Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 29
MOHGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR LLJUNÍ 1974 29 Sl <uggamync if ÍM f ^kPI FRAMHALDSSAGA EFTIR |LJI OTWJ MARIULANG, ÞÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÖTTIR. 30 Hún greip andann á lofti óg þagnaði og ekki vissi ég hvort hún hafði ætlað að nefna nafn Pelle eða Einars, en alténd þá var hún fljót að átta sig og hélt ótrauð áfram: — En það var auðvitað ekki Christer Wiijk, sem yfirheyrði mig, heldur einhver eldsúr karl og enda þótt ég bæði um að Wiijk talaði við mig, þá hlustaði kallinn ekki einu sinni á mig. Ég spurði líka, hvar Wiijk væri með skrif- stofu og hann fékkst ekki einu sinni til að segja mér það. Finnst þér það ekki kvikindislegt af hon- um? Pelle, sem hafði greinilega heyrt þetta áður sagði þurrlega: — Kannski gefast þér fleiri tækifæri. Því næst sneri hann sér að mér og spurði: — Segðu mér, Puck, ertu alveg handviss um að þið hafið leitað almennilega? Að skjölunum mín- um, meina ég. Þá gæti víst ekki hafa viljaó svo til, að þeim hefði verið stungið til hliðar og ykkur hefði yfirsézt...? — Við snerum allri íbúðinni við, þegar við leituðum, sagði ég hægt. — Og hvers vegna I ósköpunum hefði átt að stinga þeim eitthvað til hliðar.? Nú voru dyrnar opnaðar og Görel Fahlgren kom inn. Hún var klædd hvítri silkikápu og beltið reyrt svo fast að það skarst inn i mjaðmirnar. Hárið hafði ýfst í golunni og hún var reiðileg í framan. — Þessir bölvuóu snuðraðar, sagði hún illskulega og orð hennar stungu mjög í stúf við fas hennar. — Vitið þið, hvað þeir gerðu. Vitið þið, hvað þeir leyfðu sér að gera? Pelle bauð henni þegjandi sígarettu og hún skalf þegar hún sogaði að sér reykinn. Hún glennti upp augun þegar hún sagði: — Eg talaði við vinnukonuna og hún hafði LOFAÐ að segja að ég hefði verið heima á sunnudaginm .. allt kvöldió og ég hafði meira að segja gefið manneskjunni þrjú pör af nælonsokkum fyrir vikið. Og svo senda þeir einhvern_ Já, nú átta ég mig, eruð þér móðir eins drengjanna hér í bekknum? háfættan löggudela og hann spyr hana i þaula og ruglar hana svo I riminu að hún verður alveg ringl- uð og viðurkennir undir lokin, að hún hafi ekki séð mér svo mikið sem bregða fyrir eftir klukkan sjö. En ég. . . Eg sit þar alveg úti að aka og veit ekki neitt, á lög- reglustöðinni meina ég og röfla um hvað ég hafi átt notalegt kvöld heima. . . OG SVO VEIT HANN FULLVEL ALLAN TÍMANN AÐ ÉG SEGI ÖSATT. Ö! Þið getið ekki trúað því hvað hann var iil- yrmislegur! Kaldhæðinn og merkilegur með sig eins og hann væri að tala við vandræðagemsa. — Eg held ekki að sú lýsing sé fjarri lagi, sagði Pelle og rödd hans var svo beizk og reiðileg að mig rak i rogastans. — Ég held þó að ég geti fundið betri lýsingu — lýsingu sem kemur enn betur heim og saman. Spillt eftirlætis- barroyfirstéttartuðra. . . það ertu og ekkert annað! Hamingjan má vita, hvort þú hefur nokkurn tíma gert þér ljóst að það geta komið fyrir þau atvik i lífinu, sem eru þess eðlis að ekki einu sinni allir peningarnir hans Hermanns Fahlgrens fá þar neinu breytt. Atvik sem valda því, að maður verður að taka afleiðingum gerða sinna. . . . En kannski lærist þér einhvern tima eitthvað. Eg vildi óska. . . það veit guð, ég vildi óska, að þér lærðist það einhvern tíma. Hann hafði æst sig upp í hams- lausa reiði og enda þótt ég væri honum innst inni hjartanlega sammála — að tilraun hennar til að útvega sér falska fjarvista- sönnun morðkvöldið var i senn aumkunarverð og ógeðfelld — var mér engu að síður hverft við, þegar ég sá, hvað viðbrögð Pelle höfðu djúp áhrif á hana. Hún rétti fram báðar hendurnar, eins og hún vildi þannig verjast ein- hvers konar árás og