Morgunblaðið - 29.10.1974, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKT0BER 1974
Lítil breyting á stöðu
efstu og neðstu liðanna
ENGIN stórröskun varð á stöðu
efstu og neðstu liðanna í 1. og 2.
deild ensku knattspyrnukeppn-
innar eftir leikina s.l. laugardag.
Liverpool hefur enn forystu í 1.
deildinni, sigraði Englandsmeist-
arana Leeds United, með einu
marki gegn engu. Manchester
City heldur öðru sætinu í keppn-
inni og á botninum í deildinni eru
sem fyrr Luton Town, Arsenal og
Tottenham. Luton reyndar komið
í neðsta sætið. 1 2. deild hefur svo
Manchester United yfirburða-
stöðu, vann enn einn sigur sinn á
laugardaginn var, en þar er hins
vegar meiri barátta um annað og
þriðja sætið, en þau skipa núna
Norwich og Aston Villa, en þeim
tókst að skjóta Sunderlandliðinu
aftur fyrir sig, eftir nokkuð
óvænt tap Sunderland fyrir Hull
City.
Liverpool — Leeds 1-0
Gífurleg barátta var í leik
þessara gömlu „erfðafjenda" í
ensku knattspyrnunni. Ekki þar
fyrir að annað liðið var áberandi
betra i leiknum: Liverpool, sem
sótti nær stanzlaust í fyrri hálf-
leik, en gekk illa að komast í
gegnum varnarvegg Leeds-liðsins
sem greinilega lagði á það höfuð-
áherzlu að ná markalausu jafn-
tefli í leiknum. Fremstir f flokki
sóknarmanna Liverpool-liðsins
voru þeir Kevin Keegan og Steve
Heighway, en að margra dómi eru
þetta hættulegustu sóknarleik-
menn ensku knattspyrnunnar um
þessar mundir. En á móti þeim í
Leeds vörninni voru þeir Norman
Hunter og Gordon McQueen sem
þarna sýndu sannkallaðan
stjörnuleik. Hvorki gekk né rak í
leiknum fyrr en á 77. mínútu, en
þá var dæmd aukaspyrna á Leeds
skammt utan teigsins. Tommy
Smith tók spyrnuna, sendi beint á
kollinn á Ray Kennedy, sem síðan
skallaði knöttin til Steve Heigh-
way sem skaust á milli varnar-
manna Leeds á fullri ferð og skor-
aði. Eftir þetta tóku Leeds-leik-
mennirnir að reyna sóknarleik og
fengu þeir sína fyrstu horn-
spyrnu I leiknum á 80. mínútu.
54.996 áhorfendur voru að leikn-
um.
Burnley — Everton 1-1
Martin Dobson átti mestan heið-
ur að fyrra marki leiksins, en
hann lék þarna I fyrsta sinn með
Everton gegn sínum gömlu félög-
um í Burnley. Dobson lék
skemmtilega í gegnum vörn Burn-
ley á 35. mínútu og sendi siðan
knöttinn á John Conolly, sem af-
greiddi hann til Garry Jones, sem
sfðan skoraði með skalla. Forysta
Everton i leiknum stóð þó ekki
lengi, þar sem Burnley hafði jafn-
Norman Hunter — átti mjög
góðan leik með Leedsliðinu og
stöðvaði margar sóknir Liverpool.
að þremur minútum síðar. Ray
Hankin skoraði markið með
skalla. Everton sótti síðan af mikl-
um krafti, einkum þegar líða tók
á leikinn og fékk þá Mike Lyons
upplagt tækifæri til að skora, en
Peter Noble tókst að bjarga á
síðustu stundu. Áhorfendur voru.
22.515.
Newcastle — Leicester 0-1
Aðstæðurnar voru ekki sem
beztar í þessum leik, hávaðarok
og rigning um tfma, og mótaðist
leikurinn völuvert af veðrinu.
