Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNl 1974
— Hirðingjum
hjálpað
Framhald af bls. 14
voru orðin, sem hún sagði við
okkur á hverjum degi. Við sett-
um grautinn langt frá rúminu
hennar, því að við vildum gefa
henni matinn í skömmtum. En
Elma vissi vel um grautar-
pottinn, og hún kom sér fram
úr rúminu, datt á gólfið, af því
hvað hún var þróttlaus, en hélt
áfram skríðandi og náði í graut-
inn. Þegar við komum, var
grautarpotturinn hreinsaður í
botn.
Hún kallaði mig Kalíttu. Ég
gat ekki annað en brosað, þegar
Marta sagði mér, hvað orðið
þýddi. Höfðingi alls Bórana-
þjóðflokksins heitir Kaíó,
„konungur þjóðflokksins".
Eiginkona Kalós heitir Kalítta,
þ.e. drottning. Kalítta er mesta
sæmdarheiti, sem Bóranakona
getur fengið. 1 augum Elmu var
útlendingurinn Kalitta. Hún
hafði hlotið lífið aó nýju fyrir
mína hjálp, og þar með fékk ég
drottningarheitið.
Það var hrífandi að sjá Elmu
spenna magrar greipar til
bænar. Daglega fékk hún að
heyra Guðs orð, og hún tók við
trúnni á Jesúm. Dag nokkurn
fann ég látúnshringi bundna í
knýti við rúmið hennar. „Þú átt
að fá þetta. Ég á ekkert annað
að gefa þér, kæra Kalítta,"
sagði hún. Mánuði síðar hélt
hún gangandi heím aftur í tóma
kofann sinn á steppunni. Á
hverju skyldi hún lifa núna?
Daglega koma karlar og
konur víða að úr Bórana til þess
að freista gæfunnar hjá okkur
útlendingunum. Þeir bjóða
varning sinn til sölu: Skinn,
horn, strútsfjaðrir, tréskeiðar,
kúabjöllur, einfalda ilskó, tré-
kamba, gírafatagl og hvers
konar hringi.
Áður var engin leið að ná í
slíka hluti. Þeir tilheyrðu
búningi Bóranakonunnar. Nú
eru hringir seldir í hundraða-
tali. Það er neyðin, sem rekur
fólk til þess að rjúfa forna hefó.
Það tekur marga mánuði að
búa til ,,gorfa“, mjólkurkrús
Bóranamanna. Hún er gerð úr
þunnum grasstráum. Aldrei
fyrr hefur slík krukka verið
söluvara í Bórana. Aftur á móti
hafa Bóranamenn stundað
vöruskiptaverzlun, og „gorfa“
varð að borga með kú.
Einn daginn var móðir ein
komin að sjúkravarðstofunni til
þess að selja slíka krús. Hún
bað um tíu dollara (400
krónur), en fékk miklu meira.
Glöð og þakklát sneri hún aftur
til kofans síns, 50 km leið. Ferð-
in hafði heppnazt. Nú gat hún
keypt mat og mettað svöng
börnin sin.
önnur móðir, sem einnig
barðist hart fyrir lífi ástvina
sinna, átti enga „gorfa" til að
selja. En hún fór út á sléttuna
og batt saman hrís i Bórana-
rúm. Kveinstafir sjö hungraðra
barna knúðu hana áfram. Hún
var ekki alveg viss um, hvort
útlendingurinn hafði þörf fyrir
slíkt rúm, en þetta var síðasta
úrræðið, og hún varð að reyna.
Ég gleymi ekki þessari sjón,
Bóranakonunni með rúmið á
bakinu. Auðvitað keypti ég
það! Konan fékk tvöfalt verð
fyrir það.
Við ætlum, að einungis hér í
Bórana séu um 50 þúsund
manns, sem þarfnist hjálpar nú
þegar. Þetta er ábyrgðin, sem á
okkur hvílir. Þetta er kallið,
sem hljómar til okkar frá
bróður og systur, sem þjást.
(Benedikt Arnkelsson
þýddi.)
A KA ATV
Tæknifræðingar
Hafnamálastofnun ríkisins óskar að ráða
tæknifræðing til starfa í mælingadeild.
Kona óskast
í sumarvinnu að barnaheimili Reykja-
víkurdeildar Rauða kross íslands. Upplýs-
inqar hiá forstöðukonu í síma 84143 eða
27596.
Aðstoðarmaður
Aðstoðarmaður óskast sem fyrst.
