Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 — Styrkveitingar Framhald af bls. 27 Helgi Þorláksson cand. mag — 200.000.00 til að rannsaka umfang og mikil- vægi íslenzkrar utanríkisverzlun- ar frá upphafi og fram tii u.þ.b. 1410. Hildigunnur Ólafsdóttir cand. polit. — 200.000.00 til að semja afbrotafræðilega rit- gerð um frávik og aðhald í lög- hlýðnilegu tilliti á íslandi. Hreinn Steingrfmsson tónlistarmaður. — 200.000.00 Til að semja doktorsritgerð um breiðfirzkan rímnakveðskap (lokastyrkur). Hörður Agústsson skólastjóri — 200.000,00 til að ganga frá riti um íslenzka torfbæinn og þróun hans. Jón Guðnason cand. mag — 200.000,00 til að ganga frá og búa til prent- unar síðara bindi af ævisögu Skúla Thoroddsens sýslumanns og alþingismanns. Jón Sig. Karlsson cand. psych. — 100.000.00 til að vinna að sálfræðilegri rann- sókn á áhrifum dvalar barna á vöggustofum. Njáll Sigurðsson tónlistarkennari — 200.000,00 til þess að halda áfram söfnun og skráningu þjóðlaga. Dr. Selma Jónsdóttir safnstjóri — 100.000,00 vegna kostnaðar við listfræðilega rannsókn á handritinu ÁM 249 b, fol., sem er myndskreytt kalendarium (ártíðaskrá). Sigrfður Valgeirsdóttir M.A. — 150.000,00 til greiðslu kostnaðar við að ljúka doktorsritgerð um. efnið: Adaptive Test Construction using the Rasch Model Measurement. Dr. Sfmon Jóh. Ágústsson prófessor — 100.000,00 til greiðslu kostnaðar við tölvu- vinnu vegna rits, þar sem birtar verða niðurstöður könnunar á tómstundalestri 1686 barna f Reykjavík á aldrinum 10—15 ára (lokastyrkur). Stefán Karlsson handritafræðingur— 100.000,00 til að vinna að útgáfu Guðmundar sögu góða á vegum Árnastofn- unar í Kaupmannahöf n. Stefán M. Stefánsson borgardómari — 300.000,00 til að ljúka lögfræðilegri ritgerð um starfshætti, skipulag og vald- svið stofnana Efnahagsbandalags Evrópu, með sérstakri áherzlu á skýringu og túlkun þeirra ákvæða, sem dómstólinn varða. Dr. Sveinbjörn Rafnsson — 300.000,00 til að greiða að hluta prentunar- kostnað doktorsritgerðarinnar Studier i Landnámabók. Vésteinn Ólason lektor — 200.000,00 til að ljúka riti um íslenzka sagna- dansa. II. Kandidata- og framhaldsnámsstyrkir Jón Torfi Jónasson M.Sc. — 200.000,00 til rannsókna á sviði þekkingar- sálarfræði og að leita svara við spurningunni: Hvaða þekkingu höfum við og beitum, þegar við lesum? Séra Kolbeinn Þorleifsson — 200.000,00 til fræðilegrar útgáfu á bréfa- skiptum Christian Davids og Hans Egedes 1733—34 og öðrum heimildum varðandi ævi Chr. Davids og áhrif hans á kirkjusögu mótmælénda á 19. öld. Séra Kristján Búason fil. lic. — 200.000,00 til að vinna að doktorsritgerð um hugmyndir Markúsarguðspjalls um mannssonarhugtakið og kanna nánar þróun mannssonar- hugmyndanna í frumkirkjunni. Sigurður B. Stefánsson M.Sc. — 200.000,00 til að serhja doktorsritgerð í hag- mælingarfræðum (Econometrics) Sólrún B. Jensdóttir B.A. — 200.000,00 til-að vinna að doktorsritgerð um samskipti Breta og Islendinga 1914—1945, með megináherzlu á stjórnmálahliðinni í báðum heimsstyrjöldunum. — Milljónatjón