Morgunblaðið - 30.10.1974, Page 14

Morgunblaðið - 30.10.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1974 Útgefandi hf. Árvakur. Reykjevfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konrðð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. ð mðnuði innanlands. f lausasölu 35.00 kr. eintakið. Enginn þarf að fara í grafgötur um, að verðbólgan er stærsta vandamálið, sem íslending- ar eiga við að etja um þess- ar mundir. Verðbólgan hef- ur lengi verið eitt helsta viðfangsefni stjórnvalda, þó að hún hafi aldrei verið jafn tröllaukin og nú. Verð- þensla er eins og sakir standa alþjóðlegt vanda- mál, sem flestar þjóðir þurfa nú að stríða við. Hér á landi er þessi vandi þó miklu mun hrikalegri en í grannlöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Verðbólgan hér á landi er a.m.k. fjórfalt meiri en í þessum löndum. Verðbólgan er ekki ein- vörðungu óþægilegt ástand, hún ógnar afkomu þjóðfélagsþegnanna, hvar í stétt sem þeir eru. Hún leiðir til óstöðugleika og spákaupmennsku í við- skiptum jafnframt því sem hún grefur undan rekstr- argrundvelli atvinnuveg- anna. Slíkt ástand leiðir einnig til þess, að almenn launakjör rýrna. Víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags eru ein af orsök- um verðþenslunnar í þjóð- félaginu á hverjum tíma. Ef stemma á stigu við verð- bólgunni eins og nú er ástatt, er því óhjákvæmi- legt að rjúfa hin sjálfvirku tengsl milli verðlags- og launahækkana um stund- arsakir. Þess er að sjálfsögðu krafist, að stjórnvöldin beiti öllum tiltækum ráð- um til þess að stöðva verð- bólguvöxtinn. Hitt er jafn ljóst, ef aðgerðir í þeim efnum eiga að bera árang- ur, þarf að koma til sam- starf og samvinna miklu fleiri aðila í þjóðfélaginu. Þannig verða bæði hags- munasamtök atvinnurek- enda og launþega að taka þátt í þessu starfi, þó að það kunni að kosta nokkrar fórnir af beggja hálfu. Um- frameftirspurn er önnur orsök verðbólgunnar. Með fjármálastefnu sinni geta stjórnvöld haft nokkur áhrif á eftirspurnina eftir vöru og þjónustu. í þeirri hrikalegu verðbólgu, sem nú á sér stað, er því mikil- vægt, að ríkisstjórn og Alþingi reyni að stemma stigu við þenslunni með skynsamlegri fjármála- stjórn. Eins og sakir standa er það því skylda stjórnvalda að halda ríkisútgjöldum innan þess ramma, sem verðbólgan að undanförnu setur. Draga þarf úr opin- berum framkvæmdum eins og kostur er í því skyni að minnka þensluna á vinnu- markaðinum, án þess að það komi niður á brýnustu verkefnum. Almennt séð er einnig nauðsynlegt að koma í veg fyrir útþenslu í ríkisbúskapnum. Ef rögg- samlega er tekið á þessum málum á að vera unnt að draga úr magni verklegra framkvæmda og hafa hem- il á þenslunni í ríkisbú- skapnum miðað við verð- lagsþróunina. Með öðrum orðum ber að stefna að því að lækka ríkisútgjöld í hlutfalli við þjóðarfram- leiðslu. Með slíkum aðgerðum geta ríkisstjórn og Alþingi dregið úr eftirspurnar- þenslunni, og þannig kom- ið í veg fyrir óeðlilega sam- keppni við atvinnuvegina um vinnuafl. Hitt er jafn ljóst, að samdráttaraðgerð- ir af þessu tagi mega ekki ganga svo langt, að þær stofni atvinnuöryggi í hættu. Flestir viðurkenna í orði þá almennu kenningu, að