Morgunblaðið - 30.06.1974, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974
— \/
THE OBSERVER
Rabin - nýi mað-
urinn í_ Israel
Eftir Shaim Bermant
I ísrael fá gamlir hermenn að
verða ráðherrar, ef þeir hafa
ekki fallið í orrustu áður. I
þeirri stjórn Goldu Meir, sem
nú er farin frá völdum, voru
hvorki meira né minna en fimm
herforingjar og lengst af var
það mál manna, að Yigal Allon,
herforingi, eða Moshe Dayan,
herforingi, tækji við, ef Golda
Meir færi frá. En atburðurinn á
Yom Kippur-deginum breytti
því, og varð til þess að Rabin
herforingi komst til valda.
Sfðan árið 1948 hafa ísraelar
háð þrjár styrjaldir gegn ofur-
efli liðs og orðið svo sigursælir,
að þegar hin fjórða brautzt út,
bjuggust allir við því að hún
yrði sams konar, stæði stutt og
sigurinn ynnist skjótt. Þegar
stríðið dróst svo í átján daga og
kostaði mörg mannslíf og engin
lokaniðurstaða fékkst að strið-
inu loknu, hrundi til grunna
fylgi þáverandi valdamanna:
„Fólk þolir ekki að hafa okk-
ur fyrir augliti sfnu. Við verð-
um að vfkja,“ sagði Golda Meir.
Rabin hefur til að bera marga
kosti, en sá, sem vó þyngst til
að koma honum til valda, er
einmitt, að hann er ekki stjórn-
málamaður. Hann er f hópi
fárra ísraela, sem aldrei hefur
verið félagi í neinum stjórn-
málaflokki. Rabin vill vera
sjálfstæður. Ekki er með full-
um rétti hægt að kalla hann
„Öþekkta forsætisráðherrann“,
því að herforingjar eru opin-
berar persónur — einnig eftir
Yom Kippur-stríðið — nánast á
stalli með popphetjum.
Þegar hann var kjörinn for-
sætisráðherraefni Verka-
mannaflokksins, var ekki laust
við, að sú niðurstaða virtist
koma honum á óvart. Hann er
aðeins 52 ára gamall, ungur á
ísraelskan mælikvarða. Frami
hans hefur verið skjótur og
fyrírhafnarlítill og hinir eldri í
hettunni eiga dálftið erfitt að
kyngja því, hversu vel honum
hefur gengið að koma sér
áfram, þar sem þeir hafa verið
að stríða við að ná þessu tak-
marki sumir hverjir áratugum
saman. Rabin hefur reynt að
taka við embætti forsætisráð-
herra án þess að baka sér
óvildarmenn og hefur tekizt
það sæmilega.
Hann hefur einnig varið
miklum tfma til að reyna að
sætta og jafna hinar mörgu
kröfur sumra fylgismanna
sinna, sem héldu, að þeir væru
að styðja annan de Gaulle til
valda — en hallast nú að þvf, að
þeir hafi kosið yfir sig annan
Eshkol. Nafn Eshkols er nánast
komið inn í hebresku yfir þann,
sem aldrei getur tekið ákvörð-
un. En ein af meginástæðunum
fyrir því, að Rabin var kjörinn
forsætisráðherra, þó svo að
hann væri ekki félagi f Verka-
mannaflokknum, er, að hann er
að margra dómi eini maðurinn,
sem gæti ef til vill rétt hag
flokksins við í næstu kosning-
um í ísrael, en eftir öllum sólar-
merkjum að dæma geta þær
ekki verið langt undan.
Rabin er fæddur í Jerúsalem
og voru foreldrar hans
rússneskir Gyðingar. Faðir
hans hafði búið um skeið f
Bandaríkjunum, en kom til
Palestínu árið 1918 sem sjálf-
boðaliði Gyðingasamtakanna til
að berjast gegn Tyrkjum. Móðir
Rabins starfaði í borgarstjórn
Tel Aviv og báðir voru
foreldrarnir reyndar starfssam-
ir innan Verkamannaflokksins.
Sonurinn var sendur á
búnaðarskóla og þar hóf hann
þátttöku í Palmach, sem var
neðanjarðarhreyfing Gyðinga,
og hann hefur verið í hernum
alla ævi sína, þar til hann varð
sendiherra í Bandaríkjunum
árið 1968.
