Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13.JULI 1974 Shirali Mislimov, 168 ára og elzti maður heims ásamt þriðju konu sinni, Khatun. Hún er enn á Kfi, 106 áragömul. af okkur öllum og þó sérstaklega af börnunum í fjölskyldunni. Þau voru fjölmörg, en hann þekkti hvert einasta með nafni og hafði það hugfast, að sum voru frá fimmtu kynslóð á undan mér. Ég minnist þess, er hann tók mig upp í hnakkinn og reiddi mig niður til Lerikborgar til þess að gefa mér ís. Stundum reiddi hann þrjú eða fjögur okkar f einu alla þessa leið. Hann var mjög góður hestamaður þar til fyrir þrem eða fjórum ár- um sfðan.“ Shirali eignaðist 240 afkom- endur með þrem konum, Leyla, Dzekhun og Khatun, og Eldar tjáði okkur, að hann hefði eignazt þrjátíu börn, Hins vegar lifðu ekki allir synirnir. Frásögn Eld- ars var á þessa leið: „Khatun amma fæddi honum níu syni og tvær dætur, en allir synir þeirra létust á unga aldri. Þetta var mik- ið áfall fyrir Baba, einkum þó er Líf og dauði manns heims Shirali Mislimov dó eðlilegum dauðdaga í rúmi sínu í þorpinu Barzavu, nærri landamærum Ir- ans og Sovétríkjanna, kl. 9 að kvöldi þess 1. september 1973. Sovézkir vísindamenn höfðu ákvarðað fæðingu hans einhvern '’tima á árinu 1805 og gefið honum afmælisdaginn 1. maí, til þess að Mislimov og þjóð hans gætu hald- ið upp á hann. „Hann var 168 ára gamall, elzti maður heims,“ sagði dr. Alekhper Mekhtiev. hinn sovézki sérfræð- ingur, sem hafði fengið það sér stæða verkefni að halda Mislimov á lífi. Hann bætti við: „iVlér vaí mikið í mun, að hann yrðí 170 ára, en því miður varð það ekki.“ Alekhper Mekhtiev er yfir- maður sjúkraþjálfunar f lýðveld- inu Axerbaijan og stoltur af stöðu sinni, en hennar vegna bar hon- um að annast Mislimov. Það var ekki fyrr en nafn þessa elzta manns veraldar birtist í dagblöð- um Vesturlanda, að milljónir manna handan járntjaldsins heyrðu fyrst getið um þetta syðsta lýðveldi Ráðstjórnarríkjanna. Rússar sjálfir þekktu það helzt vegna svarta gullsins, — gríðar- mikilla neðansjávarolíuauðlinda, sem hafa í rauninni komið í veg fyrir orkuskort í sovétrfkjunum, — og vegna hins frábæra svarta kavíars. Það var Mislimov, sem vakt’ athygli umheimsins á Azerbaijan og hinum ævaforna þjóðflokki, sem landið byggir, en hann er fjarskyldur íranbúum og Tyrkj- um. Mekhtiev hafði svo mikinn áhuga á því að halda heimsathygl- inni við Azerbaijan, að hann var að undirbúa brottför frá Baku. Þrátt fyrir kalda vetrarvinda hugðist hann halda inn í fjöllin með þyrlu til þess að ieita uppi arftaka Mislimovs. Nokkrum dög- um eftir að við fórum lagði hann upp í förina og hugðist leita f þorpunum. „Annar Axerbaijan- búi,“ sagði hann. Þótt margir öld- ungar væru í nágrannalýðveld- unum Grúsíu og Armeníu lét hann það afskiptalaust. „Við erum kannski ekki fallegasta fólk heims, en við erum sannarlega elzt,“ sagði hann með yfirlætis- legu brosi og sólskinið, sem flæddi inn um gluggann, undir- strikaði hinn sterka vangasvip hans og hvasst arnarnefið. Honum fannst það skylda sín við Azerbaijan að finna arftakann sem fyrst þessu til sönnunar. „Ég býst ekki við að finna neinn jafn- gamlan," sagði hann með sakn- aðarhreim. „Gamli maðurinn var einn af milljónum. Arftaki hans mun líklega vera um 150 ára.