Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 15
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 13.JUNÍ 1974 15 Nýjar bækur um stafsetn- ingarreglur I BYRJUN maí s.l. gaf menntamálaráóuneytið út aug- lýsingu um íslen/ka stafsetn- ingu og auglýsingu um greinarmerkingu, þar sem að mestu leyti er farið eftir tillög- um meirihluta stafsetningar- nefndar, sem ráðuneytið skip- aði 11. maí 1973. Nú hefur ráðuneytið falið Haildóri Halldórssyni próf- essor að semja leiðbeininga- bók, einkum ætlaða kenn- urum, til nánari útfærslu á stafsetningarreglunum. Kem- ur sú bók væntanlega út hjá Ríkisútgáfu námsbóka fyr- ir lok þessa árs. — Jafnframt hefur ráðuneytið falið Ríkisút- gáfunni að hlutast til um, að kennslubækur I stafsetningu og greinarmerkjasetningu, miðaðar við hinar nýju reglur, verði gefnar út fyrir upphaf næsta skólaárs. Tónlistar- læknir held- ur fyrirlestur UM ÞESSAR mundir er stadd- ur hér á landi bandariski tón- listarlæknirinn frú Helen Bonny, sem vinnur við rann- sóknir og sállækningar hjá Geðsjúkdómarannsóknastofn- un Marylandrikis, Baltimore. Frú Bonny, sem hér er stödd á vegum Rannsóknastofnunar vitundarinnar, mun halda fyr- irlestur með tóndæmum um tónlistarlækningar föstudags- kvöldið 14. júní í sal.Tónlistar- félagsins, Skipholti 33. A laugardagsmorgun heldur frú Bonny heils dags námskeið i tónlistarlækningum ásamt Geir Vilhjálmssyni sálfræð- ingi. Fjöldi þátttakenda í nám- skeiðinu er mjög takmarkaður og þvi nauðsynlegt að tilkynna þátttöku í síma 25995. Húsmæðra- skólanum á Laugum slitið HÚSMÆÐRASKOLANUIVI á Laugum í Reykjadal var slitið 12. maf sl. Alls stunduðu um 50 nemendur nám við skólann sl. vetur, en skólavetrinum var skipt f tvö námskeið. Hæstu einkunn á brottfarar- prófi hlaut Sigríður Ingibjörg Uaníelsdóttir úr Reykjavík, 8,90. Arlega viðurkenningu Lionsklúbbsins Náttfara hlaut að þessu sinni fyrir bezta árangur í islenzku Halldóra Þorgerður Leifsdóttir, Pálm- holti, Reykjadal, S-Þing. Skólastjóri er Hjördls Stef- ánsdóttir húsmæðrakennari. Leifur, Lilla, Brúður og Blómi í Firðinum LEIKFÉLAG Hafnarfjárðar frumsýnir „Leifur, Lilla, Brúð- ur og Blómi“ i Bæjarbíói í Hafnarfirði á morgun föstu- dag. Leikritið er samið af sænska leikstjóranum og rit- höfundinum Suzanna Osten í samvinnu við leikarana Gösta Bredefeldt, Lars Hanson, Lise- Lotte Nilsson og Lena Söder- holm, en þau starfa öll við Borgarleikhúsið i Stokkhólmi. Leikritið hefur verið sýnt um tveggja ára skeið á hinum Norðurlöndunum og hefur það vakið athygli fyrir það, hvað það er vel heppnað sem fjöl- skyldusýning. Leikendur eru: Gunnar Magnússon, Hörður Torfason, sem jafnframt þýddi verkið á islenzku, Sigríður Eyþórsdótt- ir og Þóra Lovísa Friðleifsdótt- ir. 10 manna sendinefnd til Caracas Hafréttarráðstefnan f Caracas hefst 20. júnf. Mbl. hafði sam- band við Hans G. Andersen, sem verður formaður fslenzku sendi- nefndarinnar á ráðstefnunni og fer utan næstkomandi mánudag. Hann verður á ráðstefnunni allan tfmann eða til 29. ágúst, en aðrir nefndarmenn verða þar ekki allir samtfmis. Aðrir í nefndinni eru Jón Arn- alds ráðuneytisstjóri, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, Már Elísson fiskimálastjóri og Gunnar G. Schram varafasta- fulltrúi hjá S.