Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 Svona urðu beltisdýrin til Smásaga eftir Rudyard Kipling. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir „Nú slappstu naumlega," sagði broddgölturinn. „Mér leiðist hlébarðinn. Hvað sagðistu vera?“ „Skjaldbaka, en hann trúði mér ekki. Nú hleypur hann til mömmu sinnar! Hlustaðu bara á hann!“ Þeir heyrðu urrin í hlébarðanum í myrkviðnum við hið straumharða Amazon-fljót. „Sonur, sonur!“ sagði mamma hans aftur og aftur og veifaði skottinu tígulega. „Hvað varstu nú að gera, sem þú hefðir átt að láta ógert?“ „Ég reyndi að reka skjaldböku úr skelinni með loppunni og nú er hún alþakin broddum," sagði hlébarðinn. „Sonur, sonur,“ sagði móðir hans aftur og aftur HÖGGNI HREKKVÍSI og veifaði skottinu tígulega. „Ég sé það á broddun- um, að þetta hefur verið broddgöltur. Þú áttir að henda honum í fljótið." „Ég gerði það við hinn, sem sagðist vera skjald- baka, en ég trúði honum ekki og hann sagði satt og hann stakk sér og kemur ekki upp aftur og ég hef ekki fengið matarbita og ég vil flytja annað. Dýrin við hið straumharða Amazon-fljót eru alltof gáfuð fyrir veslings mig!“ „Sonur, sonur“, sagði móðir hans aftur og aftur og veifaði skottinu tígulega. „Hlustaðu nú á mig og mundu, hvað ég segi. Broddgölturinn hefur beitta brodda og á honum geturðu þekkt hann.“ „Kerlingin er vitur,“ sagði broddgölturinn, sem faldi sig undir stóru laufi. „Veit hún fleira?“ „Skjaldbaka hefur enga brodda," sagði hlébarða- mamma og veifaði skottinu tígulega. „Skjaldbaka dregur höfuð og lappir inn í skelina. Á þvf þekkirðu skjaldböku." „Ég er alls ekki hrifinn af þessari kerlingu," sagði skjaldbakan. „Jafnvel heimski hlébarðinn gleymir þessu ekki. Leitt, að þú kannt ekki að synda, brodd- göltur.“ „Hugsaðu ekki um mig,“ svaraði broddgölturinn. „Verst, að þú skulir ekki hafa brodda. Þetta er hræðilegt! Hlustaðu á hlébarðann.“ Hlébarðinn sat á bökkum hins straumharða Amazon-fljóts, saug brodda upp úr loppunum og söng: Skortir brodda en synda kann seinfara er hann. Skarpa brodda, synda ei kann sker og meiðir mann. „Þessu gleymir hann ekki, þótt allir dagar mán- aðarins séu sunnudagar,“ sagði broddgölturinn. „Haltu undir hökuna á mér skjaldbaka. Ég ætla að læra að synda.“ „Gott,“ sagði skjaldbakan og hélt undir hökuna á broddgeltinum meðan hann spriklaði í fljótinu. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu old eftir Jón Trausta var kjarninn. Og kjarninn á alþingi voru íslenzku baendurnir. Þeir voru flestir yfirlætislausir, fámálgir, þéttir á velli og þéttir í lund. Oflátungarnir hæddu þá og fyrirlitu, en fram hjá þeim komust þeir ekki. Á meðan þeir stóðu uppi, réð þó ekki þessi drukkni aðskotalýður einsamall lögum og lofum. Sumir þeirra höfðu sýslur að léni og ofurlítið kóngsvald heima í héraði sínu, sem þeir allir vildu fremur auka en upp gefa, og allir höfðu þeir það valdið, sem meira var um vert: valdið á sjálfum sér. Þeir voru að vísu ekki syndlausir af sukki aldarinnar, og stunir þeirra störðu kannske helzt til heilluðum augum á höfðingjatízkuna og drógu meiri dám af henni en hollt var. Það kom af þvi, að margir þeirra voru framgjarnir og hugsuðu sér sjálfir hátt, voru af höfðingjum komnir og vildu vera höfðingjar, einnig á alþingi. Og þó að eitthvað slettist upp á fyrir þeim, gáfu þeir ekki upp per- sónueinkenni sín: hæglæti, drýgindi og fulla einurð, skap til sannrar vináttu og sannrar óvináttu og tilhneiginguna til að vera meiri menn en þeir sýndust. Meðal þessara manna voru 1564 menn, sem skrifað hafa nöfn sín ómáanlega í annála Islands, svo sem Árni Gíslason, síðar sýslumaður á Hlíðarenda, og Gunnar bróðir hans, Skag- firðingasýslumaður; Þorlákur Einarsson á Núpi í Dýrafirði, bróðir Gissurar biskups, og Halldór Einarsson, bróðir hans; Snæbjörn Halldórsson Rangæingasýslumaður; Björn Þorleifs- son á Kcldum, sonur Þorleifs lögmanns Pálssonar; Jón Ólafsson á Svarfhóli; Brandur Einarsson, bróðir Gleraugna- Péturs og Marteins biskups; Þórður Guðmundsson, síðar lögmaður; Gísli Sveinsson á Miðfelli; Hallur Ólafsson í Hjörsey; Guðmundur Jónsson á Hvoli, systursonur ögmund- ar biskups, og Magnús Jónsson, sem síðar var nefndur hinn prúði. Og margir, margir fleiri. Allur þorri hinna smærri bænda, nefndarmanna og lög- réttumanna, héldu sig frá drykkjuglaumi stórmennanna og höfðu sig lítt frammi, þegar ekki voru dómar og önnur þingstörf, sem þeir voru til kvaddir. Þeir fundu það vel, að litið var á þá smám augum, og kærðu sig ekkert um að baka sig í sólskini höfðingjahyllinnar. Þeir voru ekki einu sinni nefndir bændur; það var of veglegt nafn handa þeim; heldur búendur eða kotungar, eða blátt áfram almúgamenn. Þeir héldu sig í tjöldum sírnnn og nærðu sig á kjarngóðum sveitamat, sem þeir höfðu reitt með sér að heiman, en tóku hvorki þátt í ofdrykkjunni né áflogunum og uppsölumun. Þeir voru engir tízkumenn, engin glæsimenni að þeirrar aldar skilningi, engir höfðingjar né höfðingjaefni, og hefðu fegnir viljað sitja heima og stunda bú sín, hefðu þeir fengið frið til þess. Þeir þóttu vera til skammar á þinginu og fengu óspart að heyra það við ýms tækifæri, — en voru þar til sóma, — hinn heiðarlegi, hrausti, ósvikni og óspillti þjóð- emisstofn. Prestarnir töldust flestir helzt til þessa flokks. En á öllu þinginu hvíldu fálkaaugu Páls Stígssonar höfuðs- manns, þessi hvössu, gráu, harðlegu og aðgætnu augu, sem flestum stóð geigur af. Það var sem væru þau stöðugt að leita að einhverjum þymum, sem kóngsvaldið gætu stungið, eða að einhverri feitri bráð handa því. Hann veitti stór- oigunkckífiAU Það var reyndar ekki konan þfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.