opinberir aðilar eigi að draga úr framkvæmdum á þenslutímum, en mörgum hefur reynst erfitt að fara eftir henni á borði. Um leið og þenslan eykst í þjóðfé- laginu verður þrýstingur- inn meiri á opinbera aðila um framkvæmdir. Stjórn- málamönnum hefur oft reynst um megn að standa gegn slíkum óskum. Við þær hrikalegu aðstæður, sem þjóðin á nú við að glíma, verður þó að gera þær kröfur til stjórnmála- manna, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir leggist allir á eitt til þess að hefta frekari útþenslu ríkisbú- skaparins, er óhjákvæmi- lega hlýtur að leiða af dýr- tíðarvextinum að undan- förnu. Loks hlýtur það að verða eitt helsta verkefni núver- andi ríkisstjórnar að stuðla að auknu jafnvægi í efna- hagslífi þjóðarinnar. Þær sveiflur, sem átt hafa sér stað í útflutningsatvinnu- greinunum, hafa einnig haft áhrif á verðbólgu- þróunina. Verðlag sjávar- afurða á erlendum mörk- uðum hefur jafnan verið háð sveiflum. Þegar verð- lag nær hámarki, er ábat- anum jafnóðum dreift um allt hagkerfið og þjóðin öll verður síðan að standa undir áföllunum, þegar þau koma. Viðreisnar- stjórnin reyndi á sínum tíma að sporna gegn þess- ari þróun með stofnun verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins. Með. stofnun verðjöfnunarsjóðsins var óneitanlega stigið mikil- vægt skref til þess að jafna sveiflur í sjávarútvegi og þjóðarbúinu í heild. Frá þessari stefnu hefur verið horfið um hríð, en nú er mikilvægt að hún verði tekin upp á nýjan leik. Jöfnun tekjusveiflna í sjávarútvegi hlýtur að vera mikilvægt atriði f bar- áttunni við verðbólguna. I þessum efnum hvílir vitaskuld mikil ábyrgð á stjórnvöldum. Verðbólgan verður ekki stöðvuð í einu vetfangi, en brýnt er að vöxtur hennar verði stöðvaður smám saman. Hitt er ljóst, að þjóðin öll þarf að taka á í þessum efnum, þar getur enginn skorast undan. I umræðum um þessi málefni á næst- unni mun koma í ljós, hverjir það eru, sem í raun réttri vilja berjast gegn þessum vágesti í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Stöðvun verðbólgunnar PORTUGAL—verður loka- árangur aprílbyltingarinn- ar einræði í einræðis stað? EKKI fer hjá því, að afsögn Antonio de Spinola úr embætti Portúgalsforseta, undanfari hennar og eftirleikur, hafi eytt miklum af þeim Ijóma. sem var yfir byltingu liðsforingjasamtak- anna gegn hinni þröngsýnu og einræðislegu stjórn Marcello Caetanos fyrir rúmum fimm mán- uðum. Upplausn f efnahagsmál- um, ólga og fjöldaverkföll verka- lýðshreyfingarinnar, gegndarlaus- ar kaupkröfur, ásamt valdabaráttu og refskák á stjórnmálasviðinu, sem einkennt hafa fréttir frá Portúgal undanfarið, hafa dregið mjög úr þeim vonum, sem bylting- in gaf varðandi endurreisn lýð- ræðis, frjáls og stöðugs þjóðfélags f Portúgal f fyrirsjáanlegri framtfð. 