Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13.JUNÍ 1974 ÞEGAR aðstoðarmenn Procol Harum fóru að tina hálft þriðja tonn af hljóðfærum og hljómflutningsbúnaði upp úr ferðatöskunum á þriðju- daginn kom í Ijós. að smáhlutur hafði gleymzt: söngkerfið svo- nefnda, sem auk þess að flytja söng- ,raddirnar skýrt og greinilega út i áhorfendasalinn flytur einnig upp- magnaðar hljóðbylgjur frá trommu- settinu og gítar- og bassamögnur- unum til að tryggja hinn eina, sanna samhljóm. Kerfið a tarna vegur sjálfsagt hálft tonn og var þvi ekki auðhlaupið að þvi að senda það yfir Atlantsála frá Englandi áður en hljómleikarnir hæfust. Procol Harum tóku þetta nærri sér og var einna efst í huga að aflýsa fyrstu hljómleikunum á þriðju- dagskvöldið. En Ámundi er ekki Ámundi fyrir ekki neitt og hann hristi fram úr erminni þokkalegt söngkerfi, samansafn frá ýmsum is- lenzkum hljómsveitum. Aðstoðar- mennirnir tengdu þetta allt saman, prófuðu — og Procol Harum voru sæmilega ánægðir. Hljómleikarnir fóru þvi fram eftir áætlun. Uppselt var á fyrstu hljómleikana og var áberandi hversu litið var um unglinga undir 16—17 ára aldri; miðaverðið, 1400 kr., hefur vafa- laust ráðið þar miklu um og svo einnig hitt, að Procol Harum urðu fyrst frægir fyrir sjö árum, en þá Pottþétt hljómsveit Gary Brooker, Chris Copping, B. J. Wilson. voru núverandi gagnfræðaskólanem- ar, 13—16 ára, enn á þrjúbióaldrin- um og popptónlist i þeirra augum minna spennandi en poppkornspoki. Um tónlistarflutning Procol Harum þarf ekki að fjölyrða; þeir héldu sig við vinsæl lög af flestum stóru plöt- unum sinum i nánast óbreyttum út- setningum og aðeins örfá ný lög — af nýjustu stóru plötunni — flutu með. Hljómblöndunin í gegnum láns- kerfið var hins vegar einungis miðlungi góð og fin blæbrigði tón- listarinnar villtust og náðu aldrei fram í salinn. Öryggi hljómlistar- mannanna var mikið — enda sumir þeirra sjálfsagt búnir að spila ..Whiter Shade of Pale" hátt i þús- und sinnum á tónleikum og önnur lög litlu sjaldnar. Gary Brooker pianóleikari og aðal- söngvari hljómsveitarinnar er mið- punkturinn í tónlistarflutningnum, enda höfundur lang flestra laga hljómsveitarinnar. Hann er frábær tónlistarmaður — enda þegar orð- inn „fastafulltrúi" á stórmenna- lista poppheimsins. Hann leggur litið upp úr glysinu og sýndarmennskunni, sem svo margar stórstjörnur hafa tileink- að sér; þung, Ijóðræn tónlist er hans vopn til að seiða og veiða áheyrendur — og hann seiddi svo sannarlega áheyrendur i Háskólabiói á þriðjudagskvöldið. Athygli vakti, að hljómleikagestir hafa að erlendum sið tekið upp á því að klappa við upphaf hvers lags, sem þeir þekkja. Vafalítið hefur þetta yljað Procol Harum, enda færðust þeir allir í aukana eftir því sem á hljómleikana leið. Um það má deila, hvort þetta sé bezta hljómsveit. sem heimsótt hef- ur íslenzka poppáhugamenn, en vist er, að á þessum hljómleikum var tónlistin aðalatriðið og sviðsfram- koma aukaatriðið — gagnstætt þvi, sem oft hefur orðið uppi á teningn- um áður. í lokin þetta: Hljómleikarnir voru afar ánægjulegir — en gaman hefði verið að heyra meira af tónlist, sem ekki hefur komið á plötum — eitt- hvað nýtt. Maður getur alltaf hlust- að á plöturnar heima hjá sér og mér finnst því nauðsynlegt, að á hljóm- leikum sé gert meira en að flytja lög af plötum, samvizkusamlega nótu fyrir nótu. En kannski eru aðrir á annarri skoðun. -sh. Mick Grabham og Alan Cartwright. (Ljósm. Mbl. Br. H.) Ur „Leifur, Lilla, Brúóur og Blómi“: f.v. Sigríður Eyþórsdóftir, Hörður Torfason, Þóra Lovísa Friðleifs- dóttir og Gunnar Magnússon. Myndirnar tók Ijósm. Mbl. RAX á æfingu. Leifur, Lilla, Brúður, Blómi, ogL.H.í leikferð um landið Frumsýningin í Bæjarbíói á morgun J „LEIFUR, Lilla, Brúður og Blómi“ nefnist leikritið, sem Leikfélag Hafnarfjarðar ætlar að frumsýna á morgun, föstudag í Bæjarbíói, en eins og Slagsfðan hefur skýrt frá, eru f L.H. nokkrir ungir leikarar, sem af krafti og áhuga endurreistu þetta gamla leikfélag upp á eigin spýtur s.l. haust með sýningum á barnaleik- ritinu „Sannleiksfestin“. „Þetta er sænskt hópvinnu- verk,“ sögðu þau f L.H. þegar Slagsíðan leitaði frekari frétta af þessu framtaki þeirra, „og hefur verið sýnt við mjög góóa aðsókn víða á Norðurlöndum." Þau kváðu það fyrst og fremst snúast um vandamál barnauppeldis f nútíma þjóðfélagi („það er þó ekki eins alvarlegt og þetta hljómar"), og skiptast á í því sitt á hvað atriði úr heimilislífi barn- anna (en nöfn þeirra eru í titli leikritsins), og samskipti foreldr- anna, og síðan atriði er sýna hvaða áhrif heimilislífið hefur á börnin gagnvart leikfélögum þeirra. l_J „Verkið heldur nokkuð sterk- lega fram sinni skoðun á þvf hvernig á ekki að umgangast börn. Og við höldum, að það eigi ekki sfður við hér en í Svíþjóð," sagði L.H. fólk. □ Með hlutverkin fara Þóra Lovísa Friðleifsdóttir (Lilla), Gunnar Magnússon (Leifur), Hörður Torfason (Blómi) og Sig- ríður Eyþórsdóttir (Brúðurin), en þessir sömu leikarar fara einn- ig með hlutverk foreldra barn- anna. Þýðinguna gerði Hörður Torfason, leikstjóri er Kári Hall- dór Þórsson, Gunnar Friðþjófs- son útfærir tónlistina og leik- tjöldin sjá þau að mestu um sjálf. Frumsýningin verður sem sagt á morgun í Bæjarbíói og sú næsta daginn eftir, en sfðan er ekki gert ráð fyrir fleiri sýningum í Hafnarfirði fyrr en í haust. Hins vegar ætlar hið hressa leikfélags- fólk að bregða sér upp í sveit og færa upp fyrir dreifbýlisfólk í sumar. Leggja þau í leikferðina 18. júnf og verður sennilega byrj- að á Höfn f Hornafirði og síðan haldið áfram austur og norður, en leikförin á að standa í 10 daga. Slagsíðan óskar þeim góðrar ferð- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.