Morgunblaðið - 30.10.1974, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
Vilja Þróunar-
sýninguna til
Helsingborg
Turistföreningen í Helsingborg
hefur farið fram á það að fá hluta
af Þróunarsýningunni á Norræna
viku sem haldin verður I Helsing-
borg 23.—31. maí 1975. Umrædd-
ur þáttur af Þróunarsýningunni
var sendur til Hasselby í Stokk-
hólmi á sýningu þar í sumar. Er
nú I athugun hvort unnt er að
senda sýninguna til Helsingborg.
Leiðrétting
I GREIN Ingibjargar frá Löngu-
mýri, sem birtist í sunnudags-
blaði Mbl. á bls. 38, hefur yfir-
skrift greinarinnar misritazt. Þar
átti að standa:
Skautbúningagerð og skjól-
góðar minningar.
— Ford
Framhald af bls. 1
erfiðleikum Tanaka, forsætisráð-
herra Japans.
Þá skýrði forsetinn svo frá að
John C. Sawhill, yfirmaður orku-
stofnunar rikisins, hefði látið af
því embætti og mundi ósk Rogers
C.B. Mortons innanríkisráðherra,
sem fékk það verkefni fyrir þrem-
ur vikum að samræma stefnumið
stjórnarinnar í orkumálum. Saw-
hill hefur hvatt til róttæks
sparnaðar á eldsneyti.
— Fangar
Framhald af bls. 1
ið fór I prentun f kvöld voru yfir-
völd enn að velta kröfunni fyrir
sér.
Þessar kröfur bundu enda á 27
klukkustunda baklás í samninga-
viðræðunum við fangana, en þeir
hafa nú haldið gíslum í kapell-
unni á fjórða dag. Fangarnir
kröfðust þess einnig að
palestínskur skæruliði og félagi
eins þeirra yrði framseldur áður
en þeir færu. Þessi Palestínumað-
ur sagði félögum sínum hins veg-
ar í gær, að hann vildi ekkert við
þá tala, og hygðist afplána dóm
sinn. Ráðlagði hann þeim að gera
slíkt hið sama. Yfirvöld hafa sagt,
aó þeir muni alls ekki framselja
manninn gegn vilja hans sjálfs.
Fyrirliði fanganna er Palestínu-
skæruliðinn Adnan Ahmed Nuri.
Hinir eru tveir hollenzkir byssu-
menn, Jan Brouwers og Daan de
Nie, og Alsírbúinn Mohammed
Ben Koudache. Þeir eru allir
innan við þritugt.
— Ók á tvo
Framhald af bls. 28
lýsingar gefið eru beðnir að hafa
samband við rannsóknarlögregl-
una.
Þá hefur rannsóknarlögreglan
hug á að fá vitni að árekstri sem
varð á Miklubraut laugardaginn
12. október, skömmu fyrir klukk-
an 19. Atburðurinn gerðist rétt
austan Grensásvegar. Hilmanbill
var á leið vestur Miklubrautina
og Cortina rétt á eftir. Grænt ljós
logaði á götuvitanum, en þrátt
fyrir það stöðvaðist Hilmanbíllinn
skyndilega og Cortinan ók aftan á
hann. Bíll beið á beygjuljósunum
við gatnamótin, og ætlaði hann i
suður. Er það álit rannsóknarlög-
reglunnar, að þeir sem voru i
bilnum hafi séð áreksturinn, og
hefur hún hug á að ná tali af þeim
sem í bílnum voru svo og öðrum
sem urðu vitni að árekstrinum.
— Arabar
Framhald af bls. 1
maður Frelsishreyfingarinnar
orðaði það í dag. Þessi samþykkt
var gerð eftir harða andstöðu
Husseins Jórdaníukonungs, sem
taldi hana stofna friðarviðræðum
við ísraela í hættu, þar eð Israels-
stjórn hefur aldrei viljað viður-
kenna tilverurétt hreyfingar-
innar.
Heimildir herma hins vegar, að
Hussein hafi verið fullvissaður
um það, aðþeir 900.000 Palestinu-
menn sem búa austan Jórdanár-
innar muni ekki hlita yfirstjórn
Arafats. Ekki er talið að þetta mál
hafi hins vegar útkljáð á fund-
inum í dag, og var fomlegum loka-
fundi frestað þrisvar án þess að
skýring væri gefin.
— Særún
Framhald af bls. 28
staðar i Sláturhúsinu, sem aðeins
væri notað fáa mánuði á ári.
