Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 25

Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNI 1974 25 Erlendar bækur „Kongen af Island” — sjálfsævisaga Jörundar hunda- dagakonungs FYRIR nokkru kom ut á Vintens- forlagi I Danmörku bók, sem ætti að vera islenzkum lesendum for- vitnileg: þar er komin ævisaga Jörundar hundadagakonungs, rit- uð af honum sjálfum. Er bókin nefnd „Kongen af Island — eller beretningen um Jörgen Jiirgensen". Bókin er unnin upp úr handrit- um og dagbókarbrotum Jörundar, sem varðveitzt hafa i British Museum i London og hafa ekki verið gefin út áður. Hefur James Francis Hogan séð um útgáfuna. Þetta er að visu litil bók. en hún segir frá litrikum og ævintýra- ríkum ferli þess manns, sem jafn- an hefur haft um sig Ijóma i islenzkum hugum. Þá má nefna, að bókin er prýdd teikningum eftir Jörund, en hann þótti drátthagur i bezta lagi. Hogan ritarall itarlegan formála að bókinni, en siðan tekur við frásögn Jörundar og segir i fyrsta kafla bóksrinnar frá uppruna hans og bemskuárum. f þeim kafla er sagt frá hinum mikla bruna i Krist- jánsborgarhöll og horfði Jörundur á brunann og lýsir honum mörgum orðum og þeim áhrifum, sem sú sjón hafði á hann. Jörundur hélt til sjós ungur að aldri og hefur áður lýst þvi, að hann hafi ungur haft yndi af þvi að fylgjast með skipakomum og dreymt þá um ferðalög til fjar- lægra landa og sá draumur hans átti vissulega eftir að rætast i rikum mæli. Nitján ára ræðst hann á skip, sem siglir til Suður-Afriku en ekki ilendist hann lengi á þeim farkosti fremur en öðrum og ræður sig á mælingaskipið „Lady Nelson" og siðan fer hann á milli skipa á næstu árum. f niðurlagi þessa kafla kemst hann I kynni við Sir Joseph Banks og það er fyrir hans tilstilli, að hann fer I sina fyrri fslandsreisu með matvæli og segir, að langsoltnir ibúarnir hafi tekið skipakomunni með fögnuði, enda þótt þessar matvælabirgðir hafi langt frá hrokkið til. f þriðja kafla segir siðan frá siðari för hans til fslands og skammvinnri konungstið hans. Segir hann þar, að hann hafi ekki sætt sig við þá afgreiðslu mála, sem höfð var gagnvart hinum þurfandi fslendingum og því hafi hann gert sinar áætlanir án þess að trúa neinum fyrir þeim. „Dagurinn eftir komu mina var sunnudagur. Gekk ég þá i land með tólf sjómenn mina þegar ég hafði séð fólk ganga til kirkju. Ég gekk rakleitt að húsi stiftamt- mannsins og skipti liði mlnu i þrjár deildir. Sex hafði ég fyrir framan húsið, og sex voru að húsabaki með fyrirmæli um að skjóta hvem þann, sem kynni að freista þess að trufla mig i ætlunarverki minu. Því næst lauk ég upp dyrunum og gekk inn með byssur i höndum. Hans tign, Trampe greifi, lá á legubekknum, án þess að hafa grun um, hvað var í aðsigi og hann varð mjög undrandi yfir óvæntri komu minni. Að kokkinum einum undanteknum, sem var að útbúa hádegisverðinn, og einni þjón- ustustúlku og danskri konu, voru ekki aðrir I húsinu. Ef hann hefði verið i kristilegum hugleiðingum hefði hann farið í kirkju með öðrum bæjarbúum og hefði þá ekki verið jafn auðvelt að fram- kvæma áætlun mina. En eins og nú var komið átti ég ekki I neinum vandræðum með að handtaka greifann og flytja hann um borð i skip mitt. Ég er efins i þvi, að ég gæti — og sá sagnfræðingur mætti vera lærður, sem það gæti — bent á dæmi i sögu nokkurs lands, þar sem bylting var gerð svo snilldarlega og sakleysislega og þó fullkomin i sinum einfald- leik. I einu vetfangi gerbreyttist öll eyjan, án þess að hleypt væri af einu skoti eða blóðdropa út- hellt. Ég þekkti hug fólksins vel, áður en ég gerði áætlun mina og hafði þvi rika ástæðu til að ætla, að allt myndi ganga að óskum. Þegar fólk kom úr kirkju heyrði það fréttirnar og safnaðist i hópa, mjög undrandi. og ræddi fang- elsunina og valdamissi greifans, en þar sem menn voru sannfærðir um, að ég hefði aldrei stigið svo djarft og afdráttarlaust skref án samþykkis brezku rikisstjórnar- innar, gengust þeir fúslega undir hina nýjan skipan mála og hélt nú hver til sins heima. Enda þótt ég hefði ekki beinlinis æfingu i þess- um málum. gaf ég samstundis út yfirfýsingu. þar sem ég lýsti þvi yfir vafningalaust, að Ísland hefði varpað af sér hinu óbærilega oki danskrar stjórnar og samþykkt mig einróma i fararbroddi nýrrar rikisstjórnar." Lýsir Jörundur siðan þvilikur fögnuður hafi gripið um sig meðal eyjarskeggja og þvi næst tekur nú