Morgunblaðið - 30.06.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.06.1974, Qupperneq 22
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNI 1974 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1974 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið jóðin gengur í dag að kjörborðinu. Um leið og nýir menn verða valdir til setu á Alþingi ís- lendinga og aðrir endur- kjömir til setu þar, kveður þjóðin upp dóm um þau ágreiningsefni, sem verið hafa undirrót stjórnmála- átakanna. Þessi úrskurður er kveðinn upp á grund- velli orða og athafna stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka, sem nú verða að hlíta ótvíræðu valdi fólksins í landinu. Þessar kosningar eru haldnar við óvenjulegar aðstæður. Mánuður er lið- inn frá því að þjóðin gekk til sveitarstjórnarkosn- inga, og nú eru menn vald- ir til setu á Alþingi ári fyrr en vera átti samkvæmt réttum lögum. Engum dylst, að óvenjulegur stjórnarferill svonefndrar vinstri stjórnar Ólafs Jó- hannessonar hefur leitt til kosninga í dag. I rúmt eitt og hálft ár hefur ríkis- stjórnin öðru hvoru verið að því komin að falla og hún hefur á þessum tíma ekki haft þann meirihluta á Alþingi, sem nauðsyn- legur er til þess að unnt sé að koma þar málum fram. Framhjá þessum vanda hefur ríkisstjórnin siglt með því að leggja ekki ágreiningsefnin fyrir þing- ið eða draga þau til baka, ef á móti hefur blásið. Loks var svo komið í maí- mánuði síðastliðnum, að þessum skollaleik varð með engu móti framhaldið. Ábyrgðarleysi valdhaf- anna krystallaðist í þeirri ákvörðun, að hlaupast á brott og rjúfa Alþingi, þeg- ar holskefla efnahagsvand- ans reis hæst. Að hinu leyt- inu er það fagnaðarefni, að þjóðin skuli nú fá tækifæri til þess að leggja dóm sinn á verk ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem verið hafa í andstöðu við hana. Forsætisráðherrann hef- ur beðið fólkið í landinu að dæma ríkisstjórnina eft- ir verkum sínum og jafn- framt lýst yfir því, að stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram, fái þeir flokkar, sem að því standa, meirihluta á Alþingi. Engum blandast hugur um, að ferill ríkisstjórn- arinnar hefur verið óvenjulegur. Kemur þar fyrst til ráðdeildarleysi í meðferð efnahagsmála og gáleysi við meðferð utan- ríkis- og varnarmála. Þessi ferill hefur orðið þjóðinni dýrkeyptur. Einmitt í dag hefur fólk- ið í landinu I höndum sér lýsti þessum kostum svo í ræðu á hinum glæsilega útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi: „Nú á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar göngum við til alþingis- kosninga. Atkvæði okkar getur ráð- ið úrslitum um það, hvort tryggt verði í framtíðinni tilkall okkar Islendinga einna til landsins, sem við byggjum í samræmi við arfleifð fyrsta landnáms- mannsins. Atkvæði okkar getur ráðið úrslitum um það, hvort landið verði varið í þeim tilgangi, að stjórnar- Fólkið á samleið með S j álfstæðisflokknum það vald að binda enda á þennan feril. Hvert eitt at- kvæði er lóð á þá vogar- skál, sem úrslitum ræður. Vald fólksins er því mikið. Miklu máli skiptir, aö þvi sé beitt að yfirveguðu ráði. Nú er tækifæri til þess að hafna áframhaldandi ráð- leysi og hættulegri stefnu í öryggismálum. Það er tækifæri til þess að veita nýjum straumum um þjóð- lífið, nýju afli, sem mun stuðla að traustri efnahags- stjórn, landvörnum, lýð- ræði og frjálshyggju. Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins farslegu sjálfstæði þess sé borgið í samræmi við hug- sjónir Jóns Sigurðssonar. Atkvæði okkar getur ráð- ið úrslitum um það, hvort frjáls verzlun og atvinnu- frelsi fái notið sín í sam- ræmi við baráttu Skúla fógeía.“ Enginn þarf að fara í grafgötur um, hvaða kostir eru fyrir hendi. Afleiðing- ar stjórnarstefnunnar hafa brennzt í vitund hvers ein- asta manns. Á hinn bóginn er skýr og afdráttarlaus stefna stjórnarandstöð- unnar. Undir stjórnarforystu sjálfstæðismanna hefur þjóðin lifað sín mestu framfaraskeið. Auðvitað er það svo, að stjórnvöld ráða ekki alfarið um afkomu landsmanna. Þar koma til margs kyns ytri aðstæður eins og aflabrögð, veðurfar og verðlag framleiðsluvara þjóðarinnar á erlendum mörkuðum. Þessar aðstæð- ur allar hafa undanfarin þrjú ár verið með hagstæð- ari hætti en oftast nær áður. Eigi að síður er hættuástand framundan. Þessari öfugþróun vill Sjálfstæðisflokkurinn snúa við með traustri stjórn á grundvelli frjálshyggju og einstaklingsfrelsis, þar sem allir eiga kost á þeim félagslega rétti, að geta notið frelsis til orðs og æð- is. Með þessa meginhug- mynd að bakhjarli gengur Sjálfstæðisflokkurinn til kosninga. Kosningar eru j afnan ör- lagaríkar fyrir hverja þjóð. Á miklu veltur hverjir það eru, sem halda um stjórn- völinn, og hvaða grund- vallarsjónarmið ráða því hvernig málum er skip- að. Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í byggðakosn- ingunum og nú ríður á miklu að treysta áfram- haldandi sigur frjáls- hyggju og umbóta í þjóðfé- laginu. Aðeins sigur Sjálf- stæðisflokksins getur veitt nýjum straumum um ís- lenzkt þjóðlíf. Fólkið I land- inu á samleið með Sjálf- stæðisflokknum í dag. JÓHANN HJÁLMARSSON sem handjárna blómin Gegn þeim, SKUGGAN av en fágel heitir óvenjuleg ljóðabók, sem nýlega er komin út hjá Eremit-Press í Viken i Svíþjóð. Höfundur- inn er Helmer Láng, kunnur bókmennta- fræðingur og þýðandi. Skuggan av en fágel er fyrsta ljóðabók Helmers Lángs. Hann fer siður en svo troðnar slóðir í skáldskap sínum. Yrkisefnin eru nýstár- leg, hugmyndir skáldsins settar fram á óvæntan hátt. Þetta eru ljóð, sem hafna hátíðleik án þess að vera alvörulaus; eig- inlegur tilgangur þeirra er að vera um- ræðugrundvöllur um ýmis viðkvæm efni. Skuggan av en fágel skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn, Arrabalder, (orðið dregið af nafni spænska leikritaskáldsins Arrabals) fjallar um manninn og mengun náttúrunnar; annar kaflinn, Udda, fjallar um þá, sem hafa verið skildir útundan vegna bæklunar eða óæskilegs þjóðernis; þriðji kaflinn, I porrbutiken, er í senn ádeila á klámvæðingu nútfmans og þá skinhelgi, sem sér klám og óþverra í öllu tali um kynferðismál; í fjórða kaflanum, Nordiskt, er dregið dár að þjóðernisórum. Samúð Helmers Lángs með mönnum og dýrum, einkum þeim, sem minnimáttar eru, er djúp og ófölsk. 