Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 11
MORCiUNBLAÐlÐ. I.AUOARDAGUR l.JUNI 1974 11 Fréttabréf frá Stykkishólmi Barnaheimili Fransiskus- systranna í Stykkishólmi hefir nú starfað í 15 ár við vaxandi vin- sældir. Það hefir tekið á móti börnum til dvalar víðs vegar að og haft ágæta forstöðu og alla að- hlynningu. Nú hefur það starf- semi sina 15. júní n.k. og mun hafa 2 hópa, hvorn í mánuð. Stúlkur á aldrinum 4 til 10 ára og drengi á aldrinum 4 til 9 ára. Enn eru nokkur drengjapláss laus. Vertíð er nú lokið í Stykkis- hólmi og varð Þórsnes S.H. 108 aflahæst fékk alls 1009 tonn i 68 róðrum, eða 14,8 tonn að meðal- tali í hverjum róðri. Skipstjóri á Þórsnesi er Kristinn Ó. Jónsson duglegur og góður aflamaður. Lionklúbbur Stykkishólms fór 12. maí s.l. með m.b. Þórsnesi út í Stagley og Bjarneyjar í eggjaleit. Hafði útgerð bátsins verið svo vel- viljuð að lána bátinn endurgjalds- laust til þessarar ferðar og Nikulás Jensson bóndi í Svefneyj- um, sem ræður yfir nefndum eyj- um, leyft klúbbnum eggjatínslu þar. Fóru 23 félagar í leitina og fundust yfir 700 egg, sem seldust strax og fer allt féð til Iíknarmála. Er þetta ný fjáröflunaraðferð á vegum klúbbsins. 1 maí 1974. Fréttaritari Höfum til sölu nokkrar elektronsikar reiknivélar af gerðinni Olivetti LOGOS 250 og 270. Vélar þessar eru afar fullkomnar með 2 — 3 teljurum. Reikna m.a. kvaðratrót, veldisreikning og prósentur. Reikna og skrifa á pappírsstrimil allt að 22 stafa tölur. Verðið er afar hagstætt og semja má um góða greiðsluskilmála. G. He/gason & Melsted H.F. Rauðarárstíg 1, Sími 11644. LOFTLEIÐIR BREYTTUR SKRIFSTOFUTIMI Frá 3. júní til 31. ágúst n.k. verður aðalskrif- stofa Loftleiða h.f. Reykjavíkurflugvelli opin frá kl. 08:00 — 16:00 alla virka daga nema mánudaga til kl. 1 6:30. Lokað laugardaga. LOFTLE/Ð/R Munið kappreiðar Fáks 2 Leiklistarnám. Þeir sem vilja stunda nám í væntanlegum 1 . bekk leiklistarskóla Sál veturinn 1 974 til 1 975 mætið að Fríkirkjuvegi 11, laugardaginn 8. júní kl. 4. e.h. Uppl. í síma 1 9567. Skriflegar umsóknir sendist Sál c/o Svanhild- ur Jóhannesdóttir, Kóngsbakka 1, Breiðholti. Kappreiðar Mána Kappreíðar hestamannafélagsins Mána verða haldnar á Mánagrund laugardaginn 8. júní kl. 2. e.h. Keppt verður í: 250 m. skeiði. 250 m. unghr. hlaupi. 350 m. stökki. 800 m. stökki og töltkeppni (opin þátttaka). Skráning keppnishesta tilkynnist Birgi Schev- ing sími 92 — 2434 eða Sigurði Vilhjálmssyni sími 92 — 1 1 65 fyrir miðvikudag 5. júní. Stjórnin. . hvítasunnudag NIÐRI -i- ÍBÚÐIR I SMIÐUM Eigum eftir nokkrar af þessum skemmtilegu íbúðum í háhýsinu Espigerði 2, Stóragerðissvæði Ibúðunum fylgir m a. fullkomið véla- þvottahús, húsvarðaríbúð, leikher- bergí barna og fundarherbergi, ásamt geymslu fyrir hverja íbúð og . bílageymsfu Öfl sameign fufffrá- gengin ásamt lóð. Hagstætt verð. Húsið er fokhelt og lánshæft. Afhending íbúða eigi síðar en 15 desember 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.