Rabin vann sér mikið orð sem
hraustur hermaður og Ben
Gurion tók hann einhverju
sinni sem dæmi um, hvernig
ungur, ísraelskur hermaður
ætti að vera. Hann er blátt
áfram í klæðaburði, svo að ekki
sé sagt gamaldags og veldur
það oft eiginkonu hans, sem er
hin glæsilegasta og þykir með
bezt klæddu konum í Israel,
hinu mesta hugarangri.
En útlit hans og framkoma
hafa þó átt sinn þátt í velgengni
hans. Þegar hann kom til
Bandaríkjanna til að taka þar
við sendiherraembætti, var sig-
urinn f sex daga stríðinu enn í
fersku minni og hreystileg
frammistaða hans á hvers
manns vörum. Hann er rauð-
birkinn og freknóttur og
Bandaríkjamenn sögðu, að
hann hefði getað komið beint
úr kúrekahlutverki í sendi-
herrastöðuna.
Það var Abba Eban, sem fékk
þá hugmynd, sem honum
fannst bráðsnjöll, að gera
Rabin að sendiherra í Washing-
ton. Sfðar átti hann eftir að
harma það, því að Rabin varð
þess bráðlega áskynja, að Golda
Meir vildi sjálf hafa stjórn á
utanrfkismálunum og sniðgekk
iðulega Eban þegar hún tók
ákvarðanir sínar. Rabin var á
stundum kallaður
„ódiplómatiskur diplómat" og
ýmsar yfirlýsingar hans, m.a.
hvatning hans til bandarfskra
Gyðinga um að kjósa Nixon í
forsetakosningunum, mæltust
ekki sérlega vel fyrir. En sjálf-
ur hafði Rabin hið mesta yndi
af dvölinni í Bandaríkjunum,
að minnsta kosti framan af. En
sex árum síðar hafði hann feng-
ið nóg og vildi snúa heim. Hann
var orðinn þreyttur á þeim
miklu samkvæmisskyldum, sem
fylgdu starfi sendiherrans.
Hann er heimakær maður og
lítið fyrir glaumlífi og tók því
fagnandi að fá að hverfa heim.
Sonur Rabins er f hernum og
dóttir hans er gift hermanni, en
eiginkona hans, Leah, sem er
mjög glæsileg, þykir hreint
ekki sannfærandi sem her-
mannskona og einhverjar tung-
ur hafa hvíslað því, að ein af
ástæðunum fyrir því, að Rabin
vildi verða forsætisráðherra,
hafi verið sú, að Leah langaði
til að verða forsætisráðherra-
frú.
Enn er ekki fullkomlega
ljóst, hver verður stefna Rabins
sem forsætisráðherra ísraels;
stefna hans er langt frá að vera
fullmótuð. En hann hefur tjáð
sig fúsan til að sýna meiri
sveigjanleika í viðskiptum við
Araba og hann telur mikilvægt,
að þjóð Israels geti smám sam-
an hætt að vera hernaðarþjóð
og gefið sér tfma til að sinna
öðrum hugðarefnum en vera á
hverri stundu viðbúin styrjöld
við andstæðinga á alla vegu.
Það verður að teljast krafta-
verk, ef honum tekst að bæta
svo sambúðina vió Arabarfkin,
að hann nái því marki, sem
margt bendir til, að hann keppi
að, en Landið helga hefur áður
orðið vitni að kraftaverkum og
ekki úr vegi, að slíkt eigi eftir
að endurtaka sig.
Ingólfur Kristfáns-
son rithöfundur
F. 12.12. 1919
D. 27.3 1974.
„Hafið er dýrlegt
um hásumardag,
er bárurnar leika
sitt blíðasta lag
svo bátarnir vagga
á bylgjunum rótt
í blæhvíta logni
um hásumarnótt."
ÞETTA eru upphafserindi kvæð-
is, sem Ingólfur Kristjánsson birti
árið 1957 í þriðju ljóðabókinni,
sem hann gaf út, en það var 16
árum eftir að hann hafði fyrst,
með æskuljóðunum Dagmál,
kvatt sér hljóðs á þingi skálda og
rithöfunda, sem hann hefir setið
síðan við vaxandi sæmd.