1 ljóðinu Ingen vet var haren har sin gáng er lýst hljóðum helsærðs héra, sem orðið hefur fórnar- lamb miskunnarlausrar umferðar. Vein hérans líkjast kveinstöfum manna, gráti yfirgefins vöggubarns. Örlög hérans eru einnig mannleg örlög. Karla, hin hávaxna og karlmannlega stúlka þráir ást og umhyggju, en hún verður fyrir aðkasti vegna útlits síns. Þeir einu, sem gefa henni gaum, éru dauða- drukknir ruddar, sem óska þess eins að svala fýsnum sínum. Sígauninn er framandi í sænsku vel- ferðinni eins og í öllum öðrum löndum, enginn vill skilja hann, aðeins úthýsa hon- um. Hann óttast, að börn hans muni mæta sömu erfiðleikum í Svíþjóð og hann sjálf- ur: sígaunaskrattinn. I ljóði um samann er því lýst, hvernig Sviar fordæma valdbeitingu stórveldanna gagnvart ýmsu fólki í fjarlægum löndum án þess að gera sér grein fyrir vandamál- um samanna, hinna gömlu fbúa landsins. Samarnir hafa á margan hátt sætt sömu meðferð og Indíánarnir í Ameríku. Víða I Skuggan av en fágel leitast Helm- er Láng við að opna augu lesandans fyrir vandamálum, sem yfirleitt eru látin liggja I þagnargildi. Sjónarmið þeirra, sem órétti eru beittir, túlkar hann af raunsæi, en ekki beiskjulaust. Ljóðin í kaflanum I porrbutiken hljóta að vekja einna mesta athygli. Hér er ort svo tæpitungulaust um þörf manna fyrir klám, sem að dómi Helmers Lángs er ákaflega eðlileg, að margir munu eflaust hneykslast. En þessi ljóð eru gædd kýmni og ádeila þeirra á það, sem versla með klám, er markviss. Ort er um Henry Miller og hugmyndir hans um kynferðislífið, um Abraham og Söru á elliárum, ástarfar grískra goða, frásagnir Snorra Sturluson- ar af Ólafi Tryggvasyni og sitt af hverju af því, sem klámverslanir nútímans hafa upp á að bjóða. I ádeilu sinni er Helmer Láng ósvífnast- ur f garð landa sinna. I kaflanum Nordiskt skopast hann að sænskum karlmönnum, sem þykjast vera lausir við kynþáttahatur, að minnsta kosti meðan útlendu verka- mennirnir vinna skítverkin. Sænska kon- an þekkir allar baðstrandir Evrópu og nýtur sfn best í einræðisríkjum. A Rhodos ónáða betlararnir ekki, aðeins velklæddir og brosmildir Grikkir fá að nálgast ferða- konurnar. Mallorca ber af öllu; þar fæst sænskur matur og spænsku karlmennirnir vita, hvers sænsk kona er að leita: Hún talar mikið um/ sól og hita þegar hún kemur heim./ Hún mun ferðast um heim- inn/ ár eftir ár/ án þess að hitta venjulega manneskju. Skuggan av en fágel ber þess hvergi merki að vera frumraun skáids. Ljóðin eru ort af kunnáttu og skarpskyggni. Þau eru ekki öll í ádeilutón; sum þeirra búa yfir súrrealísku margræði, önnur eru ljóðræn og hnitmiðuð. Mest áberandi er aftur á móti tilbneiging skáldsins til að velja sér yrkisefri, s°m skáld forðast yfir- leitt, opna ljóðið fyrir vandamálum um- heimsins og freista þess að gera þeim skil. Gegn þeim, sem handjárna blómin og sagt er frá í Ijóðinu Til Arrabals, beinir skáldið orði sínu. 1 bókinni Min Skánska Barndom (Skánes Författarsállskap/ Gleerups 1973) segja 29 rithöfundar frá bernsku sinni á Skáni. Þaðan eru margir helstu rithöfundar Svía ættaðir. Helmer Láng er einn þeirra, sem á lifandi hátt lýsir þess- ari paradís, enda eru fáir skánskari en hann. Á Skáni er fólk ræðnara og gaman- samara en annars staðar í Svíþjóð og það sannast á Helmer Láng. I Min Skánska Barndom segir Helmer Láng frá þvf, að hann