug- vísindabókasafnið. Ætlarðu að segja mér, að þú kannist ekki við það? Eg verð að segja, að þá hefuru farið mikils á mis — það er stór vöntun f uppeldi þínu. Þegar ég kom f fyrsta skipti til Stokkhólms frá Uppsölum, þá hélt ég að allt í sambandi við háskólann hér væri leíðinlegt og fúlt, miðað við það, sem ég hafði þekkt fram að því. Mér fannst engin samstaða vera meðal stú- dentanna, ekkert félagslíf, engin rómantfk. En ég komst fljótlega á aðra skoðun, eftir að ég komst í kynni við Einar og Hug-B. Christer hummaði af auðheyri- legu fálæti, svo að ég hélt áfram, i meira lagi áköf. — Það er hreint og beint yndis- legur staður. Hugsaðu þér bara — eldgamalt hús frá því á nítjándu öld. Þar eru blómaveggfóður og útskornir gipslistar í loftinu . .. og alls staðar lítil borð og bæk- ur ... og allt á rúi og stúi, svo að maður finnur aldrei neitt af þvf, sem leitað er að . . . Það er svo notalegt og viðkunnalegt, að þú trúir því ekki. Öhreint og rykugt, en það hefur svo ótrúlega mik- inn sjarma að ég tek það margfalt fram yfir allt annað af slíku tagi, sem ég hef séð . .. — Virðist vissulega mjög vist- legt. Og með leyfi, hvar er þessi guðdómlega vistarvera? — Við Stureplan? — STUREPLAN? Eg kinkaði kolli. — Já, þú hlýtur að vita, hvað það er. Þú getur ekki fmyndað þér, hvað það er heillandi að sitja þar að næturlagi og fylgjast með umferðinni fyrir utan, þar er eíns og maður sé þarna í fílabeins- turni, með bókstafla og ryk og gamla sögu f hverjum krók og kima . . . — Attu við, að þið megið vera þarna á nóttunni U'ka? Eg hélt að öll bókasöfn lokuðu á kristilegum tíma á kvöldin. — Ekki Hug-B. Nei, nei. Ef maður er mjög duglegur við nám- ið getur maður fengið lykla og fengið að vera þar fram eftir allri nóttu. — Til dæmis þú? — Þú þarft ekkert að vera að striða mér! Þú veizt fullvel að ég vinn að ritgerðinni minni hörðum höndum. Eg skal ekki neita því, að það hefur gengið dálítið seint fyrir sig nú um tíma, enda eru viðfangsefnin ekki sérlega að- gengileg. Og ég tala nú ekki um, þegar maður gengur í hjónaband, þarf að fara í burtu og vera í Egyptalandi í tvo mánuði og . . . — Og upplýsa dularfullt morð? Nei, nei, ég skil það fullvel.. .. En hvað er að þér? Þú ert svo skrítin á svipinn. Það var ekkert að mér. En ég var að hugsa. — Það var eitthvað, sem við sögðum áðan . . . Christer, elsku bezti, reyndu að hjálpa mér. Eg veit að það er áríðandi. Hvað vor- um við að tala um? — Ritgerðina þína og HUG-B, þar sem aldrei er hægt að finna þær bækur, sem mann vanhagar um í það og það skiptið og maður getur fengið að vera það nætur- sakir, ef maður fær lykla . . . — Bíddu nú við! Nú held ég þetta sé að koma! . . . Hefurðu vit %\GGA V/6GA i 1/LVtRAK/ VELVAKANDI 0 Hlátrarnir komu af þingpöllum Heimdellingur hringdi. Hann sagðist hafa verið á þingpöllum hluta úr degi s.l. miðvikudag og hefði sér þött dvölin þar lærdóms- rík. Orðaskipti þingmanna stjórnarandstöðunnar og stjórnar- liða hefðu siðan verið aðal- umræðuefni fólks undanfarna dága og sæi hann ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þann þátt atburðanna á þingi þennan dag. Hins vegar hefði það vakið athygli sína hversu kátina var mikil í þingsölum þennan dag og hefði hann orðið þess var, að þeir, sem hlustuðu á útvarp frá Alþingi, héldu, að það hefðu verið þingmennirnir fyrrverandi, sem staðið hefðu fyrir hlátrasköllum. Svo hefði hins vegar ekki verið, heldur hefði allfjölmennur hópur nemenda úr þjóðfélagsfræðideild Háskóla Islands verið á þingpöll- um í fylgd með foringja sinum. Þessi hópur hefði m.vndað nokkurs konar klappkór með hlátrasköllum sem undirspili. Hefði pallaliðið síðan hagað sér i takt við svipbrigði Magnúsar Kjartanssonar, sem setið hefði i ráðherraröðinni, og þarna hefði það komið í ljós, sem ekki var vitað fyrir, að ráðherra þessi væri sennilega mesti húmoristi, sem á Alþingi sat. Orð Heimdellingsins voru fleiri en verða ekki rakin hér frekar að sinni. 