Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 7 Gamlar þjóðfélagsstofnanir Bretlands riða til falls Alla þessa öld hefur brezka miðstéttin verið skotspónn þeirra, sem gagnrýnt hafa þjóðfélagskipan. Shaw gerði grín að siðgæðishugmyndum hennar; aðrir hafa kallað hana tilgerðarlega, smá- borgaralega, sveitalega. Engu að síður eru margir þeir verðleikar, sem menn dást að hér í landi, runnir frá miðstéttinni og þeim hefðum, sem hún hefur skapað. Þar má nefna heiðar- leika, réttlæti, þrautseigju, kurteisi og hina ópólitísku alúð, sem opinberir starfs- menn, kennarar og aðrir starfshópar sýna starfi sínu. í sinni beztu mynd myndi mið- stéttin teljast til aðals hinna nærgætnu og duglegu, sem E.M. Forester hefurskapað. Eitt af því, sem maður verður mikið var við í Bret- Jíeurjjlcrrk ehnes landi F dag, er, að miðstéttar- fólki finnst sér vera ógnað. Hér ber þó að varast al- hæfingar, þar sem hugtakið „miðstétt" er ekki síður byggt á þjóðfélagslegum for- sendum en efnahagslegum. Til miðstéttar teljast jafnt þeir, sem afla 750 þús. kr. og 7,5 millj. kr. á ári. En margir miðstéttarmenn, t.d. læknar, verzlunarmenn, hjúkrunarkonur og arki- tektar, telja, að vegið sé að lífskjörum þeirra. Verðbólgan vex nú um nær tuttugu af hundraði á ári. Ríkisstjórn Verkamanna- flokksins breytti skatta- lögunum og það kemur niður á öllum, sem hafa í árstekjur jafnvirði 6,500 dollara. Hinir tekjuhærri verða auðvitað verr úti. Afleiðingin er sú, að fólki finnst sem rauntekjur þeirra, sjálf lífskjörin, séu skertar. Samkvæmt kenningum hagspekinga getur mið- stéttarfólkið auðvitað aukið tekjur sínar og haldið þannig í við verðbólguna en þetta hefur reynzt erfitt. Þeir, sem hafa fundið leiðir til þess að afla meiri tekna, lenda í hærra þrepi skatt- stigans. Fjölskylda, sem hefði jafnvirði 2,5 millj. kr. í árstekjur yrði að auka tekjur sínar tvisvar sinnum meira en næmi verðbólguvextinum til þess að kaupmáttur laun- anna stæði í stað í tímaritinu „The Economist" var þess getið fyrir skömmu, að ef verðbólguvöxturinn yrði áfram átján prósent á ári myndi verðlag tvöfaldast á fjórum árum, og maður, sem hefur 2,5 millj. kr. í árstekjur yrði þá að hafa 10. millj. kr. „til þess eins að halda í horfinu. Það fær hann ekki". Oðinberir starfsmenn og ýmsir aðrir starfshópar eiga erfitt með að sætta sig við þetta vegna þess, að þeir verða verr úti en kolanámu- menn eða verkamenn í bifreiðaiðnaði Hin öflugu verkalýðsfélög hafa brotið á bak aftur allar tilraunir til þess að halda launa- hækkunum í skefjum; og þau krefjast, og hafa fengið, meiri launahækkanir en verð- hækkanir hafa gefið tilefni til. Með tilliti til þessa þarf það engum að koma á óvart þótt fólki finnist lífskjörum sínum vera ógnað. Harold Lever er einn af ráðherrunum í ríkis- stjórn Verkamannaflokksins. Hann er vel stæður maður og hefur þetta um málið að segja: „í Bretlandi hafa fleiri mið- stéttarmenn en í nokkru öðru landi veraldar verið á þeirri skoðun, að verkamönnum bæri stærri hlutur þjóðarauðs ins en þeir hafa. Þetta kann að virðast fallega hugsað, en hefur í rauninni þýtt, að lág- launafólk ætti að fá bróður- partinn af vexti þjóðarfram- leiðslunnar, án þess að kjör miðstéttarfólks væru skert. Það er erfitt að fara fram á það við fólk að horfa fram á endalausa skerðingu lífs- kjaranna. Ekki aðeins hlut- fallslega heldur einnig peningalega. Fólk langar ekki til þess að horfa fram á við og hugsa sem svo: Næsta ár höfum ekki efni á að fara í leikhús, eða I sumarfrí til Grikklands." Síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk hafa Bretar náð athyglisverðum árangri í við- leitni sinni við að tryggja öllum lágmarkslaun. Vel- ferðarkerfið og hin opinbera heilbrigðisþjónusta hafa dregið mjög úr verstu afleiðingum launamis- réttisins. Fjárframlög hins opinbera til samgangna, lista og annarra nauðsynja hafa bætt Iffskjör allra. Það, sem nú er að gerast, virðist hins vegar stefna í allt aðra átt. Nú stefnir þróunin í átt til meiri launajöfnuðar. Þegar hagvöxtur þjóðar er enginn, — og það, sem af er þessu ári, hefur hagvöxtur Bretlands verið minni en enginn — hlýtur launa- hækkun eins starfshóps, t.d. kolanámumanna, aðeins að þýða það, að aðrir fái minna. Ýmsir hópar