Newcastle lék undan vindi í fyrri
hálfleik og sótti á meira, án þes að
skora, en i seinni hálfleik hafði
Leicester betur, en það var þó
ekki fyrr en á 85 mínútu að mark-
ið kom, og var það Steve Earle
sem það gerði, — skallaði yfir
Iam McFaul, markvörð New-
castle. 34.195 áhorfendur voru á
leiknum.
Chelsea — Stoke 3-3
Mikill hraði var í þessum leik
og þóttu bæði liðin leika alldjarf-
an sóknarleik á kostnað varnar-
innar enda urðu mörkin alls sex i
leiknum. Fyrsta markið kom á 13.
minútu, er Geoff Hurst skoraði
fyrir Stoke. Micky Droy jafnaði
fyrir Chelsea á 27. minútu, með
skalla, en Stoke náði síðan aftur
forystu með skallamarki Sean
Haselgrave, en þremur mínútum
síðar var Droy aftur á ferðinni og
jafnaði 2-2 fyrir Chelsea. í þriðja
sinn náði svo Stoke forystu i
leiknum er Jimmy Robertsson
skoraði, en á sfðustu sekúndum
leiksins skoraði Hutchinson jöfn-
unarmark Chelsea, eftir mikil
mistök John Farmers, markvarð-
ar Stoke. 24.718 áhorfendur voru
að leiknum.
Coventry — Carlisle 2-1
Þarna var um frekar jafnan
leik að ræða, en að sama skapi
ekki vel leikinn. Bill Loyd skoraði
bæði mörk Coventry á nákvæm-
lega sama hátt, á 1. og 65. mínútu.
Eftir hornspyrnu hljóp hann inn í
vörn Carlisle og skallaði knöttinn
í netið. Frank Clarke skoraði
mark Carlisle á 6. minútu, og
sýndi hann mikið harðfylgi er
hann brautzt í gegnum vörn Cov-
entry. Áhorfendur voru 17.070.
Ipswich — Manchester
City 1-1
Aðdáendur Ipswichs voru orðn-
ir langeygðir eftir að lið þeirra
skoraði mark er leikurinn við
Manchester City hófst. Og þeir
þurftu heldur ekki lengi að bíða
þar sem Bryan Hamilton skoraði
þegar á 16. minútu leiksins eftir
hornspyrnu. Voru þá liðnar 480
minútur frá þvi að Ipswich hafði
síðast skorað í leik. Mark þetta
virtist gefa liðinu byr undir báða
vængi og lék það afbragðsgóða
knattspyrnu það sem eftir var
hálfleiksins, og mátti Manchester-
liðið sannarlega þakka fyrir að fá
ekki á sig fleiri mörk. í seinni
hálfleik var hins vegar sama
deyfð yfir Ipswich og verið hefur
undanfarna leiki og Manchester
City átti allt eins mikið í leiknum.
Á 66. minútu tókst þvi að jafna
eftir að Rodney Marsch og Colin
Bell höfðu spunnið sig i gegnum
vörn Ipswich. Var það Bell sem
markið gerði. 25.171 áhorfandi
var á leiknum.
Derby — Middlesbrough 2-
3
Liðið hans Jackie Charltons
ætlai heldur betur að spjara sig í
I. deildar keppninni í vetur, en
sem flestir muna vann það 2.
deildar keppnina í fyrra með
miklum yfirburðum. John Hick-
ton skoraði fyrsta mark leiksins á
II. mínútu eftir að Colin Boulton,
markvörður Derby, hafði bókstaf-
lega slegið knöttinn beint fyrir
fætur hans inni í vítateignum.