0 Breyting til batnaðar Magnús Sigurjónsson skrifar: Það hefur lengi verið mikið vandamál hér í „gamla bænum" hve ölvun og drykkjulæti á síð- kvöldum hafa spillt svefnfriði manna. Þessi vandræði má að lang- mestu leyti rekja til vínhúsanna í þessum borgarhluta. Gestir þeir, sem sækja Hábæ og Röðul, hafa valdið hér mestu um. Einnig er talsvert ónæði af þeim skemmtistöðum, sem hafa ekki vínveitingaleyfi. Þangað kemur fólk með vasapela og fær eftirlits- lítið að þjóna Bakkusi. Nú hefur brugðið til hins betra hér umhverfis Skólavörðuna því að vínveitingahúsinu Hábæ hefur verið lokað um tíma. Og hvílík breyting síðan lokað var. Oft var búið að tala um að fjar- lægja vinveitingahúsin úr íbúða- hverfunum og við, sem búum hér í grennd við Hábæ höfðum lengi vonað, að þessari plágu yrði af okkur létt. Þó held ég, að ekkert okkar hafi rennt grun í, að um- skiptin yrðu slík sem raun ber vitni. Nú er hér rólegt og hljótt á þeim tíma, sem fólk gengur til náða þar sem áður var lítill svefn- friður vegna háreysti og drykkju- láta. Ég vil fyrir mína hönd og margra annarra hér í nágrenninu þakka það, að þessum ófögnuði er af okkur létt. Sá aðili, sem að þvi stóð (Matsnefnd vinveitingahúsa), á heiður skilið fyrir röggsemina. Þetta vekur svo þá hugsun hvort ekki sé nú tímabært að taka þessi mál öll til endurmats og úrlausnar. Nú, þegar umhverfisvernd og fegrun borgarinnar eru efst á baugi og gera á gangskör að því að prýða allt og fegra fyrir augað, væri þá ekki rétt að leggja einnig áherzlu á, að kyrrð og friður heimilisins fái að njóta sín? Öruggasta leiðin til að svo megi verða er að fjarlægja hávaða- mestu vínveitingahúsin úr ibúða- hverfum borgarinnar. Magnús Sigurjónsson." % Bílasalavið þrönga götu í miðju íbúðahverfi Ibúi í gamla bænum, nánar til- tekið við Túngötu, hafði samband við Velvakanda og óskaði að koma eftirfarandi á framfæri: „Ekki alls fyrir löngu bar svo við, að nýtt fyrirtæki hóf starf- semi sina hér í næsta nágrenni, þ.e.a.s. við Bræðraborgarstíg. 1 húsnæði því, sem fyrirtækið hefur til umráða, var áður vefnaðarvöruverzlun, sem reynd- ar er ákaft saknað af fólki hér i hverfinu. Ekkert er annað en gott um það að segja, að atvinnurekstur sé sem viðast, en þó verður að gæta þess, að rúm sé fyrir hann þar sem hann er rekinn. Svo er ekki í þessu tilviki. Hér er um að ræða bifreiðasölu og athafnasvæðið, sem aðstandendur hennar hafa til umráða, er smálóðarskiki sunnan við húsið en á skika þessum rúm- ast í mesta lagi þrjár bifreiðar með góðu móti. Hvernig er hægt að reka bif- reiðasölu án þess að hafa til urn- ráða gott bílastæði, kann nú ein- hver að spyrja. Það virðist einmitt vera ofur auðvelt ef marka má af því, sem á sér stað við Bræðraborgarstiginn um þessar mundir. Umferð við þetta fyrirtæki er mikil — bílar eru að konta og fara allan daginn, auk þess sem fjöldi bila stendur þar að staðaldri. Eins og kunnugir geta ekki komizt hjá að vita, er Bræðra- borgarstígurinn mikil umferðar- gata en jafnframt svo þröng, að raunverulega ætti hún að vera einstefnuakstursgata. Sennilega er þó ekki hægt að koma sliku við á þessum slóðum. ’ Hins vegar verður að gera Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.30 — 1 1 30. frá mánudecji til föstudags kröfu til þess áður en leyfi fæst til að reka svo rúmfrekan atvinnu- rekstur sem bifreiðaverzlun hlýt- ur óhjákvæmilega að vera, að gengið sé úr skugga um það, að aðstæður séu fyrir hendi. Held ég, að fáum geti blandazt hugur um hvort svo sé á þessum stað. Vesturbæingur.