Morgunblaðið - 29.10.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974
23
Fjölbýlishús
í byggingu.
Samdráttur
meiri í fast-
eignasölu
en byggingariðnaði
Verðbólguþróun
sú, sem sett hefur
mörk sín á efnahags-
líf víða um heim, hér
sem erlendis, hefur
sums staðar leitt
til samdráttar og
kreppumerkja. Erf-
itt er að fullyrða
um slík samdráttar-
áhrif hér á landi, þar
eð fáar heimildir eru
tiltækar og áhrifin
sjálfsagt mismun-
andi mikil í hinum
ýmsu þáttum at-
vinnu- og efnahags-
lífsins. Morgunblað-
ið leitaði upplýsinga
hjá bankastjórum
Útvegsbankans,
byggingaraðilum og
fasteignasölum um
hugsanlegar mark-
aðsbreytingar, bæði í
byggingariðnaði og
fasteignasölu.
Umsagnir féllu
ekki í sama farveg og
virðist samdráttur-
inn fremur segja til
sín í fasteignasölu,
sölu notaðs hús-
næðis, en byggingar-
iðnaði, nýsmíði íbúð-
arhúsnæðis, enn sem
komið er.
Hér fara á eftir
umsagnir aðila, sem
Morgunblaðið leitaði
til og innti frétta af
þessum vettvangi:
Færri hugsa sér
til hreyfings
Vfglundur Þorsteinsson
framkvæmdastjóri Steypu-
stöðvar BM Vallá sagði, að ekki
hefði orðið vart við verulegan
samdrátt i byggingafram-
kvæmdum enn sem komið er.
Byggingaáform ættu sér lengri
aðdraganda en svo, að breyt-
ingar gætu gerzt á einni nóttu.
Á hinn bóginn sagði hann, að
ýmis teikn væru á lotfi, er
bentu til þess að samdráttur
gæti orðið á næsta ári. Sem
dæmi mætti nefna að búast má
við minni lóðaúthlutunum og
færri aðilar virðast vera að
hugsa sér til hreyfings og byrja
framkvæmdir nú í haust en oft
áður. Ekki er ólíklegt að fram-
kvæmdir á þessu sviði fari að
dragast saman eftir áramót.
Ekki umtalsverð
breyting
Ármann örn Ármannsson
hjá Ármannsfelli hf. sagði:
„Ég hefi ekki orðið var við
umtalsverðar breytingar á
byggingamarkaði. Eftirspurn
virðist hin sama og verið hefur.
Otborganir hafi ekki lækkað í
þeim tilfellum, sem við þekkj-
um til, og í engu tilfelli hefur
kaupsamningi verið rift hjá
okkur vegna samdráttaráhrifa.
Við höfum að vísu heyrt
nokkuð talað um samdráttar-
áhrif, en þau hafa í öllu falli
ekki sagt beint til sín enn, að
þvf er okkar viðskipti varðar.
Fólk virðist hafa svipaða hand-
bæra peninga og áður og um-
talsverðar markaðsbreytingar
hafa ekki sett svip á starfsem-
ina hjá okkur."
Samdráttur ekki
hjá okkur
Páll Friðriksson hjá Breið-
holti hf. sagði:
„Enn sem komið er er það
okkar reynsla, að markaðs-
breyting I byggingariðnaði sé
óveruleg. Að vfsu höfum við
orðið smávegis varir við sam-
drátt í eftirspurn, en hann
hefur ekki sagt til sfn í lækkun
útborgana f sölusamningum
húsnæðis og f engu tilfelli
hefur byggingarsamningi verið
rift. Blikur eru á lofti sem
benda til þrengri sölu-
markaðar. En það mun ekki
koma niður á rekstri okkar
fyrirtækis f náinni framtíð svo
séð verður. Við byggjum, auk
söluíbúða, bæði fyrir Fram-
kvæmdanefnd byggingar-
áætlunar og svokallaðar verka-
mannaíbúðir, sem njóta sér-
stakra hlunninda í lánsfjár-
mögnun.“
Söluverð lægra en
nemur byggingar-
kostnaði
Ragnar Tómasson, fasteigna-
sali sagði:
„Já, ég hefi orðið var við sam-
dráttaráhrif á sölumarkaði
íbúða. Framboð íbúðarhús-
næðis er nú meira en eftir-
spurnin. Fyrir misseri eða svo
var söluverð notaðra íbúða sam-
bærilegt miðað við byggingar-
kostnað þess tíma. Þetta er nú
breytt. Söluverð notaðs hús-
næðis er komið niður fyrir það,
sem kostar að byggja samsvar-
andi húsnæði í dag. Utborganir,
sem voru að meðaltali 70—75%
söluverðs á þeim tíma, eru nú
að meðaltali komnar um eða
niður fyrir 65%. Lægst er út-
borgunarhlutfallið i gömlum,
stórum húsum.