Morgunblaðið hafði samband
við Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra og spurði-hann um
álit hans á bótakröfunni. „Þessi
krafa,“ sagði Matthías, „kom
hingað í ráðuneytið nokkrum
mínútum fyrir kl. 4 s.l. föstudag
og svars við henni var krafist á
mánudag. Ég hef litið um þessa
kröfu að segja, tel hana fráleita,
a.m.k. hef ég aldrei gefið þeim
neitt undir fótinn með að leyfa
rækjubátum að landa hjá þeim.
Þeir fara líklega í mál og þetta
mál verður þá að hafa sinn gang.“
— Aukin aðsókn
Framhald af bls. 28
óneitanlega stoðum undir þá
kenningu að lokun hermanna-
sjónvarpsins ætti einhvern þátt I
aukinni aðsókn hjá Þjóðleik-
húsinu.
Guðmundur Pálsson hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur tók í sama
streng. Hann kvað leikhúsaðsókn-
ina töluvert meiri nú í haust en
þeir Leikfélagsmenn hefðu átt
von á. Vegna ástandsins í efna-
hagsmálum þjóðarinnar og
minnkandi ráðstöfunarfjár al-
mennings kvað Guðmundur menn
þvert á móti hafa talið, að það
kæmi fljótlega niður á aðsókn-
inni, en raunin hefði sem sagt
orðið allt önnur. Þess vegna vakn-
aði sú spurning hverju þetta sætti
og ýmsir teldu svarið fólgið í
lokun Keflavíkursjónvarpsins nú
í haust.
Arni Kristjánsson, forstjóri
Austurbæjarbíós, tjáði Morgun-
blaðinu, að þar hefði verið góð
aðsókn í september. Aó vísu væri
það svo að aðsóknin hefði verið að
aukast allt þetta ár en hann taldi
sig hafa orðið varan við hlutfalls-
lega meiri aukningu í september
en aðra mánuði ársins. Árni taldi
að gott myndaval í þessum mán-
uði hefði eflaust haft sín áhrif, en
kvað ekki útilokað að fleiri þættir
kæmu hér til. Aftur á móti taldi
Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Há-
skólabiós og formaður félags
kvikmyndahúseigenda, fráleitt að
setja aukna aðsókn I kvikmynda-
húsin I nokkurt samband við lok-
un Keflavikursjónvarpsins —
alltof skammt væri liðið 'til að
nokkur samanburður gæti talizt
raunhæfur. Hann benti á að að-
sóknin hjá kvikmyndahúsunum
hefði stöðugt verið að aukast aft-
ur eftir ládeyðuna fyrst eftir
stofnun islenzka sjónvarpsins og
sagði að ef aukning nú væri hlut-
fallslega meiri en áætlað hafði
verið, væri nær að leita skýring-
anna annars staðar. Fólk eyddi nú
kannski peningunum frekar í bió-
ferðir en I aðrar og stórum dýrari
skemmtanir, svo sem á skemmti-
stöðunum.
Forstöóumaður Stjörnubíós
hafði einnig orðið var við greini-
lega aðsóknaraukningu hjá sér nú
í haust. Hann taldi þó, að lík-
legasta skýringin á þessari aukn-
ingu væri forvitni fólks sem vildi
gjarnan kynnast hinum nýju
húsakynnum Stjörnubíós og
einnig það hversu lélegt íslenzka
sjónvarpið hefði verið í haust.
Stjörnubíó hefur gert tilraun með
nýja sýningartíma á kvöldin eða
kl. 10 og er það gert með það fyrir
augum að laða í bíóið sjónvarps-
áhorfendur strax að loknum
sýningum sjónvarpsins á fram-
haldsþáttum, sem eru venjulega
strax eftir fréttir.
— Danmörk
Framhald af bls. 1
Þriðja atriðið, sem hefur átt
þátt í að auka atvinnuleysið, er
ástandið i byggingariðnaðinum. Á
árunum 1960—70 var það vigorð I
Danmörku, að byggja sig út úr
Ibúðaskortinum". Það var svo-
rækilega gert, að nú standa
auðar og tómar þúsundir rán-
dýrra ibúða. Vegna hárra vaxta
á lánum verða húseigendur að
setja upp allt að tvö þúsund
danskar krónur I leigu á mán-
uði fyrir þriggja herbergja
ibúð og svo háa leigu hafa fáir
efni á að greiða. Stjórn landsins
hefur af þessum sökum ákveðið,
að færri íbúðir skuli byggðar,
með þeim afleiðingum, að at-
vinnuleysi i byggingariðnaðinum
var þegar í ágúst sl. komið í 10%.