Framhald af bls. 28 Jónas sakaði ekki, en Gránufé- lagsgatan sunnan stöðvarhússins er þakin glerbrotum og svæðið sunnan og austan þess einnig. Rúður brotnuðu í sláturhúsi KEA, sem stendur austan stöðv- arinnar, og brak þeyttist víðs vegar. Norðan á húsi stöðvarinnar eru víðar dyr og stálhurð fyrir, en á henni eru tvö göt eins og eftir byssukúlur og steinveggur kringum dyrnar er allur sprung- inn og skekktur, þó að hann sé um 50—60 metra frá sprengingar- staðnum. Eyðileggingin inni í húsinu er ógurleg og minnir helzt á loftárás. Húsið, sem er aðeins fárra ára gamalt og eitthvert hið fullkomn- asta og vandaðasta sinnar teg- undar hér á landi, er nú ýmist hrunið og ónýtt ellegar þakið múrbrotum, spýtnabraki, slitnum og kengbeygðum rörum og ónýt- um tækjum. Tiltölulega lítill hluti hússins virðist vera alveg laus við brak og skemmdir, en skrifstofur og pökkunarsalur hafa sloppið bezt. Könnun er vitanlega skammt á veg komin á því, hve skemmd- irnar eru miklar og raunar ekki hafin að ráði, en ljóst er þó, að syðsti hluti hússins er ónýtur með öllu. Vinnslusalurinn, þar sem 40—50 manns unnu daglega, er mjög illa útleikinn og þora vfst fáir að hugsa þá hugsun til enda, hvernig farið hefði ef spreng- ingin hefði orðið á vinnutím- anum. Þó má hugsa sér, að líkur á sprengingu í vatnsgeyminum hefðu þá verið minni vegna af- töppunar hans, en annars eru or- sakir sprengingarinnar ókunnar, svo að ekkert verður um það full- yrt. Rannsókn þess máls er þegar hafin. „EKKERT VITAÐ UM ORSAKIR“ Fréttamaður Mbl. hitti stöðvar- stjórann, Harald Ólaf Valdimars- son, að máli í gærmorgun, þar sem hann var að virða fyrir sér viðurstyggð eyðileggingarinnar. — Við vitum ekkert um orsakir þessarar sprengingar og skiljum reyndar ekki, hvernig hún gat orðið, en ég þakka bara fyrir, að enginn skyldi verða fyrir slysi. Að öðru leyti get ég ekkert um þetta sagt á þessu stigi málsins. LÁN AÐ EKKI VARÐ MANNTJÓN Valur Arnþórsson fram- kvæmdastjóri KEA hafði þetta að segja: — Við þökkum forsjóninni, að hér varð ekki manntjón. Ég var að koma með flugvél frá Reykjavík rétt áðan, svo að ég get ekki sagt — Urgangsefni Framhald af bls. 1 þessara úrgangsefna nemi ekki meira en einum þúsundasta hluta þess magns, sem alþjóð- lega viðurkennd hættumörk eru miðuð við þegar um er að ræða úrgangsefni, sem fleygja á í sjó. Er fullyrt, að þau geti engu tjóni valdið í Atlantshaf- inu. Þetta er a.m.k. í fjórða sinn, sem svona stór farmur geisla- virkra úrgangsefna er fluttur frá Sviss með það fyrir augum að flytja þau til hafs. Talsmaður lögreglunnar í Ijmuiden sagði, að þessir flutn- ingar væru ekkert óvenjulegir, síðast í fyrra hefði hið sama verið uppi á teningnum og sér- stakar ráðstafanir væru gerðar til þess að tryggja, að efnin yllu ekki tjóni. — Vextir Framhald af bls. 28 landi um meira en eins árs skeið. Er enginn vafi á þvf, að almenn- ari skilningur er á því nú en oft- ast áður, að nauðsynlegt sé að tryggja eigendum sparifjár eðli- lega ávöxtun. Hefur þetta m.a. komið fram í notkun