Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 Hverjir faraí kirkju? ÞAÐ virðist augljóst, að ekki fjöimennir ungt fðlk til kirkju eftir hádegi á sunnudögum, þegar messur standa tii boða. Til er að vfsu höpur ungmenna, sem vill fara til kirkju svo oft sem það má, en hann er f mikl- um minnihluta og meðalaldur kirkjugesta virðist fremur hár. HVER ER ASTÆÐAN? Er tfminn óhentugur? Vfst er að ýmislegt annað geta menn gert og nú er mikið talað um fþróttir og útilff. Þvf má e.t.v. segja, að menn kjósi fremur að fara á skfði ellegar gönguferðir eftir hádegi á sunnudögum. Eða ungt fólk er svo niðursokk- ið f nám sfn og störf, að ekki sé öðru sinnt. En það ætti varla að vera erfitt að breyta messutfm- anum. Hann gæti t.d. verið sfð- degis eða jafnvel að kvöldi. EITTHVAÐ I MESSUNNI SJALFRI? Er messuformið eitthvað óað- laðandi? Getur verið að ungt fóik fáist ekki tii að sækja messu vegna þungs sáima- söngs, tóns og annarra siða, sem viðhafðir eru? Slfkt heyr- ist stundum sagt. Ailir vita hvers konar tónlist unga fóikið hlustar helzt á. Það er nefnt bftlagarg af þeim eldri. Það má þvf augljóst telj- ast, að ekki er sálmasöngur til að ýta undir kirkjusókn æsk- unnar. Einnig hefur heyrzt, að æsk- an kunni illa við ýmsa siði f messunni, t.d. tónið, það að standa upp þegar lesið er úr Biblfunni og e.t.v. fleira. Manni virðist þetta smáatriði ein, að fólk skuli láta þetta fara f taug- arnar á sér. En er hægt að koma til móts við óskir æskunnar um breytingar á þessu? Nú vil ég alls ekki gera lftið úr messunni eins og hún er f dag. En spurn- ingin er aðeins sú, hvort ekki þurfi að leita annars ytra forms til að Ijúka upp augum æskunn- ar fyrir þyf hvað það f raun og veru er að sækja kirkju? EITTHVAÐ ANNAÐ FYRST? Eg nefni sem dæmi Biblfu- iestra f litlum hópum, þar sem 6—10 manns koma saman og ræða fyrirfram ákveðna kafla Biblfunnar undir stjórn prests eða annars, sem þekkingu hefur á efninu. Ef þetta mætti verða til að glæða áhuga ung- menna má benda þeim á messuna og þá skýringu, sem þar má fá á boðskap Biblf- unnar, bæði f predikun og sálmum, þótt lögin við þá falli þeim ekki f geð. Þegar búið er að glæða áhuga ungs fólks á aðalatriðinu f messunni, Orð- inu sjálfu, má búast við, að það geti horft framhjá þvf, sem þvf þykir fara f taugarnar á sér. Það kemur svo að þvf fyrr eða sfðar, að þeim fer að falla betur og betur við allt, sem fram fer f guðsþjónustunni. TILHINNA YNGRI Hvað er langt sfðan þú fórst f kirkju sfðast? Með hvernig hugarfari fórstu? Ef þú ferð f þeim tilgangi að láta þér leiðast er e.t.v. ekki við miklu að bú- ast. En hvernig væri að fara nú og athuga, hvað guðsþjónusta er? Fáðu kunningja þinn með þér og hlustið gaumgæfilega eftir hvað sagt er, hvað sungið er, þ.e. hvað sálmarnir segja, hvað> Biblfan segir og spjallið svo saman um hvað ykkur fannst. Reynið að muna hvaðan úr Biblfunni lesið var og skoðið það svo sjálf á eftir. Þið getið ekkert sagt um, hvernig er að vera við messu fyrr en þið hafið athugað það. AÐ LOKUM Hvernig væri svo, að kirkju- fólk hugleiddi það dálftið hvernig komið hefur verið til móts við ungt fólk f sambandi við kirkjulff allt? Hefur þvf verið tekið vel, þegar það ieitar þangað, hefur einhver tekið það að sér? Eða