Morgunblaðið - 29.10.1974, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974
35
— Tveir ósigrar
Framhald af bls. 1
skipt mjög miklu máli i þessum
kosningum," sagði aðalritari
CDU, Kurt Hans Biedenkopf."
. . . og við getum túlkað kosninga-
úrslitin á þann veg, að kjósendur
hafi snúizt gegn efnahagsstefnu
Schmidts . . . Við teljum, að
Schmidt kanslari hafi verið í hópi
þeirra, sem fengu verstu út-
reiðina í þessum kosningum.“
Jafnframt hefur styrkzt staða
tveggja áhrifamanna CDU, sigur-
vegarans í Hessen, Alfred Dregg-
er, og sigurvegarans i Bæjara-
landi, Franz-Josef Strauss. Talið
er, að þeir muni báðir ógna
völdum og áhrifum formanns
CDU, Helmut Kohl, sem er miðju-
maður og nú talinn liklegasta
kanslaraefni CDU 1976. Þeir eru
báðir eindregnir hægrimenn og
líklegast er talið, að CDU færist
meira í hægriátt eftir kosninga-
sigrana.
Strauss sagði i dag, að hann
hefði enn ekki gefið kost á sér
sem kanslaraefni — það væri of
snemmt hversu mikill sem kosn-
ingasigurinn hefði verið. Kohl
sagði í dag, að kanslaraefnið vrði
valið í maí eða júni á næsta ári.
— Moro
Framhald af bls. 1
andi því að reyna enn myndun
slíkrar stjórnar.
Moro er talinn eini maðurinn
sem geti myndað slíka stjórn.
Hann verður að jafna alvarlega
deilu, sem hefur risið með sósíal-
istum og sósíaldemókrötum um
það hve langt til vinstri slík stjórn
skuli fara.
Takist slík stjórnarmyndun
ekki gæti lausnin orðið þriggja
flokka stjórn án þátttöku sósial-
demókrata eða minnihlutastjórn,
er verði við völd þar til efnt verði
til kosninga, sennilega í vor.
En allir flokkar nema sósíal-
j demókratar hafa lagzt gegn því að
efnt verði til kosninga á næstunni
þar sem þær muni valda sundr-
ungu og sóa tima á sama tíma og
þjóðin verði að einbeita öllum
kröftum sínum að þvf að leysa
alvarlegustu efnahagskreppu
sína síðan heimsstyrjöldinni lauk.
Aldo Moro var þrívegis for-
sætisráðherra á árunum 1963—68
og er utanrfkisráðherra i fráfar-
andi stjórn Mariano Rumors, sem
situr til bráðabirgða.
Auk hans gæti Flaminio Piccoli,
þingleiðtogi kristilegra demó-
krata, komið til greina sem for-
sætisráðherraefni.
Þrfr menn aðrir úr flokki kristi-
legra demókrata geta og komið til
greina: Giuseppe Artolomei, for-
ingi hægra armsins, Emilio Col-
ombo, núverandi fjármálaráð-
herra, og Mariano Rumor, fráfar-
andi forsætisráðherra.
— Sleppt
Framhald af bls. 1
hann hefur verið i hungurverk-
falli.
Þar sem Tanima neitaði að fara
úr fangelsinu ríkti óvissa um
framhald viðræðna yfirvalda og
fanganna því að aðalkrafa fang-
anna hafði verið sú, að Tanima
fengi að fara til þeirra. Yfirvöldin
vildu ekki leyfa það fyrr en fang-
arnir slepptu 11 ára drengnum og
tveimur konum. En i kvöld var
drengnum sleppt og dregið hafði
úr spennunni.
Seinna sagði talsmaður dóms-
málaráðuneytisins, að kona eins
fanganna væri komin inn i kapell-
una til þess að ræða við mann
sinn, Daan Denie. Vonað var, að
hún gæti talið mann sinn og hina
fangana á að sýna meira raunsæi f
samningaviðræðunum.
Hljómleikar
MILES í kvöld
BREZKA hljómsveitin MILES er
komin til Islands og leikur á mið-
næturhljómleikum f Austur-
bæjarbfói f kvöld ásamt Ingva
Steini og hljómsveitinni Júdasi
frá Keflavfk. Miles er framhald
af trfóinu John Miles Set, sem hér
lék f fyrra við góðan orðstfr, en
nú hefur fjórði maðurinn bætzt f
hópinn.