verðtrygg- ingarákvæða, t.d. í útgáfu opin- berra verðbréfa og vaxandi fylgi við þá stefnu, að upp yrði tekin verðtrygging sparifjár. Enginn eðlismunur er hins vegar á þvf, hvort hagur sparifjáreigenda er tryggður með vaxtabreytingum, er taki tillit til verðlagshreyfinga, eða með einhvers konar vfsitölu- bindingu. Þá vaxtahækkun, sem nú hefur verið ákveðin, má skoða sem skref í átt til verðtryggingar sparifjár ef talið verður að athug- uðu máli æskilegra að taka upp það kerfi f framtíðinni fremur en sveigjanlega vexti. Slík ákvörðun verður hins vegar ekki tekin fyrr en aðstæður hafa skapazt til þess að marka heildarstefnu í efna- hagsmálum. Á það skal bent, að f öðrum Evrópulöndum, þar sem verð- bólga hefur farið vaxandi undan- farin ár, hafa vextir einnig farið hækkandi og eru þeir nú vfða 13—18% á almennum viðskipta- lánum, t.d. f Danmörku, Bret- landi, Frakklandi og Italfu, enda þótt verðbólga í þessum löndum sé mun minni en hér á landi. Rétt er að taka það fram, sem reyndar er þegar kunnugt, að Seðlabankinn hafði talið tfma- bært að hækka vexti mun fyrr, en þeirri ákvörðun var slegið á frest vegna óska rfkisstjórnarinnar. Nú er að bankans dómi ekki verjandi að fresta þeirri ákvörðun Iengur og hefur fráfarandi rfkisstjórn ekki talið eðlilegt að hafa afskipti af málinu við núverandi að- stæður, enda hefur bankinn Iög- um samkvæmt ákvörðunarvald um vexti og lánskjör innláns- stofnana. Hins vegar leggur bankastjórnin áherzlu á, að hún telur sjálfsagt, að stefnan f vaxta- málum og ákvarðanir um verð- tryggingu sparifjár verði teknar til athugunar jafnskjótt og ný rfkisstjórn hefur markað varan- legri stefnu f stjórn efnahags- mála. Augljóst er, að vaxtabreyting ein saman hrekkur skammt til að leysa þau efnahagsvandamál, sem nú er við að glíma. Þar þurfa til að koma öflugar ráðstafanir í opinberum fjármálum auk að- gerða til að stöðva vfxlhækkanir verðlags og kaupgjalds. Engu að sfður er nauðsynlegt, að vaxta- breyting komist til framkvæmda sem fyrst, svo að hún geti átt nokkurn þátt f þvf að minnka spennuna á peningamarkaðnum og draga úr þvf óréttlæti, sem sparifjáreigendur hafa orðið fyrir að undanförnu. Hér fer á eftir lauslegt yfirlit um breytingar á vöxtum hjá innláns- stofnunum frá 15. júlf 1974. Nýjr vextlr Eldri vexl Er miðað við ársvexti: Innlánsvextir % % Almennar sparisjóðsbækur Sparisjóðsbækur með 6 mánaða 13 9 uppsögn Sparisjóðsbækur með 12 mánaða 14M ÍOM uppsögn 16 12 Sparisjóðsávfsanabækur 5 4 Innstæður á hlaupareikningi Utlánsvextir 5 3 Forvextir af vfxlum 16 11—12H Yfirdráttur á hlaupareikningi Afurðalán, endurseljanleg f 16 12 Seðlabanka 8 7 önnur afurðalán (endurseljanleg) 10 9 Ymis rekstrarlán Afborganalán, skuldabréfalán 11 9M og ýmis önnur lán 16—18 11V4—13 Dráttarvextir (ámánuði) 2 1H mikið um þetta nú. Tjónið á hús- inu er sýnilega mikið. Suðurhlut- inn er ónýtur og hann þarf að byggja upp aftur frá grunni. Strax verður svo farið í það að kanna, hvort byggingin hefur að öðru leyti beðið tjón á styrkleika, en ég er að vona, að aðrir hlutar hússins