Þ. og verða tveir þeir siðasttöldu fyrri hluta ráð- stefnunnar, en síðan taka Jón Arnalds og Jón Jónsson við. Þá eru i nefndinni fulltrúar stjórn- málaflokkanna, Benedikt Grön- dal, Gils Guðmundsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Þór Vil- hjálmsson og Þórarinn Þórarins- son og er ekki ákveðið, hvenær þeir fara. Hans G. Andersen sagði, að ákveðið hefði verið að á allsherj- arþinginu i Caracas yrði reynt til hins itrasta að ná samkomulagi um heildarlausn, þannig að ekki Hans u. /vnaerseu. yrði þar atkvæðagreiðsla fyrr en búið væri að reyna það til hlítar. Þess vegna er varla búizt við að komi til atkvæðagréiðslu í Cara- cas. Hlutverk þingsins er því núna að reyna að fækka valkost- um sem mest og búa undir at- kvæðagreiðslur á framhaldsþing- inu i Vínarborg næsta sumr. Prestastefnan hefst 25. júní PRESTASTEFNA Islands verður haldin í Reykjavík dagana 25.—27. júnf n.k. Hefst hún með guðsþjónustu í Uómkirkjunni kl. 10.30 þriðjudaginn 25. júnf. Séra Eiríkur J. Eiríksson prófastur prédikar. Sama dag kl. 14.00 hefj- ast fundir með venjulegum hætti í samkomusal Hallgrímskirkju, en þann dag flytja framsöguræð- ur um efnið „Kirkjan og framtíð- in“ séra Halldór Gunnarsson og séra Þórhallur Höskuldsson. í sambandi við prestastefnuna verður Hallgrímsminning í tilefni þess, að á þessu ári eru 300 ár liðin frá andláti séra Hallgríms Péturssonar. Gestur prestastefnunnar verð- ur dr. Tord Godal, biskup i Niðar- ósi, og mun hann flytja erindi. Þá verður flutt verk séra Hauks Ágústssonar „Þjóð og kirkja í þúsund ár“, svipmyndir í orðum og tónum. í fréttatilkynningu frá biskups- stofu segir, að í framhaldi af prestastefnunni hafi verið ákveð- ið að halda kirkjulega ráðstefnu, þar sem kvaddir yrðu saman prestar og leikmenn til umræðu um tiltekin félags- og siðgæðis- vandamál nútímans. En vegna þess, að yfir dundu kosningar, þótti skynsamiegra að fresta þessu. — Myndlist Framhald af bls. 10 handbragði og formheimi þeirra. Atriði, sem mörgum vill sjást yfir, við stutta kynningu listaverka, eru þannig gerð aðgengilegri og látin tala sínu máli. Það er mikill vandi að umgangast listaverk og ekki siðri en að skapa þau. Það eítt, að til eru menn me.ðal okkar, sem eru þess tnegnugir að sýna þessi lista- verk á viðunandi hátt, er sannar- lega eftirtektarvert. Frágangur þessarar sýningar er þeim öllum til heiðurs, sem hannað hafa og lagt hönd á verkið. Ég er ekki frá því að gefa þessari sýningu nýtt nafn „UNDRIÐ AÐ KJARVALSSTÖÐUM 1974“. Listahátíö í Reykjavík Af Sœmundi fröða Söngvar - Sagnir og leikur Frumflutningur á samsettri dagskrá byggðri á þjóðsögum af Sæmundi fróða í samvinnu Leik- félags Reykjavíkur og Leikbrúðuiands í iðnó, 13. júní k/. 