Hickton átti einnig mestan þátt-
inn að því að Middlesbrough náði
2-0 forystu, en það var þó Alan
Foggon sem markið skoraði eftir
að Hickton hafði leikið vörn Der-
by grátt og dregið til sín þrjá
varnarleikmenn. Fyrir hálfleik
tókst Derby nokkuð að rétta hlut
sinn með marki sem Francis Lee
skoraði, en á þriðju mínútu seinni
hálfleiks skoraði Middlesbrough
þriðja mark sitt. Það gerði David
Mills. Stóð þannig 3-1 fyrir Middl-
esbrough allt fram á síðustu sek-
úndu leiksins að Alan Hinton
skoraði fyrir Derby. Áhorfendur
voru 24.036.
Framhald á bls. 21.
Steve Heighway — hinn sókndjarfi og duglegi ieikmaður Liverpool-
liðsins. Skoraði sigurmark þess í leiknum við Leeds, mark sem tryggði
stöðu Liverpool á toppnum 11. deildinni.
I 1. DEILD 1
HEIMA Uti
Liverpool 14 6 0 1 15:4 4 12 7:4 21
Manchester City 15 7 1 0 14:3 13 3 6:13 20
Ipswich Town 15 5 2 0 12:2 3 0 5 7:8 18
Middlesbrough 14 2 2 1 11:9 5 12 10:8 18
Everton 15 3 5 0 10:7 15 1 10:10 18
Stoke City 14 4 3 0 13:5 2 2 3 10:13 17
Derby County 15 3 2 1 15:9 14 3 8:13 16
Burnley 15 4 1 3 14:12 3 13 10:12 16
Sheffield United 15 5 2 1 14:9 12 4 8:17 16
Newcastle United 14 4 3 1 11:7 12 3 8:13 15
West Ham United 15 4 1 3 17:12 13 3 8:13 14
Birmingham City 15 4 1 3 15:13 2 1 4 7:10 14
Wolverhampton Wanderes 15 2 3 2 11:9 2 3 3 5:8 14
Coventry City 14 2 4 1 10:10 2 2 3 10:14 14
Carlisle United 15 3 1 3 5:4 2 2 4 8:10 13
Leicester City 13 2 3 2 8:5 2 13 9:13 12
Chelsea 14 1 3 3 7:12 2 3 2 9:11 12
Leeds United 14 4 1 1 11:3 0 2 6 5:13 11
Queens Park Rangers 14 1 2 4 5:8 2 3 2 8:9 11
Tottenham Hotspur 14 3 1 4 11:10 1 1 4 6:11 10
Arsenal 14 2 2 2 11:6 116 4:13 9
Luton Town 15 1 3 3 9:7 0 4 3 5:9 9
1 2. DEILD I
HEIMA UTI
Manchester United 15 6 1 0 15:3 5 2 1 10:4 25
Norwich City 14 6 1 0 13:2 2 4 1 8:7 21
Aston Villa 14 6 1 0 20:3 14 2 4:6 19
Sunderland 14 4 3 0 13:2 3 2 2 10:7 19
Hull City 15 3 4 0 9:4 2 2 4 10:21 16
West Bromwich Albion 14 3 2 2 9:5 2 3 2 8:6 15
York City 15 3 3 2 12:8 2 2 3 9:11 15
Notthingham Forest 15 4 4 0 11:9 3 13 7:12 15
Oxford United 14 5 0 2 10:8 1 3 3 5:12 15
Briston City 13 3 3 0 8:2 1 3 3 3:7 14
Blackpool 15 3 2 1 9:4 14 4 5:9 14
Bristol Rovers 14 5 2 1 11:15 0 2 3 2:12 14
Fulham 14 3 2 2 13:5 1 3 3 3:6 13
Bolton Wanderes 13 4 2 2 9:3 1 1 4 5:10 13
Notts County 15 3 4 0 11:6 0 3 5 4:13 13
Oldham Athletic 13 5 0 2 10:6 0 2 4 4:10 12
Orient 14 3 3 2 9:7 0 3 3 2:11 12
Millwall 15 4 2 2 13:7 0 16 2:15 11