Við hið sviplega andlát hans
verður þetta kvæði mér hugstætt
vegna þess, hve nátengt mér virð-
ist það öllu því lífi, sem er nú
lokið.
Hið hugljúfa upphaf þess á
eflaust rætur að rekja til þeirra
bernskuminninga Ingólfs, sem
verða mjög áleitnar, þegar ég
minnist þess fegursta, sem sér-
kenndi hið hlýlega æskuheimili
hans undir hamraveggjunum við
Löngufjörur.
Það var háflæðin, þar sem logn-
kyrrðin endurspeglaði á haf-
fletinum litadýrð kvöld — eða
morgunsólar, allt þangað sem
Hausthúsaeyjarnar námu við
sjóndeildarhringinn, ævintýra-
eyjarnar, allar forvitnilegar þeim,
sem alltaf nutu þess að láta góð-
hestana bera sig þangað yfir
sléttar fjörurnar, en sögufrægust
Bæjarey þar sem áður hét Haf-
fjarðarey, og blásin bein vitnuðu
enn um prestssetur og sóknar-
kirkju Eyhreppinga, sem þar stóð
fram yfír miðja 16. öld. Gömul
munnmæli herma að hafið, sem
svo oft vaggaði bátunum örugg-
lega á bylgjunum f unaðsleik lita-
dýrðarinnar, hefði í grimmdaræði
hrifsað til sín hóp sóknarbarna
hinnar horfnu kirkju. Það gaf,
það tók. Þess vegna var það, jafnt
i ægifegurð sinni og ógn, tákn um
fallvaltleik lífsins, fullvissuna um
að einhvern tíma myndu bárurn-
ar á hafsjó tímans lokast yfir lífs-
fleyi okkar allra.
Ég veit ekki, hvort það var
fremur síbreytileiki fjörunnar og
hafsins eða einhverjar aðrar af
þeim mörgu ljúfu, tæplega
tveggja áratuga æskuminningum,
sem Ingólfur átti frá Haust-
húsum, er ollu því, að hann reisti
fjölskyldu sinni fyrir almörgum
árum sumarbústað, þar sem hann
sleit barnsskónum, og byggði nú á
yztu nöf úti við hafið, þar sem
hann naut sfðan flestra sinna frí-
stunda. Og þó að alls staðar væri
gott með þeim hjónum að vera, þá
virtist hamingja þeirra innileg-
ust, þar sem Ingólfur hafði byggt
þeim nýtt hreiður við hafið.
Rithöfundarferill Ingólfs, störf
hans að ritstjórn og frétta-
mennsku, allt er þetta í dag þjóð-
kunnugt, og svo vel varðveitt
framtíðinni í bókum hans og
aðgengilegum skrám um ævistörf,
að þarfleysa er nú upp að rifja. Af
öllu þessu er ljóst, að hann var
mikilhæfur maður, en þó að bæk-
ur hans beri grandvörum höfundi
fagurt vitni, þá grunar þá, sem
kynnast honum af lestri þeirra,
eða þekktu hann einungis af orð-
spori, alls ekki hve fágætt val-
menni hann var, og þeir geta
örugglegast um borið, sem kynnt-
ust honum bezt.
Fyrir mörgum öldum hafði
mannfræði forfeðra okkar sann-
fært þá um, að „fjórðungi bregð-
ur til fósturs“ — að hitt — þrfr
fjórðu — eru vöggugjöf. Þessi
staðreynd veldur þvf, að hinir
miklu mannkostir Ingólfs voru
bæði eðlislægir og áunnir.
Foreldrar Ingólfs, Danfríður
Brynjólfsdóttir og Kristján Páls-
son að Hólslandi í Eyjahreppi á
SÝNING!
VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN
VIÐ S
Ý
N
U
M
ENSK CAVALIER HJOLHYSI
ÞÝZK KNAUS HJÓLHÝSI
HOLLENZK CASITA FELLIHÝSI
HOLLENZKA CASITA TJALDVAGNA
AMERÍSKA STEURY TJALDVAGNA
Sýningin er á bílastæði Sundaborgar við Kleppsveg. Sýningin verður
laugardag og sunnudag 29. og 30. júní kl. 1 3—22.
GÍSLI JÓNSSON & CO HF.„
SUNDABORGUM — KLETTAGARÐAR 1 1., SÍMI 86644