Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1974 7 £ískRækt og fekeLDí Allt morandi af laxi Glæsileg byrjun veiðitímans Arni Þorvaldsson vid veidar f Kvfslarfossi. ÞEIR voru hressir og kátir veidifélagarnir, sem við hittum uppi við Laxá f Kjós á mánu- dagsmorgunin, er veiðitímabil ið hófst þar. Það var ekki að undra þótt þeir væru glaðir, þvf að þeir höfðu varla getað komið færinu út frá því veiði hófst um sjöleytið, svo gráðugur var lax- inn. Alls fengu þeir 53 laxa á 8 stangir fyrir hádegi. Þegar okkur bar að garði voru þeir Höskuldur Ólafsson, Jón H. Jónsson, Hörður Helga- son og Jóhann Sigurðsson að tína saman milli 20—30 laxa til að setja í plastpoka og þegar maður sá alla þessa fallegu fiska 8—13 pund í einni kös, datt manni helzt í hug síldaræv- intýrið hér á árunúm, þegar nóg var af torfunum á Grims- eyjarsundi. Við veiðar úti í ánni voru þeir Haligrímur Dal- berg, Árni Þorvaldsson, Páll Jónsson, Ingi Örnólfsson og sonur Jóns H., Jón yngri. Þeir félagar sögðu okkur að krökkt væri af laxi í ánni og hann gengi upp um hana alla. Eins og aflamagnið segir til um var sá silfraði vel við og menn sögðu í grini, að þeir hefðu helzt þurft að fara bak við bíl til að fá frið fyrir laxinum að beita, og eng- inn þurfti að vera hræddur við að detta í ána, laxabökin hefðu haldið honum þurrum. En það er ekki aðeins í Laxá i Kjós, sem veiðist. Fregnir um allt land benda til að sumarið í sumar verði enn eitt metsumar- ið, en sl. 3 sumur hafa veiðst hérlendis um og yfir 60 þusund laxar. Þetta er ánægjuleg þró- un, þegar það er haft í huga að alls staðar annars staðar fer laxveiði minnkandi. Enginn vafi leikur á þvi að það er fisk- rækt og fiskeldi, sem er ástæð- an fyrir hinni miklu taxagengd í íslenzkum ám. Nýjar og af- kastamiklar eldisstöðvar hafa verið reistar á undanförnum árum og geta vart annað eftir- spurn eftir sleppiseiðum. Veiði- réttareigendur hafa einnig gert sér grein fyrir því að þeir verða að geta boðið upp á góða veiði eftir Ingva Hrafn Jónsson. fyrir hið háa verð veiðileyf- anna. Það var vissulega ástæða til bjartsýni fyrir áhugamenn um laxveiðar þennan sólskinsmorg- un við Laxá í Kjós. Við vonum öll, að framhald veiðanna i sumar verði í svipuðum dúr og að unnið verði að fiskeldis- og fiskræktarmálum af sama dugnaði og framsýni og hingað til, og þá þarf enginn að kviða framtiðinni. Við veiðimennina segjum við: „öngullinn í rass- inn á ykkur." Jóhann Sigurðsson með tvo væna. Jón H. Jónsson að fikra sig f land með einn vænan á. igtfel Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Upplýsingar! sima 401 99. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, sími 25891. Sveit Sveitapláss óskast fyrir 8 ára dreng í mánaðartíma. Góð greiðsla. Vinsamlegast hringið i sima 72487 eftirkl. 4.30. Diskaherfi óskast heppileg stærð 24 tit 36 diska. Uppl. i síma 5251 5 eftir kl. 7. Miðaldra maður nýkominn heim eftir nokkurra ára dvöl erlendis óskar eftir herbergi með sérsnyrtingu eða einst.íbúð. Tilb. merkt: Gjaldeyrir 88 — 1 107 sendist Mbl. fyrir 14.6. Hesthús 4 hosta vandað hesthús til sölu í Víðidal ef viðunandi tilboð fæst. Skipti á beitilandi kemur til greina. Tilboð sendist til afgr. Mbl. merkt: 1 1 00 fyrir 1 7. júní. Svartur köttur tapaðist. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 34486 eftir kl. 6. Fundarlaun. Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Uppl. í síma 51468 og 50973. Barngóð stúlka óskast til að gæta tveggja barna allan daginn 5 daga vikunar, helst í Vesturbæ. Uppl. í síma 1 8494 eftir kl. 5. Sumarblóm. Höfum ágætar sumarblómplöntur, hvitkáls- og rófuplöntur. Einnig úr- val af dahlium. Gróðrastöðin Grænahlíð við Bústaðaveg. Simi 34127. Örbylgjuofn. Viljum selja litið notaðan sænskan örbylgjuofn. HÓTELHOLT Simi 2101 1. 50 fm húsnæði til sölu eða leigu í verzlunarhúsinu Hólmgarði 34. Upplýsingar i síma 34129 eða 861 70. Fyrirtæki. Átt þú gott litið fyrirtæki, sem þú vilt selja? Láttu mig vita. Tilboð sendist Mbl. merkt „Gott — 1104". Til sölu J.C.B.3. traktorsgrafa árg. 1964. Bedfordvörubifreið árg. 1 962. Seljast saman ef óskað er. Símar 14245 — 41256. 8 og 11 bylgju tækin frá Koyo eru komin aftur. Ódýru Astrad tækin fyrirliggjandi. Sama lága verðið. Póstsendum. F. Björnsson, radióverzlun, Bergþórugötu 2. Simi 23889. Útgerðamenn — skipstjórar Tökum að okkur að hreinsa fiski- lestir með háþrýstitækjum og sköffum til þess allt efni. Upplýs- ingar í sima 42478 og 40199. 14 ára drengur óskar eftir atvinnu í bænum upp- lýsingar veittar i síma milli 5—8 daglega sími 82978. Volkswagen 1300 árg. '69 til sölu. Góður bíll. Uppl. í sima 50957. Hagaganga Til leigu skjólgott beitiland 45 km frá Reykjavik upplýsingar gefur Jóna • Sigurjónsdóttir i sima 42257. Eldri kona óskast sem ráðskona i sveit i nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar i sima 1 7259. Útgerðarmenn — Skipstjórar Vil kaupa dragnætur. Upplýsingar í síma 93—8651. Stúdína úr máladeild óskar strax eftir vinnu í um tveggja mán. skeið. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 34108. Til sölu Fiat 850 sport skemmdur eftir árekstur. Uppl. í síma 16271 eftir kl. 8. á kvöldin. Kennarahjón Ung barnlaus kennarahjón utan af landi óska eftir 2ja eða 3ja herb. ibúð strax. Upplýsingar í sima 20453 milli kl. 2 —10 e.h. Til sölu rólustativ, þróhjól og tvihjól. Uppl. í sima 1 4749. Ford Pick — Up '70. Góður Ford Pick — Up til sölu. Upplýsingar i sima 40432. Chevrolet vega Hatchback G.T., Nýinnfluttur til sölu. Árgerð 1972, ekinn 26 þús. mílur. Rauður simi: 13285. Útihandrið og önnur létt járnsmíði. Fljót af- greiðsla. Stáltækni, simi 4271 7. Sandgerði Til sölu fokheld raðhús við Ása- braut. Stærð 137 fm. bilskúr 34 fm. og minni gerð 122 fm., bíl- skúr 33 fm. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Simar 1263 og 2890. Til sölu Simca-Chrysler. árgerð 1971. Ekinn 25 þúsund km eiðsla 7 litrar á hundrað km mjög góður bíll og vel með farinn selst ódýrt gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 10789.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.