Mér virðist að hér stefni að
sama ástandi og var á árunum
1967 og 1968, er hliðstætt efna-
hagsástand varð í þjóðarbúinu.
Þetta stafar bæði af minni
handbæru fjármagni fólks og
lakari lánamöguleikum, að þvf
er varðar skemmri bankalán,
sem áður voru jafnan tiltæk og
auðvelduðu viðskipti á þessu
sviði. Athyglisvert er og, að
bensínverð virðist nú hafa ein-
hver áhrif á fasteignakaup, þ.e.
hvar menn vilja búa. Auð-
seldari eru íbúðir, sem fremur
minnka en auka rekstrarkostn-
að bifreiða viðkomandi. Ég
held að markaðurinn I bygg-
ingariðnaði og fasteignasölu
komi til með að haldast f hend-
ur við efnahagsþróun, sem
verða kann í þjóðarbúinu."
Samdráttaráhrif
eru merkjanleg
Sverrir Kristinsson, fast-
eignasali sagði:
„Samdráttaráhrif eru
merkjanleg I fasteignasölu.
Verð og útborgun húsnæðis,
sem verið hefur til sölu síðustu
vikur og mánuði hefur ekki
hækkað til samræmis við
hækkun byggingarkostnaðar.
Söluverð íbúða hefur um
nokkurn tfma staðið f stað og
hlutfall útborgana, miðað við
söluverð, er nú lægra en áður,
að meðaltali 65%, en var tölu-
vert hærra.
Þetta er ekki einangrað fyrir-
bæri í fasteignasölu, heldur
spegilmynd af ástandi efna-
hagsmála nú, hérlendis og er-
lendis. Lánamöguleikar hús-
kaupanda, a.m.k. að því er
varðar skammtímalán, virðast
minni nú en áður, sem hefur
sfn áhrif.
Nei, við höfum ekki orðið
varir við, að fólk rifti kaup-
samningum beinlinis af þessum
sökum. Og ástandið er enn ekki
orðið jafn bágborió og á árun-
um 1967 og 1968. En öruggt er
að nú er hægt að fá betri kjör í
fasteignakaupum, bæði hvað
verð og útborgun snertir, en
áður.“
Neyðst til
að draga úr
skammtímalánum
Jónas Rafnar, bankastjóri,
Otvegsbanka tslands, sagði:
„Viðskiptabankarnir hafa
neyðzt til, vegna sinnar erfiðu
greiðslustöðu, að draga veru-
lega úr skammtfmalánum til
byggingaraðila og fasteigna-
kaupa. Utvegsbankinn gerði
nokkuð af því að lána viðskipta-
mönnum sfnum slík lán út á
væntanleg húsnæðismála-
stjórnarlán og lífeyrissjóðslán,
en hefur neyðzt til að draga úr
slíkri lánafyrirgreiðslu.
Eftirspurn slikra lána er
svipuð og áður, en þó er greini-
legt, að fólk gerir sér almennt
grein fyrir aðstöðu bankanna,
sérstaklega þeirra sem þurfa að
fjármagna sjávarútveginn, skil-
ur erfiðleika þeirra og reiknar
ekki með sömu fyrirgreiðslu og
áður.“
Borgarspítalinn
fær blaðflettara
Kvennadeild Rauða kross Islands hefur afhent Borgar-
spftalanum rafknúinn blaðflettara að gjöf. Honum er stjórnað
með litlum armi, sem má skorða undir höku, f handarkrika
sjúklinga eða annars staðar, jafnvel við tungu hans. Ármur
þessi er mjög næmur svo að ekki þarf nema mjög Iftið átak til
þess að gera hann virkan.
Á blaðflettaranum sjálfum eru síðan tveir armar, sem fletta
og halda blöðunum i skorðum. Má nota flettarann jafnt fyrir
bækur og tímarit.
Kvennadeild Rauða kross Islands hefur gefið Borgarspítalan
um ýmis önnur hjálpartæki til þess að auðvelda sjúklingum
lestur, svo sem lesgrindur og prismagleraugu. Tæki þessi hafa
reynst mjög vel og hjálpað mörgum, sem annars hefðu ekki
getað notið þeirrar afþreyingar og fræðslu, sem lestur veitir.
Frá Borgarspítalnum