“ 0 Klukkan á Lækjartorgi Velvakandi hitti kunningja sinn á förnum vegi í góða veðrinu um daginn. Barst talið að umsvif- um þeim, sem nú eru á Lækjar- torgi og i Austurstræti. Kunning- inn sagðist að undanförnu hafa verið að hugsa um tilverurétt klukku þeirrar, sem stendur á Lækjartorgi, og sagðist hann ekki mundu syrgja brottnám hennar. Þyrfti ekki að tilgreina nema eina ástæðu, enda hl.vti hún að vera fullgild. Klukkan væri sem sé svo ljót, að ekki kæmi til mála að hafa hana þarna lengur, sízt þegar búið væri að fegra um- hverfi hennar svo sem ráðgert hefur verið. Velvakandi er þessu sammála en datt samt í hug hvort klukk unnar yrði ekki saknað ef svc kynni að fara, að hún yrði fjar lægð, þar sem hún hefur þrátt fyrir ljótleika sinn staðið þarna svo lengi. Velvakandi man vel eft ir myndinni af „persilkonunni" klukkunni en hún er nú löngu horfin, blessunin. Gaman væri að heyra álit fleiri á þessú máli. Gróði SHELL jókst um 162% New York, 10. maí, AP. OLIUFYRIRTÆKIÐ Shell (The Royal Dutch Shell Group), sem er eitt af fimm stærstu olíufyrir- tækjum heims, tilkynnti í gær, að ágóði þess á fyrstu þremur mánuðum þess árs hefði aukizt um 162%. Upplýst var, að hagnaður, að sköttum frádregn- um, hefði á þessu tfmabili numið 728 milljónum dollara, en á sama tíma sl. ár hefði hann verið 278 milljónir dollara. Sala fyrirtækis- ins vfðsvegar um heiminn nam 8.85 milljörðum dala, en var á fyrstu þremur mánuðum ársins 1973 5.53 milljarðir dala. Hagnaðurinn á umræddu tíma- bili f ár var heldur minni en á síðasta ársfjórðungi ársins 1973, en þá nam hann 729 milljónum dollara. Þessar upplýsingar eru mjög í samræmi við upplýsingar annarra stórra oliufyrirtækja í heiminum, þeirra sem starfsemi halda uppi í Bandaríkjunum a.m.k.. en hagnaður þeirra hefur á fyrstu þremur mánuðum ársins 1974 verið 39% — 719% meiri en á sama tima árið 1973. The Royal Dutch Shell Group er að 60% í eigu The Royal Dutch Petroleum Co„ sem hefur aðal- bækistöð í Haag í Hollandi, en 40% fyrirtækisins eru f eigu The Shell Transport And Trading Co. LTD, sem hefur aðalbækistöðvar f London. Vorkapp- reiðar Fáks Vorkappreiðar Fáks verða haldnir á félagssvæðinu í dag. Keppt verður f 6greinum. 250m skeið: Þar keppa 18 hest- ar, m.a. Óðinn Þorgeirs í Gufu- nesi, Blesi Aðalsteins Aðalsteins- sonar. Máni frá Álfsnesi og Boði Reynis Aðalsteinssonar ásamt Snerri Einars Þorsteinssonar úr Keflavík. 250m folahlaup: Að \cnju keppa þar margir óreyndir folar og unghryssur. 250m stökk: Þar keppa einnig eingöngu óreyndir hestar og knapar verða eigi eldri en 16 ára. 350m stökk: Um 20 hcstar víðs vegar af landinu taka þátt í því. 800m stökk: Þar keppa m.a. Lýs- ingur Baldurs Oddssonar og Trantur Unnsteins Tómassonar og loks er það löOOm kerruakstur en þar keppa m.a. Kommi frá Borgarnesi. núverandi íslands- meistari og Elding Guðmundar Ólafssonar. MARGFALDAR iiii JHí>r0BnMa$)it> MARGFALDAR Jllí>r0unl)lat>it» MARGFALDAR ffliliKÍ'fil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.