Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1974 Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. \ _____________________________________________ Krógaseli ^ra^atn Nýstárlegur barnaheimilis- » rekstur í Árbæ ** v \ Hulda f rólunni og Lalli Palli fylgist með. NÝSTARLEGT dagheimili er tekið til starfa f Árbæ. Það hefur hlotið nafnið Krögasel og stendur við Hábæ. Sérstaða þess er fólgin f þvf, að það er ekki hið opinbera, sem stendur að stofnun þess og rekstri, held- ur er það foreldrahöpur, er myndað hefur með sér sameignarfélag f þessu skyni. Foreldrarnir eru 12 með sam- tals 15 börn en heimilið hefur Ieyfi yfirvalda til að vista 20 börn, svo að enn eru þar laus rými fyrir fáein börn. Að sögn Kristfnar Gunnars- döttur, formanns Krógasels sf., er upphaf þessa félags, að nokkrir foreldranna höfðu haft aðgang að barnaheimili þvf, sem Vestmannaeyjabær rak f Stakkholtinu. Rekstri þess var hins vegar hætt f fyrra mánuði en þegar foreldrarnir vissu, að það var f ráði, vildu þeir eftir sem áður með einhverjum hætti tryggja börnum sfnum gæzlu og góða umönnun á dag- heimili. Þeir töldust þó ekki til forgangshóps þess, er situr fyr- ir um aðgang að dagheimilum borgarinnar og var þvf úr vöndu að ráða. Varð sú hug- mynd þá til, að foreldrarnir byndust samtökum um útvegun hentugs húsnæðis og hæfu þar rekstur dagheimilis. Eftir nokkurn undirbúning tókst að fá leigt um 145 fermetra einbýlishús við Hábæ f Arbænum. Þar hafa sfðan foreldrarnir unnið mikið starf f sjálfboðavinnu. Þeir hafa komið upp traustri girðingu umhverfis lóðina, fyllt upp f lóðina og sett upp leiktæki úti f garðinum. Að innan hefur hús- ið verið teppalagt að hluta og málað, smfðaðar innréttingar, keypt hafa verið leikföng, föndurefni útbúið, smfðuð hafa verið borð og stólar f föndur- herbergi og aðallcikstofuna, svo að eitthvað sé nefnt. Stof nkostnaðaráæt I unin hljóðar upp á um eina milljón króna. Foreldrarnir greiða þó Börnin fá máltfð í hádeginu. ekki alla þessa upphæð úr eigin vasa, þvf að samkvæmt lands- lögum skai rfkið greiða stofn- kostnað við barnaheimili að hálfu en má þó deilda þvf fram- lagi á fjögur ár. Reykjavfkur- borg hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hversu hátt hennar framlag f stofnkostnaði verður til barnaheimila, sem stofnuð eru með þessum hætti. Varðandi hlutdeild rfkisins f rekstrarkostnaði er f lögum kveðið á um, að það greiði „allt að 30%“ en ekki liggur fyrir hversu hátt framlag rfkisins verður f þessu tilfelli. Þegar svo verður mun Reykjavfk styrkja heimilið f samræmi við framlag rfkisins. Rýmið fyrir hvert barn f Krógaseli kostar um 15 þúsund krónur á mánuði en þegar hlut- ur rfkis og borgar er kominn til er gert ráð fyrir, að foreldrar verði að greiða um 8500—10000 krónur á mánuði fyrir barnið. Þá er gert ráð fyrir þvf í lögum félagsins, að foreldrar hvers barns greiði sérstakt innritun- argjald, sem verður um 20—30 þúsund krónur og er þetta gert til að tryggja, að alltaf sé til f sjóði fjármunír, sem grfpa má til og er upphæðin ekki endur- greidd fyrr en þrem mánuðum eftir að barnið er farið af heimílinu. Menntuð fóstra hefur verið ráðin að heimilinu og stefnt er að þvf að fá aðra áður en langt um Ifður, svo og aðstoðarstúlku með fóstrunum þegar börnin á heimilinu verða orðin 20 tals- ins. Ennfremur starfar mat- ráðskona við barnaheimilið og er innifalinn f gjöldunum mat- máistfmi f hádeginu hvort held- ur börnin eru þar hálfan dag- inn eða heilan. Vekja má athygli á, að f einni grein félagslaganna er kveðið á um starfsskyldu foreldra við barnaheimilið og segir þar, að stjórn heimilisins sé heimilt að skylda aðila til cndurgjalds- lauss vinnuframlags varðandi rekstur dagheimilisins. Hér er þó ekki verið að tryggja ódýran starfskraft að heimilinu heldur er það talið hollt fyrir börnin að vera jafnan f návist einhvers foreldranna og þá ekki sfður hollt fyrir foreldrana að kynnast börnunum f starfi og leik. Þá er rétt að taka fram, að Krógasel er eins og önnur barnaheimili undir eftirliti Félagsmálastofnunarinnar og stofnað með heimild hennar að fengnu samþykki menntamála- ráðuneytisins. Ragnheiður — blóma- drottning Krógasels. Krógarnir f leikstofunni ásamt nokkrum mæðr- anna. Árni, Guðlaugur Búi, Magga Vala, Valdfs Björk, Ragnar, Ragnheiður, aðkomugestur og Hulda ásamt einu foreldrinu — Hönnu Maju. Valdfs ræðir við leikfangakrákuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.