miðstéttarfólks hafa nú fengið þá tilfinningu, að þeir verði hinir ólánssömu „aðrir" allt til enda veraldar. Athugull kjósandi verka- mannaflokksins sagði: „Ef þessu heldur áfram munum við eignast mesta jafnréttis- þjóðfélag á Vesturlöndum." Hann þagnaði, en bætti síðan við: „ Hvort sem það verður til góðs eða ills." Sumir Bretar eru vafalaust á þeirri skoðun, að þessi breyting sé til góðs, ef hún heldur áfram. Þeir færa þau rök, að miðstéttin hafi lifað sitt fegursta og hún hafi reynzt of þreytt og þung- lamaleg til þess að leiða landið út úr hinum enda- lausu efnahagsvandræðum. Miðstéttin tók við af aðlinum og iðnjöfrunum um síðustu aldamót. Á sama hátt verði hún nú að fá verkalýðsstétt- unum hið raunverulega þjóð- félagslega vald I hendur. Margir eru á annarri skoðun, og ekki bara þeir, sem eru til hægri í stjórn- málum. Þeir efast um, að þjóðinni verði betur borgið með því að embættismenn og forstjórar fyrirtækja sjái fram á vaxandi fátækt með hverju Sri sem líður. Þeir halda því líka fram, að frS pólitísku sjónarmiði séð geti verið hættulegt að eyðileggja miðstéttina; það var gert í Weimarlýðveldinu. Að mati þessara manna væri það ákaflega heimskulegt, þar sem enginn hefur fram að færa tillögur um hagkvæmari lausn. Hið eina, sem verka- lýðsfélögin hafa fram að færa, er, að allir megi skara eld að sinni köku, en engar hömlur má leggja á veldi þeirra sjálfra. Vandamálin eru ekki sett svona skýrt fram, en þau eru fyrir hendi. Þjóðfélags- stofnanir riða til falls og þær verða æ áhrifaminni eftir því sem fólk missir trúna á þær. Bretar þurfa að leysa þjóð- félagsleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg vandamáL sem þola enga bið. (Þý8. J.Þ.Þ.) Eftir Anthony Lewis Pennavinir erlendis Um allan heim. Kvenfólk og karl- menn á öllum aldri. Biðjið um bækling strax. Skrifið til: Five Continents Ltd., Waitakere, Nr. Auckland. SuÓurnes Ung kona með eitt barn óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúð 1. ágúst. Reglusemi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 7166 eftir kl. 7 á kvöldin. Sumarhús Til sölu 25 fm sumarhús fulWrá- gengin inni sem úti. Flytjanleg hvert sem er. Sýnishorn á staðn- um. Uppl. í símum 92-2797 og 92-2307. Tökum að okkur smíði á eldhúsinnréttingum, klæðaskápum ofl. Trésmiðav Þorv. Björnssonar, Súðavogi 7 sími 86940. kvölds. 71118. 3ja herb. íbúð í Vesturbæ til leigu frá 1. ágúst — áramóta. Tilboð ásamt uppl. um fjölskyldu- stærð og greiðslu sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „STRAX — 5266". Verkstjóri óskast í rækjuverksmiðju og frysti- hús Strandar h/f i Kópavogi. Simar 21296 og 16260 á skrif- stofutíma. Saab 96 1972 til sölu, mjög góður bíll. Uppl. í síma 83728. Til sölu Volkswagen 1200 árg. '63 Upplýsingar I síma 52352. Einkamál Heiðarlegur maður á besta aldri óskar að kynnast konu á aldr. 35—45 ára með sambúð i huga. Þagmælsku heitið. Til. sendist Mbl. f. 22. þ.m. Kynning 5265. Volvo N-88. Til sölu er Volvo N-88 1 966 með búkka. Upplýsingar að Esjubergi Kjalarnesi sími um Brúarland 91- 66111. Ung hjón með 1 barn óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð sem fyrst. Skilvísi og reglusemi heitið. Upplýsingar í sima 12937 eftirkl. 7. íbuð til leigu: 4 herb. 100 fm ársgömul Ibúð til leigu frá 10. ágúst í vesturbæn- um, Kópavogi. Tilboð ásamt uppl. um fjölsk. stærð sendist Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt „Góð umgengni. 5264". Ég þakka hjartanlega öllum þeim, er glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á sjötugsafmæli mínu. Sófus Há/fdánarson, Jaðarsbraut 5, Akranesi. MANUDAGSBLAÐIÐ kemur ekki út um þessa helgi vegna sumarleyfa HIútboð Tilboð óskast i lagningu holræsa i Sundagarða tyrir Gatnamálastjóra Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 5.000.- króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. júli 1 974, kl. 1 1.00 f.h. NNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Volvo FB 88 1967 frambyggður búkkabíll með sturtum til sölu. Upplýsingar í síma 1 3893, eða 1 5209. Mötuneyti Samhent hjón óska eftir að taka að sér mötu- neyti, má vera úti á landi, erum vön. Ibúð þarf að fylgja á staðnum. Uppl. í síma 92-71 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.