Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 27 Stvrkveitingar Vísindasióðs Lokið er úthlutun styrkja Vísindasjóðs fyrir árið 1974. Alls var veittur 71 styrkur að upphæð 14,36 millj. kr. Raunvfsindadeild veitti 43 styrki að upphæð 9,26 millj. kr., en Hugvfsindadeild 28 styrki að upphæð 5,1 millj. kr. I stjórn Raunvfsindadeildar eru: Dr. Guðmundur Pálmason, Þorgeir Þorgeirsson læknir, Þorbjörn Sigur- geirsson prófessor, dr. Guðmundur E. Sigvaldason og Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur. Vegna dvalar for- mannsins, dr. Guðmundar Pálmasonar, erlendis fram eftir árinu, gegndi Eyþór Einarsson mag. scient. störf- um fyrir hann að þessu sinni. I stjðrn Hugvfsindadeildar eru: Dr. Jóhannes Nordal formaður, Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, Arn- Ijótur Björnsson prófessor, ólafur Halldórsson hand- ritafræðingur og Andri tsaksson prófessor. Hér fer á eftir yfirlit um styrkveitingarnar: RAUNVlSINDADEILD Af styrkjunum eru 24 til rann- sóknarverkefna, samtals 5,31 millj. kr., en 19 til framhaldsnáms og rannsókna, samtals 3,95 millj. kr. Aðalsteinn Sigurðsson, mag.scient, fiskifræðingur — 150.000,00 Kostnaður vegna gagnasöfnunar við Surtsey. Augndeild St Jósepsspftala, Landakoti — 100.000,00 Könnun á glákuættum á Islandi. Bjartmar Sveinbjörnsson, B.Sc., Ifffræðingur — 200.000,00 Rannsóknir a vistfræði mosateg- undar. Verkefni til doktorsprófs við McGill University, Kanada. Blóðbankinn — 300.000,00 Samræmingarpróf á hvftum blóð- kornum. Bændaskóiinn á Hvanneyri — 300.000,00 Til kaupa á „atomic adsorption"- tæki. Eðlisfræðistofnun Háskóla Islands — 300.000,00 Til endurbóta á segulmæli til mælinga I borholum. (Björn Búi Jónsson B.Sc. annast verkið). Einar Árnason B.Sc. — 100.000,00 Til rannsókna á lifnaðarháttum kuðunga á Islandi. Verkefni til doktorsprófs við McGill Uni- versity, Kanada. Einar Þ. Asgeirsson, arkitekt — 90.000,00 Vegna mælitækja til rannsókna á burðarformum. Erlendur Jónsson B.A. — 200.000,00 Lokastyrkur til sérnáms og rann- sókna í rökgreiningarheimspeki við háskólana i Cambridge og Uppsala. Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur — 200.000,00 Til rannsókna á jarðlagahöggun f hellufjöllun. Verkefni til doktors- prófs við háskólann í Kiel. Gigtsjúkdómafélag fslenzkra lækna — 300.000,00 Rannsóknir á fyrsta áfanga hóp- skoðunar Hjartaverndar. Mæl- ingar á blóðvatni (rheumatoid faktor). Guðmundur Pðll Ölafsson B.Sc., Ifffræðingur — 200.000,00 Rannsóknir á árstíðabreytingum á dýralffi f Breiðafirði. Fram- haldsstyrkur. Gunnar Sigurðsson læknir — 200.000,00 Framhald rannsókna á orsökum og eðli mismunandi flokka af hækkaðri blóðfitu, unnið við Royal Postgraduate School í London. Halldór Armannsson B.Sc., efnafræðingur — 300.000,00 Rannsóknir á mengun af völdum þungmálma. University College of North Wales. Haukur Jóhannesson B.Sc., jarðfræðingur — 300.000,00 Rannsóknir á Reykjadalseldstöð, verkefni til doktorsprófs við há- skólann í Durham. Helgi Valdimarsson, læknir — 240.000,00 Til framhaldsrannsókna á mót- stöðuefnum hvftra blóðkorna. Hreinn Hjartarson, veðurfræðingur — 