0 Með afsögn Spinola hafa vinstri öflin unnið óumdeilanlegan sigur. Áhrifamestu menn landsins eru nú taldir forsætisráðherrann Vasco Goncalves. hinn vinstri sinnaði herforingi, sem talinn er hugmyndafræðingur og kveikja byltingarinnar gegn Caetano, og Alvaro Cunhal, formaður portú- galska kommúnistaflokksins, sem er ráðherra án ráðuneytis f f stjórn Goncalves. Sú staðreynd, að góð- vinur Spinola, Fransisco da Costa Gomes, hershöfðingi, samþykkti að taka við embætti hans, er ekki talin trygging þess, að upplausn- aröflunum verði ekki gefinn laus taumurinn og að ofsóknum á hendur stjórnarandstæðingum og andkommúnistum verði hætt. Goncalves hefur enn sem komið er yfirgnæft Costa Gomes, sem er hæglátur og yfirlætislftill stjórn- málamaður, er alla tfð hefur kosið að starfa bak við tjöldin. Spurn- ingin er hvort Costa Gomes muni sætta sig við að leggja nafn sitt við kommúnískt einræðisrfki, en ekki það frjálslynda lýðræði, sem var hugsjón byltingarinnar. Með afsögn Spinola tókst vinstri mönnum að þvinga fhaldssamari yfirmenn land- og flughers Portúgals til að segja af sér, svo og þá fáu hægrisinnuðu ráðherra, sem eftir voru i ríkisstjórninni. Er stjórnin nú eingöngu skipuð marxistum og vinstrisinnuðum herforingjum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið settir bak við lás og slá, og margar af elztu og voldugustu fjöl- skyldum Portúgals hafa flúið yfir landamærin til Spánar — þ.e. þær sem ekki hafa verið stöðvaðar af varðliðum marxista við landamæra- stöðvarnar. Telja margir fréttaskýr- endur, að í kjölfar áframhaldandi hreinsana muni koma málaferli á hendur hinum og þessum óæskileg- um aðilum fyrir samsæri o.s.frv. Þegar hefur orðið vart frelsis- skerðingar og ritskoðunar f allmörg- um tilvikum. Þegar Lissabon-blaðið Economía e Finacas gaf f skyn, að sá ráðherra, sem bar ábyrgð á samningunum við skæruliðasamtök- in Frelimo f Mozambique, Almeida Santos, hefði á laun yfirfært upp- Spinola fyrrum forseti — á hann afturkvæmt f stjórn- málin? hæð, sem némur 833.000 sterlingspunda frá Mozambique til Lissabon, var blaðið sektað fyrir að hafa „svert orðstfr" herforingja- hreyfingarinnar, — ekki fyrir meið- yrði, vel að merkja. Fleiri dæmi eru um slfka hlutdrægni yfirvalda frá sfðustu vikum. Ofannefnt atvik átti sér stað áður en Spinola neyddist til að segja af sér Ekki hefur ástandið batnað síðan. Alvaro Cunhal — einn áhrifamesti stjórnmálamað- ur Portúgals. Margir óttast nú, að það eigi ekki heldur eftir að batna f bráð. Stjórn- málaskýrendur telja, að afsögn Spinola hafi verið afleiðing átaka milli hans og Goncalves forsætisráð- herra. Henni hafi Spinola tapað, og sá ósigur kunni að vera óafturkræf- ur. Skiptar skoðanir eru að vlsu um Goncalves. Hann er að mörgu leyti óþekkt stærð. Hann er ákafur föður- landsvinur, vinnuþjarkur hinn mesti og vinstrisinnaður. En ekkert hefur enn bent til, að hann sé einræðis- hneigður. Hann hefur margoft lýst lýðræði sem hugsjón sinni Spurningin er til hversu harðra aðgerða hann á eftir að grfpa til þess að ná þvf takmarki, þ.e. hvort eyða þarf fhaldssamri stjórnarandstöðu, og þá hvort árangurinn geti kallast „lýðræði" Varðandi þróunina f lýð- ræðisátt er mikið talið velta á her- sveitum þeim, sem koma heim til Portúgal frá nýlendunum í Afrfku, svo og á þvf hvort hinn „þögli meiri- hluti" f landinu láti bjóða sér allt, eða láti að sér kveða þrátt fyrir aðför stjórnvalda gegn honum. Alla vega verður litið á Portúgal á næstunni sem tilraunastöð á borð við Chile Allendes, —— tilraunastöð um það, Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.