hafði séð ungan mann með stúdentshúfu ganga hjá og sagt við föður sinn, að hann ætlaði að verða stúdent. Svar föðurins var á þá leið, að úr því yrði ekki, sonurinn hefði ekki gáfur til þess. Þrátt fyrir hrakspá föðurins gekk Helmer Láng menntaveginn og nú er hann dósent við háskólann í Lundi. Ekki síst vegna bókmenntakennslu sinnar þar samdi hann bókina Dikt att förklara (1971), en í henni eru skýrð ljóð fjöl- margra erlendra og sænskra skálda. Helm- er Láng er lagið að fjalla um ljóðlist af skilningi og innlifun hans í Ijóðin er oft með fádæmum. Ég hef sjaldan lesið skemmtilegri bók um ljóðlist en Dikt att förklara. Akademíska tyrfni er hvergi að finna í ritgerðum Helmers Lángs. Hann er óhræddur að fást við skáldskap samtíðar- innar, beinir sjónum að verkum ungra skálda eins og Tomas Tranströmers og Lars Gustafssons, og skáld gamla timans eins og Carl Michael Bellman og Gustaf Fröding eru skoðaðir í nýstárlegu sam- hengi. Hvað erlendan skáldskap snertir er til dæmis gaman að kynnast skoðunum Lángs á D. H. Lawrence, sem hann telur síður en svo veigaminna skáld en W.B. Yeats og T.S. Eliot. Það er ekki tilgangur Helmers Lángs að brjóta ljóðin til mergjar og svipta þau þannig töfrum sínum. Hann vill vekja lesandann til umhugsunar um hugmyndir og aðferðir skáldsins, kenna lesandanum að sjá. Margt fleira mætti nefna, þegar bók- menntastörf Helmers Lángs eru á dag- skrá. Hann hefur þýtt verk franska skáldsins Arthurs Rimbaud og komu þau á einum stað I bókinni Dikter och Diamantprosa (FIBs Lyrikklubb 1965). Með þýðingum sínum á Rimbaud, sem fyrst voru gefnar út 1953 og 1958 (En tid i helvetet og Illuminationer) hefur Helmer Láng lagt drjúgan skerf af mörkum til þróunar sænskrar Ijóðlistar. Nýlega hefur hann ásamt Karl H. Bolay þýtt verk aust- ur-þýska skáldsins Reiner Kunze (Dikter över alla gránser, Eremit-Press, Viken 1973). Að margra dómi er Kunze í röð helstu nútímaskálda í Evrópu, skáld, sem með vopni fágaðs skáldskapar ræðst gegn óréttlátu þjóðskipulagi. Þess skal að lokum getið, að Helmer Láng er aðalritstjóri nýs norræns menn- ingarmálatfmarits: Nordisk Kulturtid- skrift. 1 timaritinu er lögð megináhersla á að kynna það, sem efst er á baugi i norr- ænum bókmenntum og listum og er Island ekki undanskilið eins og oft vill verða í tímaritum samnorrænnar hugsjónar. urbréf Laugardagur 29. júní Kosningarnar í dag Á skömmum tíma ganga fslend- ingar öðru sinni að kjörborðinu og velja þá, sem þeir tréysta bezt til að vera í fyrirsvari fyrir land og þjóð á næstu árum. 1 sveitar- og bæjarstjórnakosningunum, sem fram fóru fyrir mánuði, vann Sjálfstæðisflokkurinn mikinn kosningasigur og þar með var slegið úr höndum andstæðinga hans það vopn, sem þeir höfðu sveiflað hvað ákafast, að flokkur- inn væri staðnaður og heillum horfinn, að æskan hefði yfirgefið hann. Allt annað kom í ljós. Eng- inn flokkur vinnur slfkan kosn- ingasigur sem Sjálfstæðisflokkur- inn í bæjarstjórnakosningunum sfðustu án trausts og öruggs fylgis ungs fólks og nýrra kjósenda. 