“ Við hittum hann á skrifstofu hans í læknaskóla Narimanov, sem er einn af þremur háskólum Baku, og hann sækja 18.000 Azer- baijanar, sem allir virtust tala rússnesku — fyrir utan hinn 21 árs gamla Eldar Gadziov. Og það var Eldar, sem við vildum hitta. Við töluðum við hanh áður en við hittum Mekhtiev að máli. Eldar hafði komið til Baku frá fæð- ingarþorpi Mislimovs, Barzavu, fyrir rúmum þrem árum. Hann var annar af Mislimov- fjölskyldunni, sem fór í háskóla. Frændi hans, sem starfaði að heil- brigðisþjónustu, hafði verið sá fyrsti. Eldar talaði þá enga rúss- nesku fremur en aðrir í Barzavu, þar á meðal hinn frægi afi hans. Á þeim tfma, sem hann hafði verið við læknaháskólann, hafði hann aðeins lært nokkur orð í málinu, en það kom ekki að sök. I Baku er fullkomið tungumála- jafnrétti og azerbaijiska er lög- boðið mál við háskólann. Við þurftum þvf annaðhvort að tala hans eigið mál eða notast við túlk. Þar nutum við aðstoðar bæjar- búans Rasim Agayev. Hann kom fundi okkar með Eldar til leiðar með hjálp Mekhtievs og fylgdi okkur síðan til háskólans. Eldar beið okkar við dyr gamla skóla- hússins, — stóra nýja háskóla- byggingin uppi í fjallshlíðinni var ekki alveg fullgerð. Eldar er snyrtilegur ungur maður í dökkum fötum með bindi um hálsinn. Rasmin kynnti okkur. Með mér var að venju starfsbróð- ir minn Vladimir Kyucharyants, en í þetta skipti varð hann ekki að miklu gagni. „Góðan daginn," sögðum við báðir, en fundum strax, að tungumálaörðugleikar komu í veg fyrir, að við gætum rætt við Eldar sjálfan. Hann brosti og sagði eitthvað við Rasim, sem sá síðarnefndi þýddi þegar í stað: „Hann segist hafa skilaboð til ykkar frá dr. Mekhtiev, sem óskar eftir þvf að hitta ykkur í skrifstofu sinni strax að viðtalinu loknu. Nú förum við til skrifstofu deildarforsetans, þar sem enginn mun ónáða okkur.“ Skrifstofa deildarforsetans var á efstu hæð og leiðin lá um illa lýst stigagöng. Skrifstofan var mannlaus, en Eldar, sem naut ýmissa forréttinda, var auðsjáan- lega kunnugur þar. Hann benti okkur að setjast við langt funda- borð og skömmu síðar kom kona með te, kökur og súkkulaði. Azer- baijisk gestrisni eins og hún gerist með háskólamönnum, — ekkert koníak hér. Teið var dökkt og mjög gott, framreitt í tunnu- laga glösum, sem eru kölluð „armudy". Til þess að sýna vel- þóknun okkar urðum við að sjúga sfðustu dropana í gegnum sykur- mola, en að skilja eitthvað eftir á glasbotninum telst ókurteisi sam- kvæmt siðvenjum Azerbaijanbúa. Þetta hafði okkur Kyucharants verið sagt daginn áður. Á meðan við sötruðum teið sagði Eldar frá „Baba“, — afa, sem hann minnti á að vissu leyti: „Baba kom yfirleitt til Baku, þegar próf stóðu yfir til þess að fylgjast með mér. Hann var sjálf- ur ólæs og óskrifandi, en afar stoltur af mér.“ Eldar talaði með mjúkri röddu og í hreim hans mátti finna einhverja þrá eftir afanum, sem nú var látinn. „Baba var dásamlegur maður, elskaður hann nálgaðist 120. aldursárið, en þá langaði hann mikið til þess að eignast fleiri syni. Móðir mfn var yngsta barn hans. Hann langaði mikið til þess að hún yrði dreng- ur, en sætti sig þó við að svo varð ekki, og var ánægður, þótt ekki væri nema vegna þess að hún fékk að lifa. Þegar hún fæddist var hann 120 ára að aldri og hafði misst alla syni sína, hvern á fætur öðrum. Hann tók þessum áföllum með heimspekilegri ró. Hann var mjög hljóður maður, sem syrgði aldrei lengur en ættarvenjur buðu. Hann veitti öðrum f fjöl- skyldunni ástúð sína f staðinn. Ég er þess fullviss, að ein höfuð- ástæðan fyrir langlífi hans var ástúðin, og að hann reiddist aldrei. Þegar hann hirti okkur krakkana var það alltaf reiðilaust og hann hækkaði aldrei röddina, þegar hann talaði við fólk. Baba var af ættstofni fjallabúa, sem allir höfðu lifað löngu og flekk- lausu lífi. Mislimov-fjölskyldan stofnaði þorpið, þegar hún ákvað að taka sér fasta bólsetu f stað hirðingjalífs. Þegar fólkið hafði setzt að sem bændur lærði það að rækta hveiti og hafra. Allir íbúar Barzavu eru skyldir á einhvern hátt. I þorpinu búa um 100 fjöl- skyldur og helmingur þeirra ber nafnið Mislimov." Eldar vissi ekki nákvæmlega, hve margir þorpsbúa voru eldri en hundrað ára. „Baba átti fimm bræður, þeir eru allir látnir nú, en urðu allir tfræðir. Yngsti bróð- ir hans, Ashdar, dó í fyrra 125 ára gamall. Nú lifir aðeins ein