Astandið þar hefur svo aftur
dregið aðrar atvinnugreinar nið-
ur.
Loks verður að taka með I
reikninginn, að laun verkamanna
og opinberra starfsmanna hafa
ekki lækkað I hlutfalli við minnk-
andi tekjumöguleika i atvinnulíf-
inu, þvert á móti þau hafa hækk-
að um 15—16% á árinu. Þar af
leiðandi verða mörg fyrirtæki að
hætta rekstri eða fækka starfs-
fólki.
I vor verða launasamningar á
vinnumarkaðinum endurnýjaðir
og er næsta víst, að atvinnurek-
endur bjóða ekki launahækkanir,
— en verkalýðshreyfingin lætur
sér það varla lynda og spá nú
margir viðtækum verkföllum
ofan á þá efnahagslegu erfiðleika,
sem danska þjóðin á nú við að
etja.
Ekki bætir úr skák, að efna-
hagsástandið einkennist af efna-
hagslegri stöðnun samfara rífandi
verðbólgu, hún er nú um
15—20%. Það ástand er svo sem
ekki einsdæmi i Danmörku, af
löndum Efnahagsbandalags
Evrópu eru Vestur-Þjóðverjar
bezt settir með innan við 10%
verðbólgu og viðunandi atvinnu-
ástand. (Á það má benda í þessu
sambandi, að í fréttum af kosn-
ingabaráttunni í Hessen og
Bayern á dögunum var mjög talað
um ugg almennings vegna vax-
andi atvinnuleysis í V-Þýzka-
landi. Innskot Mbl.) En það dreg-
ur litið úr ugg Dana við fram-
vindu efnahags- og stjórnmála
landsins á næstunni, þó að önnur
lönd séu líka illa sett.
r
— Italía
Framhald af bls. 1
þriggja á þinginu. Slfk rfkisstjórn
er aðeins talin geta setið f tvo til
þrjá mánuði á meðan Moro reynir
að koma á sáttum á milli flokk-
anna tveggja, sem líklegastir eru
tíl stjórnarsamvinnu við Kristi-
lega demókrata, — sósfalista og
sósfal-demókrata.
0 Það voru deilur þessara
flokka sem gerðu að engu stjórn-
armyndunarviðleitni annars af
leiðtngum kristilegra demókrata,
Amintore Fanfanis fyrir helgina.
Aldo Moro sagði f kvöld er hann
kom af fundi forsetans: „Ástand-
ið f landi okkar er alvarlegt."
Hann kvað enga leið út úr ógöng-
unum „án fórna, sem um leið eru
sanngjarnar og árangursríkar."
Enn eru helztu vandamálin hin
sömu og felldu rfkisstjórn
Mariano Rumors fyrr f mánuðin-
um, — samband rfkisstjórnarinn-
ar við kommúnista og verkaiýðs-
félögin, aðgerðir til að rétta af
efnahag landsins og hefta óða-
verðbólguna, sem nú er 24,6%.
Aldo Moro, sem er 58 ára há-
skólaprófessor, hefur unnið sér.
góðan orðstír sem leikinn sátta-
semjari í deilum þeim sem hvað
eftir annað hafa orðið með mið-
og vinstri flokkunum á Ítalíu.
Hann hefur verið forsætisráð-
herra í þremur ríkisstjórnum frá
1963 til 1968. Fimm ára forsætis-
ráðherratíð hans er sú lengsta hjá
nokkrum » forsætisráðherra á
ltalíu í tvo áratugi. Utnefning
Leones á Moro hlaut þegar stuðn-
ing hjá lýðveldissinnum og báð-
um sósialistaflokkunum. Það
voru hins vegar sósialistar, sem
ráku Moro úr forsætisráðherra-
stólnum 1968 fyrir að vera of var-
færinn og hægfara.
Undanfarið hefur Moro þó unn-
ið _ aftur fylgi hina marxiska
sósialistaflokks, einkum fyrir yf-
irlýsingar sínar um að stjórninni
beri að hlusta á viðhorf stjórnar-
andstöðunnar og verkalýðsfélag-
anna áður en hún tekur mikilvæg-
ar ákvarðanir.
