Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1974 Hafnarfjörður:; Sjálfstæðismenn og óháðir í meirihluta FYRSTI fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Hafnarf jaröar var haldinn á þriðjudaginn. Stefán Jónsson (Sjálfstfl.), aldursforseti bæjarstjórnarinn- ar, stjórnaði fundinum þar til kjör forseta hafði farið fram. Við atkvæðagreiðslu var Stefán Jónsson kjörinn forseti bæjar- stjórnar, 1. varaforseti var kjör- inn Vilhjálmur Skúlason (Fél. óháðra borgara) og 2. varafor- seti Haukur Helgason (Alþfl.) Þvf næst tók Árni Grétar Finns- son (Sjálfstfl.) til máls, og gerði hann grein fyrir því, að Sjálfstæðisfiokkur (5 fulltrú- ar) og Félag óháðra borgara (2 fulltrúar), hefðu gert með sér samkomulag um m.vndun meirihluta á þessu kjörtfmabili og kynnti málefnasamning, sem þessir aðiiar höfðu gert. I ræðu Árna Grétars Finns- sonar kom fram, að fyrsta verk hins nýja meirihiuta verður að taka til endurskoðunar fjár- hagsáætlun bæjarins, þar sem tekjur og lánsfé til fram- kvæmda hafa reynzt allt að 50 milljón krónum lægri en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar f janúar s.l. Á síðasta kjörtínlabili mynduðu Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Félag óháðra borgara meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Að lokinni ræðu Árna Grét- ars Finnssonar var kjörinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára, og var Kristinn 0. Guð- mundsson endurkjörinn í það starf með 8 atkvæðum af 11. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Félags óháðra borg- ara og Framsóknarflokksins greiddu honum atkvæði, en fulltrúar Álþýðufiokksins og Alþbl. skiluðu auðu. Þvf næst var kjörið í bæjarráð og fasta- nefndir. Hlutu þeir Arni Grét- ar Finnsson, (Sjálfstfl.), Arni Gunnlaugsson (Fél. óháðra borgara) og Kjartan Jóhanns- son (Alþfl.) kosningu f bæjar- ráð. Á fundinum kom fram, að Framsóknarflokkur hafði ritað bæjarfulltrúum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins bréf, og óskað eftir samvinnu um mynd- un meirihluta. Þá kom það einnig fram hjá Kjartani Jó- hannssyni fulltrúa Alþfl., að Alþfl. vildi áframhaldandi samstarf þeirra flokka sem áður mynduðu meirihluta, að viðbættum liðsstyrk kommún- ista, sem nú eiga einn mann, en áttu engan áður. f ræðu Árna Grétars Finns- sonar kom fram, að sá meiri- hluti sem nú væri myndaður í Hafnarfirði. hefði að baki sér um 60% kjósenda. Lýsti hann yfir ánægju sinni með myndun þessa meirihluta, og kvaðst vona að samstarfið yrði gott og árangursríkt. Þessi mynd var tekin á bæjar- st jórnarf undinum f Hafnar- firði á þriðjudaginn. Lengst til vinstri situr Einar Þ. Mathie- sen, Guðmundur Guðmunds- son, Árni Grétar Finnsson, þá bæjarritarinn og Stefán Jóns- son, forseti bæjarstjórn- arinnar. Stofnlánadeild landbúnaðarins: Stöðvar lán til dráttarvélakaupa STOFNLÁNADEILD landbúnað- arins hefur stöðvað lán til dráttarvélakaupa. Fram til þessa hefur stofnlánadeildin lánað 40% af söluverði dráttarvéla. Innflytj- endum var á sl. vetri tilkynnt, að tændur myndu áfram njóta sömu íyrirgreiðslu, en af þvf hefur ekki orðið, enda hefur ríkisstjórninni ekki tekizt að afla fjár til Stofn- lánadeildar landbúnaðarins fremur en til annarra stofnlána- sjóða. Rætt hefur verið um að hækka verulega vexti af stofnlán- um landbúnaðarins og binda þau með gengis- eða vfsitölutrygg- ingu. Miðað við venjulegan innflutn- ing landbúnaðartækja þyrftu inn- flytjendur að greiða 110 til 120 milljónir króna í innlánsbindingu í bönkunum. Þessi ráðstöfun veld- ur því bændum miklum erfiðieik- um nú, enda er meginþorri allra landbúnaðartækja fluttur inn á þessum árstíma. Landbúnaðartækin eru fyrst og fremst notuð til fóðuröflunar. Samt sem áður njóta þau ekki undanþágu frá reglum um inn- lánsbindingu eins og t.a.m. sam- bærilegar útgerðarvörur. Iðnað- I urinn hefur einnig fengið nokkr- ar undanþágur frá innlánsbind- ingunni. Landbúnaðurinn fær á hinn bóginn engar undanþágur, nema að þvi er varðar fóðurbæti. En notkun fóðurbætis er sáralitil á gildistíma efnahagsráóstafan- anna. Sú undanþága kemur bændum því ekki að notum. Áætlað er, að binda þurfi um. það bii 70 þúsund kr. fyrir hverja innflutta dráttarvél. Eðlilegur innflutningur er u.