1 Reykjavík var kosið um verk meirihluta sjáifstæðismanna og vita allir, hvaða einkunn flokkur- inn hlaut hjá kjósendum. Núy í þessum þingkosningum, er kosið um verk vinstri stjórnarinnar og verður fróðlegt að sjá, hvern dóm kjósendur leggja á þau. 1 bæjar- og sveitarstjórnakosningunum lögðu ýmsir, sem annars fylgja öðrum flokkum að málum, Sjálf- stæðisflokknum lið og er enginn vafi á, að svo muni einnig fara nú, svo óvinsæl sem vinstri stjórnin hefur orðið af verkum sínum. Fólkið í landinu er sáróánægt með það, sem gert hefur verið, og uggandi yfir þvf, sem gera þarf vegna pólitískra axarskafta í valdatfð vinstri stjórnar. Það verður óskemmtilegt verk að moka þann flór, sem vinstri stjórnar fjósamaðurinn skildi eftir handa þeim, sem við tæki. Enda þótt allir sjóðir séu meira og minna tómir og útlit fyrir stöðvun og stórfellt tap sjávarútvegs og frystiiðnaðar og eftir sé að borga niðurgreiðsluvíxilinn og aðra þá víxla, sem vinstri stjórnin hefur tekið í okkar nafni, er talað fjálg- lega og af stærilæti — jafnvel með brosi á vör — um það, að hin miklu þjóðfélagsvandamál, sem nú blasa við, séu eins konar „bókhaldsatriði“, sem raunar skpti engu máli. En vfxlaverður að greiða, það vita allir. Og ólík- legt er annað en fjölmargir úr öllum vinstri flokkunum greiði nú Sjálfstæðisflokknum atkvæði af þeirri einföldu ástæðu, að þeir treysta ekki glundroðanum og sundrungaröflunum í vinstra lið- inu fyrir því að taka upp þá ábyrgu stjórnarstefnu, sem ein getur komið í veg fyrir meiri vandkvæði og stórfelldari erfið- leika en nú blasa við. Sjálfstæðismenn eru einhuga í þessum kosningum. Og þeir eru staðráðnir f að vinna sem ötulleg- ast að því, að þjóðin fái þá ábyrgu ríkisstjórn, sem hún á skilið. And- spænis sundruðum vinstri flokk- um stendur Sjálfstæðisflokkurinn styrkur, einhuga og ákveðinn. Hann er það afl, sem fslenzka þjóðin getur nú bezt treyst til þess að lyfta okkur úr öldu- dalnum. Alþýðuflokkurinn varð fyrir miklu áfalli f sfðustu bæjar- og sveitarstjórnakosningum. Ástæð- an var auðvitað sú, að flokkurinn naut ekki trausts. Ekkert skal um það sagt, hvort það traust, sem hann nú hefur glatað, verður endurheimt f þess- um kosningum eða ekki. En ef illa fer getur hann sjálfum sér um kennt. Enginn veit í raun og veru, hvorum megin hryggjar hann liggur og kjósendur óttast, að hann geti allt eins skriðið undir vinstri stjórnar pilsfaldinn á örlagatímum eins og nú eru, þegar flokkar og forystumenn þurfa að taka af skarið, skýra þjóðinni frá því, hvað þeir ætlast fyrir og þá helzt með þeim hætti, að fólk trúi orðum þeirra. Loks má geta þess, að enda þótt vinstri stjórnar flokkarnir, af ótta við eigin verk, hafi nú reynt að leiða athyglina f kosningabarátt- unni aftur til liðins tíma, rétt eins og nú stæðu fyrir dyrum kosn- ingarnar 1967 eða 1971, verður í þessum kosningum ekki sízt bar- izt um sjálfstæði Islands og stefn- una í öryggis- og varnarmálum landsins. í þeim efnum hefur Sjálfstæðisflokkurinn einn skýra afstöðu. Hann vill tryggja öryggi Islands með aðild að Atlantshafs- bandalaginu og dvöl varnarliðs hér á landi, svo lengi sem þess er þörf að mati beztu manna — þó ekki degi lengur. Allt tal um, að Sjálfstæðisflokkurinn stefni að því að venja þjóðina við návist varnarliðsins á sér auðvitað ekki aðrar forsendur en þær, sem jafn- an eru undirrót fúkyrða og full- yrðinga manna, sem af