Liðsmenn hljómsveitarinnar
eru mjög bjartsýnir á að ná á
næstu mánuðum frægð og frama í
brezka poppheiminum og hafa nú
þegar gert samninga um að spila í
sjónvarpsþáttum og taka þátt f
hljómleikaferðum um Bretland
eftir áramót, um líkt leyti og stór
plata með tónlist þeirra kemur á
markað. Þess má geta, að einn
kunnasti plötusnúður BBC,
Emperor Rosko, valdi hljómsveit-
ina sem þá líklegustu til að slá i
gegn á næsta ári, er plötusnúður
BBC efndu til skoðanakönnunar
sín á milli um þetta atriði fyrir
skömmu.
— Heimsmeistari
Framhald af bls. 15
sætið á eftir Kenmotsu eftir að
hafa mistekizt á æfingum á hesti.
Hann náði siðan aftur öðru sæt-
inu, eftir að taugar Kenmotsu
brugðust honum í sláaræfingum,
sem venjulega er þó hann sterk-
asta hlið. Helztu úrslit i keppn-
inni urðu þessi: stig
Kasamatsu, Japan 115,500
Andrianov,
Sovétríkjunum 115,375
Kenmotsu, Japan 114,750
Kajiyama, Japan 114,650
Tsukahra, Japan 114,600
Mikaelyan, Sovétrikj-
unum 114,175
Thuene, A-Þýzkalandi 114,000
Azajna, Póllandi 113,725
Marchenko, Sovét-
ríkjunum 113,700
Shamugia, Sovétríkjunum 113,375
— Hafsteinshús
Framhald af bls. 2
Þá segir, að tilefni þess, að þessi
áform séu nú boðuð, sé, að með
þvi vilji áhugamennirnir minnast
sextugsafmælis Hafsteins Björns-
sonar, miðils, hinn 30. október
1974 og f annan stað vilji þeir
vekja athygli þeirra, sem áhuga
hafa á áformum þessum, að þessi
félagsstofnun standi nú fyrir dyr-
um.
I drögum að lögum félagsins
segir um tilgang þess, að hann sé
að koma upp og standa að hús-
byggingu til sálarrannsókna, búa
það fullkomnum tækjum, aðstöðu
fyrir fræðimenn til rannsókna á
þessu sviði, bæta aðstöðu miðla
fyrir starfsemi sína, veita fólki
með dulræna hæfileika aðstoð og
þjálfun og leita samvinnu við
önnur félög og stofnanir innlend
sem erlend, er að þessum málum
starfa. Sem viðurkenningu fyrir
hið geysilega starf, er Hafsteinn
Björnsson hefur lagt af mörkum
til þessara mála og i tilefni
sextugsafmælis hans, er lagt til,
að húsið skuli nefnast Hafsteins-
hús.
1 siðustu grein laganna segir, að
verði félaginu slitið skuli stjórn
félagsins og Heimspekideild Há-
skóla Islands ákveða hvernig eig-
ur félagsins stuðli að áframhald-
andi dulsálfræðirannsóknum.
Haukur Guðlaugsson
HAUKUR Guðlaugsson, organisti,
hefur verið skipaður söngmála-
stjóri þjóðkirkjunnar, en áður
gegndi Róbert Abraham Ottósson
því embætti.
Fimm umsækjendur voru um
starfið: Garðar Cortes, Hallgrím-
ur Helgason, Haukur Guðlaugs-
son, Sigurður Björnsson og Þor-
gerður Ingólfsdóttir. Það er dóms-
og kirkjumálaráðherra, sem veitir
embættið.
Hallgrfmur Helgason
Þá hefur dr.Hallgrimi Helga-
syni verið veitt dósentsembætti
við guðfræðideild Háskóla Is-
lands í sálma- og messusöngfræði.
Umsækjendur voru tveir: Hall-
grimur og Þorgerður Ingólfsdótt-
ir. Dómnefnd fjallaði um báða
umsækjendur og komst að raun
um, að báðir væru hæfir til starfs-
ins. Þessu dósentsembætti gegndi
Róbert A. Ottósson einnig, og er
það veitt af menntamálaráðherra.