er það kannski bara allt f iagi, þótt yngri kyn- slóðin sjáist ekki f guðshúsum að staðaldri? Umsjón: Jóhannes Tómasson GunnarE. Finnbogason. Andvarp til þín Mig langar að líkjast barninu, eiga augu er vona án efa. Eiga einfalt hjarta, sem kann að treysta. Treysta þér. Mig langar að verða sem mustarðskorn, er hylur sig í skugga engisprettunnar, en verðursíðar hverri jurt stærra. Það á í sér trú. Trú á þig. Guð minn. Taktu efann úr hjarta mínu og auk mér trú. H.J. „Herra, þú veizt ég elska þig.“ Getum við tekið undir þessi orð, jafnvel þótt það kosti okkur eitthvað? Enn um Solzhenitsyn Solzhenitsyn hefur verið á forsfðum flestra blaða upp á sfðkastið. Bók hans „Eyjaklas- inn Gulag“ hefur vakið óskipta athygli. Fyrir nokkrum árum fékk hann Nóbelsverðlaunin, en hefur ekki enn tekið á móti þeim. Ekki svo að skilja að sovézk stjórnvöld hafi bannað honum að taka við þeim, heldur vissi hann, að ef hann færi til Stokkhólms og veitti þeim við- töku fengi hann ekki að snúa aftur heim og þess vegna kýs RitaÓ Þér eruð ljós heimsins VIÐ þekkjum tvenns konar himinhnetti: Þá, sem eru sjálf- lýsandi, og hina, sem endur- varpa frá sér þeirri birtu sem þeir taka við frá öðrum. Á þessu tvennu er reginmunur. Það þekkjum við vel. Gleggstu dæmi þessa eru sólin og tungl- ið. Þegar Jesús Kristur segir við lærisveina slna: Þér eruð Ijós heimsins, þá er Ijóst, hvorum þeir eiga að likjast. Lærisvein- ar Jesú Krists geta aldrei verið sjálflýsandi. Þeir geta aldrei hér á jörð náð svo langt. að þeir geti af eigin rammleik far- ið að lýsa öðrum. Það er aðeins Jesús Kristur einn, sem lýsir f þeim skilningi, enda sagði hann einnig um sjálfan sig: Ég er Ijós heimsins. Hann er hinn eini, sem getur lýst af sjálfum sér f heimi okk- ar manna. Hann kom inn I heim okkar með Ijós Guðs. Hann einn getur lýst okkur heim til föðursins á himnum. En Jesús Kristur notar mannleg verkfæri f starfi sfnu hér á jörð við útbreiðslu guðs rfkisins. Þegar hann segir við okkur, lærisveina sfna, að við séum Ijós heimsins, þá á hann einfaldlega við það, að við eig- um að endurvarpa frá okkur þvf Ijósi, sem hann hefur feng- ið að varpa inn f Iff okkar. Við eigum að bera meðbræðrum okkar endurskin þess kærleika og þeirrar miskunnar, sem við höfum tekið á móti frá honum. Við eigum að lýsa fyrir trúna á hann. Og Ijós okkar á að tendr- ast af Ijósi hans. Þannig eigum við að lýsa fyrir hann, benda öðrum til hans. Enginn kveikir Ijós til þess eins að fela það. Ljósið á að lýsa. Þvf er það sett f Ijósastik- una. Þá lýsir það öllum, sem eru f húsinu. Ljósið er kveikt til þess að hrekja myrkrið á braut. Þá sjá menn betur. Þetta erum við minnt á t dag. Við eigum að vera Ijós heimsins, Ijós Jesú Krists. Menn eiga að sjá góðverk okk- ar svo að þeir vegsami Guð. Allt Iff okkar á að bera honum vitni svo að það bendi öðrum til hans. Finnum við okkur ekki van- megnug hér? Lifum við þannig, ég og þú? Berum við frelsara okkar vitni með dagfari okkar og framkomu? Við hljótum öll að finna, að við getum ekkert fyrir eigin mátt. Við erum ekki sjálflýs- andi, eigum ekkert Ijós I okkur sjálfum. En Jesús Kristur vill lýsa svo inn f Iff okkar, að við berum endurskin hans inn f Iff annarra. Hann gefur Ijósið. Hann gefur