ýmsum hvötum hrópa sffeldlega yfir þjóðina: Við einir vitum! Það er slíkt fólk, sem hefur taumhaldið í Alþýðubandalaginu, þar sem kommúnistar stjórna einu og öllu — og einmitt vegna þess að allir vita, að það eru kommúnistar, sem hafa uppi brigzlyrðin um sjálfstæðismenn, eru þau látin sem vindur um eyru þjóta. Stefna Sjálfstæðisflokksins í öryggis- og varnarmálum á rætur í þeirri skoðun lýðræðisafla hér á landi, að öryggi Islands og sjálfstæði sé bezt tryggt með samstarfi við vestrænar nágrannaþjóðir. Það eru mennirnir f Kreml, þeir, sem stjórna herstöðvunum á Kola- skaga, þeir, sem senda njósnara til Islands, þeir, sem hafa nánast umkringt landið með sovézkum kafbátum, herskipum og herflug- vélum — það eru þeir, sem koma í veg fyrir, að varnarliðið verði kallað á brott; með síaukinni ásókn á Norður-Atlantshafs- svæðið og þrýstingi, sem m.a. kom í Ijós, þegar sovézkur sendifull- trúi mótmælti ummælum mennta- málaráðherra um Solzhenitsyn- málið f sjónvarpinu, og auknum afskiptum af innanrfkismálum, sem íslendingar vilja vera lausir við, vekja þeir tortryggni og efla árvekni íslendinga. Hugur almennings f varnarmálum mun áreiðanlega koma í Ijós í þessum kosningum. Ef þær þúsundir ís- lendinga, sem lýst hafa yfir ósk sinni um það, að hætt verði við ótfmabæran brottrekstur varnar- liðsins á Islandi, greiða atkvæði samkvæmt þessari viljayfirlýs- ingu sinni, er enginn vafi á því, að öryggi Islands verður tryggt í framtfðinni og þjóðarviljinn nær fram að ganga. En þess verða menn að minnast í dag, að Sjálf- stæðisflokknum einum er full- komlega treystandi f þessu máli eins og sakir standa. Framsóknar- flokkurinn hagar pólitfskri stefnu sinni eftir vindáttum, eins og kunnugt er, en stefnir þó að áframhaldandi vinstri stjórn og minnkandi vörnum landsins. Þeir þingmenn flokksins, sem áður sátu á þingi og voru hvað einarð- astir stuðningsmenn þess, að hér væru nauðsynleg tengsl við At- lantshafsbandalagið, þeir Björn Fr. Björnsson og Björn Pálsson, hafa nú báðir séð fyrir endann á þingstarfi sínu fyrir Framsóknar- flokkinn. Og mennirnir á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík, Þórarinn Þórarinsson og Einar Agústsson utanrfkisráð- herra, hafa hvorugir haldið uppi merki þeirra 55.000 tslendinga, sem krafizt hafa varna og öryggis á íslandi eins og heimsmálum er nú háttað. Val þeirra, sem nú ganga til kosninga og vilja tryggja öryggi Islands, getur því ekki verið erf- itt. I höndum Sjálfstæðisflokksins verður fjöreggi þjóðarinnar bezt borgið eftir þann hrunadans i utanríkis- og efnahagsmálum, sem tíðkaður var svo eftirminni- lega í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Kaupránsstefna vinstri flokkanna Eins og kunnugt er féll vinstri stjórnin á því, sem forystumenn verkalýðsfélaga nefna kaupráns- stefnu. Björn Jónsson forseti Alþýðusambands Islands og fyrr- verandi ráðherra í vinstri stjórn- inni hefur lýst þessari kaupráns- stefnu á svo eftirminnilegan hátt, að ekki þarf við að bæta. Hann hefur lýst Samtökunum, sem ætla að koma mönnum á þing í skjóli Karvels Pálmasonar á Vestfjörð- um, á þann hátt, að þau séu þröngur menntamannahópur. Eins og íslendingum er kunnugt, hafa forystumenn þessara