Hallgrímur og Hauk-
ur hlutu embættin
— Einar Ólafur
Framhald af bls. 3
grundvallanda íslenzkra fræða við Háskólann. Á
stúdentsárum mínum stundaði ég nám I Kaup-
mannahöfn, en var þó hálfan annan vetur við
Háskóla Islands. Eftir meistarapróf lágu vegir
mínir aftur hingað til lands, og þar varði ég dokt-
orsritgerð mina. Eftir heimkomuna var starf mitt
oftast tengt háskólanum. Skal ég ekki rekja það
nánar í þessum fáu þakklætisorðum. En hér kynnt-
ist ég mörgum mikils háttar mönnum, sem létu sér
annt um visindin og unnu ötullega að framförum
og þroska háskólans. Loks auðnaðist mér að setjast
þar I kennarasæti, hið sama sem hugur minn stóð
til og þeir höfðu setið í áður Björn Ólsen og
Sigurður Nordal.
En þegar tíminn líður, verða menn að ganga
allrar veraldar veg. Verk þeirra kunna að gleymast,
en þó lifa þau með nokkuru móti f áhrifum á
annarra manna verk. Þegar ÖIlu er á botninn
hvolft, mega slíkir kostir heita góðir. Ég vil ljúka
máli minu með síðustu orðum mikils vfsindamanns.
I þeim eru fólgin mikil sannindi og um leið er sem
rétt sé mund um hafið hálft. I þeim er tilfinning
einingar allra vísinda, og hvar sem er í heiminum.
Þetta eru orð Pasteurs: „II faut travailler“, það
þarf að vinna.
Herra rektor, ég hef lokið máli mínu.“
— Jón Helgason
Framhald af bls. 3
það, sem gamla fólkið sagði: „Það var nú og“ —
þegar það heyrði eitthvað ótrúlegt. Eins, þar sem
þessi orð hafa verið töluð til mín í fullri einlægni,
vil ég ekki síður af fullri einlægni, það er mér bæði
ljúft og skylt, þakka fyrir þann heiður, sem mér
hefur hlotnazt, þegar mér er veitt þessi nafnbót."
— Brennuvargar
Framhald af bls. 2
var eldur i Cortinu 1970 árgerð,
og fór hún sömu leið og hinar
bifreiðarnar, og er hún talin
nánast ónýt. Hún stóð fremst í
innkeyrslu við húsið, en henni
hafði verið ýtt logandi 10—15
metra vegalengd upp að húsinu,
og hefði getað orðið stórtjón ef
eldtungurnar hefðu náð húsinu.
Þá var reynt að kveikja í Volks-
wagenbíl, sem stóð við Heiðar-
gerði 114, en eldurinn breiddist
ekki út. Vélarhlíf hafði verið
oþnuð og reynt að kveikja i
þráðum í rafkerfi. Voru þeir allir
sviðnir. Þá var kveikt i timbur-
skúr við við húsið númer 64 við
Heiðargerði. Svo vel vildi til, að
fbúar hússins voru að koma heim
i þann múnd er eldurinn var að
breiðast út, og gátu þeir slökkt
hann sjálfir áður en slökkviliðið
kom á vettvang. Mikið dót var
geymt í skúrnum, og hefði orðið
stórtjón ef tilviljunin ein hefði
ekki ráðið þvi, að íbúarnir komu
heim einmitt á þessum tíma.
— Gamli stíllinn
Framhald af bls. 2
stöðvað það á sinum tíma, að
frekari breytingar voru gerðar
á salnum nema á húsbúnaði for-
seta og skrifara. Gylfi kvað alla
hafa verið sammála um það, að
eldri stíllinn myndi sóma betur
i sölum alþingis enda er gamli
húsbúnaðurinn mjög fallegur
og tígulegur og það var Guðjón
Samúelsson húsameistari, sem
teiknaði hann á sínum tíma i
kring um 1940. Þessi húsgögn
þykja falla mjög vel að stíl al-
þingishússins. „Við teljum
þessa breytingu," sagði Gylfi,
„vera í samræmi við þann vilja,
sem nú er fyrir því að varðveita
gamlan stfl, sem ber sig vel og
þótt upphaflega hafi breytingin
verið gerð 1959 til þess að
rýmka til i salnum fyrir þing-
mennina 60, þá taka gömlú hús-
gögnin ekki meira pláss eftir að
nokkur breyting hefur verið
gerð á þeim. Það er að sönnu
þröngt i salnum, en þröngt
mega sáttir sitja og ósættið
kemur nú helzt þegar menn
koma í pontuna.“
Þá hefur verið unnið að ýms-
um öðrum bótum, m.a. hefur
verið teppalagt á áheyrenda-
pöllum og settir nýir stólar þar
og þannig hefur verið dyttað að
einu og öðru.