100.000,00 Rannsóknir á loftmengun með Ijósefnafræðilegum aðferðum. Framhaldsstyrkur, unnið við jarð- eðlisfræðideild háskólans í Osló. Jón Pétursson, B.Sc. — 200.000,00 Rannsóknir á raffræðilegum eiginleikum glerkenndra hálf- leiðara. Verkefni til doktorsprófs við háskólann f Edinborg. Loka- styrkur. Jón Ottar Ragnarsson, B.Sc. efnafræðingur — 300.000,00 Stöðugleiki fjörefna f matvæla- vinnslu. Doktorsverkefni f mat- vælaefnafræði við háskólann f Minnesota. Jónas Hallgrfmsson, læknir — 800.000,00 Til efniskaupa og launa handa meinatækni í eitt ár. Rannsóknir á lffefnafræðilegum breytingum á hjartavöðva. Jórunn Eyf jörð, B.Sc., Ifffræðingur — 200.000,00 Rannsókn á áhrifum geislunar á litninga í lifandi frumum. Verk- efni til doktorsprófs við háskól- ann í Sussex. Karl Lúðvfksson, M.Sc., skipaverkfr. — 100.000,00 Hönnun skipasmíðastöðva til smíði fiskiskipa. Verkefni til doktorsprófs við háskólann í Strathclyde. Karl Mooney, M.Sc., verkfræðingur — 300.000,00 Skipulagning samgöngukerfis. Verkefni til doktorsprófs við há- skólann í Dundee. Kjartan R. Guðmundsson, læknir — 100.000,00 Framhald rannsókna á tíðni mænusiggs (scelerosis multiplex) á Islandi. Kristinn J. Albertsson, B.Sc., jarðfræðingur. — 200.000,00 Aldursákvarðanir á íslenzku bergi með sérstöku tilliti til jarð- laga á ísfandi. Verkefni til doktorsprófs við háskólann í Cam- bridge. Kristfn Halla Jónsdóttir, M.S., stærðfræðingur. — 250.000,00 Rannsóknir í grannfræðilegri algebru. Verkefni til doktorsprófs við háskólann í Houston. Lárus Helgason, læknir. — 240.000,00 Könnun á afdrifum sjúklinga, er leituðu geðlækna fyrir meira en sex árum. Leó Kristjánsson, Ph.D., eðlisfræðingur — 80.000,00 Vegna tækjakostnaðar við könn- un á notkun langra útvarpsbylgna við jaróvarmaleit hérlendis. Náttúrugripasafnið á Akureyri. — 130.000,00 Framhaldsrannsóknir á flóru Suður-Þingeyjarsýslu. Ólafur Guðmundsson, M.Sc., landbúnaðarverk- fræðingur. — 100.000,00 Framhaldsstyrkur til rannsókna i fóðurfræði jórturdýra, verkefni til doktorsprófs við háskólann f Dakota. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur. — 200.000,00 Rannsóknir á Ifffræði fiskungvið- is við Island. Unnið við sjávar- rannsóknadeild háskólans í Kiel. Péll Einarsson, jarð- eðlisfræðingur. — 300.000,00 Rannsóknir á smáskjálftum á Suðurlandi. Verkefni til doktors- prófs við Columbia háskólann, framhaldsstyrkur. Rfkharð Brynjólfsson, landbúnaðar- verkfræðingur. — 150.000,00 Kynbætur á túnvingli. Verkefni til licenciatprófs við landbúnaðar- háskólann f Asi, framhaldsstyrk- ur. Sigurður Steinþörsson, jarðfræðingur. — 200.000,00 Til gjóskulagarannsókna um- hverfis Kötlu. Sigurgeir Ölafsson, landbúnaðarverk- fræðingur. — 150.000,00 Rannsókn á kartöflusjúkdómi. Verkefni til licenciatprófs við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, framhaldsstyrkur. Sigurjón H. Ólafsson, tannlæknir. — 300.000,00 Meðferð á kjálkabrotum. Verk- efni í munnskurðlækningum við háskólann í Alabama. Framhalds- styrkur. Sigurjón N. Ólafsson, dr.rer.nat., efnafræðingur. — 150.000,00 Mæling á magni nokkurra málma í Islendingum. Stærðfræðistofa