Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 97. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 13. JUNl 1974 Prentsmiðja Morgynblaðsins. Hötui Kissingers ým- ist hörmuð eða fordæmd Víða tjón í Borgarfirði Fólk flúði sums staðar bæi I GÆR urðu tveir mjög snarpir jarðskjálftar, sem áttu upptök sín í Síðufjalli í Borgarfirði, á um 10 km dýpi. Mældist sá fyrri 5,4 stig á Richterkvarða og sá seinni 6,3 stig. Er hann með öflugustu skjáiftum sem hér hafa mælzt. Skjálftanna varð vart mjög víða um land, og í nágrenni við upptök skjáiftanna, í uppsveitum Borgar- fjarðar, varð víða tjón, og sums staðar hefur fólk flúið bæi. Samfelld hrina smákippa var f allt gærkvöldi á þessum stöðum. Blaðamaður og Ijðsmyndari IVIbl. voru á ferð í Þverárhlíð og Hvftarsfðu f gærkvöldi. Sögðu þeir að tjón hefði vfða orðið, en þö ekki eins mikið og óttazt var f fyrstu. Mjög vfða köstuðust munir fram úr hillum og sprung- ur komu f veggi. Stafn fór alveg f gömlu íbúðarhúsi í Þverárhlíð, en bærinn þar fór f eyði fyrir 3—4 árum. Fólk er mjög óttaslegið af eðli- - legum ástæðum, og á mörgum stöðum þora menn ekki að sofa í fbúðarhúsum af ótta við frekari jarðskjálfta. Til dæmis fór fólk úr Norðtungu niður að Munaðar- nesi, og ætlaði að gista þar f nótt, alls 7 manns. Þá flúði fólk úr íbúðarhúsum að Kvíum, og ætlaði það í nótt að sofa f gömlum kofa við hliðina á fjósinu. Sem dæmi um kraftinn f skjálftanum má nefna, að kýr féllu á hliðina bæði á básum og f högum úti. Sverrir Markússon dýralæknir sem var á ferð á bfl sfnum, hélt að sprungið væri á bílnum, þvf hann lét svo illa á veginum. Þegar hann kom út sá hann ekkert athugavert, og brá þvf óneitanlega í brún. Að Norðtungu höfðu orðið tölu- verðar skemmdir á nýju og full- komnu fjósi, sem byggt var 1972. Þar höfðu veggir sprungið og gliðnað, svo óvfst er hvort hægt er að gera við það. Tveggja tonna mjólkurtankur í fjósinu fór af stað í látunum. Almennt munu menn þó ekki vera búnir að átta sig á skemmdunum, en þær eru almennt ekki taldar eins miklar og óttazt var í fyrstu. Engin meiðsli urðu á mönnum f þessum hamförum. og f aðeins einu tilfelli þurfti að kalla á lækni. Ung stúlka fékk tauga- áfall, og var hún flutt til læknis. Að Helgavatni hvarf gjörsamlega heitavatnshver sem þar hefur verið um langan aldur, og sömu sögu er að segja frá Kvígum. Skriður hafa hlaupið úr Síðufjalli á mörgum stöðum. Fólk f Þverár- hlíð og Hvftársfðu óttast mjög, að Framhald á bls. 18 ísland vann í SJÖTTU umferð Ólympiuskák- mótsins i Nissa sigraði islenzka sveitin Trinidad 2V4:1W. Vestur- Þjóðverjar eru efstir í 5. riðli eftir 5 umferðir, næst kemur sveit Suður-Afríku og þá Portú- gal. „Allah blessi Nixon ráðherrann hafði sjálfur lagt drög að. 0 Stjórnmálamenn tóku margir í svipaðan streng. í þinginu skipt- ust menn á að lýsa yfir trausti á Kissinger og harma yfirlýsingar hans á þessum tíma. Barrv (iold- water öldungadeildarþingmaður Framhald á bls. 18 Kairó 12. júni AP—NTB „ALLAH blessi Nixon“, — „Nixon friðarvinur". Hundruð þúsunda Kairóbúa báru skilti með þvílfkum áletrunum og hrópaði: „Nixon, Nixon, Sadat, Sadat“ við komu Richard Nixons Bandarfkjaforseta til Egypta- lands í dag. Kairo er fyrsti við- komustaðar hans f ferðinni um fimm