Sú breyting var gerð á for-
setaborðinu og skrifaranna, að
þau hækka um 50 sm til þess að
stjórnendur þingfunda hafi
góða yfirsýn yfir þingsalinn.
— Strandið
Framhald af bls. 36
festing á því, að strandstaðurinn
væri allur annar en skipið hafði
gefið upp upphaflega. Skipið
hafði þá fundizt fyrir miðjum
Héraðsflóa, skammt sunnan við
ósa Lagarfljóts. Var þá haft sam-
band við bæi i Hjaltastaðaþinghá,
sem næstir eru strandstað, og
heimamenn beðnir að ganga fjör-
ur og hyggja að ljósum. Þeir stað-
festu strandið skömmu siðar.
Slóðin rudd
Björgunarsveitarmenn á Egils-
stöðum fengu Guðmar Ragnars-
son frá Sandi i Hjaltastaðaþinghá
sem leiðsögumann frá veginum
og eftir vegleysunni á sandinum
og fóru fyrst tveir bílar niður
eftir honum til að ryðja slóðina. Á
sama tíma náðist loks samband
við Borgarfjörð og björgunar-
sveitarmenn þar voru beðnir að
halda sem leið lægi á strandstað
og hraða för sinni sem mest. Þeg-
ar bílarnir tveir, sem fyrstir fóru
á sandinn, komu að skipinu,
skutu skipverjar linu upp á sand-
inn. Jafnframt tengdu þeir
gúmmibáta við sterka línu og létu
draga þá að landi. Með fyrri bátn-
um komu tveir menn og þrír i
þeim seinni. Þessi aðferð var þá
stöðvuð, enda voru fleiri komnir
úr björgunarsveitinni á Egilsstöð-
um og sveit Borgfirðinga var þá
rétt ókomin. Þegar þeir komu var
línu strax skotið um borð i skipið
og siðan voru tildráttartaugin og
líflínan dregnar um borð. Björg-
un skipverja hófst þá fyrir alvöru,
en skipið var eina 80 metra frá
landi. Festu skipverjar línurnar á
brúarþakið og gekk mjög greijS-
lega að draga þá í land. Engin slys
urðu á mönnunum, en þeir voru
hraktir og kaldir eftir veruna um
borð og einnig blotnuðu sumir á
leið í land.
Upphitaðir bílar og
þurr föt
Björgunarsveitin á Egilsstöðum
hafði farið vel útbúin á staðinn og
voru margir bílar með í förinni.
Um leið og skipbrotsmenn komu í
land, var þeim komið fyrir i hlýj-
um bílunum og þeir færðir í ullar-
föt, en margir voru klæðalitlir,
þegar þeir komu i land. Þá var'
læknir með I förinni og aðstoðaði
hann þá, sem þurftu á hjálp að
halda.
Þegar björgunaraðerðum var
lokið um kl. 9 á sunnudagsmorg-
un var haldið til Egilssaða, þar
sem skipbrotsmönnum var komið
fyrir í Valaskjálf, en þegar þeir
komu þangað, beið þeirra heitur
matur og hlý rúm. Þá fóru skip-
verjar i verzlun Kaupfélags
Héraðsbúa á sunnudaginn, þar
sem þeir fengu ný föt.
Taldi sig vera vió
Langanes.
Skipstjórinn á Port Vale.
Richard Hildraith, sagði fréttarit-
ara Mbl. á Egilsstöðum, að þeir
hefðu verið að koma á miðin, en
ekki byrjaðir veiðar þegar óhapp-
ið átti sér stað. Þegar óveðrið
skall á ætlaði hann að leita vars
við Langanes og hélt sig vera ná-
lægt nesinu þegar skipið strand-
aði. Þá kom í ljós, að staðar-
ákvörðunin var röng, og kennir
hann veðrinu um.
Þess má geta, að ferð Eskfirð-
inga upp Fagradal seinkaði nokk-
uð, en fólksbíll hafði verið skilinn
eftir á veginum um nóttina.
Þurfti að moka hana upp og færa
til.
Togarinn Port Vale er 427 rúm-
lestir að stærð. Skipið var byggt
árið 1957 og er i eigu Wendover
F.CO Ltd. í Grimsby.
Skipbrotsmenn við komuna til Reykjavfkur f gær. Richard A.
Hildraith er (skinnjakka lengst til vinstri á myndinni.
Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.