Portsmouth 15 4 5 1 6:6 12 5 6:15 11
Southampton 14 2 4 1 11:9 1 0 6 7:14 10
Sheffield Wednesday 15 1 3 3 7:10 1 2 5 5:12 9
Cardiff City 14 2 1 4 8:10 1 1 5 5:15 8
ENGLAND 1. DEILD:
Arsenal — West Ham 3-0
Burnley — Everton 1-1
Coventry Carlisle 2-1
Chelsea — Stoke 3-3
Derby — Middlesbrough 2-3
Ipswich — Manchester City 1-1
Liverpool — Leeds Utd. 1-0
Luton — Tottenham 1-1
Newcastle — Leicester 0-1
Sheffield Utd. — Birmingh. 3-2
Wolves — Queens Park 1-2
ENGLAND 2. DEILD:
Aston Villa — Sheff. Wed 3-1
Birstol C. — Notts County 3-0
Oardiff — Oldham 3-1
Hull City — Sunderl. 3-1
Manch. Utd. Southampton 1-0
Millwall — W.B.A. 2-2
Nottingh. — Bristol Rovers 1-0
Orient — Norwich 0-3
Oxford — Fulham 2-1
Portsmouth — Blackpool 0-0
York City — Bolton 1-3
ENGLAND 3. DEILD:
Bournemouth — Carlton 1-2
Burny — Plymouth 0-1
tírslit
getrauna
Chesterfield — Watford 4-4
Gillingh. — Brighton 2-1
Halifax — Colchester l-l
Huddersfield — Swindon 2-2
Peterborought — Aldershot 1-1
PortVale — Crystal Pal. 2-1
Preston — Grimsby 2-0
Walsall — Blackburn 1-3
Wrexham — Tranmere 1-0
SKOTLAND 1. DEILD:
Aberdeen — Arboath 5-1
Airdrie — Ayr United 1-2
Clyde — St. Johnstone 2-2
Dundee Utd. — Dumbarton 3-3
Dunfermline — Dundee 3-1
Hearts — Rangers 1-1
Morton Motherwell 0-3
Leikjum Kilmarnock við Hiber-
nian og Partick Thistle við Celtic
var frestað.
SKOTLAND 2. DEILD:
Alloa — East Fife 0-1
Berwich — Cowdenbeath 4-1
Brechin — Stirling 1-2
Clydebank — St. Mirren 0-0
Falkirk — Montrose 3-2
Forfar-East Stirling 2-3
Hamilt. — Queen of the South 0-2
RaitRowers — Stenhosem. 2-0
Strangraer — Albion R. 1-1
Leik Queens Park og Meadow-
bank var frestað.
A-ÞYZKALAND 1. DEILD:
Dynamo Dresd. — FV Magdeb.3-3
Carl Zeiss Jena — FC Un.
Berlin 1-0
^^Thg^^Fooiba^M-ej^ue^
L«Hcir. 26. okt. 1974 1
1 X 2
Arsen-I - West Ham /
Burnley - Everton X
Chelsea - Stoke X
Coventry - Carlisle /
Derbý - Middlosbro 'JL
Ipswich - Mjnch. City X
Liverpool - Loeds 1
Luton - Tottenham X
Newcastle - Leicester 2
Sheff. Utd. - Birrrjinghaai i •
Wolves - O P.R X
Oxford - Fuiham 1
Dynamo Berl. — Sachsenr.
Zwickau 2-3
Stahl Riesa — Mot. Nordhaus. 1-0
Vorwaerts Frankf. — FC Hansa
Rost. 1-5
Rot Weiss Erf. — Lok. Leipzig 1-1
Wismut — ChemieHalle 4-0
AUSTURRlKI 1. DEILD:
Rapid — Swarovski Innsbruck 1-1
Austria Salzburg —
Sturm Graz j-o
Einsenstadt — Austr. Klagen-
furt 1-0
Lask — VoeestLinz 1-2
Rapid hefur forystu f deildinni
með 17 stig en Voeest og Austria
Sazlburg eru bæði með 15 stig.