Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 1. JUNÍ 1974
LISTAHATIÐ
1974
Dönsku leikkonuna Lone Hertz þekkja menn úr kvikmyndum. Hún
er ein þriggja listamanna, sem flytja texta og tóna í Norræna
húsinu á listahátfð.
túlkandi nútimatónlistar i Dan-
mörku og mjög vinsæll.
F.vrir alla fjölsk.vlduna
Frá Danmörku hefur bætzt
inn á dagskrána danski leik-
flokkurinn Banden, sem er
nokkurs konar farandflokkur
og sýnir í Norræna húsinu tvo
leikþætti Sök og Sláðu mig
ekki. Þessi hópur setur upp
leikþætti, sem hægt er að fara
með í skóla og víðar. Hann sýn-
ir jafnt fyrir börn sem full-
orðna og eru sýningar ókeypis.
Er þarna atriði. sem gaman er
að skreppa á með fjölskylduna,
en sýningar eru laugardaginn
15. og sunnudaginn 16. júní.
Þjóðleg tónlist frá Noregi
Astæða þótti til að hafa með á
listahátíð þjóðlega tónlist og
hana fengum við frá Noregi,
sagði ' Maj Britt Menander.
Ríkisútvarpið norska gaf okkur
þá hugmynd að fá hjónin Knut
og Hanne Kjersti frá Tuddal í
Þelamörk, en þar stendur þjóð-
leg tónlist föstum rótum. A dag-
skránni, sem þau hjónin flytja í
Norræna húsinu 18. júní, er
bæði ljóðræn músik og dansa-
tónlist. Hann leikur á
harðangursfiðlu og hún kveður.
Hún kveður m.a. Draumkvæðiö
og þjóðkvæðið um Margit
Hjuska, sem varð bergnumin og
fer með barnavisur og kall-
kvæði og í dagskránni eru bæði
Hallingjadans o.fl.
Knut Buen hefur unnið sam-
keppnír þar sem beztu harð-
angursfiðluleikarar Noregs
áttust við. Ættmenni
hans hafa lengi verið fremstu
menn á þessu sviði, og hann er
sem þeir einnig kunnur rósa-
málari og hefur ræktað þann
arf. Hanne Kjersti Buen
stundaði nám í tónlist og
málaralist áður en hún fluttist
með manni sínum til Þelamerk-
ur og lærði að kveða. Hún hefur
unnið þar að söfnun þjóðlaga
og þjóðhátta og haldið ásamt
manni sínum tónleika 1 Noregi
og Svíþjóð og komið fram í út-
varpi og sjónvarpi. Hún vann
titilinn Noregsmeistari í lands-
keppni kvæðamanna 1972.
Bassasöngvari og
jazzhljómsveit
Erá Finnlandi kemur Martti
Talvela, bassasöngvarinn
frægi, sem hér mun syngja i
Háskólabíói við undirleik
Vladimirs Ashkenazy lög eftir
Schubert, lagaflokk eftir
Brahms við texta úr bibiiunni,
5 lög eftir Finnann Yrjö Kilpin-
in og lög eftir Rachmaninoff,
en með þá dagskrá hefur hann
farið í vetur um Evrópu og
fengið stórkostlega dóma. Verð-
ur hann kvnntur annars staðar
nánar.
Á siðustu stundu var ákveðið
að finnski söngvarinn Lasse
Martenson tæki þátt í Lista-
hátíð í Reykjavík, en hann er
kunnur hér frá þvi hann söng
og lék með Lilla Teatern i Iðnó.
Með honum verður kvartett
Esko Linnavallis, sem er talin
ein bezta og þekktasta jass-
hljómsveit Finnlands og hefur
m.a. oft komið fram í sjónvarpi.
Esko Linnavllis leikur á pianó,
saxófónleikarinn er einn
þekktasti jasshljómsveitarmað-
ur Finna, Eero Koivisoinin og
semur tónlist við leikrit og
kvikmyndir, og bassaleikari er
Pekka Sarmanto, trumbu-
leikari Esko Rosnell.
Koivistoinen hefur hlotið verð-
laun viða um heim og verið
krýndur maður ársins tvisvar í
Finnlandi.
Lasse Martinson er fjölhæfur
listamaður, söngvari, leikari,
hljómsveitarstjóri, dægurlaga-
söngvari og leikari góður. Hann
kemur fram ásamt kvartett
Esko Linnavallis í Hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíð
sunnudaginn 16. júni
Úr sýningu á Vanja frænda, sem Dramaten flytur í Þjóðleikhúsinu.
Þarna eru ýau Georg Arlin, sem leikur Serehrjakov og Margaretha
Byström sem Sonja.
Norrænt listafólk með
Iétt og alvarlegt efni
„húmóristisk'' Ekki leikið á
grátmildan hátt, eins og venjan
hefur verid um Tchekov. Enda
hélt hann því fram sjálfur að
þetta væri komedia. Eg sá þessa
sýningu og hreifst verulega af
henni.
Um þetta ber öll gagnrýni í
sænskum blöðum merki. Þar
segir í fyrirsögnum Nýr
Tchekov, Nýþveginn Techekov,
Sprunginn grátklökkvi. Og leik-
stjórinn Gunnel Lindblom og
flokkurinn allur fær mikið lof.