Jörundur til óspilltra málanna að gefa út reglugerðir, hann breytir sköttum samstundis og hækkar laun klerka. „Veslings fólkið," segir Jörundur. „Sumir prestanna höfðu ekki nema 12 sterlingspund i árstekjur og fyrst ég kom af stað svo mikilvægri byltingu, var ekki nema sanngjarnt. að ég hækkaði tekjur þeirra svo sæmilegt mætti teljast. Það skorti ekki heldur á þakklætið, þvi að i öllum prédikunum þeirra lýstu þeir yfir samþykki sinu með hina breyttu skipun." Jörundur hefur með ýmsum gerðum i höfuðborginni styrkt svo stöðu sina, að hann ákveður að leggja i landsreisu. Hann segir: „Enda þótt engin tré fyrirfinnist á íslandi er landið kannski það lit- rikasta og fegursta i heimi. . ." Jörundur lýsir siðan landslagi og atvinnuháttum og virðist þar fara með ágætlega rétt mál. En ekki eru allir jafn hrifnir af hinum nýja valdhafa og þegar til Englands kemur er kóngurinn sendur til Tothills-fangelsis og siðan settur á skip, sem var fyrir danska fanga og var hann þar í ellefu mánuði. Um þetta leyti fer Jörundur að hafa orð á því, að áfengisnautnin hafi verið búin að ná taki sínu á honum og virðist hann hafi strftt við þann veikleika meira og minna upp frá því auk þess sem „spiladjöfullinn hafði krækt sig fastan við hjarta mitt". Alltof langt mál yrði að rekja öllu frekar sögu Jörundar svo fjöl- skrúðug og atburðarík sem hún virðist, af smábók þessari að dæma. Hann hefur haft sérstakt lag á þvi að koma sér F hvers kyns klandur, stundum nær hann sér harla vel á strik og nýtur trausts og trúnaðar og virðist raunar hafa verið býsna laginn að fá ýmsa aðila til að trúa á þá fjölþættu hæfileika, sem hann var sjálfur sannfærður um, að hann væri gæddur. James Hogan ritar eftirmála, þar sem fjölda margar nýjar upplýsingar koma fram um Jörund og þar er vikið að hinum ýmsu ritum hans og hugleiðingum, en hann fékkst mikið við skriftir. Jörundur hundadagakonungur var á efri árum fluttur til Ástraliu sem fangi, en þar kom hann all- sæmilega undir sig fótunum og naut talsverðar virðingar — að minnsta kosti samkvæmt eigin lýsingu. Þessi bók er sérstaklega skemmtileg aflestrar og kímnigáfa Jörundar verður vist ekki i vafa dregin. enda þótt deila megi um sjálfsgagnrýni hans og hjartans litillæti. Sá lesandi, sem byrjar að lesa þessa bók, mun þvi án efa eiga góðar stundir, auk þess sem hann fræðist um nýjar hliðar á ævi þessa manns, sem þrátt fyrir stutta viðdvöl á íslandi, hefur skilið eftir sin spor i sögu okkar. h.k. Teikning í bókinni eftir Jörund: Frá dansleik í Reykjavík. Jurgensen f fangelsi kallar hundadaga- kóngurinn þessa teikningu. Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með stutt- um fyrirvara. Afhending á byggingarstað. Borgaro/aSt HF Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar. Borgarnes/ Sími 93- 73 70. Skrásetning nýrra stúdenta í Háskóla íslands fer fram frá 1. til 1 5. júlí 1 974. Umsókn um skrásetningu skal fylgja Ijósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini, skrásetningar- gjald, sem er kr. 3700.-, og tvær Ijósmyndir af umsækjanda (stærð 3,5 x 4,5 cm). Einnig nafnnúmer og fæðingarnúmer umsækjanda. Skrásetningin fer fram í skrifstofu Háskólans, og þarfást umsóknareyðublöð. PASSAT Passat er nýjung í sfnum stærðarflokki ekki eingöngu vegna frábærra aksturseiginleika, — þæginda, — eða kitlandi útlits, heldur vegna þess, að hann er búinn öllum þessum kostum og óteljandi öðrum. Passat er aflmikill og traustur Þrjár vélastærðir: 60 ha, 75 ha og 85 ha. 75 ha vélin: Viðbragðshraði: 0—100 km 13,5 sek. Hámarkshraði: 160 km klst. Benzíneyðsla: um 8,8 lítra á 100 km. Passat er öruggur í akstri: Allur öryggisbúnaður Passat og hinn fullkomni stýris-, fjöðrunar- og hemlabúnaður er miðaður við hámarksorku og hraða. Passat luxus-þægindi, sjálfsögð þægindi. Passat framsæti er hægt að stilla að vild og jafnvel í þægilega svefnstöðu. Passat er rúmgóður fimm manna bfll. Stórt farangursrými, 490 lítrar. Þessar staðreyndir eru aðeins brot af öllum sjáanlegum atriðum. Passat er hagkvæmur og ódýr í rekstri. Benzfneyðsla: Um 8,8 I. — Viðhaldsskoðunar er þörf aðeins einu sinni á ári eða eftir 1 5 þús. km akstur. — Hin viðurkennda V.W.-varahluta- og viðgerðarþjónusta er einnig Passat-þjónusta. Jafnvel er tölvustýrður V.W. bilanagreinir einnig Passat bilanagremir. Pantið tfma og reynsluakið Passat. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.