20.30. Önnur sýning föstudaginn 14. júní Þriðja sýning þriðjudaginn 18. júní. Miðasala kl. 14.00 — 18.00 að Laufásvegi 8, sími 28055 og sýningardag í Iðnó. Hlutverk íslenzku sendinefnd- arinnar, sagði Hans, er að vinna að því, að samkomulag geti náðst um 12 mílna landhelgi og 200 mflna efnahagslögsögu frá grunn- línum. Og við munum haga okkar afstöðu til annarra mála, en mála- flokkar eru 25 sem kunnugt er, með hliðsjón af því, hvernig þessu verði bezt þokað áfram. NORRÆNI MENNINGAR SJÓÐURINN 1975 Stjórn Norræna menningarsjóðsins gerir ráð fyrir að hafa samtals 5.500.000 danskar krón- ur til umráða og úthlutunar á árinu 1975. Sækja má um styrk úr sjóðnum til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, kennslumála, alþýðumenntunar, bókmennta, tónlistar, kvik- myndagerðar, myndlistar, leiklistar og annarra listgreina ásamt til menningarlegrar kynningar- og fræðslustarfsemi. Þá má einnig sækja um styrk til upplýsingastarfsemi um norrænt menn- ingarsamstarf og um menningarlíf á Norður- löndum, hvort heldur sú starfsemi fari fram á Norðurlöndum eða utan þeirra. Veita má styrk úr sjóðnum til norrænna verk- efna sem samkvæmt áætlunargerð lýkur á ákveðnum og tiltölulega stuttum tíma. Einnig má veita styrk til norrænna verkefna sem samkvæmt eðli sínu eru varanleg og lýkur ekki í eitt skifti fyrir öll. Yfirleitt er þó styrkur til slíkra verkefna einungis veittur fyrir ákveðið undir- búnings- eða reynslutímabil, sem stjórn sjóðs- ins sjálf afmarkar. Þó er yfirleitt því aðeins veittur styrkur úr sjóðnum að verkefnin sem styrkt eru, snerti að minnsta kosti þrjú Norður- lönd. Þeir umsækjendur sem sækja vilja um styrk til að skiftast á hljómleikahaldi, er bent á hina sérstöku auglýsingu ú þeim tilgangi frá NOMUS. Ekki er veittur styrkur úr sjóðnum til einstakl- ingsframvkæmda, til dæmis til námsstyrkja og þess háttar. Sé sótt um styrk til vísindaverk- efna, er þess venjulega krafist að verkefnin séu unnin í raunverulegri samvinnu milli vísinda- manna frá Norðurlöndunum, smb. tilgangs- grein í lögum Norræna menningarsjóðsins það er venjulega ekki mögulegt að veita styrk til framkvæmda sem þegar eru hafnar og eitthvað á veg komnar. Þó má gera undantekninga frá þessarri reglu ef um er að ræða framkvæmdir sem byrjað hefur verið á í reynsluskyni. Það er hrein undantekn- ing að veittur sé styrkur til að rétta við fjárhags- legan halla á framkvæmdum sem er lokið. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar Norræna menningarsjóðsins. Umsækjandi fyllir út sérstakt umsóknareyðublað, sem fæst hjá Nordisk Kuiturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K, og hjá Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Umsóknarfrestur fyrir fyrra helming ársins 1975 rennur út 15. ágúst 1974. Afgreiðslu umsókna sem borizt hafa fyrir þennan mánaðardag, mun samkvæmt áætlun vera lok- ið um það bil 1 5. desember 1 974. I desember 1974 verður á nýjan leik, og þá fyrir árið 1975, auglýst um veitingu styrkja úr sjóðnum. Frestur til að sækja um styrki fyrir fyrri helming ársins 1975 rennur út 1 5. febrúar 1 974. Stjórn Norræna menningarsjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.