Raunvfsindastofnunar Háskóla tslands. — 300.000,00 Notkun stærðfræðitækni við lausn tveggja hagnýtra rann- sóknarverkefna á Islandi. Sverrir Bergmann, læknir. — 150.000,00 Heildarathugun á heilablóðfalli hjá Islendingum á 10 ára tímabili. Tilraunastöðin og Náttúrugripasafnið á Akureyri. — 120.000,00 Til kaupa á tækjum og efnum til rannsókna á sveppagróðri I kali á túnum. Tómas Á. Jónasson og fleiri læknar. — 260.000,00 Samanburðarrannsóknir á maga- sjúkdómum í Danmörku og á Is- landi. Valgerður Andrésdóttir, B.Sc., Ifffræðingur.— 200.000,00 Athugun á eftirmyndun kjarna- sýru í coli-gerlum með erfðafræói- legum aðferðum. Þórður Eydal Magnússon, prófessor. — 200.000,00 Til rannsókna á tann- og bit- skekkju hjá börnum á skóla- skyldualdri, framhaldsstyrkur. HUGVÍSINDADEILD I. Verkefnastyrkir. Andrea van Arkel-de Leeuw van Weenen bacc. phil. isl. — 100.000.00 til að gefa út ljósmyndaðan og stafréttan texta af Stokkhólms Hómilfubók (St. Perg. 4° 15), kanna mál textans og gera grein fyrir þeirri könnun í inngangi ritsins. Björn S. Stefánsson deildarstjóri — 100.000.00 til að kanna sögu húsbændaráða á Islandi frá 1915 til 1974, með sér- stöku tilliti til stöðu kvenna á sviði félagslegs forræðis. Björn Teitsson mag. art. — 250.000.00 til a) framhaldsrannsókna á byggðasögu, einkum á tímabilinu 1200—1700, með sérstöku tilliti til eyðibýla á Norðurlandi (150 þús. kr.). b) greiðslu kostnaðar við ráðstefnu norrænna byggða- sögurannsókna, sem haldin verð- ur hér á landi f ágúst 1974 með þátttöku frá öllum Norðurlöndum (100 þús. kr.). Dr. Regis Boyer prófessor f Parfs. — 200.000.00 Vegna kostnaðar við útgáfu doktorsritgerðarhans um trúarlíf tslendinga á 12. og 13. öld sam- kvæmt heimildum f Biskupasög- um og Sturlungu. Dr. Andrew Dennis frá Nýja-Sjálandi. — 250.000.00 Til að þýða Grágás á enska tungu og gefa þýðinguna út með fræði- legum athugagreinum og skýring- um. Dr. Einar Sigurbjörnsson prestur — 200.000.00 Til að standa straum af kostnaði við útgáfu doktorsritgerðar hans: Ministry within the People of God. A study in the Development of Lumen gentium. Gfsli Pálsson M. A. — 100.000.00 til að halda áfram rannsóknum á byggðar- og mannaflaþróun á Is- landi frá félagsfræðilegu sjónar- miði. Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur — 250.000.00 til að halda áfram listfræðilegri rannsókn á íslenzku teiknibók- inni í Arnasafni (AM 673a 4 to III). Heimir Pálsson lektor — 100.000.00 til að semja handbók með greinar- gerð fyrir því helzta, sem um Is- lendingasögur hefur verið ritað frá upphafi, einkum bókmennta- greinina sem heild, þannig að af ritinu megi auðveldlega sjá, hver viðhorf birtast í hverri ritgerð og með hvaða aðferðum þau eru rök- studd. Framhald á bls. 16 Hótel Akranes Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar leikur í kvöld OPIÐ I KVOLD! Dansað til kl. 2.00 Matur framrelddur frá kl. 19.00 Borðapantanir frá kl. 16.00 í síma: 52502 Borðum eigi haldið lengur en til kl. 21.00 Veltingahúsið SKIPHOLL Strandgötu 1 • Hafnarfirði • ® 52502 í kvöld Ársafmæli Pelican

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.