Morgunblaðið - 30.06.1974, Page 34

Morgunblaðið - 30.06.1974, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 197,4 Rekstrarferð Smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur Rétt á eftir stóðum við sjálf á hárri brún. Sú sýn, sem blasti við okkur, var eins og nýtt ævintýri eftir grjótið og gráan mosann. Á sölnuðu túni gat að líta lágvaxinn bæ og eins langt og augað eygði víð- lendar mýrar með grænum dýjamosa. Systir mín fór að hlæja. „Sérðu bæinn? Nú hljót- um við þó að vera komin.“ Reksturinn rann niður bratta troðningana og við urðum að hlaupa á eftir honum, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Unglingspiltur kom frá bænum og bauð okkur að ganga heim. Nú var of seint að dusta sig og laga. Við vorum komin alla leið í fyrsta skipti einsömul á v 29 ''O&y' rj 18 11 15 14• *13 12 Með blýanti áttu að draga strik á milli tölustaf- anna — frá númer 1 til 2 og síðan halda áfram að draga strik milli talnanna alveg upp að tölunni 30. ókunnan bæ. Tvær konur tóku á móti okkur eins og langþráðum gestum. Hátíðleg fylgdum við þeim inn dimm göng og komum inn I rökkvaða stofu. önnur konan fór strax fram aftur, en hin fór að leggja á borð. Okkur var starsýnt á hana. Hárið var snjóhvítt, en þó sýndist hún ung. Þykkir fléttingar sfvöfðust um höfuðið, en héngu samt niður á bak. Aldrei á ævi okkar höfðum við séð konu með svona mikið og einkennilegt hár. Aftur og aftur þakkaði hún okkur fyrir reksturinn og spurði frétta, en í hvert skipti, sem hún fór fram, heyrðum við hana endurtaka allt sem við höfðum sagt, svo hin konan missti ekki af neinu. Á gamalli kommóðu stóðu einkennilegir hlutir, skornir úr tré. Við gátum ómögulega satt forvitnina, því konan var alltaf að koma og fara. „Gjörið þið svo vel,“ sagði hún og setti fyrir okkur kúffulla diska af skyri með rjóma út á. Við byrjuðum strax að háma I okkur, þreytan hvarf og einhvers konar hamingjutilfinning kom I staðinn. Enn fór konan fram og nú glamraði í bollum. „Ef við fengjum nú kaffi á eftir,“ varð mér að orði og leit upp frá diskinum. Þá sá ég manninn. Hvorugt okkar hafði heyrt I neinum. Við heilsuðum vandræðaleg og ég skammaðist mín bæði yfir því, sem ég sagði, og græðginni I okkur. Maðurinn tók ekki undir kveðjuna heldur starði fram fyrir sig og mér sýndust augun I honum glóa. Þetta var auðvitað Sigurður með kutann, sá, sem gaf mömmu litla, fallega kistilinn og hlutirnir á kommóðunni voru gerðir af honum. DRATTHAGI BLYANTURENN cfionni ogcTVIanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Síðan lét hann Manna fara í hana úthverfa, en peys- an var fóðruð með svörtu. Og skrítið var það, að nú skeytti boli ekkert um okkur. Hann leit varla við okkur. Þegar svo langt var komið, að við sáum vel heim til bæjar, stöðvaði Haraldur hest sinn. Víð fórum af baki og settumst í grasið. Haraldur mælti: „Héðan getið þið vel ratað heim einir“. „Já, það er enginn vandi“, sögðum við. „En nú kemur þú heim með okkur, Haraldur“. „Nei, drengir. Nú fer ég ekki lengra. Hérna verðum við nú að skilja“. Þetta þótti okkur Manna mjög leiðinlegt. Okkur vöknaði um augu. Eftir stundarkorn sagði Haraldur: „Áður en við skiljum, ætla ég að trúa ykkur fynr leyndarmáli“. Við urðum báðir forvitnir og færðum okkur nær Haraldi. En hann tók til orða og sagði: „Fram að þessu hef ég kallað mig Harald. En nú vona ég, að þið verðið ekki hræddir, þó að ég segi ykkur það. Ég heiti réttu nafni — Halldór frá Borg“. Við Manni hrukkum við. Og nú gláptum við á Hall- dór eins og tröll á heiðríkju. En hann hélt áfram á þessa leið: „Þegar ég kom til Möðruvalla um daginn, hafði ég ætlað mér að framselja sjálfan mig. En mér snerist hugur á síðustu stundu, og þá sagði ég ykkur, að ég héti Haraldur, en ekki Halldór. Ég var hissa á því, hvað mér reyndist auðvelt að vera gestur í heila nótt á sama bænum sem yfirvöldin bjuggu á. Daginn eftir fór ég svo aftur upp í helli minn. Síðan hefur mér tekizt með aðstoð vina minna að ráða mig í skiprúm til útlanda. ffteÖÍmorgunkciffinu =yj| — Af hverju getur hann ekki bara komið með inniskóna mfna eins og aðrir hundar??? — Hvernig get ég sannfært þig um, að mér finnst þetta mjög leiðinlegt.... — Reyndu aftur og mundu að hreyfa vængina upp og niður....

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.