Þarf að hafa bílpróf.
Uppl. í bakaríinu Álfheimim 6, sími
36280.
Stúlka
Dugleg og reglusöm óskast til afgreiðslu-
starfa í snyrtivöruverzlun í Miðbænum.
Tilboð, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir
6. júní merkt: „Stundvís — 3408".
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Skúla-
túni 1
óskar eftir
bifvélavirkjum
Uppl.hjá yfirverkstjóra, sími 1 8000.
Vana
skrifstofustúlku
vantar við Heildverslun. Vélritun, enskar
bréfaskriftir og almenn skrifstofustörf.
Framtíðarvinna fyrir samviskusama
stúlku.
Tilboð merkt: 1 47 1, sendist Morgunblað-
inu fyrir 8. júní 1974.
Sölumaður óskast
Stórt fyrirtæki óskar að ráða sem fyrst
sölumann til sölu á snyrti- og hjúkrunar-
vörum. Reynsla í sölustörfum og ensku-
kunnátta nauðsynleg. Gott og lifandi starf
fyrir áhugasaman mann.
Umsóknir sem greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist í pósthólf 555 Reykja-
vík merkt: „sölumaður".
Múrarar
óskast strax til að múrhúða að innan
tveggja hæða einbýlishús í Reykjavík.
Uppl. í síma 8221 1.
Egilsstaðir
Atvinna
Starfsfólk 1 6 ára og eldri óskast í létta vinnu í stuttan tíma í
júli n.k.
Vinnutími eftir samkomulagi, Upplýsingar í síma 1 208 síð-
degis miðvikudaginn 5. júní.
Auglýsingastofan Form
óskar að ráða
stúlku til aðstoðar á teiknistofu.
AUGLÝSINGASTOFAN FORM,
LAUGAVEGI 28, SfMI 12577.
Karl eða kona
með Samvinnuskóla, Verzlunarskóla
eða hliðstæða menntun óskast til starfa á
Skagaströnd.
Uppl. í síma 4620 eða 4690 Skaga-
strönd.
Matvælatæknifræðingur
óskar eftir starfi innan
fiskiðnaðarins
Lýkur 4 ára námi í matvælatækni í Noregi
í n.k. júlímánuði. Hefur auk þess lokið
nárrii við norskan fiskiðnskóla, starfaði
áður 2—3 ár í hraðfrystihúsi á íslandi.
Þeir, sem óska nánari upplýsinga, sendi
nöfn sín í pósthólf 1052 í Reykjavík, fyrir
10. júní Merkt: „Pósthólf 1052. Mat-
vælatæknifræðingur".
Skrifstofustarf
Traust fyrirtæki óskar að ráða karlmann
eða kvenmann til starfa á skrifstofu.
Starfið er aðallega við verðreíkninga og
tollskýrslugerð.
Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja
þjálfun í skrifstofustörfum.
Umsókn með upplýsingum um aldur,
menntun og starfsreynslu sendist afgr.
Mbl. fyrir 5. júní n.k. merkt: „Framtíð —
3409".
Skrifstofustúlka
vön vélritun og með skíra rithönd óskast.
Umsóknir merktar: „Skrifstofustarf —
1 065" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 5. júní.
Iðnskólinn í
Reykjavík
Staða bókavarðar
við bókasafn skólans er laus til umsóknar.
Upplýsingar í skólanum.
Skó/astjóri
Málarameistarar
Tilboð óskast í að mála að utan fiskiðjuver
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, við Granda-
garð. Nánari upplýsingar um verkið gefur
verkstjóri.
Bjarútgerð Reykjavíkur.
Stýrmann
háseta og matsvein
vantar á Árna Kristjánsson B.A. 100.
Siglt verður með aflann.
Upplýsingar í L.Í.Ú. og 94-21 64.
Meinatæknir
óskast að Reykjalundi í tvo mánuði frá 1.
júní. Upplýsingar gefur meinatæknir
staðarins, Steinunn Theódórsdóttir, sími
66200, heimssími 661 53.
Vinnuheimi/ið að Reykjaiundi.
Sveitarstjóri
óskast
Stykkishólmshreppur óskar að ráða
sveitarstjóra, helst tæknifræðing eða
verkfræðing.
Umsóknir ásamt uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu
Stykkishólmshrepps fyrir 10. júní n.k.
Allar nánari uppl. um starfið eru veittar í
síma 93-8136.
Hreppsnefnd.