Aldo Moro hefur átt við van-
heilsu að striða nýlega, og hafnaði
tilboðum um að reyna stjórnar-
myndun fyrr I stjórnarkreppunni
af þeim sökum. Einnig stytti hann
ferðalag sitt um Bandarikin i
fyrra mánuði af heilsufarsástæð-
um.
— Portúgal
Framhald af bls. 14
hvort metnaður marxlskra stjórn-
valda geti samrýmzt lýðræðislegu
frelsi.
Þróun mála I Portúgal til vinstri er
vitaskuld einnig áhyggjuefni fyrir
hvíta menn i hinum gömlu nýlend-
um landsins I Afríku. f Angóla óttast
þeir, að stjórnin beiti sömu aðferð
og I Mozambique, — þ.e. að af-
henda einfaldlega skæruliðum völd-
in. En skæruliðar í Angóla eru
klofnari innbyrðis en samherjar
þeirra f Mozambique, og í nýlend-
unni eru 400.000 landnemar, sem
ekki eru taldir liklegir til að taka
hvaða ákvörðun, sem Lissabon
þóknast, þegjandi og aðgerðalaust.
Atlantshafsbandalagið hefur ekki
slður áhyggjur af gangi mála. Ljóst
var fljótlega eftir byltinguna i aprfl,
að meiri háttar hernaðarleyndarmál
bandalagsins yrðu ekki send til
Lissabon. Það þótti fráleitt að veita
slikum gögnum til ríkisstjórnar, sem
f sitja Moskvu-kommúnistar, leynd-
armálum sem I sjálfu sér er ætlað að
veita bandalagsþjóðunum vernd
gegn Sovétrikjunum. Sömuleiðis er
framtíð bandarískra herstöðva á
portúgölsku landsvæði f óvissu.
Þá fylgist rikisstjórn nágrannarik-
isins Spánar náið með þróuninni I
Portúgal, og stendur ekki á sama
um uppgang marxískra afla.
Goncalves forsætisráðherra hefur
lofað að efnahagskerfi landsins verði
ekki umbylt að þær ráðstafanir, sem
stjórn hans muni grípa til, eigi ekki
að beinast að einkafjármagninu sem
slfku. En örðugt er að sjá hvernig
hjá slfku verður komizt á meðan
kommúnistaflokkurinn er á hraðri
leið með að verða valdamesti flokkur
landsins. Flokkurinn er undir járn-
aga og f honum eiga verkalýðsfélög-
in mikil ftök. Alvaro Cunhal, formað-
ur hans, hefur þó sýnt talsverða
hófsemi og ávftað verkalýðshreyf-
inguna fyrir óraunsæjarkaupkröfur.
Um leið hefur hann gerzt fyrsti
stjórnmálaleiðtoginn, sem ræðst af
hörku á Spinola fyrrum forseta.
Cunhal og flokkur hans hafa að
undanförnu algerlega skyggt á hinn
gæfa og varkára Mario Soares, utan-
ríkisráðherra, og sósfalistaflokk
hans. Og áhrif Cunhal á Goncalves
virðast mjög vaxandi.
Augu alheimsins munu því mjög
beinast að Portúqal á næstunni. Það
yrði mikill harmleikuref lokaárangur
aprflbyltingarinnar yrði ekkert annað
en skipti á einni einræðisstjórninni
fyrir aðra.
Reuter/ Economist / Observer
— Séra Þórir
Framhald af bls. 3
Hið fornkveðna máltæki
segir, að með Iögum skuli land
byggja, en með ólögum eyða.
Þau lög, sem við byggjum með
land okkar í dag, þau hafa sina
viðmiðun, sem í grundvallar-
atriðum er sístæð að eðli, það er
stjórnarskrá landsins. Þau lög,
sem ekki eru i samræmi við þá
viðmiðun, þau skulu dæmd
ómerk og úr gildi felld. En við
hvað miðar stjórnarskráin?
Hvert sækir hún hinn sistæða
grunntón sinn? Hann er krist-
inn arfur, sóttur í Fjallræðuna
og á aðra hátinda kristinnar
boðunar. Sú lýðræðishugsjón,
sem íslenzka stjórnarskráin
birtir og við unnum svo heitt og
þér alþingismenn hafið svarið
að standa vörð um, hún ásamt
ákvæðum sínum um mann-
helgi, mannréttindi og bræðra-
lag mannanna er kristin arf-
leifð, til okkar komin um hinar
fögru dyr kristinnar hugsjóna-
baráttu og þróunar til sífellt
bróðurlegra viðhorfs.