kraftinn. Hið eina, sem við þurfum að gjöra. er að leyfa honum að lýsa svo upp Iff okkar, að birta hans endurkast- ist frá okkur út til meðbræðr- anna. Biðjum Guð um að svo megi verða, að við getum f sannleika orðið Ijós heimsins. Jónas Gfslason. hann að vera án þeirra. Hvers vegna? Eru Sovétríkin í raun og veru svona mikil „paradís", að það sé þess virði að hafna hálfri milljón sænskra króna til þess að fá að búa þar? Fyrir Solzhenitsyn er annað verð- mætara en „mammon" þessa heims. Hann játar kristna trú og tilheyrir ortódoxkirkjunni. Samtímis elskar hann föður- land sitt og þetta eru ástæðurnar fyrir þvf, að hann sér háleitari köllun en aðeins það að taka á móti peningum og lifa síðan sínu eigin lífi. Enginn sannkristinn maður getur lifað sínu eigin lffi. Við höfum verk að vinna í þessari veröld, sem við lifum í. Til allrar óhamingju eru þeir svo fáir í hinum vestræna heimi, sem hlýða þessu kalli. Hvers vegna vissum við, að Solzhenitsyn var til í Sovét- ríkjunum? Hvers vegna var hann ekki handtekinn eins og svo ótalmargir aðrir? Solzhenitsyn er þekktur maður, ekki einungis í heimalandi sfnu heldur og á Vesturlöndum og þess vegna er það mjög baga- legt fyrir ríkisstjórnina, að hann skuli ekki hafa sömu skoðanir og hún. Hún vill gjarnan láta líta svo út sem að Sovétrfkin séu menningarland, þar sem frelsi er f hávegum haft, þess vegna var ekki hægt að handtaka Solzhenitsyn. Þetta byrjaði allt mjög vel. Það var Krúsjeff, sem kallaði Solzhenitsyn á sinn fund, þegar Sovétríkin skyldu gera upp við stalinsmann. Hann var beðinn um að skrifa bók um ógnir stalfntfmabilsins og afhjúpa stjórn Stalíns, en ekki kommúnismann (merkilegt að menn skildu ekki vita, að þessir tveir hlutir tilheyra hvor öðr- um). Solzhenitsyn hafði að baki reynslu, sem gerði honum kleift að gera þetta. Hann hafði verið 8 ár í fangabúðum og 3 ár í útlegð. Það varð ekki bara til ein heldur margar bækur. Hugsun hans er skýr og stfll hans hvass og afhjúpandi. í huga hans býr elska til sann- leikans og hjarta hans tilheyrir Guði. Tvennt síðasttalið fellur sovétstjórninni ekki í geð. Solzhenitsyn er hættulegur lenínismanum, sem afneitar Guði og tekur sannleikann ekki svo alvarlega. Á Vesturlöndum hafa bækur Solzhenitsyns orðið metsölubækur vegna þess að hann gefur okkur sanna mynd, mynd sem við annars hefðum ekki haft möguleika á að sjá. Eitt vekur undrun okkar. Blaðamenn á Vesturlöndum eru önnum kafnir, en einskorða sig við að lýsa pólitísku hliðinni á meðan Solzhenitsyn setur sjálfur kristin viðhorf á oddinn og heldur fram, alvar- legustu mistök sovézkra stjórn- valda séu þau, að ekki sé nóg með að þau séu guðleysingjar, heldur ofsæki þau þá, sem trúa á Guð. Solzhenitsyn segir, að fyrir hverjar 20 kirkjur þar sem haldnar eru messur, fyrir- finnist aðrar 20, sem hafa verið rifnar niður eða eru svo hrör- legar, að ekki er hægt að endur- bæta þær. Sumar kirkjur eru lokaðar eða notaðar til annarra hluta. Þrátt fyrir að kirkjum sé lokað er aldrei hægt að loka kristindóminn úti. Hann lifir meðan maðurinn lifir. Þegar fólk leggur sig í hættu með því að vilja vera kristið þá hlýtur einhver mikil alvara að liggja að baki. (Þýtt og endursagt).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.