Morgunblaðið - 30.10.1974, Page 15

Morgunblaðið - 30.10.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974 15 Pálmi Jónsson á Akri átti 5 verð- launahrúta af 6 I HAUST voru haldnar hrútasýn- ingar I öllurn hreppum A-Hún. og héraðssýning að þeim loknum. AIls voru sýndir 458 hrútar og hlutu 228 þeirra fyrstu verðlaun. Héraðssýningin var á Blöndu- ósi. Þar voru sýndir 49 hrútar og 16 þeirra hlutu heiðursverðlaun. Akur, eigandi Reynir Steingríms- son i Hvammi í Vatnsdal, varð í efsta sæti. Hann hlaut 92 stig og er það fádæma gott. Úr Torfa- lækjarhreppi voru sýndir 6 hrút- ar og fengu þeir allir heiðursverð- laun. Pálmi Jónsson á Akri átti 5 þeirra. Nýr formað- ur bakara Aðalfundur Landssambands bakarameistara var haldinn í Reykjavfk dagana 18. og 19. okt. s.l. 1 þessum félagsskap eru öll brauðgerðarhús á landinu, en þau eru 57. Formaðurinn, Kristinn Albertsson setti fundinn, bauð menn velkomna og minntist þeirra 7 félagsmanna, sem látizt höfðu frá sfðasta aðalfundi. Auk föstu liðanna, sem tilheyra fundum sem þessum, var rætt um menningar og hagsmunamál stétt- arinnar, sérstaklega þó um erfiða aðstöðu í verðlagsmálum og hvað þetta fyrirkomulag rýrir fram- leiðsluna, sem er í samkeppni við erlendan innflutning. Stjórnarkjör fór þannig að Ragnar Eðvaldsson Keflavík var kosinn formaður í stað Kristins Albertssonar, en hann tók ekki við endurkjöri sem formaður. Meðstjórnendur eru Kristinn Albertsson, Rvík, Georg Michel- sen Hveragerði, Hermann Bridde Rvík. Fyrir í stjórninni voru Hörður Pálsson Akranesi, Snorri Kristjánsson Akureyri og Árni Guðmundsson Rvík. Sýningin var í tvennu lagi, þvl að vegna sauðfjárveikivarna má ekki flytja fé yfir Blöndu nema því aðeins að farið sé með það beint á sláturhús. Vestan Blöndu voru sýndir 29 hrútar. Þar af voru 15 afkomendur Dvergs á Akri og fengu 10 þeirra heiðursverðlaun. Dvergur hlaut fyrstu heiðursverð- laun fyrir afkvæmi haustið 1970. Pálmi á Akri keypti hann sem lamb af Hallgrími Guðjónssyni í Hvammi. I Sveinsstaðahreppi var sýndur veturgamall hrútur, Fjalli að nafni, sem kom útigenginn til byggða 29. april í vor. Hann vó 67 kg og fékk þriðju verðlaun. Eig- andi er Guðmundur Bergmann í öxl. Leifur Jóhannesson, ráðunaut- ur á Snæfellsnesi, var aðaldómari á hreppasýningunum. Hann var einnig dómari á héraðssýning- unni ásamt Aðalbirni Benedikts- syni ráðunaut í V-Hún. og Guð- bjarti Guðmundssyni ráðunaut í A-Hún. Árni Pétursson, sauðfjárrækt- arráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, kom á héraðssýninguna. Hann kvað þetta vera einhverja þá allra fáguðustu héraðssýningu, sem hann hefði séð, og framfarir mjög miklar frá því hann kom fyrst á héraðssýningu í A-Hún. fyrir 8 árum. — Björn. Leiðrétting 1 frásögn Mbl. af láti Hjálmtýs Péturssonar s.l. laugardag er ranghermt, að hann hafi rekið verzlunina Nonna til dauðadags. Eigendaskipti urðu að verzlun- inni í aprílmánuði síðastl. og nýi eigandinn skipti um nafn á verzluninni, sem nú heitir Bimm Bamm. MBL. sneri sér til Höskuldar Frí- mannssonar útgáfustjóra Menn- ingarsjóðs og fékk hjá honum upplýsingar um þær bækur sem forlagið gefur út fyrir jólin. Kennir þar margra grasa eins og vænta má. Fyrst nefndi Höskuldur verkið Marfmna eftir sænska nóbels- skáldið Per Lagerkvist. Þetta er hugleiðing út frá biblíusögunum og samdi Lagerkvist það um svip- að leyti og Barrabas. Sr. Gunnar Árnason þýddi. Bókin er i smá- bókaflokki Menningarsjóðs. Ný ljóðabók eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson kemur út fyrir jólin og nefnist hún Af brunnum og er tæpar 100 blaðsíður. Þá kemur Gandreiðin eftir Benedikt Gröndal út fyrir jólin ásamt rit- gerð um verkið eftir Ingvar heit- inn Stefánsson þjóðskjalavörð. Bókin um Eþfópfu verður Iíklega titill bókar eftir sr. Felix Ölafs- son. Er það saga lands og þjóðar, svo og saga kristniboðsins í Konsó, en Felix var eitt sinn trú- boði þar. 1 bókaflokknum alfræði Menningarsjóðs kemur út ís- landssaga eftir Einar Laxnes sagnfræðing. Þetta er 4. bókin i bókaflokknum. Þá kemur út Is- lendingasaga Sturlu Þórðarsonar, myndskreytt af Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Eiríki Smith. Saga Grfmsvatna- og Skeiðarár- hlaupa nefnist bók eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, að miklu leyti byggð á annálunt. Þetta er jafnframt staðalýsing. 3. leikrit eftir Grikkjann Evrípídes koma út fyrir jólin í þýðingu dr. Jóns Gíslasonar skólastjóra. Bók þessi er í flokki sígildra verka Menningarsjóðs, en flokkurinn er auðkenndur á þann hátt, að hann er allur bundinn í grænt band. Saga togaraútgerðar frá upphafi fram til 1920 nefnist bók eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing og er hún 3. bókin i flokki bóka um sagnfræðirannsóknir. Loks skal nefnd hljómplata með Eddukór- um, sem út kemur fyrir jólin. Syngur þar kórinn islenzk þjóðlög í nýjum útsetningum. Fimmtán hrútar, allir atKomendur Dvergs á Akri. Ljósm. Mbl. Björn Bergmann. Aflarýrnun báta á SV- landi 36% frá því 1973 23% meira en annarsstaðar á landinu Níu bækur og ein hljóm- plata frá Menningarsjóði Utvegsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Reykjavikur héldu sl. laugardag sameigin- legan fund f Hafnarfirði um ástand og horfur í útgerðarmál- um. Á þessum fundi, en á honum var m.a. Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, var sam- þykkt ályktun og hér á eftir er upphaf hennar: „Þrátt fyrir þær aðgerðir, sem gerðar hafa verið og fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda til að tryggja rekstrargrundvöll sjávar- útvegsins, er fyrirsjáanlegt, að enn skortir mikið á, að rekstrar- grundvöllur bátaflotans á SV- landi sé tryggður. Er ástand hjá bátaflotanum á þessu svæði nú svo alvarlegt, að þegar hefur fjöldi báta stöðvazt, og ef fer fram sem horfir, munu allir bátar frá verstöðvum á þessu svæði stöðvast mjög fljótlega. Ástæður fyrir þessu alvarlega ástandi eru ýmsar, einkum þó sú staðreynd, að aflarýrnun á þessu ári miðað við s.l. ár nemur 36 af hundraði, sem er um 23 af hundraði meira en meðal afla- rýrnun á öllu landinu. Vegna hins slæma ástands hefur söfnun lausaskulda verið geigvænleg og sömuleiðis vanskil á föstum lánum. Hefur þetta leitt til þess, að ýmsir aðilar hafa nú stöðvað viðskipti við útvegsmenn, að aðrir hafa þegar hafið inn- heimtuaðgerðir." Þá segir ennfremur á einum stað i ályktuninni: „Fundurinn bendir á þaó hróp- lega misrétti, sem átt hefur sér stað um langt árabil í útlánum opinberra sjóða, að því er varðar útgerðaraðila á SV-landi. Bendir fundurinn sérstaklega á útlána- starfsemi byggðasjóðs, sem nær ekkert hefur lánað til útgerðar á SV-landi hin síðari ár, en þetta hefur m.a orðið til þess, að endur- nýjun bátaflotans á þessu svæði hefur verið lítt framkvæmanleg." Siðar segir í ályktuninni: „Fundurinn bendir á, að ein höfuðorsök hinnar erfiðu afkomu báta á SV-landi, er skortur á hæf- um sjómönnum til starfa. Ástæð- ur til þessa eru fyrst og fremst tvær: I fyrsta