Af þeim hugsjónum ekki sízt
kviknaði sá frelsisandi, sem
varð hvati þeirrar baráttu, er
náði langþráðu marki 17. júní
1944. Hinu skal og vissulega
ekki gleymt hér, því trausti og
öryggi, sem kristin trú gefur
hverjum einstaklingi og von
hans og vissu um eilíf mörk og
mið.
Alþingismenn, þér eruð full-
trúar þjóðar, sem að meira en
98 hundraðshlutum játar
kristna trú. Hún ætlast til þess
af yður, að þér standið trúan
vörð um hin helgu vé, að þér
leitist við að sýna bæði í orði og
verki sanna fylgd við þær hug-
sjónir, sem hafa fært henni
mesta gæfu f 11 alda sögu, skap-
að hennar hollasta veganesti
og lyft anda hennar hæst. Is-
lenzk þjóð á þess von, að þér af
heilum hug og heilbrifeðri dóm-
greind ihugið ábyrgð yðar sem
leiðsögumenn og brautryðjend-
ur til batnandi lífs. Henni er
ekki sama hver viðmiðun yðar
er, hún vill ábyrga afstöðu og
hreina, en ekki hentistefnu um
pólitiskar krókaleiðir í skugga
valdsins. Hún vill að stefnt sé á
Fögrudyr.
Ég beini til yðar aðvörunar-
orðum og heilræðum þjóð-
skáldsins:
„Þeir sem gefa þjóðum lög
þurfa mikið veganesti,
verða að skilja dulin drög,
drauma fólksins, hjartaslög,
bænir þess og bresti.
Þeim er skylt að eygja í anda
inn i framtíð sinna landa,
miða þó sín miklu tök
við manndóm sinn og æðstu
Löggjafar sem lítið skilja [rök.
lúta aldrei fólksins vilja,
koma öllu á vonarvöl,
verða sjálfir — þjóðarböl."
En tslendingar, allir sem mál
mitt heyrið. Það er þó ekki nóg,
að við gerum kröfur til al-
þingismanna okkar. Við verð-
um að gera þær líka i eigin
barm, hver einasti maður. Án
okkar stuðnings og fylgdar eru
þeir áhrifalitlir. En við allir
sameinaðir undir sterkri stjórn
þeirra, sem við höfum kjörið til
forystu, við getum gert mikið
þegar réttu leiðarljósi er fylgt.
Ábyrgðina berum við í raun og
veru allir, hver einasti ein-
staklingur.
Sifelld sjálfsgagnrýni er
hverjum manni nauðsynleg og
auðvitað ekki sízt þeim, sem
með æðstu völd fer. Og hann
hlýtur að velja sér viðmiðun, og
vilji hann að hún stefni honum
hærra, stækki hann og göfgi
sem mann, þá hlýtur hann að
velja sér það sem æðst er alls,
manngildishugsjón hans, sem á
nafn sitt letrað yfir hinum
fögru dyrum.
Þjóðskáldið, sem ég vitnaði
til, það mælti einnig:
„Sú bylting ein, sem bætir allra-
[hag.
er betri vilji, fegra hjartalag.“
„Hin innri bylting,
blessun dauðlegs manns,
mun brautir ryðja,
stækka veröld hans.“
Islenzk þjóð stendur á alda-
mótum. Við henni blasa viðar
dyr og verkmiklar. Brautin
mun þó ekki slétt eða of greið
framundan. Ekki mun þar of
mikið af silfri og gulli, en hins
má þá minnast, að i trausti til
hans, sem hver þingsetning
hefur verið helguð, hefur ís-
lenzk þjóð fetað hverja erfiða
slóð og alltaf náð sigursæl sínu
marki. Því segi ég enn með
orðum textans: „1 nafni Jesú
frá Nazaret, þá gakk þú.“ Gakk
mót framtiðarinnar fögru dyr-
um inn I nýja öld farsællar
framtíðar íslenzkrar þjóðar.
Já, „gakk þú heill að hollu
[verki,
heimta allt af sjálfum þér.
Vaxa skal sá viljasterki,
visna hinn, sem hlífir sér.
Girð þig mætti orðs og anda
efldu miskunn þinna handa,
veit þeim hrjáðu vörn og likn.
Aldrei skyldi löggjöf landa
lúta valdafíkn.
Guð blessi Aiþingi íslend-
inga, hann blessi land og þjóð á
framtíðarför.
1 Jesú nafni, amen.
'Mi V