Upphaflega var ætlunin að fá
Strlndbergsýningu i uppsetn-
ingu Ingmars Bergmans, en
hún var ekki tiltæk og mátti i
staðinn velja um tvær klassisk-
ar sýningar. En Vanja frændi
þótti meira spennandi. ný túlk-
un og meira í samhengi við það
sem við þekkjum. Dramaten er
eitt af leiðandi leikhúsum í ver-
öldinni ídag og hefur umfangs-
mikla starfsemi. bæði innan
leikhúss og utan, hefur m.a.
verið boðið í gestaleiki til Paris-
ar, London og stokkhólms. Það
er eitt af rótgrónustu leikhús-
um í heimi, stofnað 1908. Lengi
hefur veriö ætlunin að fá leik-
flokk þaðan, en Sveinn vakti
athygli okkar á þvi að 22 ár eru
siðan við höfum fengið leik-
flokka með sýningu frá öðru
leikhúsi á Norðurlöndum.
— Það er mikill ávinningur
fyrir okkur að fá þessa sýningu
nú, sagði hann. Við fáum of
sjaldan tækifæri til að sjá það
bézta sem gert er í veröldinni.
Frægir leikarar leika í Vanja
frænda. Erland Josepson, leik-
hússtjórinn, sem við þekkjum
af Bergmansýningum, verður
fararstjóri og Margareta
Byström, sem kom hér vegna
Vestmannaeyjasöfnunarinnar,
leikur Sonju, auk annarra
kunnra leikara.
Þrjár sýningar verða hér á
Vanja frænda i Þjóðleikhúsinu
og hefjast laugardaginn 8. júni.
Norsku hjónin Knut og Hanne Kjersti Buen, sem flytja okkur
norska þjóðlega list á þjóðhátíð.
Létt dagskrá í texta og tónum
Að vera til, heitir dagskráin,
sem dönsku listamennirnir þrir
fiytja í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 12. júní. Er það
dagskrá í texta og tónum, og
þar sem listamennirnir þrir
vínna mikið saman er hún að
nokkru blönduð á staðnum, en
sum lögin eru samin fyrir lista-
hátíð.
Ein vinsælasta leikkona
Dana, Bonna Söndberg, er ein
þremenninganna. Hana þekkja
menn m.a. af kvikmyndatjald-
inu, en hún hefur lika starfað
við Konunglega leikhúsið i
Kaupmannahöfn. Hún les Ijóð
og texta allt frá Oehlenslager
og H.C. Andersen til Piet Hein
og Stein Kalö. Bonna Söndberg
er óperusöngkona, sem hefur
hlotið mörg verðlaun og viður-
kenningu og syngur í dag-
skránni dönsk lög. En múskin
er samantengd með tónlíst, sem
tónskáldið og píanóleikarinn
Torben Petersen hefur samið.
Dagskráin verður létt og leik-
andi og má nefna af frum-
sömdu efni blues, sem jazz-
hljómsveitarmaður ársíns í
Danmörku Ole Kock Hansen
samdi við texta Bodi Bechs og
Bonna Söndberg ílytur. En
Torben Petersen, sem lék undir
með dönsku óperusöngkonun-
um á norræria Vestmannaeyja-
kvöldinu í apríl, er einn fremsti
Norrænt listafólk kemur á
listahátíð og flvtur okkur Iist
sína. Eru þar margir góðir og
sumir heimsfrægir listamenn
frá hinum Norðurlöndunum
fjórum með hæði aivarlegt og
létt efni. Frá Svíþjóð kemur
leikhúsið Dramaten og flvtur
Vanja frænda í Þjóðleikhúsinu,
frá Danmörku verður dagskrá
Kjersti Buen frá Noregi með
þjóðlega tónlist og flytja í Norr-
æna húsinu. En þar verður eins
og áður er getið vefjarsýning,
þar sem sýnd verða teppi eftir
listamenn frá ölium Norður-
löndunum, þ.á m. Islandi. Norr-
æna húsið hefur haft milli-
göngu, enda sumt af þessu
styrkt með norrænu fé eins og
með texta og tónum í Norræna
húsinu með þremur frægum
leikurum Lonu Hertz, Bonna
Söndberg og Torben Petersen,
auk þess sem farandleikflokk-
urinn Banden flvtur leikþætti.
Frá Ftnnlandi kemur bassa-
söngvarinn frægi Martti Tal-
vela og efnir til tónleika í Há-
skólabíói og finnsk jazzhijöm-
sveit, kvartett Esko Linnavallis
hefur nú óvænt bætzt í höp
litahátíðargesta ásamt söngvar-
anum Lasse Martensson. Loks
koma hjónin Knut og Hanne
heimsókn Dramaten. Maj Britt
Menander skýrði frá hinum
norrænu listaheimsóknum á
blaðamannafundi.
Nýþvegin Tchekov-sýning
Sýning Dramaten á Vanja
frænda eftir Anton Tchekov er
einhver albezta Tchekov sýn-
tng, sem ég hefi séð, sagði
Sveinn Einarsson, þjóðleikhús-
stjóri. Þetta er ákaflega fín sýn-
ing, sem hreif mig. Þetta er
alveg ný þýðíng og ný túlkun á
leikritinu. iéttari og meira
ÍJr leikþættinum Sök, sem finnskur leikflokkur flytur.