þ.b. 600 dráttarvélar. Hér er því um að ræða 42 milljónir króna. Þar sem álagning á landbúnaðartæki er f algjöru lágmarki er útséð um, að innflytjendur geti staðið undir þessum kostnaði. Þessar ráð- stafanir koma einmitt á þeim tíma, er mest er flutt inn áf land- búnaðartækjum. Torfæru- keppni á Hellu Hellu 12. júní. NÆSTKOMANDI laugardag fer fram torfærukeppni á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, en þessi keppni er liður i fjáröflun sveitarinnar. Keppnin verður háð ofan Suðurlandsvegar við Varmadals- læk og hefst kl. 14.00. Ftugbjörg- unarsveitin gekkst fyrir slíkri keppni á síðasta ári og þótti hún takast vel. Horfói fjöldi fólks þá á keppnina. Má því búast við góðri þátttöku á laugardaginn, en einn- ig verður dansleikur á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Hellubíói um kvöldið. Jón. Þrettán þús. miðar seldir á Listahátíð MJÖG góð aðsókn hefur verið að fiestum atriðum Listahátfðarinn- ar, og skömmu eftir hádegi í gær höfðu selzt samtals yfir 13 þús. miðar. Mest virðist aðsóknin hafa verið á tónleika, en fram að þessu hefur verið uppselt á alla tón- leikana. Jón Steinar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Listahátíðar- innar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að uppselt hefði ver- „Byggt á veikum grunni” MBL. snéri sér í gær til Jóns G. Sólnes, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Akure.vrar, og innti eftir áliti hans á mvndun vinstri meirihluta í bæjarstjórn- inni. Eins og kom fram í Mbl. í gær, hafa Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Samtök vinstri manna myndað meirihluta, en á síðasta kjörtfma- bili voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í meirihluta. Jón G. Sólnes sagði: „Þetta kemur okkur Sjálf- stæðismönnum dálítið á óvart, því að við töldum mjög góðan grund- völl fyrir áframhaidandi meiri- hlutasamstarfi. Við gáfum Fram- sókn og J-listasamsteypunni kost á viðræðum strax eftir kosningar, en fengum þau svör, að það væru byrjaðar viðræður milli hinna svokölluðu vinstri flokka um samstarf, og ekki yrði rætt við okkur nema þær viðræður færa út um þúfur. Það skaut upp þeirri hugmynd eftir kosningar, þegar ljóst var að viðreisnarflokkarnir voru í meiri- hluta, að ganga til samstarfs við Alþýðuflokksmanninn á J-listan- um, en þótt samstarf J-listamanna hafi brostið í landsmálum, átti að reyna að halda því í bæjarstjórn, svo ekkí gat að því orðið. En þaó er líka merkilegt við þennan meirihluta, að Alþýðubandalagið fær mikil völd miðað við lítið fylgi. Hér nyrðra er almennt megn ótrú á þessu samstarfi, og menn telja það byggt á veikum grunni." Óvenjuleg sigling Á ELLEFTA tímanum á þriðjudagskvöldið fór bifreið út af veginum við brúna á Kópavogslæk, lenti í læknum fyrir ofan brúna, sigldi síðan undir hana og kom upp fyrir ncðan hana. Að sögn sjónar- votta mun ökumaður, sem var stúlka, hafa misst stjórn á bílnum rétt við brúna, þannig að hann snerist við á veginum og rann svo stjórnlaust aftur- ábak í lækinn. Stúlkunni og farþega sem í bilnum var, tökst að komast út áður en hann fór á kaf. Þau voru flutt á slysadeild Borgarspítalans, en meiðsli