séu viðgerðarhæfir. Ef svo reynist vona ég, að vinnsla á daglegri neyzluvöru geti hafizt fljótlega fyrir markað á Akureyri og næsta nágrenni. — Á þvf hlýt- ur að verða nokkur bið, að fram- leiðsla annars kjötvarnings geti hafizt aftur. En eins og ég sagði get ég lítið fullyrt að svona lítt athuguðu máli. — Um orsakir sprengingarinn- ar veit ég ekkert ennþá frekar en aðrir, en vatnsgeymirinn var með þrýstimæli og tvöföldum öryggis- búnaði, en sá útbúnaður virðist ekki hafa komið að gagni. „SEGÐI EKKI FRÁ, HEFÐI ÉG VERIÐ INNI“ Þá náði fréttamaður tali af næturverðinum, Jónasi Þórðar- syni, og bað hann segja frá tfðind- unum. — Hvar varstu staddur, þegar sprengingin varð? — Eg var staddur úti við, var að smeygja mér f gegnum gönguhlið á girðingunni og sneri þess vegna hlið að húsinu rétt í þessari andrá. Eg var í úlpu og með hett- una fram yfir höfuð, því að kalt var í veðri og hún hefur sjálfsagt hlfft mér vel, þegar glerbrota- ruslinu rigndi þarna yfir mig, því að ég meiddist ekki hið minnsta. — En brá þér ekki? — Öjú, ekki get ég neitað þvf, en ekki svo mjög. Þetta var mikill hvellur og ég hélt fyrst, að orðið hefði ketilsprenging. Ég átti sízt von á þessu. Ég var búinn að fara þarna inn nokkrum sinnum í nótt, meðal annars inn í ketilhúsið og hafði ekki orðið var við nokkurn skapaðan hlut óvenjulegan. Hefði ég verið staddur inni, segði ég ekki frá tfðindum nú. Enginn hefði sloppið lifandi úr ketilhús- inu og sennilega ekki úr vinnslu- salnum heldur. — Hvað gerðirðu svo? — Það fyrsta, sem ég gerði, var að þjóta í símann og hringja f lögregluna. Þeir komu óðara og svo kom slökkvibíll líka, en til hans þurfti þó ekki að taka, nóg var nú samt. — Annars hafði þetta verið sérlega róleg nótt. Ég hef næturumsjón með sláturhús- inu, skipasmfðastöðinni, frysti- húsinu og olíustöð ESSO auk kjötiðnaðarstöðvarinnar, fer þetta á milli og inn í húsin nokkr- um sinnum á nóttu. I nótt var ég ekki var nokkurra mannaferða, hvorki úti né inni eftir að kom fram yfir miðnætti, enda kalt f veðri eins og ég sagði og fáir á ferli. — En svona nokkuð átti ekki að geta komið fyrir. Þetta er ægilegt tjón á góðu og vönduðu húsi og dýrum vélum, fyrir utan rekstursstöðvunina. — Kissinger Framhald af bls. 1 Organization), að hún kynni að ganga til samningaviðræðna við Hussein konung Jórdaníu með það fyrir augum að útkljá deilu- mál þessara aðila áður en Genfar- ráðstefnan um þessi mál hefst. Leiðtogi skæruliðasamtakanna SAIKA, sem njóta suðnings Sýr- lendinga, Zohair Mohsen að nafni, — sem jafnframt er yfir- maður hernaðarsamtaka PLO, sagði f Beirut f yfirlýsingu, sem blað vinstri sinna þar, SAFIR, birti í dag, að færi svo, að Palestfnu-Arabar teldu sér hag f að semja við Hussein mundu þeir gera það svo framarlega sem hann viðurkenndi réttindi þeirra og kæmi til móts við kröfur þeirra. Ekki var nánar tilgreint hverjar kröfurnar væru, en talið er, að PLO muni krefjast viður- kenningar á þvf, að samtökin hafi fullan rétt til að ákvarða stjórnar- skrárlega og pólitíska framtíð hernumdu