Miðausturlönd. Viðtiikur þær sem Nixon fékk hjá almenn- ingi og fjölmiðlum voru svo stór- kostlegar, að f Kairó var talið að enginn erlendur þjóðhöfðingi hefði hlotið slfkar móttökur í Egyptalandi. Embættismenn sögðu fréttamönnum, að slfkur mannfjöldi hefði ekki sést f Kairó sfðan útför Nassers forseta var gerð árið 1970. Anwar Sadat for- seti og öll ríkisstjórn hans tók á móti Bandarfkjaforseta á flug- vellinum. „Þetta er mikill dagur fyrir lönd okkar bæði", sagði Nixon á flugvellinum. Og Sadat svaraði: Það voru kátir forsetar sem fóru af flugvellinum í Kairó í gær. „Þetta er mikill dagur fyrir okk- ur. Ég er glaður að þér skulið hafa komið. I ávörpum sem þeir fluttu síðar, sögðu forsetarnir að heimsókn Nixons kæmi sambandi landa þeirra á traustan grundvöll, eftir margra ára togstreitu. Eins og til þess að sýna Nixon stuðning vegna erfiðleika hans heima fyrir, sagði Sadat, að það væri mikilvægt að hann héldi áfram starfi sínu sem forseti. Nixon lagði i ávarpi sínu áherzlu á varanlegan frið og efna- hagslega uppbyggingu í Egypta- landi, og hét stuðningi Banda- ríkjamanna í þeim efnum. Myndirnar eru allar teknar f Norðtungu f gær. A þeirri efstu er heimilisfólkið; nokkru eftir að hún var tekin voru börnin flutt að Munaðarnesi. A myndinni til vinstri bendir Magnús bóndi í Norðtungu á f jósvegg sem gliðnaði f skjálftanum. Myndin til hægri sýnir hvernig umhorfs var þarna á bænum eftir að bækur tóku flugið fram á gólfið. — Ljósm. Br.H. Washington 12. júní AP—NTB. • VIDBRÖGÐ bandarískra fjöl- tniðla við hinni óvæntu hótun Henry Kissingers um, að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi f.vrirskipað símhleranir, voru ekki á einn veg, en flestir lýstu furðu sinni yfir þessari hegðun utanrfkisráðherrans. Því var haldið fram að hann hlyti að hafa ofreynt sig í friðarsamn- ingunum undanfarnar vikur, eða væri farinn að taka sjáifan sig of hátiðlega og tæki persónulega stöðu sína fram yfir þjóðarhag. Einkum er Kissinger gagnrýndur fyrir að velja þennan tíma til slíkrar yfirlýsingar, þ.e. rétt f.vrir mikilvæga ferð Nixons forseta til Miðausturlanda. sem utanríkis- Þarf 2—3 hafréttar- ráðstefnur í viðbót? □ -----------------a Sjá einnig bls. 15 □ -----------------□ Sameinuðu þjóðunum 12. júní -AP. HAFRÉTTARFRÆÐINGAR vfðs vegar að úr heiminum flvkkjast nú á Alþjóðahaf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst f Caracas í Venezuela 20. þessa mánaðar. Er búizt við að ráðstefnan verði fjölmennasti alþjóðlegi fund- ur, sem haldinn hefur verið fyrr og sfðar. Eru um 5000 full- trúar, alira rfkja heims nema Norður-Víetnam og Taiwan, saman komnir f þvf augnamiði að komast að samningum um nýja sáttmála um landhelgi, siglingarétt, fiskveiðar, boranir og vinnslu efna úr hafsbotnin- um, og mengun sjávarins. Þjóð- ernissinnastjórninni á Taiwan var ekki boðin þátttaka. en Norður-Víetnamar neituðu að koma vegna þess að Viet Cong hafði ekki verið boðið líka. □ Þess er vænzt að fyrsta vik- an af tíu muni fara í að koma á málamiðlunarsatnkomulagi milli siglinga- og fiskveiði- þjóða og iðnaðarveldanna ann- ars vegar og annarra ríkja hins Framhald á bls. 18 Með öflugustu skjálft- um sem hér hafa mælzt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.