þeirra eru óveruleg. ið á einleikstónleika Barenboim í Háskólabíói og á mánudagskvöld- ið var uppselt á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands undir stjórn Allaim Lombard, en þá lék ein- leik Jean Bernard Pomier. I fyrrakvöld lék svo Sinföníuhljóm- sveit Lundúna í Laugardalshöll undir stjórn André Previn og var fullt hús áheyrenda. Hljómsveitin átti svo að leika aftur í höllinni i gærkvöld og um hádegisbilið í gær höfðu selzt 1500 miðar, en fullsetin tekur Laugardalshöllin 2500 manns. Jón sagði, að aðsókn að leikhús- unum hefði verið nokkru minni en að tónlistarsölum. Sænski leikflokkurinn Dramaten sýndi þrisvar sinnum i Þjóðleikhúsinu, og skorti ávallt nokkuð á að upp- selt væri á sýningarnar. Sömu sögu er að segja af sýningum þeim, sem verið hafa hjá Leik- félagi Reykjavíkur. En uppselt er á skemmtun Lona Herzt í Norræna húsinu og á kvöldstund- ina i Háskólabíói í kvöld er einnig uppselt. Þá er uppselt á allar þrjár sýningar Litlu flugunnar eftir Sigfús Halldórsson, en þær sýningar fara fram í kaparett- formi í Þjóðleikhúskjallaranum. 1 kvöld er svo frumsýning i Iðnó á Sæmund fróða. Er það forvitni- legt og skemmtilegt verk, en ekki er þó uppselt á þá sýningu. Á föstudagskvöld verður óperan „Þrymskviða" frumsýnd i Þjóð- leikhúsinu og hefur forsala að- göngumiða gengið mjög vel. Á laugardagskvöldið verður konsert Matti Talvela, bassa- sönvara, og er því sem næst upp- selt. Frumsýning á nýju ballet- verki verður í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið og er það ís- lenzki ballettfiokkurinn, sem sýn- ir, með þátttöku Sveinbjargar Alexanders. Lokatónleikar Lista- hátiðarinnar fara fram í Laugar- dalshöliinni og er uppselt á þá! Vladimír Ashkenazy stjórnar þá Sínfóníuhljómsveit íslands, en einleikari verður Renate Tebaldi. Auk þessara nýju bindingar- reglna þurfa innflytjendur að greiða 10% af fob .verði i geymslufé af öllum vörum, sem keyptar eru með gjaldfresti. Uti- lokað er að fjármagna þennan innflutning án þess að nota þann Framhald á bls. 18 Fyrsti fundur á Reykjanesi FYRSTI sameiginlegi framboðs- fundurinn á Reykjanesi verður í kvöid í Hlégarði Mosfellssveit og hefst hann klukkan 20.30. Þar tala fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Jónas Halldórs- son sextíu ára Sextugur er í dag Jónas Hall- dórsson, hinn iandsfrægi sund- kappi og landsliðsþjálfari i sundi. Jónas setti á sinum tíma 57 Is- iandsmet i sundi og var það afrek sem ekki átti sér hliðstæðu i ísl. íþróttum Iengi vel, eða þar til einn nemenda hans bætti um bet- ur. Jónas þjálfaði sundmenn ÍR um aldarfjórðungsskeið og var jafnframt iengi landsliðsþjálfari með góðum árangri. Hin síðari ár hefur Jónas rekið Gufubaðstofuna að Kvisthaga 29, og nýtur i þvi starfi, sem hin- um fyrri störfum sínum, al- mennra vinsælda. Vinir Jónasar telja að í dag sé hann yngstur í anda þeirra íslendinga, sem náð hafa sextugsaldri. Kona Jónasar er Rósa Gestsdóttir og búa þau að Kvisthaga 29. Leiðrétting VEGNA fréttar í blaðinu í g um beitingu nálarstunguaðferi við lækningu augnsjúkdóms sl það leiðrétt, að Guðmund Björnsson augnlæknir og dóse við H.í. hefur ekki haft viðko andi sjúkling til meðferðar eru ummæli höfð eftir honi byggð á misgripum. Er be( mikillega velvirðingar á þessi mistökum. Aðeins tveir tóku hæfnispróf VEGNA fréttar í Mbl. í gær um skipun konsertmeistara við Sin- fóníuhljómsveit islands er rétt að taka fram, að aðeins tveir um- sækjenda, þau Guðný Guðmunds- dóttir og Þorvaldur Steingrims- son gengust undir hæfnispróf, að því er Gunnar Guðmundsson framkvæmdastj óri hljómsveit- arinnar upplýsti i samtali við Mbl i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.