Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 14
J4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri Haratdur Sveinsson.
_ Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiSsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100.
Auglýsingar ASalstræti 6. sfmi 22 4 80.
Askriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands.
i lausasölu 35.00 kr. eintakiS
egar núverandi rík-
isstjórn kom til valda,
eftir þingrof, kosningar og
samstarfsslit vinstri afl-
anna, var margþættur
vandi fyrir dyrum. óða-
verðbólga, sem stefndi í
allt að 50% hækkun á árs-
grundvelli, rekstrarstöðv-
un atvinnuveganna við-
blasandi, gjaldeyrisvara-
sjóðurinn uppurinn, við-
skiptahalli gagnvart út-
löndum ógnvekjandi og
fjármál ríkissjóðs og ríkis-
stofnana í kaldakoli. —
Fyrstu viðbrögð ríkis-
stjómarinnar voru aðgerð-
ir í efnahagsmálum, sem
miðuðu að því að tryggja
rekstrargrundvöll atvinnu-
veganna, forða vá atvinnu-
leysis frá dyrum almenn-
ings og treysta á ný fjár-
hagsstöðu ríkissjóðs og
opinberra stofnana.
Öllum var ljóst að óhjá-
kvæmilegar úrbætur, eftir
óráðsíu vinstri stjórnarinn*
ar, hlytu að skerða í bili
hag allra starfsstétta þjóð-
félagsins. Af þeim sökum
voru samráð við verkalýðs-
hreyfinguna talin eðlileg,
um framkvæmd aðgerð-
anna og sérstakar hliðar-
ráðstafanir, er miðuðu að
því að vernda hagsmuni
hinna lægst launuðu.
Þessu samráði og þessum
hliðarráðstöfunum, sem
fólust í láglaunabótum,
hækkuðum bótum al-
mannatrygginga og áfram-
haldandi niðurgreiðslum á
landbúnaðarafurðum, var
m.a. ætlað að tryggja
vinnufrið, sem var algjör
forsenda þess, að tilætlað-
ur árangur næðist með að-
gerðum stjórnvalda í efna-
hagsmálum.
Það gefur auga leið, að
það Alþingi, sem kemur
saman í dag, hlýtur að miða
störf sín að verulegu leyti
við aðsteðjandi vanda í
efnahagsmálum, í fram-
haldi af fyrstu viðbrögðum
stjórnvalda á þessum vett-
vangi. Eitt stærsta við-
fangsefni þingsins verður
vafalaust verðbólguvand-
inn, sem löngum hefur
reynst erfiður viðureignar.
Gengislækkunin og skatt-
breytingar í september-
mánuði sl. hlutu að leiða af
sér örar verðbreytingar á
síðustu mánuðum þessa
árs, en að því er stefnt að
draga fari úr verðbólgu-
vextinum á fyrsta fjórð-
ungi næsta árs og að hann
verði á því ári ekki meiri
en gengur og gerist í
nágrannalöndum, þ.e. um
15%. Störf Alþingis í þessu
efni hljóta að miðast við þá
frambúðarstefnu, að
treysta grundvöll atvinnu-
lífsins, skapa jafnvægi og
atvinnuöryggi. Þau störf
taka væntanlega mið af
tvennu fyrst og fremst,
umbótum í sjálfu efnahags-
kerfinu, sem stefna að
meiri hagkvæmni í rekstri
og félagslegu réttlæti, og
að skapa atvinnuvegunum
nýja vaxtarmöguleika,
jafnframt því að stuðla að
tilurð nýrra atvinnu-
greina.
í samræmi við stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar hljóta aðgerðir í
efnahagsmálum, efling
hefðbundinna og nýrra at-
vinnuvega, að tengjast
fyrirhugðu stórátaki í mál-
um dreifbýlisins. Efling
byggðasjóðs, sem á að hafa
til ráðstöfunar fjármagn,
sem svarar 2% af útgjöld-
um fjárlaga, gerir honum
kleift að fjármagna fram-
kvæmdir í samgöngu- og
atvinnumálum strjálbýlis-
ins, sem tryggja ættu jafn-
vægi í byggð landsins.