systir hans, Khanumdyen, hún er 113 ára gömul, en ekki heilsuhraust. Hún er blind. Nú lifa tveir bræðrasynir Baba, Mussah, sem er nú 120 ára gamall, en hann var frægur hestamaður á sínum yngri árum og Gyulmamed, sem hlýtur að hafa að minnsta kosti einn um tírætt. Tveir afkomendur Baba og Leylu, Mislim og Mirza, búa einn- LANGLÍFI 3. HLUTI ig f Barzavu ásamt fjölskyldum sínum. Þeir eru elztir móður- bræðra minna, báðir yfir nírætt. Allir í Mislimov-fjölskyldunni eignuðust mörg börn, sem er ástæðan fyrir stærð fjölskyldunn- ar. Seybat, sonur Baba og annarr- ar konu hans, Dzeykhun, átti 24 börn, 11 með fyrri konu sinni og 13 með þeirri seinni. Af þeim komust 20 á legg. Baba var fjárhirðir á yngri árum sínum, hann var hávaxinn, fríður og afar sterkbyggður. Hann var mjög góður í „jigit“, sem er íþrótt hestamanna. Við brúðkaup er keppni í þessari íþrótt fastur liður. Hann var allt- af á meðal þátttakenda og vann sífelldlega verðlaun. Unnendur íþróttarinnar litu á hann sem hálfgert goð, og aðrir gamlir menn sögðu okkur krökkunum oft sögur af fræknleik hans. Þess- ir öldungar mundu hann f keppn- um frá því að þeir voru sjálfir smákrakkar, og einmitt þessar sögur urðu til þess, að hægt var að staðfesta aldur hans.“ „Var Baba raunverulega 168 ára þegar hann lézt?“ Eldar, sem hlýtur að hafa erft eitthvað af skapstillingu gamla mannsins, reiddist ekki þessari freklegu spurningu, en svaraði með hægð: „Kannski var hann 169 kannski 167. Aldur hans var ákvarðaður þannig, að skeikað gæti þrem árum til eða frá. Þeir margprófuðu hann, eftir að þeir komust að raun um tilvist hans árið 1959. Fram að þeim tíma var Makhmud Ayvazov álitinn elzti maður Sovétríkjanna, hann kom frá sama héraði og varð 156 ára.“ Síðar, er vió vorum staddir í ellisjúkdómamiðstöðinni f Tbilisi, greindi dr. Nina Sichinava okkur frá þeim aðferðum, sem beitt var til þess að ákvarða aldur Misl imovs. Þær byggðust m.a. á at- hugunum á Kóran fjölskyldunn- ar, skorum í dyrastafi á húsi Mislimov-fjölskyldunnar, þar sem greint var frá fæðingu sonanna. Einnig voru athugaðar grafskrift- ir á leiðum barna, sem Mislimov átti með fyrstu konu sinni, Leylu. Margra klukkustunda samtöl voru hljóðrituð, þar sem Mislimov var spurður um ýmis atriði, er hann mundi eftir. Ættartöflur voru samdar og nágrannar og vin- ur fjölskyldunnar voru spurðir spjörunum úr. „Ég minnist sögu, sem Baba sagði okkur börnunum oft,“ sagði Eldar. „Hún var um árás Persa á héraðið. Persneskir ræningjar ætluðu að ræna fé okkar. Baba barðist gegn þeim í einni orrustu og felldi marga, en varð sfðan að flýja til f jalla, þar sem þeir hugð- ust drepa hann í hefndarskyni. Þetta var afar spennandi saga, sem hélt okkur krökkunum föngnum. Nú vitum við af sög- unni, að rússnesk-persneska strfðið 1826 — ’28 hófst einmitt vegna slíkra árása persneskra ræningja. Hafi Baba fæðzt árið 1805 hefur hann verið 21 árs, þeg- ar stríðið brauzt út, sem kemur fullkomlega heim og saman. Aðra sögu sagði hann okkur af því, er hann rændi Khatun ömmu frá ættbálki hennar, Kashörum, og flutti hana til Barzavu. Hann hafði fyrst tekið eftir henni, er ættmenn hennar slógu tjöldufii nærri högunum, þar sem hann gætti fjár síns. Khatun var mjög fögur, há og grönn með stór svört augu. Baba var kvæntur, en kona hans, Dzheykhun, var orðin heilsulftil og dagar hennar taldir. Eftir lát hennar syrgði Baba fyrir- skipaðan tíma, en tók síðan hnakk sinn og hest og hélt af stað í leit að Khasörunum. Hann fann Khatun og nam hana á brott með sér. Viku síðar hélt hann til baka, bað foreldra hennar afsökunar og greiddi þeim fyrir dótturina. Khatun amma er nú 106 ára. Hún hefur verið 24 ára þá, en Baba 86. Móðir mín, Ghadzhybey, er nú 48 ára gömul, en hún var yngst 11 Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.