svæðanna á vestur- bakka Jórdanár og Gaza. Frá þvf vopnahlé komst á milli Sýrlend- inga og ísraela hafa þeir fyrr- nefndu unnið að þvf ásamt stjórn Egyptalands að koma á sáttum milli Jórdana og Palestínu-Araba. — Það eitt er... Framhald af bls. 26 mörk, sem þeir dvelja á um þessar mundir á botni deildar- innar. Framarar eru alltof gott lið til að falla niður í 2. deild og undirritaður neitar að trúa þvf, að Framarar eigi ekki eftir að vinna nokkra leiki f seinni umferðinni. Það er svo aftur annað mál hvort Víkingar liggja fyrir Frömurum á mánudaginn. I 2. deild leika í dag á Húsavík Völsungur og Haukar. Hefst leikurinn klukkan 14 og ætti að geta orðið skemmtilegur þar sem tvö áþekk lið eigast við. I 3. deild fara eftirtaldir leikir fram í dag og hefjast þeir allir klukkan 16.00. Grundarfj: Grundarfjörður — Snæfell Borgarnes: UMSB — Víkingur Þingeyri: HVl — Stefnir Blönduós: USAH — UMSS Siglufjörður: KS — Leiftur Arskógsströnd: Reynir— Magni. — FRÍ velur Framhald af bls. 26 400 m hlaup: Lilja Guðmundsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir 800 m hlaup: Lilja Guðmundsdóttir og Ragn- hildur Pálsdóttir 1500 m hlaup: Ragnhildur Pálsdóttir og Anna Haraldsdóttir 100 m grindahlaup: Ingunn Enarsdóttir og Lára Sveinsdóttir Hástökk: Lára Sveinsdóttir og Björk Eirfks- dóttir Langstökk: Lára Sveinsdóttir og Hafdfs Ingimarsdóttir Kúluvarp: Guðrún Ingólfsdóttir og Arndís Björnsdóttir Spjótkast: Arndís Björnsdóttir og Hafdis Ingimarsdóttir 4x400 m boðhlaup: Ingunn, Lilja, Lára, Sigrún 4x100 m boðhlaup: Lára Erna, Sigrún, Ingunn Þjálfari: Guðmundur Þórarinsson Fararstjórar frjálsíþróttafólks- ins: Magnús Jakobsson og Einar Frf- mannsson. — Bandaríkin og 200 mílur Framhald af bls. 13 ekki næðist samstaða um málið í Caracas. Var þetta haft eftir Thomas R. Downing, sem var ráð- gjafi bandarísku nefndarinnar á Genfarráðstefnunni um haf- réttarmál á sl. ári. Downing mun síðar á árinu taka sæti á Caracas- ráðstefnunni. Hann hefur látið hafa eftir sér, að enda þótt 200 mílna efnahagslögsögu aukist fylgi þá sé lærdómur, sem hann hafi dregið af Genfarráðstefn- unni, sá, að langur tfmi kunni að líða unz alþjóðlegt samkomulag næst um hana. 200 mílurnar eitt af aðalatriðunum 1 fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu í dag um Caracasráðstefnuna eru taldir upp fulltrúar þeirra ríkja, sem þegar hafa tekið til máls. Síðan segir: „I ræðunum kemur fram hjá langflestum krafa um, að aðrir séu fáanlegir til að ræða heildar- lausn, þar sem efnahagslögsaga allt að 200 mílur sé eitt af aðal- atriðunum. Inn f þá mynd bland- ast síðan kröfur um yfirráð strandrikisins yfir hafsbotni um- fram 200 mílur og mótmæli ann- arra gegn því, kröfur um aðgang landluktra og annarra þróunar- ríkja að efnahagssvæði annarra rfkja á svæðinu, fiskveiðiréttindi annarra ríkja, sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu, umferð um alþjóðleg sund, mismunandi skoðanir á stjórnun alþjóðahafs- botnssvæðisins og svo framvegis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.