Þetta Alþingi fjallar
óhjákvæmilega um þá
stefnumörkun ríkis-
stjórnarinnar að færa fisk-
veiðilögsögu íslands út í
200 sjómílur fyrir árslok
1975. Útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar krefst mikils sér-
fræðilegsundirbúnings. Að
mörgu er að hyggja í þessu
efni og væntanlega liggja
framkvæmdaatriði ekki
skýr fyrir fyrr en eftir
framhaldsfund hafréttar-
ráðstefnunnar í Genf, sem
hefst 17. marz nk. Þá renn-
ur bráðabirgðasamkomu-
lag við Breta og Belga, um
veiðiheimildir þessara
þjóða innan 50 mflna mark-
anna, út síðla árs 1975 og
verða þau mál og í brenni-
depli á næsta ári.
Gera má ráð fyrir að
öryggismálin komi til um-
ræðu á Alþingi, e.t.v. í
framhaldi af stefnuræðu
forsætisráðherra, sem
væntanlega verður flutt
fljótlega eftir að Alþingi
kemur saman. öryggismál
okkar eru með þeim hætti
að þau hljóta að verða í
stöðugri athugun og endur-
skoðun. Það er því mjög
eðlilegt, að þau komi til
umræðu á Alþingi með ein-
um eða öðrum hætti.
Mörg brýn verkefni bíða
þess þings, sem kemur
saman í dag. Höfuðvið-
fangsefni þess verður að
líkum á vettvangi efna-
hags- og atvinnumála, með
sérstakri hliðsjón af verð-
bólguvextinum í þjóðfélag-
inu. (Jtfærsla fiskveiðilög-
sögunnar og stórátak í
landsbyggðarmálum munu
og móta störf þess. Örygg-
ismál munu væntanlega
koma á dagskrá þess. Fjár-
lög næsta árs verða sem
áður viðamikið og vanda-
samt verkefni. Mestu máli
skiptir þó, eins og nú hátt-
ar til í þjóðfélaginu, að
vinnufriður haldist og að
þær aðgerðir fái að bera
ávöxt, sem ætlað er að
treysta rekstrargrundvöll
atvinnuveganna og stuðla
að raunverulegum kjara-
bótum alls almennings fyr-
ir tilverknað aukinnar
verðmætasköpunar í
þjóðarbúinu.
Alþingi kemur saman í dag
Glistrup
Mogens
Frá fréttaritara Mbl. f Kaupmannahöfn,
Jörgen Harboe.
MOGENS Glistrup, foringja næst stærsta stjórnmála-
flokks Danmerkur, hefur ekki tekizt að fá bæjarþing
Kaupmannahafnar til að kalla sem vitni hóp þekktra
stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra í máli því,
sem hefur verið höfðað á hendur honum fyrir skatt-
svlk. Preben Kistrup, dómari, neitaði þeirri kröfu
Glistrups.
Þrátt fyrir það er enginn vafi á því, að Glistrup-
málið mun fá sinn sess f danskri réttarsögu.
- píslarvottur í pólitísku spili
eða ófyrirleitinn skattsvikari?
Það var upphaf þessa máls,
að Glistrup lýsti því yfir í sjón-
varpi árið 1971, að hver einasti
Dani gæti ákveðið hvað hann
vildí greiða í skatta. Það fannst
mörgum fýsilegt til fróðleiks.
Því að nær þvi öllum Dönum
finnst þeir greiða of háa skatta
til ríkisins.
Það kom því næst fram, að
Glistrup stofnaði hlutafélög á
færibandi. Hann seldi sfðan
hlutafélögin. Eigendurnir áttu
þess kost — með hugvitssam-
legum viðskiptum — að draga
háar upphæðir frá skattskyld-
umtekjum ár eftir ár.
Tveimur vikum eftir að þessi
sjónvarpsþáttur var fluttur var
Glistrup orðinn þjóðhetja
hinna skattpíndu Dana. Hann
lýsti þvf yfír í útvarpinu í þætti,
sem fjölda margir hlýddu á, að
hann hefði alls engan tekju-
skatt greítt til ríkisins. I Dan-
mörku er eignaskattur og Glist-
rup færði sönnur á skattleysi
sitt með því að leggja fram
framtal sitt, sem sýndi, að
skattaprósenta hans var núll.
Um þær mundir bjó Glistrup i
geysilega stóru einbýlishúsi
með sundlaug í garðinum.
