Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1974 fyrsti hópurinn kom hingað til lands 1970 fyrir milligöngu Stefáns Arnars Stefánssonar, arkitekts og mælt var upp á 3 stöðum á landinu Síðan hafa uppmælingaferðir til íslands verið fastir liðir á dagskrá Arkitektaskólans I Kaupmanna- höfn og í ár var tekin upp samvinna við Arkitektaskólann í Árósum og er helmingur þeirra 10 nemenda, sem hér hafa verið í sumar frá þeim skóla. Curt von Jessen nefndi tvær ástæðurfyrir þessum upp- mælingum. í fyrsta lagi væri mikill áhugi í Danmörku á Uppmæling á gömlum íslenzk- um torfbæjum Frá opnun sýningarinnar íslenzkum torfbæjum og i öðru lagi væri mikilvægt að hafa nákvæmar uppmælingar af þessum bæjum, ef að því skyldi koma, að einhverjir þeirra yrðu varðveittir og endurreistir. Arkitektaskólarnir hafa veitt styrki til þessara ferða, en þó hafa nemendurnir sjálfir þurft að borga meiri- hlutann. Til ferðarinnar í ár fékkst styrkur frá íslandi úr Sáttmálasjóði og taldi Curt það mjög þýðingarmikið bæði fjár- hagslega og ekki siður, að með því væri málinu sýndur áhugi hérá íslandi. að hluta sfðastliðið sumar, en lokið við þær nú i sumar. Það eru nemendur og kennarar frá Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn og Arkitekta- skólanum í Árósum, sem staðið hafa fyrir þessum mælingum og var ferðin í ár sú fjórða, sem farin hefur verið í þessum til- gangi. Áður hefur verið mæld upp Bernhöftstorfan, Þverá í Laxárdal, Neðsti-kaupstaður á ísafirði og auk þess gerðar skissumælingar af 3 torfbæjum á Suðurlandi og þrem á Norðurlandi. Uppmælingarnar hafa verið gerðar i samstarfi við þjóðminjavörð, sem hefurvisað á staði á landinu, sem æskilegt væri að mæla upp og er þar aðallega um að ræða torfbæi, sem komnir eru I eyði og að því komnir að falla saman, og er því ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hefur þannig tekizt að safna töluverðu efni og upp- lýsingum um byggingarhætti fyrr á öldum, sem siðar verður hægt að vinna úr við frekari rannsóknir. í ræðu, sem farar- stjórinn Curt von Jessen, arki- tekt, hélt við opnun sýningar- innar, sagði hann frá upphafi þessara mælingaferða, þegar Hugmyndin er að halda enn til íslands næsta sumarog ef til vill þar næsta sumar. Að þeim mælingum loknum verður væntanlega gefin út bók, þar sem birtar verða niðurstöður þeirra uppmælinga, sem gerðar hafa verið á íslandi á vegum skólanna. Þegar hefur verið gefin út bók um Þverá í Laxárdal og nú er í prentun bók um uppmælingarferðina 1973. Sýningin verður opin almenningi fram yfir helgi kl. 9-12 og 13-16 virka daga og 13-18 laugardag og sunnu- dag. Á miðvikudaginn var opnuð í húsakynnum Byggingar- þjónustu Arkitektafélags íslands sýning á uppmælingu gamalla torfhúsa í Öræfum, Austur-Skaftafellssýslu. Upp- mælingar þessar voru gerðar Curt von Jessen arkitekt Saljut-3: Matarlyst- in mikil Moskva 11. júlf NTB. AP. TASS fréttastofan sagði í dag, að geimfararnir Popovich og Artuk- hin létu hið bezta af sér í geim- stöðinni Saljut 3 og hefðu þeir nú lokið við um það bil helming þeirra rannsókna, sem þeim var ætlað að gera. Er því búizt við, að þeir verði í geimstöðinni a.m.k. vikutíma til viðbótar. TASS fréttastofan segir allt hafa gengið að óskum. Það eina, sem þeir hafa kvartað um, er, að ryksugan í geimstöðinni sé full- kraftmikil og í öðru lagi hefur matarlyst þeirra aukizt svo mjög, að þeir hafa fengið heimild til að fá sér af varabirgðum stöðvarinn- ar. Frá rannsóknarstörfum þeirra hefur Tass ekki sagt ýkja miklar fréttir, en lagt áherzlu á, að þau séu fjölþætt og hin merkilegustu. LE5IÐ Ma eiu oiuiliunga ’ , ,nur, bncLEcn ERNIR Nafnskírteini Verð 400 Ald. f. '59 Vegaruólaútibú Landsbankans er í Hafnarstræti Vegamótaútibú Landsbanka Islands hefur flutt starfsemi sína I húsakynni adalbankans við gatnamót Pósthússtrætis og Hafnarstrætis (Ingólfshvol) Afareiöslan veróur opin á venjujegum afgreiöslutíma, kj 13-18.30 aíla virka daga Landsbankirm, Vegamótaútibú, biöur viöskiptavini sína velviröingar á þessari tímabundnu breytingu á afgreiöslustaö um leiö og reynt veröur aö tryggja, sem eölilegust viöskipti eftir sem áöur LANDSBANKINN Vegamótaútibúi Ingólfshvoli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.