hún varð ná- bleik í framan. Augnaráð hennar grátbað um miskunn og ég skynjaði ósjálfrátt, að hún hafði ekki reiðzt orðum hans, heldur höfðu þau sært hana ólýsanlega mikið. ög þegar Pelle sýndi nú engan lit til að biðja afsökunar eða reyna að gera gott úr þessu, þá fór hún að gráta, hljóðum en ofsafullum gráti. Tárin runnu í stríðum straumum niður vangana og hún reikaði eins og í blindni út úr herberginu. Hún hafði grátið á þennan hátt kvöldið áður. Og þá var það líka karlmaður, sem hafði grætt hana. . . Eg lejt hugsi' á saman- bitnar varirnar á unga dökk- hærða manninum. Hvernig stóð á þvi, að hann gat leyft sér að segja slíkt og þvilikt við Görel Fahlgren? Hvaða samband var eiginlega á milli þeirra? Ég vissi, að ekkert mundi þýða að bera fram spurningar. Þess i stað ákvað ég að hringja til Christers. En mig vantaði mynt til að setja i simann og fór að róta i veskinu minu. Lillemor sat enn í sömu stell- ingum og hún hafði fylgzt með hinu vandræðalega atviki með galopinn munn. Hún bauðst nú samstundis til að hjálpa mér og ráðleggja mér. — Ösköp hefurðu mikið dót i veskinu. Taktu eitthvað af þvi upp úr, þá gengur þetta betur. . . Lifandi býsn ertu með af lyklum. Hvaða lyklar eru þetta eiginlega? — Tveir þeirra eru að bóka- safninu, muldraði ég annars hug- ar. — Og einn er af ibúð Christers. Svo er einn, sem ég nota að íbúðinni. Og svo eru lykl- arnir, sem Einar lánaói Evu, ég fekk þá aftur í gær. Það var augljóst, hvað vakti mestan áhuga Lillemors. — Sagðistu hafa lykla aó ibúð Christers Wiijh ? Hvernig stend- ur nú á þvi? — Ég bý þar, sagði ég alúðlega. — Þér dettur þó ekki i hug, að ég gæti hugsað mér að vera ein í íbúð, þar sem nýlega hefur fund- izt myrt stúlka i baðkarinu? — En. . . en. . . Lillemor stamaði af ófullnægðri forvitni. Er hann ekki ógiftur? Það hélt ég. — Jú, svaraði ég stutt i spuna og gekk að simanum. — Hann er ógiftur. Rödd Christers var hin glað- legasta. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Vanja frændi Nú eru dýrðardagar fyrir þá, sem unna fögrum listum. Hver stórviðburðurinn rekur annan, og vandi er að velja sér af þvi gnótta- borði, sem dúkað er. Sýningargestir í Þjóðleikhús- inu sl. sunnudagskvöld kunnu vel að meta það, sem þar var á boð- stólum, leikrit Tsjekovs, Vanja frændi. Sýningin var stórkostleg, og þeir, sem hafa séð verkið marg- sinnis, munu vera á einu máli um það, að sú uppfærsla sem hér um ræðir, sé einstök og að verulegu leyti frábrugðin öðrum. En hvernig sem á því stendur, voru leikhúsgestir miklu færri en búast mátti við fyrirfram. Húsið var rétt hálffullt, og á frumsýn- ingu hafði ekki verið nærri fullt hús. Nú hefði mátt ætla, að þessi leikhúselskandi þjóð, sem við teljum okkur vera, hefði hlaupið upp til handa og fóta til að grípa þetta einstæða tækifæri. En hvað er það þá, sem veldur? Eru menn ragir við að reyna að fylgjast með flutningi á sænsku. Eða getur ver- ið, að Tsjekov þyki þunglamaleg- ur? En hvaða ástæóa sem er fyrir þessum dræmu undirtektum is- lenzkra leikhúsgesta, þá geta þeir bara sjálfum sér um kennt, þvf að þeir, sem sáu sýningu þessa voru svo sannarlega ekki sviknir. 0 Lýsingin á Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum er sýningin Islenzk myndlist i 1100 ár. Þetta er hvorki meira né minna en yfir- litssýning yfir þróun islenzkrar myndlistar frá upphafi, og ein- stakur viðburður, enda er margt verkanna fengið að láni erlendis frá og ekki að vita, hvort við fáum að sjá slika sýningu næstu 1100 ár. Við fréttum af fólki, sem hafði farið til að skoða sýninguna um helgina, en vonbrigði þess urðu mikil, þegar í ljós kom, að lýsing- in var i ólagi. Hér í þessum dálkum hefur lýs- ingin á Kjarvalsstöðum oft verið