Þetta var upphafið að réttar-
höldunum, einn fjármálaráð-
herra sagði af sér, frávita yfir
því að geta ekki náð tangar-
haldi á Glistrup, og þetta var
einnig kveikjan að nýjum
flokki hrifinna borgara, sem
neituðu að borga skatt. Og þeir
gerðu Glistrup að hetju sinni.
Rannsókn á skattamálum
Glistrups hófst þegar Poul
Möller var fjármálaráðherra.
Poul Möller hefur síðar sagt, að
þegar hann hætti störfum eftir
að hafa gegnt ráðherraembætti
um skamma hríð, hafi það ekki
hvað sízt stafað af því, að hann
fann sig vanmegnugan gagn-
vart þvi, sem hann sagði vera
harðsvíraða misnotkun Glistr-
ups á danska skattakerfinu.
Rannsóknin hófst fyrir þremur
árum en henni lauk ekki fyrr en
í maí s.l. Þá hafði Glistrup fyrir
löngu stofnað Framfaraflokk
sinn og hafði verið kjörinn á
þing ásamt 27 öðrum skattaaf-
neiturum. Framfaraflokkurinn
telst lengst til hægri. Hann vill
skera niður skattana um helm-
ing með þvf að leggja niður
nánast allt danska stjórnunar-
kerfið. Flokkurinn hefur sfðan
misst frá sér tvo menn og marg-
sinnis rambað á barmi upp-
lausnar vegna innbyrðis ósam-
komulags.
Staða Mogens Glistrups í
þinginu hafði það i för með sér,
að ekki var unnt að leiða hann
fyrir dómstól, þegar kæran var
fram komin. Það var ekki hægt
að gera fyrr en þingið hafði
afnumið þinghelgi hans. Glist-
rup hefur allar stundir stað-
hæft, að málatilbúnaður allur
sé af pólitískum rótum runninn
og segir sig saklausan af öllum
ákæruatriðum.
Glistrup-málið verður sjálf-
sagt fyrir dönskum dómstólum
mörg næstu ár. Dómskjölin
fylla mörg bindi og ákæruskjal-
ið, sem lesið var við upphaf
málsins þann 8. október, var
upp á 120 þéttvélritaðar sfður.
Akærandinn og aðstoðarmaður
hans urðu að skiptast á um að
lesa plaggið. Hlutur Glistrups
við upphaf réttarhaldanna var
ekki stórbrotinn. Hann svaraði
einu „neii“ þegar hann var
spurður, hvort hann væri sekur
eða saklaus. Vitað er fyrir, að
málið á eftir að ganga fyrir
hæstarétt. A þeim vikum, sem
liðnar eru, hafa menn ekki einu
sinni komizt að kjarna málsins:
hvort Glistrup hefur gerzt brot-
legur við skattalöggjöfina. Nú
er einvörðungu rætt um þá
spurningu hvort málið sé af
pólitískum toga spunnið. Ef sú
verður niðurstaðan verður
kviðdómur látinn taka til
starfa. Ef til vill verður reyndin
sú, að þeirri spurningu verði að
svara fyrir bæjarþingi, lands-
rétti og hæstarétti.
A meðan málið er í gangi er
Glistrup tilneyddur að mæta í
réttinum mörgum sinnum í
viku og marga klukkutíma f
senn. Hann staðhæfir, að þann-
ig sé komið í veg fyrir, að hann
sitji þingfundi til að binda á
þann veg enda á hans pólitíska
feril. Sennilegt er, að niður-
stöðurnar hafi þveröfug áhrif.
Mjög margt manna — einnig
þeir, sem standa utan við Fram-
faraflokkinn, er á þeirri skoð-
un, að málið sé pólitiskt. 1 aug-
um þessa fólks er hann orðinn
pfslarvottur. Dönsk blöó gera
málinu rækileg skil dag eftir
dag. Ogþví lengursem málið
stendur því ákveðnara verður
þetta fólk i þvf, að Glistrup sé
saklaus. Sú skoðun er að
minnsta kosti ríkjandi.
Ef píslarvottakenningin er
rétt mun Framfaraflokkur
Mogens Glistrup ef til vill tvö-
falda þingmannatölu sína við
næstu kosningar og verða
stærsti flokkur Danmerkur, þó
svo að flokkurinn hafi engu
málið komið f gegnum þingið
ennþá.