lagi hin mikla þensla í framkvæmdum í landi, sem dregur til sín vinnuaflið með stórkostlegum yfirborgunum, sem sjávarútvegurinn getur ekki keppt við. Vegna þess lítur fund- urinn svo á, að óhjákvæmilegt sé, að ríkisvaldið vinni að því að tak- marka framkvæmdir þannig, að um óeðlilega samkeppni við sjávarútveginn verði ekki að ræða, en um það verður ekki deilt, að arðbærustu störf, sem unnin eru fyrir þjóðarbúið, eru fiskveiðar og fiskvinnsla. I öðru lagi stafar fólkseklan af hinni stórauknu skólagöngu ungs fólks, og telur fundurinn að breyta þurfi kennslutíma í þeim skólum, sem heppilegast þætti, þannig að nemendur geti stundað vinnu á bátum og í fiskvinnslu- stöðvum, a.m.k. i marz og april. Þá mótmælir fundurinn því fyrir- komulagi, sem í gildi er um skil- yrði til námslána, þar sem þau eru bundin því, að námsmenn vinni sem minnst, en leggur þess í stað til, að námslán verói aðeins veitt þeim, sem unnið hafa ákveð- inn lágmarkstíma við framleiðslu- störf.“ Sprúttsali tek- inn í Keflavík FYRIR skömmu handtók lögreglan í Keflavík mann nokkurn, sem hún hafði um hríð haft grunaðan um að selja áfengi í heimahúsi. Lét hún til skarar skríða dag einn og gerði húsleit Björn Þorsteinsson varð sigurvegari á Haustmóti TR BJÖRN Þorsteinsson sigraði með miklum glæsibrag f Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem ný- lega er lokið. Illaut hann 9'A vinn- ing af 11 mögulegum. Er árangur Björns þeim mun glæsilegri þegar haft er í huga, að hann hefur ekki tekið þátt f taflmóti hér innanlands s.l. 2 ár. Hlýtur Björn titilinn Skákmeistari Tafl- félagsins 1974, rétt til að keppa f landsliðsflokki Skákþings Islands og Spánarferð f verðlaun. Annars varð röð manna i A- flokki þessi: §'A 5'A 5 1. Björn Þorsteinsson 2. -3. Magnús Sólmundarson og Björgvin Viglundsson 9 'A 7'4 4. Júlíus Friðjónsson 5. —7. Sævar Bjarnason, Kristján Guðmundsson og Björn Jóhannesson 8. Áskell örn Kárason 9. —11. Jón Pálsson, Gylfi Magnússon og Björn Halldórsson 4 12. Guðmundur Aronsson 1 'A I unglingaflokki var Einar Valdimarsson efstur, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. í 2. flokki hlaut Þorsteinn Þorsteins- son 7'A af 9 mögulegum. I C-flokki meistaraflokks sigraði Ásgeir Ásbjörnsson, hlaut 7 'A af 10 mögulegum og í E-flokki Árni Sigurbjörnsson með 9'A af 11 mögulegum. Keppni er ólokið i tveimur flokkum. í B-flokki Björn Þorsteinsson. meistaraflokks er Ómar Jónsson efstur og í D-flokki Gísli Jónsson. Alls voru þátttakendur í mótinu 78. hjá manninum. Fundust í fórum hans 9 flöskur af ótolluðu áfengi, að sögn Hauks Guðmunssonar, rannsóknarlögreglumanns þar á staðnum. Viður- kenndi maðurinn að hafa á síðustu tveimur mánuðum selt 40 ótollaðar flöskur, sem hann fékk hjá starfs- manni á Keflavikurflug- velli. Hafði sá keypt vínið af varnarliðsmönnum. Báðir mennirnir sátu í gæzlu- varðhaldi á meðan frumrannsókn málsins fór fram, en þeim hefur nú verið sleppt. Húsleit v.ar einn- ig gerð hjá þeim, sem höndlað hafði við varnarliðsmennina, en þar fannst ekkert áfengi. Hins vegar fundust hjá honum sex lengjur af ótolluðum vindlingum. Viðurkenndi hann að hafa keypt vínið og vindlingana af varnar- liðsmönnum. Mál mannanna eru enn í rannsókn, en þau verða síð- an send áfrarn til frekari dóms- meðferðar. Þá má að lokum geta þess, að sama kvöld og húsleitin var gerð hjá sprúttsalanum, var gerð um- fangsmikil áfengisleit i leigubif- reiðum í bænum, en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.