sam- taka einna helzt einbeitt sér að því á sfðasta kjörtímabili að mis- nota rfkisfjölmiðlana með setu sinni í útvarpsráði. Það virðist vera eina zetan, sem Magnús Torfi Ölafsson hefur haft nokkra velþóknun á, auk zetunnar í rfkis- stjórn, eins og öllum er kunnugt. En áhugi þessa hóps á kjörum launafólks hefur aftur á móti ekki verið í samræmi við fyrr- nefndan áhuga. Þar hafa ráðið önnur sjónarmið, önnur áhugamál. Kommúnistar hafa að venju reynt í þessari kosningabaráttu að sigla undir fölsku flaggi og beita blekkingum. Þeir efna til funda undir kjörorðinu: Hrindum kaupránsstefnu fhalds- ins, eða eitthvað í þá átt. Hvert er þetta íhald? spyrja áreiðanlega ýmsir. Er það Framsóknarflokkurinn? Eða kannski Alþýðubandalagið sjálft? Ekki er hægt að hrinda kaupráns- stefnu annarra en þeirra, sem með völdin fara í landinu hverju sinni. Ekki getur þetta átt við Sjálfstæðisflokkinn, því að hann hefur ekki setið í ríkisstjórn landsins undanfarin þrjú ár. Og þessar kosningar einar munu skera úr um, hvort flokkurinn verður í rfkisstjórn eða ekki. Vfg- orð kommúnista hitta þá því sjálfa fyrir, enda hafa engir stjórnmálamenn á Islandi iðkað kaupránsstefnu í jafn stórum stíl og þeir á undanförnum mánuð- um. Þegar þeir ásamt félögum sínum í vinstri stjórn höfðu komið öllu efnahagslífi þjóðar- innar á kaldan klakann, gripu þeir til ráðstafana, sem höfðu í för með sér m.a., að launþegar fengu ekki þá 15 stiga kaupgjalds- hækkun, sem ráðgert var um síð- ustu mánaðamót ef frjáls samn- ingagerð verkalýðsfélaganna hefði verið höfð í heiðri. Á þetta hefur Björn Jónsson m.a. bent. Þessi kaupránsstefna er ekki sfzt ástæðan til þess, að hann treysti sér ekki til að halda áfram þátt- töku sinni f hrunadansi vinstri stjórnar. Að mis- nota valdið En kommúnistar svffast einsk- is. Þeir hafa jafnvel stöðvað eftir- vinnu f vöruskemmum Eimskipa- félagsins vegna kosningafundar Alþýðubandalagsins f Laugardals- höllinni sl. þriðjudag. Mennirnir, sem þeir tóku af 15 kaupgjalds- vísitölustig, áttu ekki að fá að vinna þetta kvöld heldur skyldi smala þeim eins og fénaði á fund þeirra, sem stjórnuðu kaupráns- stefnu afturhaldsins á Islandi. Hvað skyldu kommúnistar hafa sagt, ef einhverjir aðrir hefðu rekið slfka pólitfk sér til fram- dráttar? Ein lög skulu gilda yfir Alþýðu- bandalagsfólk, önnur yfir annað fólk í landinu. Vinstra tfmabil það, sem nú er að ljúka, hefur ekki sfzt sýnt það. Augu margra hafa opnazt, ekki sízt ungs fólks, sem vill að sanngirni, frjáls hugs- un og lýðræðisleg vinnubrögð ríki í landi okkar. En Alþýðubanda- lagsmenn hafa ávallt skilið eftir sig sömu slóðina. Magnús Kjartansson segir f samtali f Þjóð- viljanum um daginn, að hann hafi verið sendur á Alþingi, að því er manni virðist gegn vilja hans, og sfðan hafi hann verið sendur upp í Stjórnarráð, einnig að því er manni skilst gegn vilja hans. Af hverju er maðurinn að láta senda sig út um allar þorpagrundir án þess hann hafi áhuga á? Magnús er sem sagt sendimaður. Islend- ingar þekktu sendimenn á 13. öld. Þeir létu senda sig út um allar trissur, en ekki verður þvf trúað, að Magnús Kjartansson ljúki póli- tfskum ferli sínum sem sérstakur sendiboði húsbændanna í Kreml. Síðast