til umræðu áður. Þetta virðist vera orðið eitthvert vandræða- barn, sem ómögulegt er að koma til sæmilegs þroska. Það væri forráðamönnum húss- ins og öllum, sem hlut eiga að máli, til sóma og ánægju ef hægt væri að kippa þessu máli í lag, en ein aðalforsenda þess, að mynd- Iistarsýningar nái tilgangi sinum hlýtur að vera, að njótendurnir sjá það, sem verið er að sýna. Sýningargestir þeir, sem höfðu samband við okkur vegna þessa máls, voru leiðir og vonsviknir, en vonandi stendur þetta til bóta. 0 Uppselt á jasstónleika Þá hringdi mikill jassáhuga- maður. Hann sagðist hafa verið svo ljónheppinn að komast yfir aðgöngumiða að tónleikum Cleo Laine og félaga hennar i Háskóla- bíói, en nú mun fyrir alllöngu vera uppselt á þá samkomu. Mað- urinn sagðist hins vegar vita um fjölmarga, sem ekki hefðu áttað sig í tæka tið og þvi orðið af miðunum, enda mun mikill fjöldi vera á biðlista. Hann vildi koma þeirri ábend- ingu til áhrifamanna, að tónleik- arnir yrðu endurteknir, og er það hér með gert. Hann sagðist ekki skilja hvers vegna þessir lang- þráðu tónleikar væru ekki hafðir i Laugardalshöllinni, þar sem rúm er fyrir miklu fleiri en i Háskólabíói. En svona er það því miður, — sveltur sitjandi kráka, en fljúg- andi fær. Við skulum bara vona, að jassunnendur fái meira við sitt hæfi í framtíðinni en verið hefur hingað til. 0 Pólitíkin í f jölmiðlunum „Öbreyttur kjósandi" skrifar: „Velvakandi góður. Það gengur mikið á i stjórn- málalifinu um þessar mundir, enda ekki von á öðru þegar kosið er mánaðarlega. Ég er ekkert að amast við pólitikinni, því að ég hef gaman af henni svona i aðra röndina. En það er eitt, sem mér finnst óskapiej;a leiðinlegt við þetta allt saman, og það er þáttur útvarps og sjónvarps I þessu. Fyrir kosningarnar um daginn var flokkunum fenginn afmarkaður timi, sem þeir gátu varið að vild sinni, og öllu leiðinlegra prógram hef ég sjaldan heyrt og séð. Lang- lokuþulur um ágæti viðkomandi flokka stanzlaust klukkustundum saman eru áreiðanlega ekki til þess fallnar að skerpa skilning kjósenda á því, sem hér um ræðir. Þess vegna langar mig til að mæl- ast til þess, að fyrir alþingiskosn- ingarnar verði reynt að hafa þetta dálítið skemmtilegra. Það er áreiðanlega hægt, en þá þýðir ekki að láta flokkana ráðskast með þetta sjálfa, heldur eiga starfsmenn sjónvarps og útvarps að sjá um þessa dagskrá að öllu leyti. Nú getur verið; að einhver hugsi, að þetta geti ekki verið öðruvísi en leiðinlegt, en það er misskilningur. Það skiptir bara miklu máli hvernig þetta efni er tilreitt, og áreiðanlega er hægt að gera það betur en gert var fyrir kosningarnar um daginn. „Óbreyttur kjósandi“.“ Velvakandi getur verið sam- mála bréfritara um nauðsyn þess að lifga upp á pólitískt efni í útvarpi og sjónvarpi fyrir kosn- ingar, en það kerfi, sem notað hefur verið, hefur þó enn ótví- ræðan kost. Allir fá hnifjafnan tima til ráðstöfunar og efnið, sem flutt er, er á ábyrgð viðkomandi stjórnmálaflokka, þannig að það þýðir ekkert að fara að rifast eftir á. Verk smiðju útsala Opin fimmtudaga frá kl.2-9 á útsölunni: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur ALAFOSS HF »MOSFELLSSVEIT MEÐ AVQLUM ÁVALUR "BANI" „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. SölustaSir: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Glslasonar, Laugavegi 171, Reykjavik. Gúmmlviðgerðin. Hafnargötu 89 Keflavik Bif reiðaþjónusta Hveragerðis v/ Þelmörk, Hveragerði P. Stefánsson h.f., Hverfisgötu 103, Reykjavik. I I I | HEKLA hf. i i i i i Laugavegi 170—172 Reiðhjól Ný og notuð reiðhjól til sölu og varahluta og viðgerðaþjónusta. Reiðhjólaverkstæði Norðurveri Há- túni 4 a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.