var Magnús sendur á verkalýðinn. Hann var sendur til að hafa af verkalýðnum 15 stiga kaupgjaldshækkun, sem átti að verða um sfðustu mánaðamót. Þeir, sem hann og flokkur hans ætluðu að smala f Laugardalshöll á þriðjudagskvöld og fengu ekki að vinna í vöruskemmum Eim- skips, líta áreiðanlega ekki á Magnús Kjartansson og sam- starfsmenn hans eins og ein- hverja sendiboða guðanna. Þó hafa þeir verið sendir af Marx, sem sumir telja að vísu guð, en aðrir falsspámann. Kannski væri hægt að komast að því samkomu- lagi, að Marx sé guð í skjóli kjarn- orku og eyðingarvopna. I framhaldi af þessu er rétt að minnast þess, sem Hermann Guð- mundsson sagði í samtali f Mbl. á sextugsafmæli sínu 15. júní sl. Hann kynntist vinnubrögðum kommúnista í verkalýðshreyfing- unni. Hermann er lýðræðissinni, en þó fyrst og sfðast verkalýðs- sinni. Enginn getur sagt, að hann hafi brugðizt félögum sfnum í verkalýðsfélögunum. Hann fórnaði jafnvel forsetaembættinu í Alþýðusambandinu vegna þess að hann þoldi ekki tilraunir félága sinna, sósfalistanna, til valdaráns á Alþýðusambands- þingi. Og hann sagði skilið við „félagana". Af biturri reynslu veit hann, að Alþýðubandalags- mennirnir, sem nú kalla sig, eru reiðubúnir að beita valdi og mis- nota það, hvenær og hvar sem er — og engin ástæða til að treysta þeim fyrir því að vinna lýðræðis- lega f verkalýðshreyfingunni né annars staðar. I samtalinu segir Hermann Guðmundsson m.a., og er ekki út í hött að ljúka þessu Reykjavfkurbréfi á örlagastund, kosningadegi, með orðum hans og ábendingu: „Ég hafði mínar ástæður fyrir því að hætta stjórn- málaafskiptum... Á þessum árum voru gífurlega hörð átök um yfir- ráð ASt, baráttan stóð milli Sósfalistaflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins hins vegar. Á ASl-þinginu 1948 var málum þannig háttað, að sósíalistar voru komnir f minni- hluta. Ýmsir þeirra, sem þá voru þar f valdaaðstöðu, vildu meina mörgum kjörnum fulltrúum þing- setu, einkum Vestfirðingum. Ástæðan var sú, að kjörbréf þeirra væru ekki í lagi. Með þvf að vísa þeim frá þinginu hefðu sósíalistar getað haft áframhald- andi völd í ASl. Hinir tóku sig þá til og rannsökuðu kjörbréf sósíal- istanna og fundu í þeim ýmsar veilur. Kærur gengu á víxl, en mínir menn voru harðir á því að vísa bæri andstæðingunum einum frá. Ég taldi hins vegar, að yrði þetta gert bæri einnig að taka tillit til annarra rökstuddra kæru- mála og væri það gert, yrði ekki um neitt ASÍ-þing að ræða. Neitaði ég því að taka þátt í þessum leik. Sem forseti ASÍ hafði ég vald til þess að úrskurða um þingsetu fulltrúanna og gerði það á þann hátt að telja þá alla réttkjörna. Forseti ASÍ-þingsins var Hannibal Valdimarsson, en ég dró mig til baka við forsetakosn- inguna og var Helgi Hannesson kjörinn forseti ASl. Þetta, að sósfalistar vildu ekki láta af hendi það vald, sem þeir voru raunverulega búnir að missa, gerði mig mjög ósáttan við þá og ég ákvað að segja mig úr flokknum....“ Hvað skyldu margir segja sig úr „flokknum" í dag? Hvað skyldu margir nota kjörseðil sinn í dag til að gera upp við afturhaldið í Alþýðubandalaginu og kaupráns- mennina í vinstri stjórninni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.